Mjölnir - 07.04.1982, Blaðsíða 6

Mjölnir - 07.04.1982, Blaðsíða 6
Úrbóta er þörf í atvinnumálum % Erfiðir tímar virðast nú framundan í atvinnu- málum Siglfirðinga. Ástæður þessa eru lesendum Mjölnis kunnar og þarf út af fyrir sig ekki að fjöl- yrða um þær. Bæjaryfirvöld hafa að undanförnu fjallað um þessi mál, m. a. í bæjarráði og atvinnu- málanefnd. Á almennum fundi AB í Alþýðuhúsinu þ. 13. mars s.l. urðu miklar umræður um þessi mál, sem og á sveitarstjórnarráðstefnu flokksins. Á fundi bæjarráðs 18. mars s.I. lagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson fram eftirfarandi tillögur sem samþ. voru: 1. UmS. R. Bæjarráð samþ. að fara þess á leit við hæstvirtan sjávarút- vegsráðherra, að hann hlutist til um að sett verði á stofn nefnd til að gera tillögur um breyttan starfsgrundvöll S.R., m. a. með það fyrir augum, að núverandi aðstaða fyrirtækis- ins nýtist til atvinnu- og verð- mætasköpunar. 2. Um samvinnunefnd. Bæjarráð samþ. að fara þess á leit við hæstvirtan félags- málaráðherra að hann hlutist til um að sett verði á stofn samstarfsnefnd fulltrúa Siglu- fjarðarkaupstaðar og ríkis- valdsins til að gera tillögur um úrbætur og ráðstafanir vegna hins alvarlega atvinnuástands á Siglufirði. Störfum nefndar- innar verði flýtt eftir því sem mögulegt er. Ráðstefna um atvinnumálin. Einnig kynnti Gunnar ný- verið í bæjarráði hugmyndir AB um ráðstefnu um at- vinnumálin með þátttöku þingmanna, fulltrúa ríkis- stjórnarinnar, framkvæmda- stofnunar og byggðasjóðs, fulltrúum frá Útvegsbanka Is- lands, Sparisjóði Siglufjarðar, A.S.Í. og fleiri aðiljum. Und- irbúningur slíkrar ráðstefnu er þegar hafinn. Á fundi bæjarráðs 22. mars lagði Jóhann G. Möller fram all ýtarlegar hugmyndir Al- þýðuflokks um atvinnumálin sem umræðugrundvöll. Margir munu eflaust velta því fyrir sér hvort nokkurt gagn sé af nefndarskipunum eða ráðstefnum um þessi mál. Því er til að svara að nauðsyn- legt er að kynna þann vanda sem við blasir hér á Siglufirði á sem flestum vígstöðvum og fá viðbrögð þeirra, sem geta haft úrslitaáhrif á þróun mála hér á næstunni. Meðal þeirra eru auðvitað þingmenn, eig- andi stærstu fyrirtækjanna, þ.e.a.s. ríkið, og síðast en ekki síst þeir sem peningunum ráða — bankastofnanir og sjóðir. Þar að auki gildir í þessu máli sem öðrum sá sannleikur, að orðin eru til allra hluta fyrst. OPIÐ BRÉF til sjávarútvegsráðherra Steingríms Hermannssonar Trillukarl, 8782-9731, á Siglufirði sendir eftirfarandi bréf: Vill hv. ráðherra koma því í gegn að leyfðar verði veiðar með troll, flotvörpu og snurvoð innan þeirrar línu, sem er í gildi núna? Eins og nú er virðist friðunin helst leiða af sér offjölgun krossfiska, en af honum er orðið það mikið að hann er kominn á króka um leið og línan er komin niður og fiskur kemst þar ekki að. Það sýnir sig best á Hvammstanga, þar hafa sjómenn hreinsað Vatnsnesál með rækjutrolli og þar með hreinsað botninn af krossfiski, og þeir hafa fengið ágætis afla síðan á því svæði. Mér þætti ekki rnikið þótt ríkisstjórnin léti varðskipin fara með slóða og hreinsa upp krossfisk á miðum smærri línubáta. Þá mætti athuga hvort kolastofninn væri ekki vannýttur. því grásleppunetin fyllast af honum á þeim svæðum, sem hann hrygnir á, og mikið er af eldgömlum kola, kannski 20—30 ára gömlum. Eins ætti að ráða fiskifræðing til að rannsaka hvort ná megi hrognum úr grásleppunni lifandi og sleppa henni svo, líkt og gert er með laxahrygnur. Þá er mér spurn, hvort hv. ráðherrann vilji beita sér fyrir athugunum á því, hvort