Mjölnir - 07.04.1982, Síða 8
Ovissa um rekstur Sigló
Mikil óvissa er um áframhaldandi
rekstur Sigló-verksmiðjunnar, en verið
er að leggja niður úr síðustu tunnunum.
sem keyptar voru af söltun ársins 1980.
DRANGS-MALIÐ
eða sástu hvernig ég tók hann
Mjölnir hitti Hannes Bald-
vinsson stjórnarformann að
máli og innti hann eftir fram-
tíðarhorfum.
„Þær hanga nú fremur í
lausu lofti þessa dagana, væg-
ast sagt. Það er verið að leggja
niður í síðustu dósimar, en
ekkert hráefni hefur verið
keypt til áframhaldandi gaff-
albitavinnslu.
Þó er verið að kanna mögu-
leika á að kaupa u.þ.b. 1500
tunnur af síld, sem enn eru til í
landinu, en um endanlega
ákvörðun er ekki hægt að
fullyrða að svo stöddu.
Hefur stjórn verksmiðjunn-
ar ekki tekið ákvörðun um
kaupin?
„Jú, jú! Með tilliti til hins
alvarlega atvinnuástands, sem
nú er hér á Siglufirði hefur
stjómin einróma samþykkt að
óska eftir fyrirgreiðslu til hrá-
efniskaupa. En hinu er ekki að
leyna, að miðað við mjög hátt
hráefnisverð annars vegar og
verðfall og samdrátt á mörk-
uðum hins vegar og fyrirsjá-
anlegan taprekstur á vinnsl-
unni, þá liggur í augum uppi
að það er á brattann að sækja,
hvað varðar heimild stjórn-
valda.“
Hafa núverandi stjórnvöld
þá neikvæða afstöðu til
Sigló-verksmiðjunnar?
„Nei, síður en svo. Ef ekki
hefði komið til sérstakur vel-
vilji og skilningur ráðherra, þá
hefði verksmiðjunni líklega
verið lokað um það bil sem
núverandi verksmiðjustjóm
var skipuð, því þá kom fljót-
lega í ljós að reksturinn var
kominn í alger óefni. En með
framlögum af fjárlögum og
lántökum tókst að halda
rekstrinum áfram.
En hinu er ekki að leyna að
bæði iðnaðarráðherra og fjár-
málaráðherra hafa sætt
harkalegri gagnrýni af hálfu
stjórnarandstöðuþingmanna,
ekki síst Alþýðuflokksins,
vegna þeirrar fyrirgreiðslu,
sem verksmiðjan hefur notið.“
En ekki duga 1500 tunnur af
síld til að tryggja rekstur verk-
smiðjunnar?
„Nei, það er alveg rétt, en
þær gætu vissulega hjálpað til
að draga úr atvinnuleysis-
vandanum eitthvað fram á
sumarið. Það hefur lengi verið
eitt aðal vandamál fyrirtækis-
ins hvað framleiðslan er ein-
hæf og bundin við ákveðinn
markað, þ. e. gaffalbitafram-
leiðsla fyrir Rússlandsmarkað.
Það var meðal annars með
þennan vanda í huga, sem ég
beitti mér fyrir _því árið 1973
eða ’74, en ég átti þá sæti í
stjóminni, að verksmiðjan
keypti „autoklaf" til fram-
leiðslu á niðursoðnum vörum.
En þrátt fyrir það að þetta er
enn eitt fullkomnasta tæki
sinnar tegundar á öllu land-
inu, hefur ekki tekist að út-
vega verkefni á þessu sviði,
nema hvað lítið eitt af rækju
var soðið niður s.l. ár.
Nýlega undirritaði Sölu-
stofnun lagmetis stóran samn-
ing um sölu á niðursoðinni
rækju og takist að útvega hrá-
efni upp í þennan samning,
má telja öruggt að eitthvað
kemur í hlut Sigló af því verk-
efni. Þá er nú þessa dagana
unnið að tilraunaframleiðslu
og markaðskönnun á niður-
soðinni síld og silungi, á veg-
um verksmiðjunnar og SL hjá
Rannsóknarstofnun fiskiðn-
aðarins, en á þessu stigi er ekki
hægt að fullyrða neitt um
Dagana 13. og 14. mars sl.
efndi kjördæmisráð AB í
Norðurlandskjördæmi vestra
til ráðstefnu um sveitarstjórn-
armál. Var hún haldin á Siglu-
firði í húsnæði Alþýðubanda-
lagsins þar í Suðurgötu 10.
Ráðstefnan byrjaði rétt eftir
hádegi á laugardag og lauk
síðdegis á sunnudag. Hana
sóttu sveitarstjómarmenn og
áhugamenn um sveitarstjórn-
armál frá flestum þéttbýlis-
stöðum kjördæmisins, samtals
um 30 manns. Auk þess litu
allmargir heimamenn inn og
hlýddu á umræður lengur eða
skemur, þótt þeir tækju ekki
beinan þátt í fundarstörfum.
