Mjölnir - 25.11.1966, Blaðsíða 8
Kaupa Siglfirðingar skip
til að flytja söltunarsíld?
Undanfarin sildarleysisór hefur margt verið ritað og rætt um, hvað gera
megi til að bæta úr þeim margvíslega vanda, sem skapazt hefur, við það
að síldin hefur fært sig á fjarlægari mið.
Margar hugmyndir hafa komið fram, misjafnlega skynsamlegar eins og
gengur og gerist, en litið hefur orðið úr framkvæmdum enda ekki skapazt
einhugur um neitt sérstakt múl — neitt sérstakt stórútak í þessu efni.
Ein hugmynd, um úrbætur i vandamólum Siglfirðinga, er sú, að útvega
flutningaskip, sem gæti flutt tíu til tólf þúsund tunnur af ísaðri sild, lóta
það kaupa sild úti ó fjarlægum miðum og flytja hana til söltunar ó Siglu-
firði. Þessari hugmynd hefur verið að voxo fylgi og er mólið nú þegar komið
ó nokkurn rekspöl.
Mjölnir
ÚTG. ALÞÝÐUBANDALAGID í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA
Ábyrgðarmaður: Hannes Baldvinsson. Afgreiðsla: Suðurgötu 10, SiglufirCi,
sími 71294. Árgjald 75 kr. — Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri
P óitafgfreiðslan
tluf t í nýja lníiið
Síldarsaltendafélagið hér hef-
ur á nokkrum fundum rætt mál-
ið, og hefur ákveðið að gera til-
raun til að stofna hlutafélag til
að kaupa og reka skip til slíkra
síldarflutninga. Þá hefur að til-
hlutan bæjarstjórnar verið hald-
inn sameiginlegur fundur með
síldarsaltendum og bæjarstjórn
um málið. Hefur þegar verið
kosin 5 manna nefnd til að vinna
að framgangi þess, 3 menn frá
síldarsaltendum og 2 frá bæjar-
stjórn. Talið er að naumast verði
komizt af með minna en 3 millj-
ónir króna í hlutafé, og að helm-
ingur þeirrar upphæðar muni
koma frá síldarsaltendum. Vitað
er að nokkur hluti þeirrar síldar
sem skipið kann að koma með,
hlýtur að fara í bræðslu, og er
þá eðlilegt að reikna með að sú
verksmiðja sem tryggði sér með
fyrirframsamningum kaup á
bræðslusíldinni legði fram eitt-
hvert hlutafé.
Samt mun nokkuð á skórta
það fé sem nauðsynlegt er til að
hrinda þessu fyrirtæki af stokk-
unum og verður leitað til félaga
og einstaklinga í bænum um þátt-
töku. Minnstu hlutir eru ákveðn-
ir eitt þúsund krónur, svo ætla
má að næstum allir, sem leggja
vilja þessu lið geti verið með.
Ættu menn að hafa hugfast að
þó einn hlutur að upphæð þús-
und krónur sé ekki stór, þá gerir
margt smátt eitt stórt.
Eins og áður er sagt, virðist
1 fáum ordum
Ibúum Noróurlands vestra fjölg-
aSi um 355 fró 1930 til 1965.
Á sama tima fjölgaði ibúum
ReykjavíkursvæSisins um rúm 60
þúsund. Bæjarstjóri Akureyr-
inga hefur sagt upp og róðizt til
Sambands isl. sveitarfélaga.
Einar riki telur, að gengislækkun
sé svo aðkallandi, aS kjósa verði
til þings í vetur, því vitanlega er
ekki hægt að fella gengið fyrir
kosningar, vegna hóttvirtra kjós-
enda. ;J: Fréttaritarar Mjölnis
eru beðnir að bregða hart við
og scnda blaðinu fréttir hið
allra fyrsta.
vera að skapast mikill einhugur
um þetta stórmál. Bæjarstjórnin
er öll sammála um mikilvægi
þess og hefur heitið sínum
fyllsta stuðningi og fyrirgreiðsl-
um eftir því sem í hennar valdi
stendur. Síldarsaltendur og
ýmsir aðrir sem málið hefur
verið rætt við, virðast vera sam-
mála um að hér sé um að ræða
stórkostlegt hagsmunamál, hefur
engin einasta rödd heyrst mæla
gegn því. Þá hefur lítillega verið
á þetta drepið við forráðamenn
þjóðarinnar og undirtektir verið
vinsamlegar.