ekki sé mögulegt að hluti loðnuflot- ans fái að fara á veiðar með íslenska flotvörpu fyrir þorsk, ufsa, kolmunna og jafnvel síld? Það er enginn vandi að útbúa þau veiðarfæri svo að gagni komi. Einnig má spyrja hvort ekki komi til mála að bátar fái að fara á síldveiðar með nót, sem er 27'/2” á alin og 33ja faðma djúp. Einnig með síldartroll og flotvörpu. Virðingarfyllst 8782-9731 KRISTJAN SIGTRYGGSSON I Kristján Sigtryggsson var fæddur á Giljum í Vesturárdal í Skagafirði 27. okt. 1906. Hann lést 11. janúar í vetur. staddur í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns voru Sigtryggur Friðfinnsson bóndi á Giljum og Ingibjörg Páls- dóttir kona hans. Kristján ólst upp í foreldrahúsum, vann það sem vinna þurfti á sveita- heimili, greip í bókband og smíðar með föður sínum og mun snemma hafa þótt hand- laginn. Er hann hafði aldur til gerðist hann nemi í hús- gagnasmíði hjá Steindóri Jónssyni á Sauðárkróki og setti þar upp verkstæði að námi loknu. Meðan hann var að læra kynntist hann fóstur- dóttur Steindórs meistara síns, Aðalbjörgu Pálsdóttur, og kvæntist henni. Aðalbjörg var að nokkru alin upp hjá Stein- dóri og konu hans, Maríu Pálsdóttur, en foreldrar hennar voru Páll Guðmunds- son og Halldóra Stefánsdóttir, sem bjuggu hér á Siglufirðú Árið 1934 fluttust Kristján og Aðalbjörg til Siglufjarðar, sem þá var einn mesti upp- gangsstaður landsins með fjölbreyttu athafnalífi og miklum framkvæmdum. Kristján byggði steinhús við Vetrarbraut, hafði verkstæði sitt á neðri hæðinni en íbúð uppi. S.R. keyptu seinna þetta hús og höfðu þar efnarann- sóknarstofu sína um langt árabil. Á stríðsárunum byggði Sósíalistafélag Siglufjarðar í áföngum eina húshæð fyrir starfsemi sína á lóðinni nr. 10 við Suðurgötu. Hús þetta var að ýmsu leyti af vanefnum gert og félaginu ofviða að byggja á lóðinni eins og skipulag útheimti. Það varð þá að samningum milli þess og Kristjáns, að hann byggði við húsið og tvær hæðir ofan á það. Hafði hann þar síðan verkstæði sitt meðan hann rak það, en er hann hætti rekstri þess keypti verkalýðsfélagið Vaka hans hluta af húsinu og hefur þar nú skrifstofur sínar og fundaherbergi. Kristján og Aðalbjörg eign- uðust fimm börn. Eitt þeirra, Pál, misstu þau á barnsaldri. Hin fjögur eru: Steindór, bif- reiðastjóri á Siglufirði, kvænt- ur Sæunni Hjaltadóttur. Sig- tryggur, framleiðslustjóri hjá Húseiningum hf. á Siglufirði, kvæntur Pálínu Gústafsdótt- ur. Páll, sjómaður, kvæntur Halldóru Björnsdóttur, bú- settur í Reykjavík, og Ingi- björg, gift Jóni Björgvinssyni, einnig í Reykjavík. Ekki veit ég tölu á barnabörnum og barnabarnabörnum þeirra Kristjáns og Aðalbjargar, en það mun vera allstór hópur af mannvænlegu fólki. Aðalbjörg lést 15. ágúst 1979. Kristján Sigtryggsson var ákaflega hlédrægur maður og lítið gefinn fyrir að skipta sér ótilkvaddur af hlutum, sem ekki komu honum beint við. En hann átti hugðarefni, sem hann taldi sér skylt að leggja lið og gerði það af óeigingirni og hollustu við málefnið. Hann kynntist ungur kenn- ingum sósíalismans, sem vís- uðu veg út úr því svartnætti fátæktar, misréttis og úrræða- leysis, sem ríkti á kreppuár- unum, gekk í deild kommún- istaflokksins á Sauðárkróki og starfaði 1 henni og síðar í Siglufjarðardeild flokksins, þar til hún sameinaðist vinstra armi Alþýðuflokksins 1938. Eftir það mun hann oftast eða alltaf hafa átt sæti í stjórn og fulltrúaráði Sósíalistafélags Siglufjarðar, meðan það starf- aði. Hann starfaði einnig nokkuð í Alþýðubandalaginu og var þar hollráður