Mjölnir - 24.10.1969, Blaðsíða 2

Mjölnir - 24.10.1969, Blaðsíða 2
Tillaga sú að ólyktun um kjaramól, sem hér fer ó eftir, var flutt ó 11. þingi Alþýðusambands Norðurlands af Kolbeini Friðbjarnarsyni, Oskari Gariboldasyni, Siglufirði, Jóni Ingj- marssyni, Jóni Ásgeirssyni og Rós- berg G. Snædal, Akureyri, og Huldu Sigurbjörnsdóttur, Sauðórkróki. Var henni eftir miklar umrxður vísað til miðstjórnar. Gagnrýni sú, sem í tillögunni kem Ur fram, er mjög útbreidd meðal verkafólks á Norðurlandi og kemur oftlega fram bæði á vinnustöðum og á fundum. Með þvi, að sögur hafa gcngið um, hvað valdið hafi deilum ó þinginu, þykir rétt að birta til- löguna hér orðrétta, enda ó hún er- indi til allra, sem um vcrkalýðsmól fjolia nú. 11. þing Alþýðusambands Norðurlands, haldið á Akureyri 4.—5. okt. 1969, telur að brýn- ustu hagsmunamál launþegasam- takanna í dag séu: Að horfið verði frá efnahags- stefnu núverandi ríkisstjórnar, og knúin fram á Alþingi stefna, sem byggisl á heildarstjórn á þjóðarhúskapnum og þjóðnvt- ingu ýmissa þátta framleiðsl- unnar. Að verkalýðshreyfingin beini kröftum sínum nú þegar að því verkefni, að knýja fram verulega liækkun beinna launa. Að starfsemi verkalýðsfélag- anna, grunneininganna í alþýðu- samtökunum, verði stórlega efld, með erindrekstri og fræðslu- starfi, og þannig unnið að þátt- töku hins mika fjölda félags- manna í starfi þeirra. 11. þing A. N. ítrekar fyrri yfirlýsingar samtakanna um nauðsyn breyttrar efnahags- stefnu íslenzkra stjórnarvalda. Þingið telur að efnahagsörðug- leikar þjóðarinnar séu að veru- Jegu leyti afleiðing af skipulags- og stjórnleysi í atvinnurekstrin- um, og stafi einnig að nokkru af vanrækslu stjórnarvaldanna og vanlrú þeirra á möguleikum ís- lenzkra atvinnuvega. Sá afturkippur og kreppa í efnahagslífi þjóðarinnar, sem gert hefur vart við sig undanfar- in ár gefur tilefni til að endur- taka kröfur verkalýðshreyfingar- innar um heildarstjórn á þjóðar- búskapnum og r þjóðnýtingu ýmsra þátta framleiðslunnar. Þegar á heildina er litið er það hagsmunamál hrýnast fyrir ís- lenzka alþýðu nú sem fyrr, að sem mest af atvinnurekstri og verðmætasköpun þjóðarinnar sé í eigu hennar sjálfrar og sé rek- ið með hagsmuni verkalýðsstétt- arinnar fyrir augum. Þingið vill undirstrika þá staðreynd, að allt frá 1964 hafa samningar verkalýðssamtakanna mótazt fyrst og fremsl af ýmsum hliðarsamningum um þjóðfélags mál, sem gerðir hafa verið við ríkisvaldið samhliða kaupgjalds- samningum við Vinnuveitenda- samband Islands. Það, sem átt hefur sér stað í öllum samningum á þessu tíma- bili er að ríkisvaldið hefur ávallt hlutast til um samníngagerðina, og fengið verkalýðsforystuna til samninga um alltof Iág bein laun með fögrum loforðum um ýmsar þjóðfélagsumbætur. Samningar hafa verið gerðir um ráðstafanir til útrýmingar á atvinnuleysi, um sérstakar ráð- stafanir í húsnæðismálum lág- lnaufólks, ráðstafanir í verðlags- málum og nú síðast um lífeyris- sjóði fyrir meðlimi verkalýðsfé- laganna o. fl. Ráðstafanir þessar liafa allar verið beinar stjórnarfarslegar að gerðir og bar ríkisstjórninni ský laus siðférðisleg skylda til þess gagnvart þjóðinni allri að sjá um framkvæmd þeirra hverju sinni. Engu að síður hefur þeirri stejnu verið jylgt að meta þessi loforð stjórnarvaldanna til fjár, og hefur forysta verkalýðssam- takanna í endurtekin skipti á þessu tímahiii samið um veru- lega skert laun verkafólks, til end urgjalds fyrir loforð