Mjölnir - 05.01.1995, Blaðsíða 1
Mjölnir
Málgagn Alþýðubandalagsins í Siglufirði
1. tölublað, 58. árgangur, 5. jan. 1995
/
A mörkum hins
Um áramót cr mönnum gjamt að staldra við og líta um öxl, gera
upp liðið ár og spá í horfumar á nýju ári. Hcr á Siglufirði úli á hjara
vcraldar, að því er sumir scgja á mörkum hins byggilega hcims,
velta menn því eðlilega fyrir sér hver séu búsetuskilyrðin og hvað
valdi því að hér sé yfir höfuð byggð.
í upphafi má ætla að byggð hafi þróast út frá nátlúrulegum
hafnarskilyrðum og nálægð við gullkistu hafsins. Af atvinnusögu
Siglufjarðar má einnig sjá að hagur bæjarins hefur verið nátengdur
afkomu undirstöðuatvinnuveganna, vexti og viðgangi fiskistofna.
Á undanfömum árum hefur æ oftar komið upp sú umræða
hvort halda eigi lífi í hinni strjálbýlu byggð víðsvegar úti um
landið. Upp haf komið raddir um að styrkja eigi íbúa þessara
"veiku" byggðarlaga til að flytja “suður á mölina”, með aukinni
tækni og bættum skipastól skipti nálægð við fiskimið ekki lengur
svo miklu máli. Það má segja að á tímum aukinnar sóknar á fjarlæg
mið þar sem hlutur afla úr fjarlægum miðum fer vaxandi, sé þetta
að vissu leyti rétt. En á meðan enn finnast einstaklingar sem kjósa
að hafa búsetu á þessum afskektu stöðum em engin rök fyrir öðru
en að viðhaldabyggðinni. í sjávarplássum víðsvegar úti á landi eru
fólgin gífurleg verðmæti í eignum einstaklinga og atvinn ufy rirtækja,
verðmæti í hafnarmannvirkjum, þjónustustofnunum og fleim í
eigu bæjarfélaganna.
MjöCnir ósfcar CesmcCum
sínum og Candsamönnum
öCCumfarsceCcCar á nýju ári.
byggilega heims
Margir samverkandi þættir hafaáhrif ábúsetu fólks. Undirstaða
allrar búsetu er öfiugt atvinnulíf, atvinnulíf sem veitir öllum
vinnufúsum höndum störf, störf sem tryggja fólki viðunandi
lífsviðurværi. Atvinnulífið þarf að vera fjölbreytt og störf við
flestra hæfi. Byggðin dafnar ekki ef fjölbreytni er ekki næg,
einhæft verbúðarþjoðfélag er ekki það sem ákjósanlegast er.
Siglfirskt atvinnulíf hefur alia burði til að skapa nauðsynleg
skilyrði til öfiugrar og fjölbreytrar atvinnustarfsemi.
Samfara öfiugu atvinnulífi þarf sterkt bæjarfélag sem sér fyrir
nauðsynlegri þjónustu. Á næstu árum munu verkefni færast í
auknu mæli frá ríki til sveitarfélaga, nærtækast er flutningur
grunnskólans. Sveitarfélagið þarf að leggja metnað sinn í að sinna
sem best þörfum þegna sinna á sem hagkvæmastan hátt og skapa
þar með góð búsetuskilyrði.
Þrátt fyrir að afkoma okkar sé að mestu komin undir okkur
sjálfum fer þó ekki hjá því að ríkisvaldið ráði þar all nokkm um.
Með stjómvaldsaðgerðum getur ríkisvaldið ráðið mjög miklu um
hvar er byggilegt og hvar ekki. En á meðan að við Siglfirðingar
stöndum saman um að gera bæinn okkar sem byggilegastan og
stöndum föstárétti okkargagnvartríkisvaldinu þurfum við ekki að
kvíða því að ekki dafni blómleg byggð í Siglufirði.
S. H.