Mjölnir


Mjölnir - 04.05.1965, Blaðsíða 1

Mjölnir - 04.05.1965, Blaðsíða 1
Mjölnir XXVIII. árgangur Þriðjudagur 4. maí 1965 4. tbl. Kjarasamningar undir- búnir og bent á leiðir i atvinnumálum Ráðstefna verkalýðsfélaganna á Austur- og Norður- landi lagði drög að undirbúningi kjarasamninga í vor, og benti á leiðir til úrbóta í atvinnumálum Norðurlands. Ráðstefna á Akureyri A.S.A. og A.N. efndu til róð- stefnu ó Ákureyri um miðjan síðasta mónuð. Sótu hana 24 fulltrúar. Helztu verkefni lienn- ar ,voru undirbúningur undir væntanlega kjarasamninga og umræður um hið alvarlega at- vinnuóstand, sem nú ríkir víða ó Norðurlandi. Voru gerðar ítar- legar ólyktanir um bæði þessi mól. Kjaramálaályktunin f henni er lýst fullu sainþykki v.ið ályktun A.S.I. um viðræður við ríkisstjórnina um almenn hagsmunamól verkafólks, er haft gætu áhrif á samningsgerðina. Ráðstefnan taldi, að ef sæmi- legur árangur næðist í viðræð- unum við ríkisstjórnina, og ef einnig næðist samkomulag við vinnuveitendur um nokkrar til- teknar hreytingar á samningum, I. IHflí- á Siglufiröi voru með svipuðu sniði og undanfarin ár. Klukkan 5 um daginn var útifundur á Ráðhúss- torgi. Ræður fluttu Gunnar Jóhanns- son, fyrrv. alþingismaður og Guðrún Albertsdóttir, formaður Vcrka- kvennafélagsins Brynju. Þá lék Lúðrasveit Siglufjarðar og Karla- kárinn Vísir söng. Stjórnandi Gerhard Smith. — Ennfremur voru kvik- myndasýningar og dansleikir í til- efni dagsins. Veður var gott og fóru hátíða- höldin vel fram. svo sem styttingu vinnuviku nið- ur í 44 tíma, hækkun ákvæðis- taxta í síldarvinnu, 100% hækk- un síldartryggingar, hækkun kaups í síldarvinnu og ýmissi annarri erfiðri og óþrifalegri vinnu, auk smávægilegra breyt- inga á nokkrum öðrum liðum, væri unnt fyrir verkalýðsfélögin að sætta sig við 12—15% beina kauphækkun. Atvinnumálaálykt'unin í þeirri ályktun er rætt um hið erfiða atvinnuástand, sem rikt hefur víða norðanlands und- anfarna mánuði og misseri. Er gerð sú krafa til ríkisvaldsins, að það láti málið til sín taka, og bendir á eftirtalin atriði til úr- bóta: Komið verði upp, með þátt- löku bæja, sveitarfélaga og ríkis- ins svo og vinnslustöðva sjávar- afurða á Norðurlandi, fyrirtæki lil að annast flutninga á síld og öðrum fiski frá veiðisvæðum. þar sem mikill afli berst að, til vinnslustöðva á Norðurlandi, þar sem hráefni skortir. Gerðar verði ráðslafanir tii markaðsöflunar fyrir verulegt magn af niðurlagðri síld, svo niðurlagningarverksmiðj urn ar geti starfað að staðaldri og slik starfsemi hafizt víðar á Norðurlandi. Að hraðað verði endurskoðun laga um aflatryggingasjóð og liann efldur svo að hann geti þjónað hlutverki sínu betur en nú §r, og þá sérstaklega þegar aflabrestur er langvarandi. Greidd verði sérstök uppbót á þann fisk, sem lagður er upp þar sem atvinnuleysi er, meðan fiskafli er svo tregur sem verið hefur síðuslu misseri á Norður- landi. Gerðar verði ráðstafanir, m. a. með lækkun eða afnámi tolla á hráefnum og með bættum lána- kjörum, til stöðvunar frekari samdráttar í iðnaðinum. Gæti- legri innflutningsstefnu verði beitt gagnvart iðnaðinum en verið hefur um sinn. Hækkun atvinnuleysis- bóta Þá taldi ráðstefnan, að hækka bæri stórlega dagpeninga at- vinnuleysistrygginga, og verði hækkunin látin gilda frá síðustu áramótum. Framkvæmt verði það ákvæði sjóðslaganna, að handbært