Mjölnir


Mjölnir - 04.12.1970, Qupperneq 3

Mjölnir - 04.12.1970, Qupperneq 3
 Vlð þelm ég tek í hllSi nýrra helma. sem hafa e! boðorð fyrir lffs síns vörð, en sinni önd og eilífðinni gleyma í önnnm sfnum við að bœta jörð, — sem vit er trú og viljinn bœnagjörð. Því öllum heimum hœfir þeirra vera og hverri eilifð þeirra nœgjulund, sem gleðjast af þvf gœfu til að bera að gœða lífið endanlega stund og ekkert mögl um morgundag sinn gera. Þannig lætur eitthverl hið vitrasta skáld, sem alið hefur verið með íslenzkri þjóð, vörð- inn í hliðinu milli lífs og dauða svara spurningunni um aðgang- inn að þeirri vistarveru. Líklegt þykir mér, að einhvern tima megum við mannanna börn standa reikningsskap á þvi á einhvern hátt, hvernig við höf- um varðveitt okkar pund, hvernig við höfum varið lífi okkar og kröftum. Þess er ég þó fullviss, að þá verður ekki spurt um trúarjátningar eða trúariðkanir, heldur það, hvort við höfum reynt að beita kröft- um okkar „við að bæta jörð“, eða með öðrum orðum til að „gæða lífið“ eins og skáldið kemst að orði, þótt ekki sé nema um endanlega stund. Ei- lifðin, ef hún er til, verður hvort eð er aldrei annað en samsafn ótal örskotsstunda. Það er ekki út í bláinn, að mér kemur í hug þessi trúar- játning skáldspekingsins vestur við Klettafjöll, þegar ég minn- ist vinar mtns Þórodds Guð- mundssonar. Hann var nefni- lega að því leyti þessa heims barn, að hann varði lífi sínu og kröftum mörgum öðrum fremur til að „gæða lífið'* á þessari jörð, til að efla samtaka- mátt þ'eirra og stéttvísi, sem bú- ið höfðu og húið hafa og búa enn við skarðan hlut, og vinna að því skipulagi á mannlegu fé- lagi, sem hann trúði, að stefndi til fegurra og betra lífs á jörðu hér. Það er alkunna, að frumherj- ar verkalýðshreyfingar og sósi- alisma hafa ekki alltaf baðað í rósum og oft orðið að gjalda skoðana sinna, og það dýru verði. Þótt baráttan hér á Is- lindi hafi ekki orðið eins illvig og mannskæð og við þekkjum víða erlendis, eru þeir þó ekki svo fáir frumherjarnir, sem máttu þola ofsóknir vegna bar- áttu sinnar, og það mátti Þór- oddur vissulega sanna, a. m. k. um eitt skeið. En Þóroddur var sjálfur harður baráttumaður og oft óhlífinn. Þess vegna held ég, að honum hafi ekki þólt það tiltökumál, þótt stéttarand- stæðingurinn beitti stundum hörðu og ekki erft það persónu- lega, að minnsta kosti ekki til langframa. Það er ef til vill meira stolt en vonbrigði, sem það vekur að vera dæmdur í tukthús vegna baráttu fyrir góðu málefni. En það gat líka komið fyrir, að sá hjó, er hlífa skyldi, að sá, er hann taldi, að ætti að vera samherji, reyndist hatramastur andstæðingur. Það átti Þóroddur erfitt með að fyr- irgefa, og hefði kannski stund- um verið hentara að sýna meira umburðarlyndi. Þannig átti hann kannski stundum nokkra sök á því, hve oft var óvægi- lega að honum vegið. Varla var það þó þetta eitt, sem olli þvi, hve mörg vopn stóðu oft á Þór- oddi. Vegna gáfna hans og MINNING skarpskyggni, held ég að aud- stæðingarnir hafi oft fundið til minnimáttarkenndar gagnvart honum, minnimáttarkenndar, sem gat snúizt upp í óvild. Þeir voru kannski ofurJitið smeykir um, að hann væri ailtaf að snúa á þá. Þegar ég fyrst kynntist Þór- oddi, er ég fluttist til Siglufjarð- ar fyrir 27 árum, furðaði mig næstum á, hve mikla og næst- um skilyrðislausa tiltrú félag- arnir virtust bera til hans. Ég sá fljótlega, að til þessa lágu eðlilegar orsakir. Oftar en hilt sá hann skarpar en aðrir og var