Mjölnir


Mjölnir - 28.09.1972, Blaðsíða 1

Mjölnir - 28.09.1972, Blaðsíða 1
Mjölnir XXXV. árgangur. Fimmtudagur 28. sept. 1972 6. tölublað. Færeyskir iðnaðarmenn taka virkan hátt í baráttunni fyrir 50 mílum Neita allri þjónustu við brezka togara sem hafa stundað ólög- legar veiðar innan 50 mílna landhelgi íslands Fara bónleiðir Nú fyrir síðustu helgi gerðu iðnaðarmannasamtökin í Færeyj um samþykkt um að banna með limum sínum að veita brezkum landlielgisbrjótum frá Islands- miðuin viðgerðarþjónustu. Hef- ur þegar komið til þess, að brezkir togarar, sem ætluðu að fá viðgerð í Færeyjum, bafa orðið að fara þaðan bónleiðir heim til Bretlands. Liðsemd í verki betta mun vera fyrsti virki stuðningurinn, sem við liöfum fengið frá öðrum þjóðum í bar- áttunni við yfirgang Breta hér á imiðunum. Við höfum að vísu orðið varir við mikilsverða samúð og samstöðu; t. d. hafa EBE-andstæðingar í Noregi tekið mjög skelegga afstöðu með okk- ar málstað og beinlínis gert baráttu okkar að röksemd fyrir sinni eigin baráttu. En hinir færeysku iðn- aðarmenn eru fyrstu út- lendingarnir, sem gerast beinir liðsmenn og þátt- takendur í viðureignimii við brezku landhelgisbrjót ana. Áfall fyrir veiðiþjófana Brátt nálgast sá timi, þegar illmögulegt verður að stunda veiðar á Íslendsmiðuin án þess að geta leitað landvars og bafna á Íslandi. Brezku landhelgis- brjótarni,r bafa gert sér vonir um, að geta að einhverju leyti bætt aðstöðu sína til iandheigis brota yfir vetrarmánuðina með því, að notfæra sér viðgerðar- þjónustu og aðra fyrirgreiðslu, sem fáanleg kann að vera Færeyjum. Ákvörðun færeysku iðn- aðarmannaima kippir stoð unum undan þessari von og gerir landhelgisbrjót- unum svo erfitt fyrir, að tilraunir þeirra til veiða hér yfir erfiðustu mánuði ársins verða hreint feigð- arflan. Ákvörðun Fær- eyinganna er því beinn stuðningur við vörzlu 50 mílna landhelginnar. \ Drengilegur stuðningur Færeyingar eru jafn háðir sjósókn og aflabrögðum eins og við íslendingar. Þeir skilja öllum öðrum betur, hvað i húfi er í baráttu okkar fyrir verndun fiskistofnanna og stækkun fiskveiðilögsögunnar. Þeir vita, að sigur okkar í þess- ari baráttu getur innan tíðar þýtt samskonar sigur fyrir Færeyinga. Svipuð lifsbarátta og staða í heiminum um aldir veldur því, að Islendingar og Færeyingar skilja hvorir aðra til fulls. Skilningur Færeyinga okkar málstað og lífsþörfum veldur því, að færeyskir iðn- aðarmenn gerast nú sjálfboða- liðar í landhelgisbaráttu okkar. Þegar til álita kom í sumar, að Færeyingar fengju ívilnanir irinan liinnar nýju landhelgi, þótti öllum sjálfsagt, að þessir gömlu vinir okkar yrðu látnir njóta beztu kjara, sem við gæt- um veitt. Hinn drengilegi stuðningur færeysku iðnaðar- mannanna nú réttlætir þá skoð- un fyllilega. í -a Fólksflóttinn Hverjir flýja og hvers vegna? Á ári hverju tekur sig upp stór liópur Siglfirðinga og eins og sagt er „flýr“ suður. Enn fleiri liafa fullan hug á því að fara. Hverjir eru það sem flýja? Eru það atvinnuleysingjar? Nei, oftast fer fólk úr sæmilegri at- vinnu, stundum hjónin bæði. Efnalegar ástæður liggja ekki til grundvallar flóttanum héð- an nema að litlu leyti. Menn skyldu bara athuga sívaxandi bifreiðaeign bæjarbúa og inn- stæður í bönkunum. Fólksflóttinn héðan byggisl á vantrú á framtíðarmöguleik- um Siglufjarðar. Aldrei í sögu Sigluf jarð ar hin síðari ár er