og ein- lægur félagsmaður, þótt hon- um sem fleirum þætti yfir- bragð þess á stundum í fölara lagi. Þá starfaði hann um langt árabil að tónlistarmálum hér í bænum; voru það einkum Tónskóli Siglufjarðar og Lúðrasveit Siglufjarðar, sem nutu verka hans. Og þrátt fyrir hlédrægnina komst hann ekki hjá því að gegna ýmsum borgaralegum skyldum og trúnaðarstörfum. Hann var í stjómum Iðnaðar- mannafélagsins og Trésmiða- félagsins, prófdómari við iðn- próf, sat í nefndum á vegum bæjarfélagsins o.fl. Hann var einn af forgöngumönnum að stofnun Húseininga hf„ sat í stjórn þess fyrirtækis meðan það var að komast yfir byrj- unarörðugleikana og starfaði síðustu árin í tæknideild þess. Kristján vann öll sín störf af trúmennsku og vandvirkni. sem ávann honum traust og virðingu. Hann hafði orð á sér fyrir sérstaka vandvirkni og hagleik, enda beygði hann sig alltaf skilyrðislaust undir kröfur hvers þess verkefnis, sem hann tókst á hendur. Smíðisgripir hans urðu traust- ir, vandaðir og yfirlætislausir, eins og maðurinn sjálfur, sem alltaf efndi það sem hann lof- aði og oftast heldur meira. Kristján hafði allt að því of- næmi fyrir fúski og óvand- virkni. Mér er minnisstætt þegar tveir annálaðir dugnað- armenn, hvor í sitt skipti, hættu störfum á verkstæðinu hjá honum og fengu sér aðra atvinnu. Hvorugan þennan mann var hægt að saka um óvandvirkni; hinsvegar létu þeir ekki hvaða smámuni sem voru aftra afköstum sínum. En það var eins og talsverðu fargi væri af Kristjáni létt þegar þeir hættu; voru þeir þó báðir persónulegir vinir hans. En vandvirkniskröfur þeirra voru ekki jafn skilyrðislausar og hans, og honum var raun að bera ábyrgð á jafnvel smá- vægilegustu göllum. Hinsvegar gat breyskur hagleiksmaður, sem átti til að kasta af sér reiðingnum og fara að skemmta sér, þegar mest lá á að koma verkum áfram á verkstæðinu, gengið áratugum saman að vísu starfi hjá Kristjáni, hvenær sem honum hentaði. Þessum línum er ætlað að votta Kristjáni Sigtryggssyni þakklæti mitt fyrir samfylgd- ina, sem staðið hefur í meira en hálfan fjórða áratug, án þess að valda mér vonbrigðum í eitt einasta skipti. Ég veit, að undir þetta taka þeir, sem eftir eru af gömlum félögum okkar úr samtökum sósíalista á Siglufirði. Benedikt Sigurðsson. * Lenging flugvall- arins á Siglufirði Á fundi sínum í mars sam- þykkti bæjarstjórn Siglufjarð- ar tillögu Flugmálastjórnar um lengingu flugvallarins á Siglufirði. Eins og fram hefur komið voru skiptar skoðanir um hvernig heppilegast væri að standa að þessum fram- kvæmdum. Tvær hugmyndir höfðu komið fram. Önnur var sú að flytja Skútuá til norðurs með því að stífla hana og leiða í skurði til norðurs í fornum farvegi hennar. Þessar fram- kvæmdir hefðu haft í för með sér töluverð landspjöll og mættu andspyrnu. Einnig hafði verið rætt um að setja Skútuá í stokk undir flug- brautina. Sú tilhögun þótti of dýr og var hafnað á þeirri for- sendu. Flugmálastjórn tók því málið til nýrrar skoðunar og lagði fram tillögu, sem bæjar- stjóm samþykkti einróma. Sú tillaga gerir ráð fyrir því að Skútuá verði áfram í farvegi sínum, en skurður verði graf- inn til norðurs austan vænt- anlegrar flugbrautar og til sjávar norðan við Ráeyri. Framkvæmdir munu hefjast í vor. Siglfirðingar Kynnið ykkur PLÚSLÁN, TEKJULÁN VERÐTRYGGÐ PLÚSLÁN og ÁBYRGÐARTÉKKA. Plúslán hefur engin áhrif á aðra fyrirgreiðlsu sem lántaki kann að njóta í Útvegsbankanum. ÚTVEGSBANKl ÍSLANDS Útibúið á Siglufirði MJÖLNIR 6

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.