Mjölnir


Mjölnir - 19.05.1967, Blaðsíða 3

Mjölnir - 19.05.1967, Blaðsíða 3
Ríhísstjórnin riöor til falls 6 Fellur ríkisstjórnin í komandi kosningum? Fœr nýi, óhóði flokk- urinn þingsæti? Getur Fromsókn nokkurs staðar unnið monn? Eða getur Alþýðubandalagið nóð upp- bótarþingsætum af stjórnarflokk- unum og fellt þannig ríkisstjórn- ina? Um allt land velta menn fyrir sér þessum spurningum. Óháði lýðræðisflokkurinn virðist almennt ekki talinn lík- legur til að geta unnið þing- sæti, en þó má heita víst, að hann tekur tvö til.þrjú þúsund atkvæði samtals frá stjórnar- flokkunum og jafnvel eitthvað frá Framsókn. Ef þanmig fer, verður miklu auðveldara fyrir Alþýðubandalagið að vinna uppbótarþingsæti frá stjómar- ffokkunum, að minnsta kosti eitt og jafnvel tvö. f Reykjavík hafa verið hoðn ir fram tveir listar í nafni Al- þýðubandalagsins, og þótt ann- ar verði merktur utan flokka, hefur landskjörstjórn lýst yfir því, að atkvæði beggja list- anna verði talin til Alþýðu- bandalagsins við úthlutun upp- bótarþingsæta. (Nýkjörið Al- þingi hefur þó fullnaðarúr- skurð um málið). Á lista Hanni bals eru nokkrir kunnir verka- lýðsleiðtogar, sem fylgt hafa Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkn- um fram að þessu, og er því allt sem bendir til þess, að báð- ir listarnir fái samanlagt tals- . v.ert meira fylgi en Alþýðu- bandalagið hefur áður fengið í Reykjavik. Með hliðsjón af þessu, er alls ekki ólíklegt, að Alþýðubandalagið geti unnið tvö uppbótarþingsæti af stjórn- arflokkunum. Það hefur lengi verið ljóst, að aðeins sigur Alþýðubanda- lagsins getur orðið ríkisstjórn- inni að falli, vegna þess að ekki er unnt að benda á eitt einasta kjördæmi, þar sem Framsókn hefur verulega von í nýju þing- sæti. Þar að auki hefur Fram- sókn í þingliði sínu að minnsta kosti einn mann, sem sýnt hef- ur við fjöldamargar atkvæða- greiðslur á Alþingi, að hann . er reiðubúinn að styðja Bjarna Benediktsson, ef hann þarf á að halda. Björn Pálsson mun sennilega ná kosningu, en ef hann skyldi falla, fækkar ekki stjórnaramdstæðingum við það. Vonin um fall ríkisstj órnar- innar er því fyrst og fremst við það bundin, hvert verður heild aratkvæðamagn Alþýðubanda- lagsins og hve mörg uppbótar- þingsæti það fær. Hvert at- kvæði greitt Alþýðubandalag- inu kemur að fullum notum í baráttunni gegn nveramdi stjórnarmeirihluta, en það mun engu breyta, þótt Framsóknar- flokkurinn bæti við sig fylgi. ingu. Þar á ég við frændur okkar á Norðurlöndum. Það er rétt, að við megum ekki einangra okkur, og nánari samvinna við 'hin Norð urlöndin er tvimælalaust farsæl- asta leiðin. 1R ALÞYÐU- BANDALAGIÐ AÐ KLOFNA? — Hvað segirðu um átökin inn- an Alþýðubandalagsins í Reykja- vík? ■— Alþýðubandalagið er yngsti stjórnmálaflokkur landsins og um leið mikilverðasta tilraunin, sem gerð hefur verið til að samfylkja vinstrimönnum. Fyrir meira en áratug, eða áður en Alþýðubanda lagið var stofnað, voru forystu- menn þess í þremur andstæðum stjórnmálaflokkum, Alþýðuflokki, Þj óðvarnarflokki og Sósíalista- flokki, og lentu þá oft í hörðum á- tökum. Að sjálfsögðu tekur það nokkurn tíma. að losna algjörlega yið tortryggni frá fyrri tíð. En það er mikíð í húfi fyrir íslenzka vinstrimenn að Alþýðubandalag- inu farnist vel, og þeir hljóta því að sýna þolinmæði, þótt nokkur á- tök verði í einu eða tveimur kjör- dæmum landsins. Mér hefur alltaf virzt, að stjórn- málaflokkur geti ekki klofnað, meðan enginn ágreiningur er um stefnumálin. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá hlýtur það að fara svo,.að þeir menn sem eru sammála um öll höfuðatriði ís- lenzkra stjórnmála, lenda óhjá- kvæmilega í sömu, óskiptu fylk- ingunni. Þess vegna er Alþýðu- bandalagið til og þess vegna verð- ur það áfram óklofið. En lítum síð an á flokk eins og Framsóknar- flokkinn. Hann hangir saman, jafnvel betur en aðrir flokkar þessa dagana. En vegna sundurlyndis undir niðri og gagnstæðra skoð- ana, kæmi mér ekki á óvart, að sá flokkur klofnaði fyrr eða síðar. í fyrra deildu Alþýðubandalags menn um skipulagsmál sín, en hafa nú endanlega leyst. það mál. í vetur er deilt um menn á fram- boðslista í Reykj avík og afleið- ingin varð sú, að fram komu tveir listar í nafni Alþýðubanda- lagsins. Hvort sem atkvæði list- anna verða Iögð saman eða ekki, . en landskjörstjórn hefur lýst yfir að svo verði, þá er hitt Ijóst, að Alþýðu'bandalagið er ekki klofið og getur ekki klofnað, meðan sam- staða er um málefni. Eg vil ítrcka þessa afgerandi sfað- reynd. Alþýðubandalagsmenn eru ein huga í öllum mélum, hvort sem litið er til efnahagsmóla og kjarabaróttu, stóriðjumóla, atvinnuméla eða her- stöðva- og utanríkismóla. Það er mcira en unnt er að segja um aðra flokka. Og einmitt þessi órjúfandi samstaða mun færa okkur sigurinn. ÚRVALSRÉTTIR á virkum dögum oghátiöum Á matseðli vikunnar: STEIKT LIFUR BÆJAJRABJÚGU KINDAKJÖT NAUTASMÁSTEIK LIFRABKÆFA A hverri dós er tillaga um framreiðslu . KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ. xG FRAMFARIR í GATNAMÁLUM Síðan síðasti Mjölnir kom út, ihefur verið unnið nokkuð að hreinsun aðalumferðargatnanna í bænum. Og þá hafa líka þau undur gerzt, að gatnamálasér- fræðingar bæjarins hafa fundið það út, að betra væri að ræsa vatn af götunum heldur en láta það renna um þær miðjar. Hafa því á nokkrum stöðum verið gerð ir svolitlir skurðir meðfram göt- unum svo vatn geti síast í þá, en víðast er þó vatn og bleyta enn mest í miðjum götum. En allt er gott sem til framfara bendir. VALDAHLUTFÖLL Á ALÞINGi STJÓRNARANDSTÆDINGAR: íííiftiíí • fífftitiffífifiíff = 27 Samf'als 27 þingmenn Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins (að Birni Pólssyni und- anskildum). STUÐNINGSMENN RÍKISSTJÓRNARINNAR: 32 þingmenn Alþýðuflokks og Sjólfsfæðis- flokks ,-j- varaskeifa stjórnarflokkanna, Björn Pólsson. Sérhver ríkissfjórn verður að hafa meirihlufa i bóðum deildum þingsins fil þess oð geta stjórnað eða samtals 32 þingmenn. Núverandi rikisstjórn styðst við 32 þingmenn Alþýðu- og Sjólfstæðisflokksins og ef þörf krefur getur hún reitt sig ó stuðning Björns Pólssonar. Samtals 33 þingmenn. Ef rikisstjórnin ó að falla, verður Alþýðubandalagið að vinna 2 af þessum 33 þingsætum, þar sem Framsókn getur hvergi unnið þingsæti af stjórnarflokkunum. MENN í ÖLLUM STJÓRNMÁLAFLOKKUM SKIPTA VIÐ AIHEHHAR TRVCGIHCAR TILKYNNING um lóðahreinsun í Siglufjarðarkaupstað Lóðaeigendum og umráðamönnum lóða er skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Ber þeim að flytja burtu af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði eða óprýði og hafa lokið því fyrir 10. júní nk. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað lóðaeigenda. Á það skal bent, að sorptunna eða tunnur með loki skulu vera við hverja íbúð. Sorptunnur fást í áhaldahúsi bæjarins og lok á þær í verzlun Georgs Fanndal. Gengið verður ríkt eft- ir því, að þessu verði framfylgt. Einnig skal tekið fram, að stranglega er bannað að fleygja sorpi eða rusli ánnars staðar í lndi bæjarins en á sorphaug- ana eða eftir tilvísun bæjarverkstjórans. Siglufirði, 11. maí 1967. ______________________HeilbrigSisnefnd. Mjölnir — (3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.