miuni ástæða til svartsýni en einmitt nú. Aldrei hefur verið meiri ástæða til að við stöndum saman og sköpum Siglufirði framtíð en einmitt nú. Svartsýni og rógur Hópur manna hér í bænum hefur það beinlínis fyrir tómstundagaman að naga allt niður, sem hér er gert til þess að rétta við atvinnulífið. Þessir menn leggja utanbæjar- mönnum vopn í hendur og orð, sem svo bergmála um allt land komin héðan að heiman. Til eru menn, sem með velþóknun velta sér upp úr vandamálum vegna Dofra, og spá Þormóði ramma öllu illu. Lætur nærri að þeir óski þess að illa fari, til þess eins að geta sagt: „Hvað sagði ég ekki“. Hvernig í ósköpunum halda menn að hér breytist eittiivað til batnaðar, ef þeir trúa því ekki sjálfir og rægja allt, sem gert er. Áliugaleysi og uppgjöf Margir rógberanna og áhuga- bölsýnismannanna njóta þess, að margt manna veit harla lítið um það, sem*er á döfinni og því geta þessir legátar velt sér uppúr lygi og rógi mótmæla- laust. En eru staðreyndir faldar fyrir borgurum bæjarins? Síður en svo. Blaðaútgáfa er hér óvenju fjörug um þessar mund- ir. Alþýðubandalagið t. d. hef- ur reglulega fundi allan vetur- inn. Bæjarstjórnin heldur þrjá fyrirspurnarfundi á ári, og er eina bæjarstjórnin, sem það gerir á öllu landinu. Á þessum fundum geta bæjarbúar spurst fyrir um gang mála og fengið upplýsingar. En taltið eftir: Á síðasta fyrirspurnarfundi kom eng in fyrirspum fram. Á venjulegum fundum bæjar- stjórnar, sem eru öllum opnir, heyrir það til undantekninga ef 2-3 álieyrendur koma á fund- inn. Væri ekki líklegt að góð mæting bæjarbúa veitti bæjar- fulltrúum æskilegt aðhald og bæjarbúar yrðu í raun virk- ari þáttakendur í stjórn bæjar- ins en raunin er? Væri það ekki leiðn til þess að þagga niður í þeim götuhornaspá- mönnum og kaffibollaspekú- löntum, sem með þekkingar- leysi, en stórum orðum grafa undan sjálfum lífsgrundvelli þessa bæjarfélags? Bœjarfréttir Héraðslæknir í ársleyfi Sigurður Sigurðsson héraðs- læknir á Siglufirði sl. 10 ár, er nú farinn í árs orlof. Ungur læknanemi, Lúðvik Guðmunds- son, hefur gegnt héraðslæknis- embættinu í september, en mun nú á förum. Blaðinu er ekki kunnugt um, hver þá tekur við. Heilbrigðisþjónusta hefur yf- irleitt verið ágæt á Siglufirði, borið saman við ýmis önnur byggðarlög. Læknar haia jafn- an fengizt til starfa hér. Þann- ig hefur sjúkrahúslæknirinn, Ölafur Þ. Þorsteinsson, nú starf að hér í þrjá áratugi af mikilli trúmennsku og ósérplægni, þótt hann vafalaust hafi átt marga góðra kosta völ vegna ágætrar menntunar og hæfni sem skurð- læknir. Tannlæknir hefur verið starfandi hér um alllangt árabil og risið hefur upp nýtt sjúkra- hús, sem hefpr gerbreytt allri aðstöðu til sjúkraþjónustu. Endurbætur hjá ísafold 1 sumar hafa staðið yfir hjá liraðfrystihúsinu Isafold all- miklar framkvæmdir, sem miða að þvi bæta umhverfi hússins til samræmis við þær nýju kröf ur, sem nú eru gerðar til hrað- frystihúsanna. Er búið að steypa allmikið plan vestan liússins og veg frá því norður Nokkrar staðreyndir Að endingu skuluim við rifja upp nokkur atriði, sem máli skipta og benda sérlega svart- sýnismönnum á þau til at- hugunar (og rógburðar ef verk- ast vill). Með nýju tekjustofnalögun- um hefur tvennt áunnist: Ut- svör eru hér ekki hærri en annars staðar. Hagur bæjar- sjóðs hefur stórbatnað. Það síðarnefnda þýðir betri og meiri þjónusta við