fé hans verði 'ávaxtað í Iánastofnunum á þeiin stöðum, þar sem það fellur til. Nefndirtil undirbúnings ' Ráðstefnan kaus fimm manna kjaramálanefnd til að samræma aðgerðir verkalýðsfélaganna fyrir norðan og austan. Skal samningagerðin fara fram í sem nánustu samstarfi og samráði við Verkamannasamband Is- Framhald á bls. 3. SLYSFARIR Banaslys Það hörmulega slys varð á skírdag i uppskipunarvinnu í Fjallfossi er lá i Reykjavíkurhöfn, að lestarhleri slitnaði úr böndum og féll niður í lestina, en þar voru menn að vinnu. Hferinn lenti á einum þeirra, Þorstcini Sveinssyni, til heimilis Laugarveg 9, Sigluf. Þor- steinn stárslasaðist og var hann strax fluttur i sjúkrahús og þar lézt hann á fimmta degi frá því slysið varð. Þorsteinn var einn af mörgum Siglfirðingum, sem þurftu i vetur að leita burtu frá Siglufirði eftir atvinnu. Hann var um sextugt að aldri. Lík Þorsteins var flutt norður hingað og fer jarðarför hans fram þriðjudaginn 4. maí (í dag) kl. 5 frá Siglufjarðarkirkju. I Banaslys í Fljófum Það hörmulega slys varð á sumardaginn fyrsta, að annar bóndinn i Lambanesi, Valgarður Kristjánsson, varð undir dráttarvél og beið bana. Hann var 63 ára að aldri. Slysið varð scinni hluta dags er Valgarður var á heimleið. Menn komu á slysstaðinn skömmu eftir að slysið skeði og var hann þá látinn. Valgarður var einn þeirra Lamboncsbræðra, bjó þar nú siðast ásamt bróður sinum. Hann var ókvæntur. Barn drukknar í Vatnshlíðarvatni Sunnudaginn 25. april skeði sá sorglegi atburður að 3 ára telpa, dóttir hjónanna Valdisar Gissurardóttur og Hauks Ingvasonar, sem búa í Vatnshlíð í Bólstaðarhliðarhreppi, drukknaði í Vatnshlíðar- vatni. Litla telpan, Sæbjört Edda, mun hafa farið út á ísinn á vatn- inu, en hann var þunnur og með vökum, og fallið í vök, því hún var horfin þegar móðir hennar ætlaði að sækja hana. Leit að telpunni var strax hafin og komu m. a. menn frá Sauðár- króki og höfðu bát meðferðis. Leitin bar ekki árangur og þá fenginn froskmaður frá Akureyri og fann hann lik Snæbjartar litlu. KEPPffi KIOKTUM LOKID BENEDIKT SIGURÐSSON. PÉTUR GAUTUR KRISTJANSSON. Kef la ví k nrganga Aðfaranótt 10. maí n.k. eru 25 ár síðan ísland var fyrst hernumið. Samtök hernámsandstæð.inga hafa í liyggju að efna til mótmæla- aðgerða gegn hersetunni í tilefni þessa. í Reykjavík verður efnt til sérstakrar Menningarviku hernáms- andstæðinga dagana 1.—9. maí. Verða þar haldnar kvöldvökur, myndlistarsýningar, kvikmyndasýningar o. fl. Menningarvikunni mun Ijúka með Keflavíkurgöngu og útifundi í Reykjavík hinn 9. maí. Keflavíkurgöngurnar undanfarin ár liafa tekizt mjög vel, og hafa vakið mikla athygli, einnig erlendis. Hernámsmálgögnin hafa reynt að gera lítið úr þeim og áhrifum þeirra, en einmitt hávaðinn og geðvonzkan í þeim út af göngunum eru gleggsta sönnunin fyrir því, hve óliýru auga hemámssinnar líta þær. Æskilegt væri, að allir, sem möguleika liafa á, tækju þátt í göng- unni. Samgöngur eru nú orðnar góðar og auðvelt að komast á milli, t. d. héðan úr Norðurlandskjördæmi vestra. FJÖLMENNUM í KEFLAVÍKURGÖNGUNA. HLOÐVER SIGURDSSON. Úrslitakeppnin í útvarpsþætt- inum „Keppni kaupstaðanna“ fór fram á Siglufirði s.l. föstu- dag, milli Hafnarfjarðar og Siglufjarðar. Siglfirðingar urðu sigurvegarar, og birtast hér myndir af keppendum þeirra.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.