úrræðabeztur. Og svo hafði hann ailtaf staðið fremst í bar- áttunni og þar sem hættan var inest. Oft kom það fyrir, að við Þóroddur vorum ósammála inn- an félags, þótt samherjar vær- um útávið. Því ber ekki að leyna, að oft mun ég hafa ver- ið hvatvisari i orðum en Þór- oddur á slíkum fundum. Aldrei vissi ég þó til þess, að Þórodd- ur erfði það við mig á nokkurn hátt, því að hispurslausa hrein- skilni kunni hann líka að meta. Þess vegna gátum við verið jafngóðir vinir eftir slikar brýnur. Ég hef ekki reynt að lýsa vini mínum Þóroddi sem alfullkomn- um manni eða dýrlingi, það er enginn okkar dauðlegra manna, og engu fremur þeir, sem gera sér far um að hag- ræða geislabaugnum um enni sér. Því stórbrotnari, sem per- sónuleikinn er, þeim mun sterkari verða drættirnir og lín- urnar skýrari. Og Þóroddur var mikill og ógleymanlegur per- sónuleiki, einn sá allra stór- brotnasti í þessum bæ. Þess vegna er hans nú saknað af öll- um Siglfirðingum, ekki aðeins af samherjum, heldur og af skoðanalegum andstæðingum, en meðal þeirra átti hann rnarga vini, sem kunnu að meta gáfur hans og baráttukjark, og síðast en ekki sízt hans riku gamansemi. Hlö&ver Sigurösson Sjaldan mun hin fámenna ís- lenzka þjóð hafa orðið fyrir slíku mannfalli og á þessu á ári, sem senn er liðið. Slysfarir á ungum sem öldnum hafa ver- ið óvenju tíðar, fólk hefur gengið frá heimili siniu til lengri eða skemmri dvalar, eða rétt brugðið sér út fyrir bæjardyrn- ar, en á svo ekki afturkvæmt lifandi lifs. Dánarfregnir hafa þvi borist óvænt að eyrum, nafnkunnur maður er fallinn, vinur eða kunningi. Þegar sú fregn barst, að Þór- oddur Guðmundsson væri lát- inn, kom sú fregn hvað óvænt- ust, hann hafði daginn áður staðið í ströngu á fundi suður í Reykjavík, þar sem málefni Sigló-verksm. voru til umræðu, en Þóroddi var rnjög hugleikið að rekstur og framtíðarstarfsemi verksm. yrði sem bezt tryggð. Það var eins og eitthvert tóma- rúm skapaðist strax við til- hugsunina um það, að Þórodd- ur myndi ekki framar verða í hópnum, sem oft og einatt hitl- ist til að ræða um málefni Siglufjarðar, verkamanna og sósíalskrar hreyfingar yfirleitt. Þar yrði autt sæti, sem vandi væri að setjast í. Það hafa margir félagar og vinir Þórodds skrifað um hann látinn, rakið æfiferil og stiklað á því stærsta, enda ekki annað fært í stuttum minningagrein- um. Ævi Þórodds var viðburða- rík, sérstaklega á hans yngri árum. Hann var athafnamaður í þess orðs beztu merkingu, lét að sér kveða á ýmsum svið- um, var áhrifarikur baráttumað- ur sósíalismans og félagsmála- störf hans helguðust af þeirri hugsjón. Hann varð landskunn- ur fyrir þátt sinn í brautryðj- endabaráttu verkalýðshreyfing- arinnar, og sem fulltrúi hennar, beint og óbeint, gegndi hann óteljandi trúnaðarstörfum í nefndum og ráðum, bæjarstjórn og á Alþingi. Þóroddur þekkti betur en flestir kjör þess fólks, sem hann stóð í fylkingarbrjósli fyrir. Hann stundaði sjó- mennsku, vann verkamanna- vinnu í landi, stundaði skrif- stofustörf fyrir verkamanna- samtökin. Hann kynntist lika hinni hliðinni, þeirri, sem að atvinnurekstri snýr. Um tíma gerði hann út fiskibát, starf- rækti síldarsöltunarstöð, átti sæti í útgerðarstjórn togara og um árabil sæti í stjórn Síldar- verksm. ríkisins. Jafn afburða- glöggur og gáfum gæddur mað- ur og Þóroddur var, öðlaðist í gegn um störf sín öll mikla þekkingu og yfirsýn um vanda- mál samtímans, og því var hann félögum sínum og vinum ávalt mikill ráðgjafi þegar mikilvæg vandamál bar að höndum. Þegar ég var strákur nokkuð innan við fermingu náði ég stndum í landsmálablöð til að lesa. Helst voru það Isafold og Vörður, Vesturland og Skutull. 