Mjölnir


Mjölnir - 04.12.1970, Side 4

Mjölnir - 04.12.1970, Side 4
Framleiðir Sigló fyrir sœnskan markað 1971? Möguleikar á 4000 tunna vinnslu fyrir Svía, auk 8000 tunna framleiðslu fyrir Sovétmarkað. Sœnskt fyrirt&ki, G. Richter, hefur fyrir nokkru leitaS eflir kaupum á niðurlagSri sild frá Sigló-verksmiSjunni, allt aS 4000 iunna framleiðsíu. Ekki hefur stjórn S. R., sem enn ræður málefnum Sigló, þar sem ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt um að skipa verksmiðjunni sérstaka stjorn, tekið tilboði Svíanna ennþá, en telja verður vafalaust, að gert verði út um það alveg á næst- unni. Ágreiningur mun vera um verð. Telja hinir sænsku aðilar, að vinnslukostnaður í Sigló sé óeðlilega hár, og hafa boðið að- stoð við vinnuhagræðingu i verksmiðjunni, í því skyni að lækka vinnslukostnaðinn. Yrði þá tekið upp ákvæðisvinnu- fyrirkomulag að meira eða minna leyti. — Starfsfólk verk- smiðjunnar samþykkti nýlega á fundi fyrir sitt ieyti slikt fyrir- komulag, að því tiiskildu, að tryggt yrði lágmarkskaup, skv. iaxta. Jafnframt skoraði það á stjórn S. R. að semja við Svi- ana. Verksmiðjan hefur nú fest kaup á um 8000 tunnum af sild til vinnslu fyrir aðra markaði, i'yrst og fremst Rússlandsmark- : aðinn. Ekki mun enn vera bú- | ið að semja við Sovétmenn um söluna þangað, en líklegt er að það verði gert mjög l'ljótlega. Eki virðist neití áliorfsinál fyrir verksmiðjuna að taka lil- boði Svíanna, jafnvel þótt þvi fylgi áhætta á smávegis tap- rekstri, sem þó er mjög vafa- samt að yrði. Það mundi tryggja verksmiðjunni vinnslumögu- leika allt árið og starfsfólkinu örugga atvinnu. Starfsfólkið, bæði stjórnendur og verkafólk, gæti öðlazt mjög dýrmæta þjálf- un og reynslu, þjóðarbúið fá margfaldar gjaldeyristekjur fyr- ir síldina, og síðast en ekki sizt kæmust Islendingar með þessu móti inn á sænska markaðinn fyrir niðurlagðar síldarvörur, en Svíar eru sem kunnugt er, i einliverjír mestu síldarneytend- ur lieimsins. Þeir eru líka rík þjóð, sem er reiðubúin til að borga góða vöru háu verði, fremur en að verða af henni. Og orsök þess, að þeir leita nú eftir niðurlagðri síld héðan, er vitanlega sá síldarskortur, sem nú er i heiminum. Þeir eiga í vaxandi vandræðum með að afla hráefnis fyrir niðurlagn- ingarverksmiðjur sínar, sem aftur leiðir til rekstrarerfið- leika, er valda því, að í sumum tilfellum er hagstæðara að kaupa síldina fullunna af þeim þjóð- um, sem veiða hana. Það væri stórfurðulegt, ef þeir ráðherrar, sem annast is- lenzk sjávarútvegsmál og iðn- aðarmál, létu þetta tækifæri til að koma íslenzkri síld fullunn- inni á markað einnar mestu sildarþjóðar heimsins, fara fram hjá sér. Þess vegna ætti að vera óhætt að slá því föstu nú þegar, að samningar verði gerðir við hina sænsku kaup- endur, og verksmiðjunni þann- ig tryggt ársverkefni. Sigiufjarðarprentsmiðja gefur út 12 nýjar bækur MeSal þeirra eru fjórar ævin- tgrabækur fyrir yngstu lesend- urna. Eru þaS hin heimsþekktu Grimmsœvintýri öskubuska og RauShetta, og GrenitréS og Svanirnir eftir H. C. Andersen, í nýjum þýSingum eftir Jón S. Sigurjónsson og meö mjög skrautlegum litprentuSum mynd um. Þá eru þrjár bækur byggðar á kunnu sjónvarpsefni. Er það Dísa, Bonanza og Guslur. Koma þar við sögu sömu persónur og í sjónvarpsþáttunum. Rækurnar eru allar myndskreyttar, Ron- anza og Gustur með teikning- um, en