Mjölnir


Mjölnir - 04.12.1970, Page 2

Mjölnir - 04.12.1970, Page 2
Mjölnir Útgef.: Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi vestra. Ábyrgðarmaður: Hanues Baldvlnsson. — Afgrelðsla: Suðurgötu 10, Siglufirði. Síml 71294. Árgjald 75 kr. — Siglufjarðarprentsmiðja h. f. Fiamíaríreda hrun Um mánaðarmótin okt.-nóv. var á Siglufirði um það bil þriðjunugur alls skráðs atvinnu- leysis á landinu, þrátt fyrir það, að fjöldi fólks hefur leitað at- vinnu annarsstaðar. Tölur um nýliðin mánaðarmót liggja ekki fyrir. Margt fólk hefur flutzt úr bænum á þessu ári. Alltaf er verið að auglýsa hús og íbúðir til sölu, þótt ekkert sé byggt, og þær íbúðir, sem seljast, fara fyrir hálfvirði eða svo. Reikna má með, að fjölskylda, sem flytur héðan til höfuðborg- arsvæðisins og skilur íbúð sina og e. t. v. fleiri eignir eftir ó- seldar eða selur þær á lágu verði með margra ára greiðslu- fresti, þurfi eitt til tvö hundr- uð þúsund króna hærri árstekj- ur þar heldur en hér til að liafa svipaða afkomu, a. m. k. fyrstu árin, meðan hún er að komast yfir húsnæði og koma sér fyrir. Brottflutningur táknar því fyrir | marga erfiða afkomu, meira vinnuálag og áhyggjur. Það er því eðlilegt, að fólk, sem á hér eignu eftir áratuga starf, reyni að búa hér áfrarn, þrátt fyrir litla atvinnu og lágar tekjur. En það er jafn eðlilegt, að ungt fólk, sem á eftir eða er að byrja að koma undir sig fótun- um, hiki við að setjast hér að og flytjist heidur til annarra staða, sem virðast hafa upp á meiri framtíðarmöguleika að hjóða. Árið, sem nú er að ljúka, er vafalítið eitt það versta í at- vinnulegu tilliti, sem yfir bæn- inn hefur gengið. Verði næsta ár eitthvað svipað, virðist von- lítið eða vonlaust, að bænum verði forðað frá hruni. Sem betur fer, bendir þó ýmislegt til þess, að betri tím- ar gætu verið framundan. Héð- an eru nú gerð út fjögur tog- skip, sem ættu að geta séð frystihúsum bæjarins fyrir nægu hráefni ásamt þeim bát- ] um, sem gerðir eru út úr bæn- I um. Smáútvegurinn hefur verið í vexti, og gefur fyrirheit um meira. Möguleikar til að tryggja árskekstur Sigló-verksmiðjunnar virðist liggja á borðinu. Rekst- ur Tunnuverksmiðjunnar a. m. k. hálft árið virðist sjálfsagður. Til viðhótar koma svo þcir möguleikar, sem ónotaðar eign- ir síldarverksmiðjunnar hér bjóða til atvinnusköpunar, ef ráðamenn þeirra ætla þeim ekki að grotna niður ónotuðum. Ennfremur ýmsir aðrir vinnu- staðir og fyrirtæki, svo sem Egils-síld og Slippurinn, en hann ætti að geta skapað at- vinnumöguleika fyrir marga menn, þegar endurbyggingu hans verður lokið. 1 rauninni vantar ekki annað en sæmilegan og sanngjarnan fyrirgreiðsluvilja stjórnvalda til þess, að hér geti verið eðlilegt atvinnulíf, fyllilega sambærilegt við það sem gerist í öðrum kaupstöðum. Skorti hinsvegar þennan vilja stjórnvaldanna, blasir hrunið við, og þá gæti svo farið, að hundrað milljón króna vega- gerð hingað, þjónustukerfi bæjarins, sem hefur kostað hundruð milljóna, og eignir, sem með núgildandi verðlagi eru margra milljarða virði, yrðu lítt við hæfi íbúanna inn- an fárra ára. Sú kenning ýmissa kreddu- meistara stjórnvaldanna, að í- búar bæjarins, sem búið hafa við slæm afkomuskilyrði í ara- tugi, . og bæjarfélagið merg- sogið af margra ára samdrætti bæjarins, geti á stuttum tima, Náttkjólar Undirföt Snyrtivörur Mikið úrval G jafavörur Verzlun Guðrúnar Rögnvalds jafnvel í einu vetfangi, komið upp atvinnurekstri í stað þess ríkisrekstrar, sem hefur staðið