1 einhverju þessara blaða mun ég fyrst hafa séð nafn Þórodds Guðmundss. nefnt í sambandi við hina óguðlegu bolsa, sem öUu góðu voru að brugga laun- ráð. Hann stóð fyrir allskonar samblæstri á meðal verka- manna gegn þeim góðuu mönn- um, sem veittu þeim vinnu og brauð. Þetta var einmitt á þeim árum, sem Þóroddur vann hvað ötulast að skipulagningu verka- manna i félög, en það var slík ógnun í augum atvinnurekenda, að glæpi gekk næst. Það var svo um áratug seinna að ég lenti hingað til Siglufjarð- ar, unglingur um tvítugt, til að ljúka hér tilskyldu námi í iðn- skóla. Á fyrsta degi hérveru minnar komst ég í kynni við starfsemi sósíalista. Mér er það minnisstætt, það var hlutavella í Alþýðuhúsinu, ein af þessum slóru hlutaveltum, sem Sósíal- istafélagið hélt. Og sá, sem af mestum dugnaði starfaði þarna, var Þóroddur Guðmundsson, og i þetta var ekki síðasta tombólan, sem við unnum að, þær komu fleiri á eftir á þeira árum, sem við áttum eftir að hafa mikið samstarf í Sósíalistaufélaginu, Þóroddur sem formaður þess lengst af, og ég sem starfsmað- ur þess að meira eða minna leyti í næstum áratug. Mér hefði því öðrum fremur átt að gefast kostur á að læra af reynslu hans, baráttubrögðum og skipulagshæfni, — og vissu- lega lærði ég margt. En maður lærir ekki hæfileika af öðrum, maður lærir aðeins að meta og viðurkenna yfirburði hæfileika- mannsins. Þannig mun fleirum hafa verið farið en mér á með- al félaganna, og því var Þór- oddur óumdeilanlega foryslu- maðurinn á meðal okkar. Við Þóroddur ræddum stund- um um það okkar á milli, hve óljóst sæist nú árangur af þessu puði okkar við fundahöld og blaðaútgáfu, nefndavesen og allt, sem í kringum þetta er. Það er einmitt á þetta, sem mig langaði að drepa nú, þegar þessi- félagi og vinur er fallinn i valinn og veitir ekki lengur ráð né leiðsögn við aðsteðjandi vandamálum. Hver eru áhrifin af lifsstarfi Þórodds Guðmundssonar? Ég veit, að þessari spurningu er erfitt að svara, ekki sízt þeg- ar á það er litið, að lífsstarf hans samófst starfi tuga, hundr- aða og þúsunda manna og kvenna, sem börðust að svipuðu takmarki og hann, — og í því er hinn mikli galdur fólginn. Samstarf fjöldans leiðir til sig- urs, og það var einmitt inntak- ið í öllum boðskap Þórodds Guðmundssonar. Lítum til baka, til þeirra tíma, sem verkalýðsstéttin hér á landi var að koma undir sig fótum, var að finna til máttar síns í krafti samtakanna; athug- um þær kröfur, sem þá bar hæst: um viðurkenningu á sam- tökunum, um styttingu vinnu- tíma, um vökulög, um átta stunda vinnudag, um greiðslu vinnulauna í peningum, um samningsrétt verkalýðsfélaga og síðar um orlof verkamanna, um slysabætur, sjúkrapeninga, og síðar atvinnuleysistryggingar o. fl„ o. fl. Flest af þessu varð að raunveruleika vegna sleilu- lausrar baráttu fjöldans undir markvissri leiðsögn forystu- manna verkalýðshreyfingarinn- ar. Barátta „blóðrauðu bolsanna“, sem tendrast höfðu eldi hug- sjónanna, og síðan tendrað lijá öðrum þann sama eld, sló rauð- um bjarma á allt þjóðfélagið, — roðinn úr austri, hann braut sér braut til æ fleiri og mikil- vægari þátta þjóðlifsins, um- bylti og endurskapaði viðhorf og skoðanir fólks þannig, að hleypidómar og hræðsla vilui um set, en í staðinn komu sam- úð, stuðningur og loks ákveð'ð fylgi við meginatriði