Sakir standa því sennilega
þannig, að það sé undir Siglfirð-
ingum sjálfum komið, hvernig
fer um þetta mikla hagsmunamál
Siglufjarðar. Að hér ráði úrslit-
um hve mikill samhugur og sam-
vinna náist með Siglfirðingum
FURÐULEGT
M I S RÆ MI í
SKIPULAGI
Oft hefur verið á það minnst
hversu losaralegt allt skipulag
væri í byggingamálum Siglu-
fjarðar. Hvergi gæti skapast
neinn heildarsvipur, heldur væri
eins og húsum væri hent hér og
þar án tillits lil útlits og um-
hverfis.
Enn endurtekur sagan sig í
þessu éfni. Suður við Hafnar-
götu hefur á undanförnum árum
verið að rísa nýtt hverfi, húsin
þar öll í svipuðum stíl, syðst,
þar sem nú heitir Hafnartún, eru
risin' þrjú mjög falleg og til-
komumikil íbúðarhús. í sumar
var svo byrjað á nýju húsi við
Hafnargötu og er það nú komið
undir þak. Þetta hús kemur eins
og' skrattinn úr sauðarlegg inn
á milli liinna, með allt öðru út-
iiti og formi, sprengir algerlega
þann heildarsvip, sem var að
myndast þarna á þessu svæði.
Bendir þelta til þess og undir-
strikar það, sem áður hefur ver-
ið sagt, að algert stjórnleysi ríki
um skipulagsmál bæjarins, hver
og einn geti gert það, sem hon-
um sýnist, allt sé samþykkt að
lokum.
sjálfum og hve almenn þátttaka.
Það þarf ekki að athuga þetta
mál mikið til að sjá, hve stór-
kostlegt hagsmunamál þelta er
fyrir Siglufjörð. Sé tekið dæmi
af því að skip eins og hér er tal-
að um, kæmi sjö til átta ferðir
yfir sumarið með tíu þúsund
tunnur í ferð, og þar af yrði
saltað í 40 þúsund uppsaltaðar
tunnur en hitt færi í bræðslu þá
kæmi út eftirfarandi:
Aðstöðugjald í bæjarsjóð yrði af
þessari umsetningu ca. 800 þúsund
krónur, þar að auki kæmu vöru-
gjöld, bryggjugjöld, vatnsskattur,
útsvör o. fl.
Þetta myndi gefa ca 12 milljónir
króna í vinnulaun, auk bilkeyrslu
og ýmiskonar aukavinnu.
Þetta mynda skapa þó nokk-
uð góðan rekstursgrundvöll fyrir
síldarsöltunarstöðvarnar og gera
þeim fært að lagfæra og endur-
bæta rekstur sinn í nútímalegra
liorf, það myndi svo að sjálf-
sögðu skapa mikla vinnu fyrir
bæði verkamenn og fagmenn.
Þessi peningastraumur í bæ-
inn myndi skapa stóraukin við-
skipti við verzlanirnar og iðnað-
armenn. Er í rauninni vandfund-
inn sá Siglfirðingur, sem ekki
nyti einhvers góðs af því að þetta
skip yrði keypt í bæinn og giftu-
samlega tækist til um rekstur
þess.
Mjölnir vill aðeins vekja at-
hygli manna á þessu stórmáli,
sem hér er verið að fara á stað
með og hvetja alla til að ljá því
stuðning sinn. Síðar munu því
verða gerð betri skil hér í
blaðinu.