ríkisstjórn- arinnar ein saman, m. a. var tví- vegis samið um verulega skerð- ingu á greiðslum vísitölubóta á laun. (4 marz 1968 og maí 1969, samtals 11,7 prósentustig). Það, sem gerir þessar staðreyndir enn alvarlegri en ella, er, að ríkis- stjórninni befur verið liðið það, aðgerðalaust með öllu, að hún svíki samningsbundin loforð sín, að meira eða minna leyti, svo til við bverja samningsgerð. Framkvæmdaáætlun fyrir Norðurland, sem sarnið var um 1965, er í dag, 4)4 ári síðar, að- eins nafnið eitt, og átti þó að tryggja öllu vinnufæru fólki norðanlands viðunandi atvinnu, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar þar um frá 7/6 1965. Byggingarframkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar, hinar svoköll- uðu Breiðholtsframkvæmdir standa þannig, að fyrirsjáanlegt er, að ekki mun nema litlum hluta þeirra verða lokið fyrir til- skilinn tíma, auk ýmissa annarra vanefnda vegna þeirra frarn- kvæmda. Loforð um ráðstafanir í verð- lagsmálum og endurtekin loforð um ráðstafanir til útrýmingar á atvinnuleysi, hafa reynzt hald- laus. Ekkert hefur ennþá verið gert til að undirbúa efndir á því loforði, að lífeyrissjóðsgreiðsl- ur til hinna eldri meðlima verka- lýðsfélaganna hefjist um næstu áramót. 11. þing A. N. telur, að kaup- gjald íslenzks verkafólks sé nú svo lágt að það sé beinlínis nið- urlægjandi fyrir verkalýðshreyf- inguna. Laun verkafólks í öllum nálæg um löndum, eru tvöfalt eða þre- falt hærri en laun íslenzkra verka manna og munu jafn lág laun ekki þekkjast í Evrópu, nema á Spáni og í Portúgal. Aljrhtun II. þings AN om hjnrsmál Á þeim tveim árum, sem liðin eru frá því er 10. þing AN var luíð í októbermánuði 1967 hefur almennum launakjörum verka- fólks og raunar allra launþegar hrakað stór- lega og lífskjörum þó enn frekar vegna at- vinnuleysis, rýrnandi aflahlutar sjómanna og margvíslegum kreppueinkennuin efna- Iiagslífsins, sem leitt hafa til almenns sam- dráttar í flestum atvinnugreinum og stór- felldrar röskunar á vinnumarkaðinum. Á tímabilinu hefur gengi gjaldmiðilsins verið fellt tvívegis, þannig að verð erlends gjaldeyris og þar með allrar innfluttrar vöru hefur nær tvöfaldazl og innlend framleiðsla og þjónusta hækkað gífurlega. Samhliða báðum þessum miklu gengisfellingum hafa ríkisvald og atvinnurekendasamtökin gert harðvítugar tilraunir til að afnema að fullu og öllu þá vernd raunverulegs kaupgjalds, sem verkalýðssamtökin knúðu fram 1964, að aftur yrði þá upp tekin í formi verðlags- bóta á laun, og hefur þeim tilraunum í bæði skiptin lyktað með því að verkalýðssamtök- in hafa talið sig neydd til að láta undan síga og semja um mjög verulega skertar verð- lagsbætur og þar með beinar launalækkanir. Þingið telur, að sú kjaraskerðing, sem orðið hefur á síðustu tveimur árum hafi þeg- ar skapað óþolandi ástand fyrir allan þorra verkalýðsstéttarinnar og að gegn því beri að snúast með öllu því afli, sem raunsæ, fram- sýn og samhent fjöldahreyfing liefur yfir að ráða. Full atvinna er grundvallarkrafa, sem verkalýðshreyfingin getur ekki hvikað frá. Því hlýtur hún að hafna algerlega þeirri efnahagsstefnu, sem byggir á sífelldum gengisfellingum og samdrætti í atvinnulíf- inu sem hagstjórnarleiðum, en beita áhrifa- mætti sínum og samtökum til þess að knýja fram og stuðla að framgangi efnahags- stefnu, sem byggir á framsýnni áætlanagerð, stjórnun mikilvægustu þátta efnahagskerfis- ins, svo sem uppbyggingu og þróun