Fylkir


Fylkir - 13.10.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 13.10.1950, Blaðsíða 2
2 FYL Gunnar Ólafsson: „Mennta meistari og mannvitsgjafi er hann máttki magi” Ýmsir kunningjar Einars Braga höfðu þessi vísuorð skálds ins eftir honum þegar hann var að segja þeim um lærdómslistir skólastjórans, fáfræði hans og sjúklega viðleitni að ná í auka- störf, gefandi af sér bein og bitlinga, úr framsóknarjötunni, ef eitthvað fannst þar handa honum, og annarsstaðar eftir því sem í náðist. Öll velgengni í þessa átt jók hug mannsins og dug til þess að hrósa sjálfum sér, eins og hann gerði allt frá upphafi og gerir enn með berserksins afli og atgangi. Hér eru dæmin nærtæk þó ekki sé litið nema f Framsókn- arblaðið. Þar gengur sjálfshólið skýjum ofar, svo að Björn í Mörk„ er á sínum tíma þótti allra manna sjálfhælnastur, hverfur alveg fyrir honum, eins og líka allir aðrir gortarar bæði fyrr og síðar, að undanteknum H. B., — vitanlega. Annars var Birni í Mörk ekki annað til ámælis fundið en grobbið, og ekki man ég eftir að hann væri talinn selja, sér til eigin hagsbóta annarra manna eignir. Svo fór virðing hans vaxandi eftir að hann var í herferðum með Kára Sölmundarsyni. Það gat vitanlega ekki öðruvísi far- ið því að allir höfðu virðingu af að vera í fylgd með þeim manni. En hvort Þ. Þ. V. hefur var- anlega virðingu af að vera í fylgd með H. B. það er annað mál. Þeir verða sýnilega að njóta allrar virðingar í sameiningu, þeir eiga svo margt sameigin- legt. En ef eitthvað kann að slsorta á hjá öðrum, þá er víst að hinn hefur það í fullum mæli. Þarna er og á að vera hið reglulega samvinnusnið á öllu eins og foringinn H. B., og að sjálfsögðu þeir báðir, hafa sí og æ tilkynnt í Tímanum og blaðinu sínu hér, sem ætlað er unglingunum til fyrirmyndar. Þeir hrósa sér líka báðir í sam- einingu og sinn í hvoru lagi. Ekki veitir af. „Lát aðra hrósa þér en ekki þinn eigin munn, óviðkomandi menn, en ekki þínar eigin varir" segir Solómon konungur. Hvergi verður þess vart að þeir H. B. og Þ. Þ. V. fylgi boðskap hins vitra konungs. Þeir munu skilja það, og Þ. Þ. V., ekki sízt, að biðin getur orðið nokkuð löng. Þess vegna rekur hann hrósið um sjálfan sig áfram með engu minna afli, en lastmælin um aðra. Eins og fyrr getur, var Einar Bragi ekki talinn aðdáandi skóla stjórans. Þeir voru um margt ó- líkir. Á meðan Einar Bragi var aðalkennari í Þ. Þ .vaffska menntasetrinu, ásamt einhverj- um Snæbirin af Skaganum, er ekki þótti prýða hópinn, þá gekk hann um göturnar með stúdentahúfu, teinréttur og upp- litsdjarfur eins og frjáls maður og vildi hann, að sögn, f engu líkjast skólastjóranum, að minnsta kosti meðan lítið á- vannst í því, sem þeim „lærða" manni stúdentinum, þótti mest skorta á bóklegan lærdóm hins. En þetta átti nú eftir að lag- ast með tíð og tíma, því að eng- inn mun, áður en lauk, hafa orðið Þ. Þ. V. meira til fyrir- myndar en þessi margnefndi og hjá flestum illa þokkaði Einar Bragi. Það kom, alveg ómótmælan- lega, skýrast fram þegar báðum „menntamönnunum" var stefnt fyrir rétt og þeir lögsóttir fyrir hrottaleg og illmannleg um- mæli um menn og málefni. Einar Bragi varð nokkrum vik um fyrr fyrir þessu ónæði og hann tók á öllu því illa og kjána lega, sem hann hafði til sjálf- um sér til varnar og málsbóta. Þetta varð Þ. Þ. V. að nærri ómetanlegu happi. Hann tók, þegar að honum kom lærimeist- arann Einar Braga sér til fyrir- myndar, bæði um efni og orða- val, rétt eins og búast mátti við af þessum uppfræðara æsku- lýðsins. En auk þess notaði hann sína eigin mælskulist og þá mátti segja, eins og sagt var í Alþingisrímunum, að upp úr honum „sauð og vall og gaus", allskonar munnsöfnuður í lík- ingu við „stálvírsræðunar", sem hann var lögsóttur fyrir, eins og áður segir. Að líkindum hefur enginn notfært sér munnsöfnuð og „þankagang" Einars Braga eins og einmitt þessi skólastjóri. Það ætti að geta verið skólaæskunni til eftirbreytni eða þá til við- vörunar þeim unglingum, sem