bæjarbúa. Fé til verklegra framkvæmda er í ár margfalt meira en i fyrra. Nú eru fjögur ný íbúðarhús í smíðum og á næsta ári verður hafin smíði a. m. k. þriggja. Undirbúningur vegna frysti- húss Þormóðs ramma er í full- um gangi. Tveir skuttogarar eru í smíðum, sá fyrri (Stálvíkur- skipið) er væntanlegur í marz- apríl, sá síðari (Spánarskipið) hálfu ári síðar. Saumastofan starfar af krafti. Óvenjumikið hráefni er til hjá Sigló og stjórn þess fyrir- tækis komin í hendur heima- aðila,- Slippurinn hefur verið endurbyggður. Smærri bátar hafa bæzt í flotann. liúseininga- félagið er á góðum rekspöl og enn fleira er á döfinni. Þetta &*tti að mægja til þess að sýna að loks er komin hreyfing á hlutina eftir langa viðreisnar- stöðnun. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Við verðum öll að fylgja þessum málum eftir, standa saman, skapa bænuai okkar framtíð. Trúin á möguleika okkar sjálfra og möguleika bæjarins okkar er það, sem stöðva mun flóttann úr bænum. að Gránugötu. Eftir er að ganga frá lóðinni að öðru leyti, en ætlunin er að hún verði grædd upp, nema hvað komið verður fyrir malbornum bílastæðum og lagður nýr vegur fram að bryggjunni, þar sem smærri bát arnir landa fiski í húsið. Hafnarnesið var í slipp austur í Neskaupstað. Er búizt við að það komizt aftur á veið- ar næstu daga. Erfiðlega hefur gengið að fá nægilega margt fólk til starfa í frystihúsunum, og taldi Daníel Baldursson verkstjóri lijá Isa- fold, sem blaðið leitaði frétta lijá um þessi mál, að til vand- ræða horfði þegar skóiafólkið hætti störfum nú undir mán- aðarmótin, jafnvel þótt hráefna- framboð yrði ekki meira en verið hefur undanfarið. Framkvæmdastjóri Stjórn Þormóðs ramina hefur nú nýverið ráðið framkvæmda- stjóra fyrir félagið. Hinn nýji framkvæmdasljóri heitir Þórð- ur Vigfússon og er hagverkfræð ingur að mennt. Þórður er vænt anlegur til starfa fyrir félagið 1. nóv. næstkomandi Hjartavernd Hjartaverndarfélagið á Siglu- firði stendur nú fyrir hóp- rannsókn á Siglfirðingum á aldrinum 41-60 ára. Ólafur Ólafsson iæknir gat þess í stuttu spjalli við blaðið, að öll aðstaða til þessa starfs væri liér með sérstökum ágæt- um. Undirbúning allan hefði Hjartavernd hér annazt og unn- ið þar inikið og þarft verk. Að lokum hvatti læknirinn þá, sem fá boðsbréf Hjartaverndar, til þess að hafa samband við rann- sóknarstöðina í síma 7 16 69, þar sem það sparaði starfsliðinu tíma og fyrirhöfn. Við þessar rannsóknir vinna nú læknir, meinatæknir hjúkrunarkona og ritari. Alþýðubandalagið Vetrarstarf AB er nú að hefj- ast. Ákveðið hefur verið að trúnaðarráð félagsins komi reglulega saman til fundar ann- an livern sunnudag kl. 4,30 að Suðurgötu 10. Fundur trún- aðarráðs verður Sunnudaginn 2. október. Almennir félags- fundir verða boðaðir með venjulegum hætti. 1 ráði er að gera félagsfundina fjölbreyttari í vetur en verið hefur m. a. með því að fá utanfélagsmenn til þess að liafa framsögu og sitja fyrir svörum. Malarkaup Bæjarráð hefur samþykkt tillögu frá Kolbeini Friðbjarnar syni um að kaupa töluvert magn af möl af Vegagerð ríkis- ins. Hér er um að ræða 700-1000 m3, sem fást á kostnaðarverði, en síðan bætist við aksturs- kostnaðúr. Endanlegt verð er samt nokkru iægra en frá Bú- kollu sálugu og vafalaust er hér um að ræða mun betra efni en úr henni fékkst.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.