atvinnu- veganna, gjaldeyris- og fjárfestingarmálum og byggðaþróun, traustum gjaldmiðli og nægilega örum hagvexti. Þingið telur, að verkalýðshreyfingunni beri að undirbúa almennar samningsupp- sagnir á næsta vori með það að markmiði sem lágmark, að fá bættar hinar beinu skerð- ingar síðustu 2ja ára á öll almenn laun og jafnframt að ná fram tryggingum fyrir at- vinnuöryggi. Þá telur þingið brýna nauðsyn á því, að tekið verði til sérstakrar meðferðar af hálfu verkalýðssamtakanna margháttað misrétti, sem ríkjandi er í landinu eftir byggðarlög- um og í raun snertir beint fjárhagslega af- komu láglaunastéttanna. Nefnir þingið þar sérstaklega til menntunarkostnað ungmenna og stórfellt hærra verðlag fjölmargra al- mennra lífsnauðsynja vegna óhæfilegs flutn- ingskostnaðar. Vegna sífellds og vaxandi áróðurs at- vinnurekenda og málgagna núverandi ríkis- stjórnar um stórbreytingar á gildandi lög- gjöf um stéttarfélög og vinnudeilur í þá átt að skerða réttindi verkalýðssamtakanna mótmælir þingið öllum slíkum tilraunum harðlega og heitir á Alþingi að fella hvert það frumvarp, sem fram yrði lagt og gengi í framangreinda átt. Flutt á II. þing’i A\ 4. Þingið telur óhjákvæmilegt, að liorfið verði með öllu frá þeirri stefnu í launamálum, sem fvlgl befur verið, og kröfur sett- ar fram um svipuð laun bér á lanrli og nú eru annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Jafnframt telur þingið, að verkalýðshreyfingin verði að gera sér það ljóst, að algert skilyrði þess, að sá árang- ur náist, er að hinar félagslega og stéttarlega veiku grunneining- ar samtakanna. verkalýðsfélögin sjálf, verði efld að miklum mun frá því sem nú er, og hinn mikli fjöldi félagsmanna þeirra feng- 5. okt. 1969 inn til virkrar þátttöku og starfs. Til þess að svo megi verða verður bæði miðstjórn A.S.Í. og stjórnir sérsambandanna að rækja betur forystuldutverk sitt í verkalýðshreyfingunni en verið liefur á undanförnum árum. Kolbeinn Eriðbjarnarson, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Oskar Garibaldason, Jón Ásgeirsson, Rósberg G. Snædal, Jón Ingimarsson. Frii Blönduíii 16. okt. Hér er nú loks hafinn undir- búningur að varanlegri gatna- gerð. Er það um 150 m kafli, sem tekinn er fyrir í fyrsta áfanga og er nú verið að skipta um jarðveg. Slitlagið verður svo steypt að vori. I sumar voru sett niður tvö kör framan við bryggjuna og var því verki lokið fyrir haust- ið. Geta nú öll flutningaskip lagzt að bryggju hér, nema ef sjógangur hamlar. Körin voru steypt á Skagaströnd í fyrra sumar. Hér var sett upp nýstárleg sundlaug í sumar. Er hún úr trefjaplasti og sá Trefjaplast hf. um smíðina. Reynist hún vel. Sundlaugin stendur við Barna- og miðskólann og er vatnið hit- að upp frá miðstöðvarkatli skól- ans. Kennt var í lauginni í sum- ar. Húsbyggingar hafa verið hér nokkrar. Byggð voru tvö einnar hæðar íbúðarhús og eitt tveggja hæða, auk tveggja hæða vöru- geymslu- og verzlunarhúss. Unnið var við heimavistar- barnaskólann að Reykjum á Reykjabraut og er hann nú í þann veginn að taka til starfa. Sauðfjárslátrun stendur yfir og munu dilkar beldur rýrari en oft áður. Flutt hefur verið tölu- vert út af dilkakjöti. Þrjú skip hafa lestað hér kjöt og innmat. Mjólkurframleiðsla er mun minni en á sama tíma í fyrra. Tíðarfar hefur verið heldur rysj- ótt, rigningasamt, en snjólaust og fremur hlýtt, þrátt fyrir væt- una. Guðm. Th. 2 — MJÖLNIR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.