Mjölnir - 09.05.1990, Blaðsíða 4

Mjölnir - 09.05.1990, Blaðsíða 4
Samtök sjómannskvenna: 650 Undirskriftir gegn vsk. í mars s.l. hófu sjómannskonur í Vestmannaeyjum söfnun undir- skrifta undir áskorun til ráðamanna þjóðarinnar að afnema virðis- aukaskatt á flotbúninga og önnur örygistæki sjómanna. Hér í Siglufirði söfnuðust 650 undirskriftir. Á landinu öllu munu hafa safnast um 20.000 undirskriftir. Reyndar eru enn að berast listar til þeirra Eyjakvenna. Sjómannskonur í Siglufirið komu saman til fundar þ. 24. mars þar var ákveðið að stofna samtök sjómanns- kvenna hér á staðnum. Einnig var samþykkt að reyna að senda nokkrar konur sem fulltrúa siglfirskra sjómannskvenna til að afhenda listana suður í henni Reykjavík. Við fórum svo fimm saman, Lilja Eiðsdóttir, Sigiún Ólafsdóttir, Hulda Friðgeirs- dóttir, Una Agnarsdóttir og undinituð. Við afhentum Halldóri Ásgríms- syni við það tækifæri bréf til Ólafs Ragnars Grímssonar, þar sem áskoruninvarrækilegaítrekuð. Ennþá hefur þessi ferð okkar ekki verið til fjár. Það væri kanski ráð að spyrja Ólaf héma á Hótel Höfn þann 10. þ. m. hvort það sé ætlunin að hundsa þessa 20.000 íslendinga. Skyldi Ólafur Ragnar vit hvað t.d. Steingrímur Heimannsson þyifti að borga háan vask. af allri laxveiðinni sem hann stundar, ef leyfi til að stunda þá annars merku iðju, væriu skattlögð. Samtökin. Margar eiginkonur sjómanna hafa rætt sín á milli um þá sérstöðu sem þær búa við í þjóðfélaginu. Það má segja t.d. að á heimilum togarasjómanna sé notað annað tímatal “ í síðustu inniveiu “ eða “ fyrir tveim túrum “ os.f.v. í Jólablað Víkings er birt ávarp Guðjóns A Kristjánssonar á 34. þingi FFSÍ. f lok ávarpsins bendir Guðjón á sjómannskonuna í samfélaginu og ber hana saman við bóndakonuna. Hann nefnir þær hömlur sem era á því að sjómannskonur sem eiga ung böm geti stundað vinnu utan heimilis og vekur athygli á því að um margt sé líkt á komiðmeð sjómannskonuogeinstæðu foreldri. Hann nefnir lífeyrisréttindi og fl. og fl. Allt er þetta mál sem tilvonandi samtök ættu að mínu mati að fjalla um. Ég hafði á dögunum samband við Vilborgu Þorsteinsdóttur formann Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum, en hún sat í haust aukaþing Samtaka sjómannskvenna í Noregi. Hún hefur skrifað til þeirra samtaka og óskað eftir upplýsingum um staifsemi þeirra, en þau vora stofnuð fyrir a.m.k. 10 árum. Samkvæmt lýsingum Vilborgar og fleiri sem komist hafa í kynni við þessar norsku konur era þetta mjög öflug og áhugaverð samtök. Þegar þessar upplýsingar era komnarmunum við koma saman þessar fimm, sem kosnar vora í undiibúningsnefnd á fundinum 24. mars s.l. og taka til starfa. Sjálfsagttekurþað svona eins ogmeðal meðgöngutíma að koma þessum félagsskap í burðarliðinn. Ég vil að lokum koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem greiddu götu okkar þessara fimm sem fóram til fundar við Halldór Ásgrímsson en það vora Verkalýðsfélagið Vaka, Þormóður rammi, Siglfirðingur h.f. umboðsmenn VÍS og Sjóvá- Almennrar og Gestur H. Fanndal. Signý Jóhannesdóttir. Alþýöubandalagiö Kosningaskrifstofan er í Suöurgötu 10. Opin fyrst um sinn frá kl. 13-18 Lítið við eftir vinnu eða í kaffitímanum. Styðjum F - listann GÓÐAR VÖRUR gotxa/erð f A Suðurgötu 2-4. Sími 71201. ýfiskvinnstuskióíinn Umsóknarfrestur um skólavist veturinn 1990-1991 er til 11. júní n.k. Kennsla í vinnslu sjávarafurða. Skólastjóri Símar: 52044 og 53547 Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum I og II stig. Veröur settur 1. sept. 1990 Umsóknir um skólavist sendist til Friðriks Ásmundssonar síma 98-12077 eða Sigurgeirs Jónssonar í síma 98-11920 ölnir 4 9. maí

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.