Tveir af ráðherrum AB
komu á ráðstefnuna, þeir
Ragnar Arnalds og Svavar
Gestsson. Héldu þeir báðir
framsöguræður og tóku þátt í
almennum umræðum um þau
málefni, sem á dagskrá voru.
Sigurður Hlöðvesson
tæknifræðingur, Siglufirði,
setti ráðstefnuna og stjómaði
henni, en fundarritarar voru
þeir Hinrik Aðalsteinsson og
Benedikt Sigurðsson.
Framsöguerindi fluttu:
Þórður Skúlason, sveitarstjóri
á Hvammstanga, um sam-
skipti ríkisins og sveitarfélaga,
endanlegan árangur. Sölu- j
horfur eru þó taldar góðar að
því er síldina varðar. Einnig
verður gerð tilraun til að selja
gaffalbita í glösum á Amer-
íku-markaði, en þar hefur
Sölustofnun nýverið komist í1 1
aðstöðu til að bjóða slíka
vöru.“
Nú, horfumar eru þá
kannski ekki svo slæmar, þegar
allt kemur til alls?
„Jú, það er því miður eins
og ég sagði í upphafi. Þetta
hangir allt í lausu lofti og þó
að yfirstandandi athuganir
skili ef til vill einhverjum ár-
angri, þá er of mikil bjartsýni
að reikna með að þar sé að
finna lausn á öllum vanda
fyrirtækisins. Árangur af starfi
S.L. hefur því miður ekki bor-
ið þann árangur sem menn
gerðu sér vonir um í upphafi
og þar til viðbótar hefur mér
fundist Sigló-verksmiðjan
vera hálfgerð homreka í þeirri
stofnun. En kannski breytist
þetta til einhvers batnaðar,
þegar umboðslaunin af gaff-
albitasölunni hætta að standa
að stærstum hluta undir
rekstrarkostnaði Sölustofnun-
ar. Nú verður að gera alvarlegt
átak í sölu- og markaðsmál-
um, ef lagmetisiðnaðurinn í
heild á ekki að lognast út af og
deyja drottni sínum.“
Gunnar Rafn Sigurbjömsson,
bæjarfulltrúi á Siglufirði, um
tekjustofna og ráðstöfunarfé
sveitarfélaga, og Kolbeinn
Friðbjarnarson, bæjarfulltrúi
á Siglufirði, um þátt sveitarfé-
laga í atvinnumálum.
Þá flutti Baldur Óskarsson,
framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins, erindi um sveit-
arstjómarkosningamar, sem
fram eiga að fara í vor.
Ráðherramir gerðu í fram-
söguræðum sinum einkum
grein fyrir viðhorfum ríkis-
stjómar og Alþingis til ákveð-
inna þátta sveitarstjómar-
mála, og lagasetningum varð-
andi sveitarstjómarmál, sem
nú eru til umfjöllunar á Al-
þingi eða í undirbúningi í
ráðuneytum þeirra.
Fjölsóttur opinn fundur
Kl. 5 á laugardaginn hófst
opinn fundur í Alþýðuhúsinu.
Fluttu ráðherramir þar fram-
söguræður, en síðan var orðið
gefið frjálst. Tóku margir til
máls, mörgum fyrirspumum
var beint til ráðherranna og
varð þetta mjög líflegur og
skemmtilegur fundur.
Fundarstjóri var Gunnar
Rafn Sigurbjömsson. Fund-
inn sóttu um 100 manns.
í síðasta Einherja birti Bogi
Sigurbjörnsson langhund um
sig og Drang. Að hætti skáld-
sagnahöfunda færir hann í
stílinn, kryddar frásögnina
með frægðarsögum af sjálfum
sér, en sleppir leiðinlegum
köflum. 1 allri þessari miklu
þraut liggur svo sannleikurinn
óbættur hjá garði. Eins og svo
oft áður hefur verið getið um
hér í Mjölni virðist minni
Boga Sigurbjörnssonar á eigin
gerðir ná ótrúlega skammt.
Þannig er einnig málum farið
nú.
Ákvörðun um að auka
hlutafé Siglufjarðar í Drang
h.f. var tekin á fundi bæjar-
stjómar 12/11. 1981 — með
öllum atkvæðum. Meðal
þeirra sem sátu þann fund og
samþ. hlutafjáraukningu var
Bogi Sigurbjömsson. I þessu
Drangs-máli er það auðvitað
sú ákvörðun sem máli skiptir
og er aðal atriðið. Vissulega
kostar sú ákvörðun peninga
og þeir fjármunir hafa þegar
fengist. Bogi er þar með kom-
inn í hóp þeirra sem hann, úr
glerhúsinu sínu, kallar glópa í
fjármálum. Já, þar fór nú í
verra og þama hefur ritstjór-
inn stigið ofan á tærnar á
bæjarfulltrúanum. Að vísu er
vegur sannleikans þröngur og
torsóttur, en meira að segja í
pólitík er það besti vegurinn.