KIR betur eru skapi farnir en skóla- stjórinn. Og þeir eru margir, það hefur reynslan sýnt, annars væri hér ömurlegt umhorfs í þeim efnum. Sektardóminn, sem maður þessi fékk fyrir alla rógmælgi sína um Jóhann Þ. Jósefsson kallar hann í skrifum sínum „Stóradóm". Þeir sem vita, að nafn þetta er uppnefni á Alþing- isdómi, eða réttara sagt laga- setningu Alþingis árið 1564 og sem að nokkru þekkja upphafs- mann og fleira lútandi að laga- setningu þessari, þeir undrast vesælmennsku skólastjórans. Þeir undrast kvalastunur manns- ins undan þessum, ef svo mætti segja, sultardómi, fyrir alla róg- mælgina og ósannindin. Sennilega er sá maður vand- fundinn, sem mundi hafa borið sig eins hræ-vesællega undan lítilsháttar fésekt eins og hér hefur raun á orðið hjá þessum margnefnda skólastjóra. Ýmsir ætla, að hann hafi með þessum látum ætlað að afla sér meðaumkvunar og hefur hann þá eins og fyrr goldið þess, sem hann aldrei ræður við, en það er vesælmennskan og .fíflskan. „Hinn bráðlyndi sýnir mikla fíflsku" segir Salomó konungur. Það ætti Þ. Þ. V. að þekkja þótt hann hati orðskviður hins vitrasta konungs. „Skipaður í verðlagsdómstól" segir „Hallur Hálendingur" í Framsóknarblaðinu fyrir stuttu. Þetta nafn mun vera sameig- inlegt „andans búmerki" þeirra félaga, H. B. og Þ. Þ. V., sem þeir nota stundum, þegar eitt- hvað mikilvægt er á ferðinni, eins og t. d. nú eftir að Þ. Þ. V., hafði með miklu kvalræði, tek- ist að fá sig tilnefndan í verð- lagsdóminn. Með lögum dags. 27. maí s.l. var stofnaður sérstakur verð- lagsrómur í kaupstöðum og sýsl- um landsins. 10. gr. laganna segir: Skal skipaður sérstakur dóm- stóll, sem nefnist verðlagsdóm- ur. 11. gr. laganna er á þessa leið: í verðlagsdómi eiga sæti 2 menn. Hlutaðeigandi héraðsdóm ari, sem er formaður dómsins og 1 meðdómari, skipaður af dóms- málaráðherra eftir tilnefningu nefndar þeirrar, er um ræðir í 2. gr. Nefndin eða hinir útvöldu í nefndina, skipta þessu eða kjósa í dóminn og þarf þá ekki að því að spyrja, með hverjum hætti þeir komast þangað, sem verst láta og engu eira vegna græðgi FYLKIR málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Hlíðar Sími 203 - Box 16 Auglýsingastjóri: Finnbogi Friðfinnsson Prentsmiujan Eyrún h. f. sinnar í pólitísku beinin og bitlingana eins og t. d. þessi Þ. Þ. V., sem sumir nefna jarð- eignasala undir verndarvæng H. B. Eftir því, sem lögin segja, ræður dómsmálaráðherra engu um tilnefningu meðdómarans. Embættisskyldan býður honum að skipa þann, sem tilnefndur er í dóminn. Annars er þessi meðdómandi ekkert annað en nokurskonar skott í dómnum. Ef þeim greinir á um eitt eða annað, sem þeir eiga að dæma um þá: „sker at- kvæði formanns úr" segir í 11. grein laganna. Rétt skoðað er þetta ekki feitt framtíðar tekju-bein fyrir Þ. Þ. V. sem alltaf virðist hafa mest- an hug á því að nærast si og æ á allskonar framsóknarflokks- snöpum og fleiru, eins og t. d. „netahnýtingin" og „drísillinn", sem ég fyrir nokkru gat um í „Fylki" og sem bæjarsjóður er nú látinn borga, eins og fleira. Samkvæmt lögunum skal kjósa árlega mann í dóminn. Þeim félögum hér er því betra að vera vel á verði árlega þeg- ar þessi virðulega athöfn fer fram, og það munu þeir líka gera. Þegar þetta happ var tilkynnt í Framsóknarblaðinu þá var það tilkynnt undir fyrrnefndu bú- merki" þeirra félaga. Tilkynn- ingin byrjar eins og hér segir: „Útvarpið flytur okkur þá fregn að Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra, hafi skipað Þ. Þ. V. skólastjóra í verðlagsrómstól Vestmannaeyja." Þetta gerði harfn, eftir því, sem þeir segja, nokkrum dój .m eftir að „Stóridómur" gekk yfir hinn „saklausa" mann, og má vel skilja það á orðum þeirra fé- laga, að ráðherra hafi gert það af einskærri virðingu við þann dæmda, og til þess að setja græðandi plástur á hin sárt svíðandi sár undan fésekt mannsins. Þannig hrýtur virðingin og vorkunnsemin að þessum félog- um úr öllum áttum.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.