Dísa með myndum úr kvikmyndum. Lotta bjargar öllu, Díana veröur skyttudrottning og Sigga lœtur gamminn geysa, eru telpnabækur. Hafa áður komið út bækur um söguhetjur þessara bóka og hlotið miklar vinsæld- ir. Siggu-bókin er sú 16. í röð- inni og Lottu-bókin sú 10. Af Díönu-bókunum hefur ein kom- ið út áður á íslenzku. Höfund- ur hennar, Rolf Ulrici, mun vera þýzkur, en hinar tvær eru eftir Grethe Stevns, sem er Stióm Sjúkrahússins. A síðasta bæjarstjórnarfundi var kosin sérstök stjórn, er hafa skal með höndum málefni Sjúkrahúss Siglfjarðar. Aðal- menn voru kjörnir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Guðmundur Jón asson og Kristján Sturlaugsson. Varamenn eru Einar M. Alberls- son, Sigurður Gunnlaugsson og Rjarki Árnason. Qr og skartgripir Svavar Kristinsson úrsmiður meðal þekktustu unglingabóka- höfunda á Norðurlöndum. Þá er ný Jonna-bók, sem ber nafnið Jonni knatispyrnuhetja. Jonna-bækurnar hafa orðið vin- Qeymig gkkÍ qII ÍÓla- sælar drengjabækur. J ° Loks er svo Tarzun hinn sigursæli, ný Tarzan-bók. Að fróðra manna sögn slaga Tarz- an-bækurnar hátt upp í bibli- una og rit Karls Marx og Lenins að lesendafjölda, og segir það sína sögu um vinsældir þeirra, þótt ólíku sé saman að jafna hvað efni snertir. Randið á bókum Siglufjarðar- prenlsmiðju virðist vera í röð þess bezta, sem gerist um for- lagsband á Islandi. Allar MATVÖRUR á sama stað. innkaup til síðustu daga fyrir jól. Mjólkursamsaian Siglufirði Jólapóstur Vegna mikilla anna fyrir jólin er fólki vinsam- lega bent á að skila jólapóstinum sem fyrst, eink- um þó bögglum. Athygli er vakin á ferð Gullfoss til Bretlandseyja og Norðurlanda 9. des. n. k. Póstafgreiðslan Brunabótaiðgjöldin féllu í gjalddaga 15. okt. s. 1. Góðfúslega greiðið iðgjöldin á skrifstofu vorri. — Opið frá kl. 1 til 4 e. h. og fyrir hádegi á laugardögum. Brunabótafélag íslands Umboðið á Siglufirði: ÞORMÓÐUR EYÓLFSSON h. f. Hvers sem þér þarfnist í jólabaksturinn eða 1 jólamatinn er það til hjá okkur. Pantið tímanlega (fáið pöntunarlista) Sími 71162. Við sendum yður heim. Opnum B A Z A R í dag. Gestur Fanndal Ný markaskrá Samkvæmt lögum verður gefin út markaskrá fyrir Eyjafjarðarsýslu, Akureyri, Ólafsfjorð og Siglufjörð árið 1971. Handrit af skránni þarf að vera fullbúið fyrir miðjan desember n. k. Hólmsteinn Þórarinsson annast söfmm marka í Siglufjarðarkaupstað og gerð Siglufjarðarkafla markaskrárinnar. Gjald fyrir hvert mark er kr. 150,00 og fyrir brennimark kr. 100,00, sem greiða ber til Hólmsteins nú þegar. Markeigendur þurfa að tilkynna mörk sín, ný og gömul, til Hólmsteins, fyrir 10. desember n. k. Þetta tilkynnist hér með viðkomendum. Siglufirði, 10. nóvember 1970. Bæjarstjórinn í Siglufirði Hafið áhrif á upphæð útsvars yðar 1971. ABEINS þau útsvör, álögð 1970, sem verða að fullu greidd fyrir áramót n. k., fást dregin frá á- lagningarskyldum tekjum viðkomenda á næsta ári. Skilvísi kemur því fram í verulega lægra útsvari, en vanskil í hærra útsvari yðar á næsta ári. Það er því beggja hagur, bæjarsjóðs og yðar, að þér séuð skuldlaus við kaupstaðinn um áramót. Með því móti hafið þér áhríf á upphæð væntanlegs út- svars yðar til lækkunar. GERIÐ ÞVÍ SKEL á útsvari yðar sem allra fyrst. Siglufirði, 10. nóvember 1970. Bæjarstjórinn I Siglufirði 4 _ MJÖLNIR

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.