Fylkir


Fylkir - 07.10.1949, Síða 1

Fylkir - 07.10.1949, Síða 1
1. árgangur. Vestmannaeyjum, 7. okt. 1949. Arásirnar á þingmanninn Árásir Eyjablaðsins á þing- mann kjördæmisins, Jóhann Þ. Jósefsson eru um það bil að kom ast á geðbilunarstigið. Blað eftir blað er hann borinn hinum cg þessum sökum og hrakyrðin ekki spöruð — og allt er þetta gert an minnsta rókstuðnings. Alls- stóðar sér blnðið Jóhann og er nú svo komið að ef einhver ná- ungi festir kaup á, eða seiur einhvern hlut, á Jóhann Þ. Jós- efsson að hatc þar hönd i bagga með Er skemmst að minnast er Þjóðviljinn laug þv á Jóhann Þ. Jósefsson að hann ætti vél- smiðjuna „Sindra" í Reykjavík, en á vegum þess fyrirtækis hafði verið keypt allmikið af járni frá Póllandi. Þjóðviljinn varð nú að kingja þessari lygi og birta leið- réttingu, en Eyjablaðið sem lap- jið hafði upp ósannindin, lét sig ’hafa það, og neitaði að birta þá leiðréttingu, sem þó Þjóð- viljinn gpt ekki verið þekktur fyrir annað en birta. Það nýjasta er að Eyjablaðið, gerir tilraun til þess að læða því inn í vitund fólksins hér að Jó- hann eigi í fyrirtæki er selji 3ýsi fyrir Lifrarsamlagið hér. Gerir blaðið þetta á lævísan hátt í fyrirspurnarformi frá smáút- vegsmanni (Einari Braga?). Fyrir spurnin út af fyrir sig er svo fá- visieg að út yfir tekur. Því að það allt, sem þarna er verið að spyrja um er auðvelt að fá svör ■viið á skrifstofu Lifrarsamlagsins ■hér, Bækur Lifrarsamlagsins bera auðvitað með sér, hverjum/lýs- ið er selt. Hinsvegar er salan á því ekki bundin við einhvern ákveðinn aðilja heldur selt þeim er bezt kjör býður svo sem hátt- iur er allra manna er nokkuð Jást við viðskipti. En úr því að farið er að minn- ast á sölu á lýsi og Lifrarsamlag ið er rétt að fræða Eyjablaðið um að smáútvegsmenn hér hafa nú litlar áhyggjur af hverjum lýsið héðan er selt, hvort heldur hann heitir nú Bernhard Peter- sen eða eitthvað annað, hitt veldur þeim meiri áhyggjum að mjög gengur illa að selja lýsið, fyrir aðgengilegt verð. Fyrir út- vegsmenn er það algjört auka- atriði hverjum selt er, svo fremi að verðið sé hagstætt. Annars var Eyjablaðið dálítið seinheppið eins og fyrri daginn er það er að minnast á Jóhann og afskipíi hans af Lifrarsamlaginu. Stjórn Jóhanns á Lifrarsamlaginu hefur verið með þeim ágætum, að Eyja menn fá allra manna bezt verð fyrir lýsi sitf, lýsið er viður- kennt fyrir gæði, og hagsýni á rekstrinum er viðbrúgðið. Þetta veit allur almenningur og vissan um þetta er þyngri á metunum í vitund fjöldans en mjálm þeirra Eyjablaðsmanna. Hagsýni og dugnaður Jóhanns í þeim störfum er honum hafa verið falið að vinna í þágu byggðarlagsins, hvort heldur það er innan Lifrarsamlagsins eða annarsstaðar, er orsök þess að meirihluti fólksins í bænum hef- ur kosið að hafa hann sem fulltrúa á Alþingi undanfarin 25 ár, og svo mun verða næstu 4 árin. Úr Eyjum Snarráðir íþróttamenn. Fjallaferðir og fuglaveiðar voru hér annar