Mjölnir - 05.01.1995, Blaðsíða 4

Mjölnir - 05.01.1995, Blaðsíða 4
Sigurður Hlöðvesson Enn af fjárveitingum til hafna og vega Á öðrum stað í blaðinu er lítillega minnst á hafnar- framkvæmdir á Blönduósi, en framlög til hafnargerðar á Blöndósiáárunum 1992-1995 fara um 119 milljónir kr. og á eftir að fara annað eins ef fram ganga hugmyndir þar um hafnargerð. Það er fróðlegt að rifja upp hverjir hafa stutt fjárveitingar til hafnargerðar- innar, en það eru allir þingmenn kjördæmisins að Ragnari Amalds undanskildum. Þá er einnig athyglisvert að vita að á Blönduósierstórhluti fólkssem baristhefurgegn hafnargerðinni og hefur óskað eftir að fjármunum væri veitt til þarfari hluta en til þessarar vonlausu hafnargerðar. En Páll, Pálmi, Stefán og Villi hafa allir talið fjármununum vel varið og staðið að fjárveitingunum. Framhald á síðu 3 Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra FORVAL Síðari umferð fer fram laugardaginn 14. janúar n.k. Kjörfundur er í Suðurgötu 10 n.h. frá kl. 13.00 -19.00 Aðeins þeir sem eru félagar í einhverju Alþýðubandalagsfélagi í kjördæminu viku fvrir kiördag hafa rétt til að kjósa í forvalinu. STUÐNINGSMENN ALÞÝÐUBANDALAGSINS eru hvattir til að ganga í Alþýðubandalagið og taka þátt í forvalinu og hafa þar með áhrif á uppröðun listans. FÉL4GSFUNDUR í Alþýðubandalagsfélagi Siglufjarðar verður haldinn í Suðurgötu 10, laugard. 7. jan. nk. kl. 17.00 Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga - 2. Forvalið - 3. Önnur mál Stjórnin í síðasta tölublaði Mjölnis var rakið hvemig fjárveitingum ríkisins til hafnargerðar á Norðurlandi vestra á árunum frá 1975 - 1994 var úthlutað. í greininni var smá villa, þannig að hér verða endurteknar réttar 129,2 millj. kr. til Blönduóss 177.1 millj. kr. á Skagaströnd 306,8 millj. kr. til Sauðarkróks 292.2 millj. kr. á Hofsós 88,8 millj. kr., til Haganesvíkur 10 millj. kr., og til Siglufjarðar 177,6 millj. kr. Til áréttingar veitingarnar. Fróðlegt hefði verið að setja á sama súlurit yfirlit yfir útflutningsverðmæti sjávarafurða frá stöðunum til samanburðar. Ekki er loku fyrir það skolið að í einhverju af næstu tölublöðum Mjölnis verði

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.