Fylkir


Fylkir - 13.01.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 13.01.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR V' FUKIR málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vesfmannaeyja Ábyrgöarmaður: Guðlaugur Gíslason Auglýsingar annast: skrifstofa Sjálfstæðisflokksins sími 344. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Bátaúívaguílxui Eins og mönnum er kunn- tigt hefur Alþingi undanfar- in ár, Abyrgst bátaútveginum ákvéðið verð á afla hans, bæði nýjum, söltuðum og því, sem til hraðfrýstingar fer. Ábyrgð arheimild þessi var útrunnin um áramót s. 1. Hefur núver- andi ríkisstjórn lagt fyrir Ál- þingi frumvarp um lausn þessara mála til bráðabyrgða. Er þar farið troðnar slóðir, eins og formaður Sjálfstæðis- flokksins benti á, er frum- varpið var borið fram í þing- inu, og aðeins gert ráð fyrir að þetta sé bráðabirgðalausn til jáess að koma bátaútvegin- um í gang. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir allverulegri hækkun á fiskinum, eða úr kr. 0.65 í kr. 0.75 á nýjum fiski og kr. 2.52 á saltfiski í stað kr. 2.25. Ríkisstjórninni mun það ekki síður ljóst en öðrum, að ábyrgðarleiðin er aðeins bráðabirgðarlausn , en engin raunhæf aðgerð til úrlausnar á erfiðleikum útgerðarinnar. Enda boðaði forsætisráðheiTa í áramótaræðu sinni, að unn- ið væri af kappi að undirbún ingi stjórnarfrumvarps um varanlega lausn þessara mála. Hvaða leið farin verður eða hvort Alþingi ber gæfu til þess að taka þessi mál föst- um Lökum og standa saman um lausn þeirra, veit að sjálf sögðu enginn. En hitt mun óllum almenningi ljóst, að váranleg lausn þessa máls er orðin svo aðkallandi, að Al- þingi það, sem nú situr kemst ekki hjá róttækum að- gerðum til úrbóta. Frumvarp stjórnarinnar, sem nú liggur fyrir þinginu, hefur. þegar verið rætt bæði í efri og neðri deild og hefur nú verið vísað aftur til neðri deildar. Er ekki annað sjáan- legt en að það muni hljóta fullnaðarafgreiðslu alveg 1 Bálaábyrgðar- félagið Frá því var skýrt hér í blað inu. fyrir nokkru, að þing- maður kjördæmisins, Jóhann Þ. Jósefsson, hefði flutt tif- lögu um það á Alþingi, að Bátaábyrgðarféiag Vestmanna eyja fengi að starfa áfram á sama grundvelfi og verið hef- ur, eða án íhlutunar Sam- tryggingarinnar. Tiiiögu þessa fékk þing- maðurinn samþykkta og á pæði hann og aðrir sem veittu honum stuðning þakkir skii- ið fyrir lausn þessa máls, sem jafnhliða er nokkur viður- kenning á hagsýni útgerðar- manna hér, fyrir að ráða fram úr málum sínum á hagkvæm- ari hátt en tekizt hefur ann- ars staðar, þar sem Bátaá- byrgðaríéiagið hér mun eina tryggingariéiagið sömu teg- undar, sem fær að starfa án íhlutunar Samtryggingarinn- ar. Fyrir útgerðarmenn hér, er slík viðurkenning mikils- virði og um leið stórt fjár- hagslegt atriði, þar sem þessi iélagsskapur þeirra hefur undanfarin ár safnað all gildum sjóði þrátt fyrir hag- kvæmari tryggingariðgjöld, en víðast hvar ef ekki alls staðar annars staðar hér á landi. Elln Jónsdóttir látin Elín Jónsdóttir var fædd 5. febrúar 1863 að Grímsstöð um í Vestur-Landeyjum. Ár- ið 1889 giftist hún Þórarni Árnasyni frá Fossi í Mýrdal. Bjuggu þau þar til 1903 að þau fluttu til Víkur í Mýr- dal. Þaðan fluttu þau 1908 til Vestmannaeyja og bjuggu á Oddsstöðum allan sinn bú- skap. Mann sinn missti hún 22. febrúar 1926. Dvaldi hún eftir það hjá dóttur sinni, Ingveldi, þar til íyrir tveim- ur árum að hún fór til Ey- vindar sonar síns og lézt þar 9. þ. m. Átta börn eignaðist Elín og eru sex þeirra á lífi. næstu daga og þá til þess að gera lítið breitt lrá því, sem það var, er stjórnin lagði það fram. I 