þeirra kenninga, sem sósíalisminn boð- aði. Sá þrýstingur, sem skap- aðist af skoðanalegri umbreyt- ingu hjá vinnandi fólki yfir- leitt, hefur meira en nokkuð annað þröngvað valdastéttinni til að hverfa frá eindregnum stefnumálum á mörgum sviðum og fallast á úrlausnir efti.r fé- lagslegum leiðum. Þótt þessi þróun sé máske ekki í neinu samræmi við sósíaliskar kokka- bækur, langt í frá, þó er það þó víst, að ekkert afl hefur ver- ið sterkara til að valda þeirri miklu umbyltingu, sem orðið hefur i íslenzku þjóðfélagi síð- ustu áratugina á sviði félags- legra, menningarlegra og at- vinnulegra framfara. Þær kynslóðir, sem síðustu árin hafa verið að vaxa úr grasi og ganga út í lífið til vinnu og náins, þær verða að beita iær- dómi og næstum sagnfræðilegri könnun til að fá vitneskju um, til hverskonar fortíðar öll þau réttindi og félagsleg vernd, sem þær njóta, eiga rætur að rekja. Þetta unga fólk veit ekki sjálf- krafa um þá baráttu líðandi og liðinna kynslóða fyrir þessum réttindum. Þetta virðist í þess augum allt svo sjálfsagðir hlutir, að um tildrög þeirra þurfi lítið að hugsa. Það sest að nægta- borði samtímans, án þess að renna huga til þeirra skortsins heimkynna, sem feður hinna eldri og afar hinna yngri, áltu að skjóli. Það er stundum sagt, að menn reisi sér minnisvarða með verk- um sínum. Sé það rétt, hefur Þóroddur Guðmundsson, ásaint baráttufélögum sínum í braut- ryðjendahópnum, reist sér margan minnisvarðann. Ég held meira að segja, að þeir standi svo margir meðfram dag- legri vegleið okkar, að við' sé- um hætt að veita þeim athygli. Þeir eru orðnir svo sjálfsagðir hlutir, tilheyrandi lífi okkar og umhverfi. Svo góð var þeirra barátta, svo mikill Var þeirra hlutur til samtíðar sinnar og framtíðar allra. En hugsjónin, sem eldinn kveikti forðum, á enn langí i land að verða að veruleika. Sósíalisminn teygir sig að visu um æ fleiri og stærri svæði hnattarins og bjarma hans ber nú víðar að en úr austri, en hann brýtur sér samt braut og bregður morgunbjarma á vonir og þrár þeirra manna um víða veröld, sem í bróðurhug vinna einingu og friði allt sem þeir mega. Þótt spurningunni sé hér að litlu leyti svarað, læt ég staðar numið. Hún getur samt orðið tilefni til umhugsunar, og mitt ófullkomna svar gæti orðið ein- hverjum hvatning til bjartsýni og trausts á það, að sérhvert starf, sem af góðum hug er unn- ið, er ekki einskisvert og get- ur leitt til mikils árangurs. ——o------ Þóroddur Guðmundsson var af dugnaðar- og atorkufólki kominn. Ég minnist Sigríðar, móður hans, en hún var komin á efri ár, þegar ég kom hingað. Það sópaði að henni af virðu- leik og festu, og ég bar óblandna lotningu fyrir þeirri höfðings- konu. Þóroddur eignaðist að konu og baráttufélaga Hall- dóru Eiríksdóttur frá Súðavik. Hún stóð við hlið hans í blíðu og stríðu á hinni oft storm- sömu æfi hans. Þau eignuðust inndælt heimili og fjögur mann- vænleg börn. Þóroddur veitti heimili sínu ávallt góða forsjá, og ríkti þar alltaf gestrisni og höfðingsbragur. Við hjónin þökkum liðnar samverustundir. Við vottum Dóru og börnum hennar og öðrum vandamönnum samúð. Vonandi tekst okkur félögum og samherjum að heiðra minningu hins látna félaga með eflingu starfs og aukinni sókn fyrir þann málstað, sem hann taldi réttastan og beztan. Einar M. Albertsson Hef opnað verzlun mína að Suðurgötu 42 undir nafninu Verzl. Hafnarhæð Sími 71340. óli Geir Þorgeirsson MJÖLNBB — 8

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.