Af einhverjum ástæðum
skiptir Bogi um kúrs, þegar
kemur að því að veita sjálf-
skuldarábyrgð vegna kaupa á
nýju skipi, en til þess var
Hannes Baldvinsson flutti nýlega á
Alþingi frumvarp um niðurfellingu
söluskatts á snjómokstri á vegum
sveitarfélaga. Hannes hefur áður
hreyft þessu máli á Alþingi en án
árangurs. Nú eru taldar líkur á því
að málið nái fram að ganga á þessu
þingi. Hér er á ferðinni sjálfsagt
jafnréttis- og hagsmunamál þeirra
sveitarfélaga sem verða að verja
stórfé til þess að halda opnum
samgönguleiðum innan sinna
sveitar marka. Sem dæmi má nefna
að á árinu 1981 var varið rúmri 1
millj. kr. til þessara þarfa á Siglu-
firði og um 2 millj. kr. á Akureyri.
Hér fer á eftir greinargerð Hannes-
,i ■— ii—.
Um kvöldið var kvöldvaka í
Suðurgötu 10. Var húsið þétt-
skipað, og undu menn sér hið
besta við veitingar og
skemmtan fram undir mið-
nætti.
Ráðstefnan hófst aftur á
sunnudagsmorgun og lauk um
fjögurleytið.
Bæði ráðstefnan og opni
fundurinn tókust mjög vel, og
sýna vaxandi viðgang Al-
þýðubandalagsins og áhuga á
starfsemi þess.
híutafé fyrirtækisins aukið.
Nú spáir hann því að bærinn
muni þurfa að greiða þessa
ábyrgð og fyrirtækið sem
hann samþykkti að auka
hlutafé í þann 12. nóv. verði
„fallit“ bráðlega. Hvar var nú
fjármálavitið fræga í nóv. s.l.?
Hefði ekki verið nær að beita
því þá?
í grein sinni í Einherja getur
Bogi þess í framhjáhlaupi, að
8 bæjarfulltrúar hafi samþ.
umrædda sjálfskuldarábyrgð.
Meðal fjármálaglópanna 8 var
Sveinn Bjömsson, stjórnar-
maður í Drang hf. og bæjar-
fulltrúi framsóknar. Hann er
því kominn í „meirihlutann“
og sóar fjármunum bæjarins,
„tekur rekstur Drangs inn í
rekstur bæjarins“ og er þar
með bersyndugur orðinn. Sá
gmnur hlýtur að læðast að
mönnum að útkoma Sveins
Bjömssonar í prófkjöri fram-
sóknar eigi sér skýringu í því,
að honum hefur orðið á sú
skyssa að óhlýðnast foringj-
anum. Hann hlýtur því örlög
hins ónýta fats, og þykist nú
flokkur hans trúlega hafa haft
það gagn af honum sem dugar
í bili.
Kjami þessa Drangs-máls
er ósköp einfaldur. — Viljum
við Siglfirðingar áfram hafa
þá þjónustu og það öryggi sem
Drangur hefur veitt okkur í
gegnum árin? Það er skoðun 8
bæjarfulltrúa áf 9. Til þess að
tryggja það var hlutafé bæjar-
ins í Drang hf. aukið og til þess
var sjálfskuldarábyrgðin veitt.
ar með frumvarpinu:
„Það hefur lengi verið þymir í
augum sveitarstjóma í snjóþungum
héruðum landsins, að þeim er gert
að greiða söluskatt af þeirri óhjá-
kvæmilegu þjónustu að ryðja snjó
af götum í þéttbýli að vetrarlagi.
Gildir þar einu hvort notaðar eru
vmnuvélár 1 eigu viðkomandi
sveitarfélags eða verktaka sem lög-
um samkvæmt ber að innheimta
söluskatt af leigu vinnuvéla sinna.
Skattheimta þessi kemur mjög
misjafnlega þungt niður á hinum
ýmsu sveitarfélögúm og er óréttlát
vegna þess að hún kemur þyngst
niður á þeim er búa fyrir við veru-
leg óþægindi og aukakostnað, sem
óhjákvæmilega hlýtur að fylgja
byggð í snjóþungum landshlutum.
Tilraunir sveitarstjóma til að ná
fram leiðréttingu þessara mála hafa
fram til þessa ekki borið árangur og
því borið við meðal annars, að til
þess skorti heimildir í lögum.
Með fmmvarpi þessu, ef að lög-
um verður, er opnuð leið til að
endurgreiða sveitarfélögum sölu-
skatt, sem sannanlega hefur verið
goldinn af kostnaði við snjómokst-
ur, og með því móti stigið skref í átt
til þess að jafna skilyrði til búsetu
hvar sem er á landinu."
Vel heppnuð ráö-
stefna umsveitar-
stjórnarmál
SÖLUSKATTI VERÐI LÉTT
AF SNJÓMOKSTRI
ELÐHÚSINNRÉTTINGAR INNIHURÐIR FATASKÁPAR VIÐARKLÆÐNING BAÐINNRÉTTINGAR Itiiíuri. i’ Sími 7-13-33. ÚTIHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR GLUGGAR NÝBYGGINGAR >
MJÖLNIR