undir mestöllu atvinnulífi ásamt sildarsöltuninni, lýsir algeru skilningsleysi og fáfræði um raunveruleikann hér. Á slíkum hugmyndum virðist þó sú stefna, sem stjórnvöld hafa framfylgt gagnvart Siglufirði undanfarið, hafa byggzt að miklu leyti. TILKYNNING um framlagningu fasteignamats Hinn 22. október 1970 var lagt fram fasteigna- mat samkvæmt lögum nr. 28, 29. apríl 1963, um fasteignamat og fasteignaskráningu og reglugerð nr. 301 10 desember 1969, um fasteignamat og fast- eignaskráningu. Fasteignamatið liggur frammi í einn mánuð, og er kærufrestur til fasteignamatsnefnda fimm vikur frá framlagningardegi talið. Eyðublöð fyrir kærur er unnt að fá á þeim stöðum, þar sem fasteigna- matið liggur frammi. Framlagningarstaðir í Norðurlandskjördæmi vestra eru þessir: Siglufjörður: Skrifstofa byggingarfulltrúa Aðalgötu 34. Sauðárkrókur: Bæjarþingsalurinn. í V.-Húnavatnssýslu: Staðarhreppur, þóroddsstaðir. Fremri Torfustaðahreppur, Barkarstaðir. Ytri-Torfustaðahreppur: Staðarbakki. Hvammst.hreppur: Verzl. Sig. Pálmasonar. Kirkjuhvammshreppur: Skrifstofa Kaup- félags, V.-Húnvetninga, Hvammstanga. Þverárhreppur: Ösar. Þorkelshólshreppur: Víðidalstunga. í A.-Húnavatnssýslu: Áshreppur: Haukagil. Sveinsstaðahreppur: Sveinsstaðir. Torfalækjarhreppur: Kagaðarhóll. Blönduóshreppnr: Skrifstofa sveitarstjóra. Svínavatnshreppur: Höllustaðir. Bólstaðarhlíðarhreppur: Húnaver. Engihlíðarhreppur: Holtastaðir. ' Vindhæhshreppur: Syðri-ey. Höfðahreppur: Skagavegur 7 (hjá Ingvari Jónssyni, hreppstjóra). Skagahreppur: Örlygsstaðir. I Skagafjarðarsýslu: Skefilsstaðahreppur: Keta. Skarðshreppur: Skarð. Staðarhreppur: Reynisstaður. Seyluhreppur: Vellir. Lýtingsstaðahreppur: Varmilækur. Akrahreppur: Stóru-Akrar. Rípurhreppur: Ríp. Viðvíkurhreppur: Brimnes. Hóla-hreppur: Sleitustaðir. Hofshreppur: Bær. Hofsóshreppnr: Austurgata 3, Hofsósi. (Hjá Garðari Jónssyni, hreppstjóra). Fellshreppur: Glæsibær. Haganeshreppur: Yzti-Mór. Holtshreppur: Bergland. Hvers sem þér þarfnist í jólabaksturínn eða í jólamatinn er það til hjá okkur. Pantið tímanlega (fáið pöntunarlista) Sími 71162. Við sendum yður heim. Opnum BAZAR í dag. Gestur Fanndal Áskorun til skattgreiðerida Lögtök eru byrjuð fyrir ógreiddum sköttum árs- ins 1970, svo og sköttum eldri ára. Er hér með skorað á alla skattgreiðendur í Siglu- firði að greiða skatta sína nú þegar til skrifstofu embættisins, svo komizt verði hjá aukakostnaði og óþægindum þeim, sem af lögtaki leiðir. Skrifstofu Siglufjarðar, 19. nóvember 1970. ELÍAS I. ELÍASSON Stjórn verkamannabústaða í Sigkifirði auglýsir: Stjómin hefnr ákveðið að kanna þörf á byggingu íbúðarhúsnæðis í Siglufjarðarkaupstað, með tilliti til væntanlegra íbúðarbygginga á vegnm Húsnæðis- málstofnunar ríkisins.— Gert er ráð fyrir að byggð verði raðhús eða einbýlishús, ef næg þátttaka fæst til hér í bænum. — Lán opinberra sjóða og aðila nemur allt að 80% byggingarkostnaðar. Umsóknum sé skilað á skrifstofu bæjarstjórans í Siglufirði fyrir 15. desember n. k. Nánari upplýsingar gefa: Jóhann G. Möller og Gunnar Rafn Sigurbjömsson. Siglufirði, 24. nóvember 1970. Stjóm verkamannabústaða í Siglufirði LÆKNASKIPTl Þeir samlagsmenn, sem vilja hafa læknaskipti frá næstu áramótum, snúi sér til skrifstofu sam- lagsins 1. til 24. desember n. k. Sýna þarf samlags- skírteini, þegar læknaskipti fara fram. Siglufirði, 27. nóvember 1970. Sjúkrasamlag Siglufjarðar. Z — MJÖLNHt

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.