Fylkir


Fylkir - 07.10.1949, Síða 4

Fylkir - 07.10.1949, Síða 4
,4 FYLKIR Ekki verður það nú sagt, að Eyjablaðið sé rétt nærgætið í garð sinna flokksmanna og leið- toga. Er það ef til vill ein af skýringunum á hversu ritstjór- inn er óvinsæll í sínum hóp. Þarna er blaðið að vekja at- hygli ó atviki, sem kom fyrir ó haustmóti sjólfstæðismanna. Eln af „stjörnum" komma hafði troð ið sér þar inn, og var vægast sagt draugfullur — og af því að öl er innri maður — þó byrj- ar maðurinn ó að delera upp- hótt og grípa fram í fyrir ræðu- mönnum, og var blótt ófram ó- kurteis. Menn ýmist hentu gam- an að manninum eða vorkenndu honum, en engan viðstaddan mun hafa grunað að frammi- stöðu hans yrði sérstaklega get- ið ó prenti og það í hans flokks- blaði, Eyjablaðinu. Eyjablaðið hefur einhver ó- sköp gert að því að undanförnu að hampa því hversu Isleifur væri mikill og góður kaupsýslu- maður og verið að minnast ó Kaupfélag Verkamanna í því sambandi. Lífsferi11 ísleifs er nó- kvæmlega þræddur, — en þó er þess alltaf vandlega gætt að Úr Eyjum Framhald af 2. síðu. En á hættunnar stund hugsar maðurinn örfljótt, fær glögga yfirsýn aðstæðnanna og eldfljóta ákvörðun á því einasta eina — að bjarga sér, með hugsanlegasta hættinum. Hér var heldur ekki um langan tíma til umhugsunar að ræða og mun það vissu- lega hafa borgið þeim, að þeir bræðurnir Gísli og Guð- jón voru fljótir að hugsa og framkvæma; hin mestu lip- urmenpi og fullhugar. Þegar þeir fundu hvað um var að vera og sáu hvað verða vildi, hlupu þeir eins og kólfi væri skotið sitt til hvorrar liliðar úr grastorfunni, og náðu hand- og fótfestu í öðr- um grastóm, sem til allrar heppni voru fastar, og var þeim bræðrum þar við báð-- urn borgið. En af Einari er það að segja, að hann fór áfram nið- ur með torfunni og virtist engu sýnna, en honum væri dauðinn vís. En svo einkenni lega vildi til, að nokkru neð- ar stoppar torfan við smá hoppa yfir eina smókeldu, Kaup vélagið Drífanda. Hvernig ætli standi ó því? Skólarnir: Gagnfræðaskólinn var settur 1. október. Nemendur verða í vetur samtqls 75 í þrem deildum. í fyrra voru nemendur lítið eitt fleiri eða tæplega 80. Barnaskólinn var einnig settur 1. okt. 440 -börn verða í skól- anum í vetur, en voru 415 í fyrra. Flestir hafa nemendur ver íð 540 en það var órið 1939. Vestmanneyingafélagið: S. I. sunnudag var stofnað hér Vest- manneyingafélag, og hlaut nafn ið „Heimaklettur". I stjórn voru kosnir: Guðjón G. Scheving mól- aram. formaður, en aðrir í stjórn eru: Eyjólfur Gíslason, Bessa- stöðum, Árni Árnason, Ásgarði, Kristinn Ástgeirsson, Miðhúsum, og Filippus G. Árnason, Austur- veg 2. Sfofnendur voru um 30. Höfnin: Esjan kom að austan í nótt með um 12 tonn af vör- um, mest hey. Fjallfoss er vænt- anlegur ó morgun með það, sem eftir var af „bryggjutimbrinu". Jökull kom fró Englandi ó þriðju dagsnótt með sement. Fisktöku- skip er væntanlegt um helgina. Betel: Barnaguðsþjónusta ó sunnudaginn kl. 13. Almenn samkoma kl. 4,30. Þjóðkirkjan: Messað ó sunnu- daginn kl. 2 e. h. Atvinnuleysisskróning: I dag og ó morgun fer fram skróning atvinnulausra manna. Fer skrón- ingin fram ó skrifstofum bæjar- ins fró kl. 10—6 e. h. bóða dag- ana. Leikfélagi: Leikfélag Vest- mannaeyja hélt aðalfund sinn fyrir nokkru. I stjórn voru kosin: Frú Nikolína Jónsdóttir, form., frú Jónheiður Scheving og Björn Sigurðsson, verzlunarm. grastætlur eða kekki og varð það honum til lífs. Það töldu þeir allir áreið- anlegt, að torfan hefði alls ekki stoppað þarna, ef þeir hefðu allir þrír verið kyrrir í henni, heldur hefði hún haldið óhindrað áfram og splundrazt en þeir allir far- izt. Enginn vafi er á því, að þetta hlaup bræðranna úr hinni hrapandi torfu hefur bjargað lífi þeirra allra og vissulega hefur það