Fylkir


Fylkir - 06.01.1950, Side 4

Fylkir - 06.01.1950, Side 4
FYLKIR Eins og menn minnast sjálf- sagt, þá gaf núverandi meiri- hluti út tilkynningu skömmu eft ir valdatökuna, þess efnis, að sjálfstæðism. hefðu þannig skil- ið við bæjarkassann að um 150 þús. krónur vantaði til þess að hægt væri að standa við skuld- bindingar bæjar, greiðslu vinnu- launa og þ. u. I. Var hinn mesti rembingur í forsvarsmönnum meirihlutans og áttu þar tæpast nógu stór orð til að lýsa vand- lætingu sinni yfir þessum við- skilnaði — að skulda 150 þús- und krónur. Alls þessa er vert að minnast nú. Það er nefnilega þannig ástatt í bólið hjá bæjar- stjórnarmeirihlutanum, að um áramótin vantaði hann tæpa eina miljón króna í bæjarkass- ann til þess að geta staðið í skil- um með lögboðnar greiðslur, vinnulaun og fl. Til þess að fólk sjái sem þezt í hvert ófremdarástand fjármál bæjarins eru komin, er hér getið um það helzta sem ,bærinn" þarf að borga nú þegar, samkv. þeim uplýsingum sem gjaldkeri gaf fjárhagsnefnd á fundi 27. des. Lœknavaktir frá 6. til 15. jan. 6.: Ó. H„ 7.-8.: E. G„ 9.: Ó. L„ 10.: Ó. H. 11.: Ó. L„ 12.: Ó. H. 13.: E. G„ 14. 15.: Ó. L. Nú um áramótin kom hingað danskt skip „Mar ie Boie“ með kolafarm til Fell h. f. Er þetta því annar kolafarmurinn, sem félagið fær nú á skömmum tírna. A fundi bœjarstjórnar sem haldinn var 30 des. s. 1. voru eftirtaldir formenn kjörnir til þess að hafa eftir- lit með „Fiskveiðasamþykkt- inni“: Jóhann Pálsson m/b Blá- tindur, Óskar Ólafsson m/b Sigurfari, S'eingrímur Björns son, m/b Týr, Júlíus Sig- urðsson m/b Þorgeir goði, Óskar Matthíasson, m/b Nanna, Sigurjón Jónsson m/b Örn, Kristinn Sigurðs- son, m/b Gullveig, Einar Jóhannsson, m/b Muggur, Kristinn Magnússon m/b Gísli J. Johnsen. Á sama fundi voru eftir- taldir menn kjörnir til að hafa eftirlit með merkingu veiðarfæra: Jón Guðmundsson m/b Ver, Jóhann Pálsson m/b Blátindur, Sigfús Guðmunds son, m/b ísleifur. Til Almannatrygginganna ...................... kr. 400.000,00 Til Byggingarsjóðs verkamanna .................. — 127.000,00 Víxlar vegna Dalabúsins ........................ — 74.000,00 Víxlar vegna Bæjarútgerðar ..................... — 75.000,00 Tryggingargjöld ................................ — 74.000,00 Engilbert Gíslason, fyrir vinnu................. — 14.000,00 Einar Sæmundsson fyrir vinnu ................... — 10.000,00 Ógreiddir varahlutir í ýtu...................... — 9.000,00 Laun fastra starfsmanna í des................... — 50.000,00 Skuld á hlaupareikningi í Útvegsbankanum . . — 35.000,00 Ýmislegt ....................................... — 40.000,00 Bifreiðastöð Vestmannaeyja...................... — 24.000,00 Ríkisútvarpið Eins og sjá má af þessu yfir- liti nema skuldir þessar, sem alar eru fallnar í gjalddaga, tæpri miljón króna. En enginn skal þó ætla að allt sé hér talið, því að vitað er, að fjöldi manns á reikninga á ,,bæinn" sem falln ir eru í gjalddaga en ekki hafa verið sýndir vegna þess að ým- ist hafa þeir, sem reikninga eiga hugsað sér að nota þá upp í greiðslur útsvara eða blátt á- fram telja þýðingarlaust að sýna meðan svo er ástatt um fjármál bæjarins. Samtals krónur 931.000,00 Fyrir nokkru var vikið að því hér í blaðinu að til þess kynni að koma að „bærinn' yrði settur undir eftirlit. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma virðist þetta vera í uppsiglingu, þar sem Tryggingarstofnun ríkisins hefur nú kært yfir óskilsemi „bæjar- ins" við Almannatryggingarnar til fjármálaráðuneytisins og hef- ur nú fjármálaráðherra sent bæjarstjóra skeyti, þar sem kraf- ist er greiðslu á þeim 400 þús. krónum, sem eru falnar i gjald- daga. Sjótryggingar Fatnaðar- og farangurstryggingar skipverja ann- ast ég fyrir Samvinnutryggingar í Vestmannaeyj- um. Helgi Benónýsson, Vesturhúsum Kvenhaftar Nokkrir modelhattar, einn' af hverri tegund ný- komnir. Verzl. Áso & Sirrí - Sími 202 Takmark ríkisútvarpsins og ætlunarverk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborganir, samningsgerðir o. s. frv. Útvarpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 3—5 síðd. Sími skrifstofunnar 4993. Simi útvarpsstjóra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa — Simi 4998. ÚTVTRPSRÁÐIÐ (dagskrárstjórnin) hefur yfirstjórn hinnar menn- ingarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrifstofan er opin til við- tals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Simi 4991. FRÉTTASTOFAN annst um fréttasöfnun innanlands og frá útlönd- um. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landsins. Frá- sagnir um nýjustu heimsviðburði berast með útvarpinu um allt land tveim til þrem klukkustundum eftir að þeim er útvarpað frá erlend- um útvarpsstöðvum. Sími fréttastofunnar 4994. Sími fréttastjóra 4845. AUGLYSINGAR. Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynningar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifamestar allra auglýsinga. Aug- lýsingasími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með út- varpsstöðinni, magnarasal og viðgerðarstofu. Sími verkfræðings 4992. VIÐGERÐASTOFAN annast um hverskonar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningör og fræðslu um not og viðgerðir út- varpstækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. Viðgerðastofan hefur útibú á Akureyri, sími 377. VIÐTÆKJAVERZLUN ríkisins hefur með höndum innkaup og dreif- ingu útvarpstækja og varahluti þeirra. Umboðsmenn Viðtækja- verzlunar eru 'í öllum kaupstöðum og kauptúnum landsins. TAKMARKIÐ ER: Útvarp inn á hvert heimili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost á því að hlusta á æðaslög þjóðlífsins, hjartaslög heimsins. Ríkisútvarpið

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.