'erkfall fluguélavirlija. U*m þessar mtindir stendur yfir verkfalí hjá félögum í Fél. ísl. flugvirkja. Hófst það um áramótin, þar sem samn- ingar höfðu þá ekki tekizt um 20% kauphækkun, sem flugvirkjar fóru fram á. Flugfélögin buðu á móti 5% hækkun. Flugfélögin telja sig ekki geta gengið að meiri kauphækkun þar sem þeim hefur verið neitað um iieimild til þess að hækka far- gjöld, þó að annar reksturs- kostnaður hafi aukizt, §. s. benzín. Þannig iiefur því orðið á- greiningur í upphaii um 15% hækkun en nú munu flugvirkjar hafa lækkað nokk- uð kröfu sínar en flugféiögin halda við sitt boð. í gær tókst flugvirkjum loks að stöðva allf innanlands flug. Er það mjög bagalegt fyrir samgöngur hér við Vest mannaeyjar einmitt nú þegar menn ferðast mjög mikið og eru í önnum að konra at- vinnutækjwunm í gang fyrir vertíð, 'Vísitalan 340 stig. Húsaleiguvísitalan 158 stig. Síðan farið var að reikna út vísitölu framfærslukostn- aðar og húsaleigu á árinu 1939, hefur hún aldrei orðið jafn há, í einum mánuði og desember s. 1. Kauplagsnefnd og Hagstof- an hafa reiknað út vísitölu Iramfærslukostnaðar fyrir des ember s. 1. og húsaleiguvísi- töluna fyrir fyrsta ársfjórð- ung þessa árs og munu þær báðar hafa hækkað um tvö stig eða: vísitala framfærslu- kostnaðar er því 340, miðað við 100 stig í jan—marz 1939. Veldur þessari hækkun eink- um verðhækkun á smjörlíki, saltkjöti og fatnaði. Húsa- leiguvísitalan hefur verið á- kveðin 158 stig og veldur þar um einkum aukinn viðhalds- kostnaður. Vidskiptanefnd. mun hcetta störfum 31. jan. n. k. Samkv. frétt frá ríkisstj.: Ríkisstjónin hefur ákveð- ið að viðskipatnefnd skuli liætta störfum frá 31. jan. n. Viti og björgunar- skýH á Faxaskeri Þessar fáu línur eru aðeins líI þess að biðja menn að santeinast um að vinna að því, að viii og eitthvert aidrep verði útbúið á Faxaskeri. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu fjölfarin þessi siglingaleið er, a. m. k. á vertíðinni. Þetta má lieita aðalstræti siglingaleiðanna hér við Eyjar. Hagræði ætti það að vera í náttmyrkri að hafa þarna vita, og virðist ekki ósanngjarnt að fara þess á leit við vitamálastjórn þessa lands, að undinn verði bráð- ur bugur að framkvæmdum í Skerinu, pnda ekki meiri vandi, en með vitann á þrí- dröngum. Auðvelt ætti þá að vera að útbúa þar skýli fyrir svo sem eina bátshöfn, og væri þar þurr fatnaður, eld- færi og hressingar-meðul. Varla yrði þessu sioljð þarh4; sá mætti vera kaldrifjaður sem það gerðj, niætti syo fara að slíkt héfndi sín; til er saga um sjóræmngja, sem tók bjöllu a£ skeri við Skotiandsr strendur og fórst svo sjálfur á því seinna. Hitt getur á- reiðanlega rænt margan næt- urró að hugsa til þess, að hrawstmenni, sem þarna kæm ust upp úr heljargreipum hafsins, ættu fyrir sér þann dauðdaga þarna að krókna úr kulda á berum og afdreps lausum klöppunum. Ekki skal enn gráta Björn bónda, heldur sat'na liði á þann hátt, að sjá svo um að aðkoma þeirra, sem næst kynnu að lenda þarna, sem vonandi verður ekki, yrði jafn köld og hún var laugardaginn 7. jan. s. 1., heiti ég nú á alla, bæði félög og einstaklinga, að vinna ,,af krafti" að fram- gangi þessa máls, svo að framkvæmdir geti hafizt er vorið kemur með veður blíð, og sjóa lægir. Vestm.eyjum 12. jan. 1950. E. Guttormsson. k. og frá þeim tíma annast innflutnings- og gjaldeyris- deild fjárhagsráðs núverandi störf viðskiptanefndar, eins og upphaflega var gert ráð fyrir í lögum um fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verð- lagseftirlit. Verður nánar kveðið á um þessa breytingu í regiugerð.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.