Þann 1. nóv. s.l. opnaði Póst-
afgreiðslan á Siglufirði í nýja
póst- og símahúsinu. I þessu nýja
húsi er allt hið vistlegasta og
fallegt um að litast. í anddyri
eru pósthólf, sem fjölgar nú úr
88 í 215. Biðsalur er stór og við
afgreiðsludisk geta þrír menn af-
greitt samtímis, og einnig er af-
greiðslupláss fyrir síma og rit-
síma. Sex lokaðir talklefar og
einn opinn eru fyrir talsímanot-
endur. I biðsalnum eru þrjú borð
og sæti fyrir sex manns. Þarna
er því geysileg breyting til bóta
frá því sem áður var fyrir við-
skiptamenn pósts og síma.
Um annað rými í húsinu skal
ekki fjölyrt sérstaklega. Heyrst
hefur að allt muni það heldur
þröngt og af skornum skammti,
og það svo mjög, að í húsinu
fyrirfinnist ekkert pláss, sem
handvirkri langlínuafgreiðslu
sé sérstaklega ætlað. Af þeim
sökurn mun símaafgreiðslan ekki
hafa flutt enn í símahúsið. En
sérfræðingar landssímans munu
hinsvegar glíma við þá gesta-
Togarinn Hafliði lagði nýlega á
land um 75 tonn fiskjar, sem fór í
vinnslu i Hraðfrystihúsi S. R. Tog-
arinn er farinn aftur ó veiðar.
þraut, hvar bezt muni að stað-
setja símastúlkurnar í húsinu, og
er vonandi að þeim takist að
leysa þrautina sem fyrst.
Það er löngu á allra vitorði
hvað húsbyggingar póst- og
símamálastjórnarinnar hafa
margar hverjar verið undirbún-
ar af lítilli fyrirhyggju. Á fjöl-
mörgum stöðum er vitað til að
húsin reyndust ný heldur pláss-
lítil fyrir starfsemi þá, sem þau
áttu að hýsa og þurfti því fljótt
að byggja við og stækka.
Lítur út fyrir að enn hafi póst-
og símamálastjórnin brennt sig
á sama soðinu og oft áður, að
byggja á Siglufirði of lítið hús
miðað við núverandi aðstæður,
hvað þá fyrir framtíðina.
Póst og síma húsið nýja er enn
ekki fullgert að utan, en suður
og vesturhliðar, sem fullgerðar
eru, sýna að húsið er fallegt á að
líta, miklu fallegra en menn
höfðu búizt við.
Þegar síminn verður kominn
í þetta nýja hús ásamt póstinum
verður ekki annað sagt en póst-
og símaþjónusta í bænum sé
komin á borð við það, sem bezt
getur orðið.
Stöðvarstjóri pósts og síma á
Siglufirði er Otto Jörgensen, svo
sem alkunnugt er.
MYNDAGETRAUN MJÖLNIS 3.
ÞEKKIÐ ÞIÐ ÞENNAN FOSSP
Hér kcmur þriðja myndin,
en eins og áður hefur
verið skýrt frá, er öllum
lcscndum blaðsins
heimilt að taka þátt í
þessari myndagctraun.
Haldið blöðunum til haga,
þar til allar myndirnar
hafa verið birtar, en þá
ber að senda svörin
til MJÖLNIS og verða þá
veitt eitt þúsund króna
verðlaun fyrir rétt svör.
I seinasta blaði var birt
mynd af kirkju,
sem stendur á fögrum
stað á Norðurlandi vestra.
Sagt var, að við kirkjuna hefði vcrið tengt eitt mesta „frægðasetur" landsins á fyrri öldum. Ekki er það
með öllu fráleitt, en þarna átti að standa fræðasetur.
Enn cinu sinni skal það undirstrikað, að allar myndirnar eru af Norðurlandi vestra, þ. e. annaðhvort
úr Húnavctnssýslum, Skagafirði eða frá Siglufirði. I þetta sinn birtum við mynd af fossi, og skal þess
getið, að á Alþingi og viðar hefur oft verið talað um að virkja þennan foss. Hvað heitir fossinn og i
hvaða á er hann?