aðalatvinnu- vegurinn alli franr á síðustu áratugi. Hinn var og er enn fiskveiðarnar. í fjallaferðum þurftu að \'era tápnriklir menn og kjark góðir og voru það íþrótta- mennirnir okkar. Allir ungir nrenn kepptu að því, að verða góðir fjallamenn og sjómenn og gátu ekki hugsað sér meiri franra en verða það annað lrvort eða tvort tveggja. All- ar hugsanir og gerðir þeirra snerust unr þetta tvennt enda byrjuðu nrenn, drengir að aldri, bæði að róa og fara í fjöll. Sem dænri upp á hve snenrnra á aldri þeir vöndust jressunr hættustörfum og urðu leiknir í listinni, má nefna að Gísli sál. Lárusson í Stakagerði var aðeins tæpra .15 ára, er hann seig erfiðasta sig í Vestnrannaeyjum, þ. e. Stór-Hellirana í Hellisey og fórst það prýðilega. Hann varð og síðar einhver alslyng- asti fjallanraður sem Heima- ey hefur alið fyrr og síðar. Má hér nefna eitt afreksverk lrans, senr aldrei mun firnast í sögu og sögnunr fjallaferða en það var er hann lagði vég- inn upp á ,,Geldunginn“ (senr kunnugt er). Já, — í fjallaferðum reyndi oft mikið á kjark og lipurð og skulu hér tilfærðar tvær sannar sögur um frækileik Eyjanranna. Eru þær eftir sögn Gísla sál. Eyjólfssonar að eystri-Búastöðum, föður Eyjólfs að Bessastöðum Gísla- sonar og þeirra systkina. Dag einn, síðla sumars, jarðskjálftaárið 1896 var ver- ið til fýla í öllum fýlaplássum Framhaid á *. líðu Mólgagn Sjólfsfæðis- flokksins 23. tölublað. í þróttaþcettir í Sunnudaginn 25. sept. var háður síðasti knattspyrnu- kappleikurinn á sumrinu, og var það I. flokkur félaganna sem keppti þá, veður var nrjög slæmt, austan rok og rigning, keppt var um bikar og sæmdarheitið: „Bezta knattspyrnufélag Vestmanna- eyja“. Þór vann þennan leik nreð 4:1 marki, leikurinn var góður að svo miklu leyti sem hægt var að búast við í svona vondu veðri. Sama dag fór fram frjáls- íþróttamót kvenna, þar náðist þessi árangur: 100 m hlaup 14.5 sek. Svanhvít Kjartans- dóttir, Sigríður Sigurðardótt- ir og Aðalheiður Óskársdótt- ir hlupu allar á 14.8 sek., en í keppni um annað sætið sigraði Svanhvít á 14.6 sek. Hástökk vann Ásta einnig, stökk 1.21 m. Jakobína Hjálnrarsdóttir og Fjóla Jens dóttir stukku 1.13 m. Kúlu- varp vaxrn Sigríður Sigurðar- dótdr, kastaði 8.92 m sem er nýtt Vestm.eyjamet. 2. var Sigríður Kristjánsdóttir með 8.04 m. Spjótkast vamr Sig- ríður Ólafsdóttir, kastaði 22.60 nr. 2. var Sigríður Sig- urðardóttir með 21.84 m. 3. Fjóla Jensdóttir 19.85 m. Ár- airgur Sigríðar er einnig nýtt Vestm.eyjamet. 5x80 m boð- hlaup vann sveit Týs á 59.1 sek. Aðeins þessi eina sveit keppti. Ekki hefur enn verið hægt að ljúka við mótið vegira óhagstæðs veðurs. Uxrdanfarið hefur staðið yfir innanfélagsmót hjá fé- lögunum hér. Beztum árangri lrafa þessir náð: Kristleifur Magirússon í þrístökki, 13.65 m og 6.68 m í lairgstökki. Iirgvar Gunnlaugsson vann kúluvarp drengja á 14.23 m, hairxr vann einnig Fimmtar- Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.