verið af- ar djarflegt og snarráðugt, hlaup sem ekki er á valdi nema færustu lipurmenna. Finnst mér því ekki nema sjálfsagt, að þessu afreki bræðranna sé á lofti haldið hér ekki síður en einhverju íþróttasprikli utan af landi. Margt óskráð íþróttaafrek- ið hefur skeð í fjallaferðum Eyjamanna fyrr og síðar, sem sannarlega eru þess virði að í frásögur séu færð. Að vísu lifa þessi afrek á vörum fjallamannanna sjálfra, en þeir eru nú sem óðast að hverfa úr daglega lífinu með Ijallaferðunum og með þeim hafa glatazt margar sagnir hingað til og svo mun fara hér efiir. Skal hér tilfært eitt gamalt íþróttaafrek eftir sögn Gísla Eyjólfssonar að Búa- stöðum. Eitt sinn sem oftar var far- ið til fýla í ,,Geldunginn“ surnar eitt um síðustu alda- mót og var farið á teinæringn um „Gideon“ og var Hannes lóðs í Miðhúsum formaður á skipinu. í „Geldungnum" hagar svo til, sem víðar í úteyjun- um, að steðjaboltarnir — þ. e. traustir járnboltar sem reknir eru í sjóflána til þess að kasta bandi á — voru tveir, annar svo neðarlega við sjó sem fært þótti en hinn svo ofarlega, að þunga brim nái honum ekki og hægt sé að draga bandið af, þegar allir menn eru komnir niður í bátinn úr eyjunni. í fyrri daga þekktist það ekki að skilja eftir band á bolta enda þótt líf manns eða manna lægi við. Á meðan „göngumennirn- ir“, en svo eru jieir nefndir, sem upp í eyjarnar fara til fýladrápsins, voru uppi í eynni hvessti þetta sinn snögglega af austri og gerði brátt veltubrim. Var göngu- mönnum gert viðvart að koma strax og hafa hraðann á og var því merki hlýtt taf- arlaust. Þegar göngumenn- irnir komu niður á „steðjan" (uppgöngustaðinn á eyjunni) , i mátti heita orðið alófært að ná þeim í bátinn vegna brims. Var það svo mikið, að hafa varð bundið á efri bolt- anum, en hann er nú 10 til 11 faðma frá sjó. Venjulega voru allra frækn ustu mennirnir valdir til þess að fara fyrstir upp í eyna og síðastir úr henni á bát og svo var í þetta skipti. Fóru þeir síðastir Árni Árna son á Grund og Guðjón Eyj- ólfsson á Kirkjubæ en þeir voru afburða fræknir fjalla- menn og meðal beztu lunda- veiðimanna Eyjanna, sem kunnugt er. Voru þeir um þetta leyti upp á sitt bezta eða innan við þrítugs aldur, hin mestu hraustmenni og fullhugar. Með fádæma snarræði tókst að koma hinum göngumönn unum í bát, en alltaf versn- aði sjórinn og varð oft að tefla á tæpasta vaðið. Þegar þeir Árni og Guðjón voru aðeins orðnir tveir eftir, virt ust allar bjargir bannaðar að komast á bát og urðu þeir að halda sig við efri boltann svo ólögin næðu þeim ekki. Urðu jieir að bíða lengi — en svo veifar Hannes, — lag- ið var að koma — aðeins ör- líLÍð hik — báturinn kom svo nærri sem mögulegt var — og þeir taka báðir jafn snennna tilhlaupið niður og svo eitt heljarmikið stökk, sem lengi var í minnum haft, og svo hnífjafnir voru þeir og samtaka í hlaupinu, að þeiv koniu sinn á livorn kinn- unginn á „Gideon" gamla og tókust þar fangatökum sem sannir fóstbræður. Þeim var öllum borgið er um borð kom, því skipið var traust og gott og hvert hraustmenn- ið öðru meira innanborðs, va'nt að glíma við ygldan sjó. Efalaust hafa þeir með þessu stökki sínu sýnt fádæma lipurð og snarræði, sem eru eiginleikar hins snjalla fjalla- manns, enda dáðust viðstadd- ir innilega af afreki þeirra. Þarna fór líka allt eftir öðru, áræði þeirra, lipurð, hin al- kunna snillistjórn Hannesar á Miðhúsum og áræði, dáð og dugur jieirra er á bátnum voru. Allir voru jiessir menn uppaldir hér í Eyjuin við hættur þær, sem fylgdu lífi fjallamannanna og sjógarp- anna á opnu skipunum. — Afrek þeirra- í þessum grein- um voru oft og tíðum stór- furðuleg, en því miður fæst skrásett í metatöflu íþrótta- ntanna nútímans. ABC

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.