Fylkir - 23.12.1956, Blaðsíða 11
r
„Krakkar mínir komið
Bæjarfréttir.
v________ )
Landakirkia:
Messur uin hátíðarnar verða
sem hér segir: Aðfangadags-
kvöld kl. 6, Hátíðakvöldsöngur,
séra Halldór Kolbeins. Jóladag
kl. 2, Hátíðasöngvar, séra Jó-
hann Hlíðar og kl. 5, Hátíða-
söngvar, séra Halldór Kolbeins.
Annan jóladag kl. 2, séra Jó-
hann Hlíðar. Gamlárskvöld kl.
6, Hátíðakvöldsöngur, séra
Halldór Kolbeins. Nýársdag kl.
2, Hátíðasöngvar, séra Jóhann
Hlíðar.
K. F. U. M. og K.:
Samkomur falla niður um há-
tíðarnar. Jólatrésfagnaður sunnu
d. 6. jan 1957. Nánar í næsta bl.
ieíei:
Samkomur um hátíðarnar
verða sem hér segir: Aðfangadag
kl. 6. Jóladag kl. 4,30. Annan
jóladag kl. 4,30. Nýársdag kl.
4,30. Sunnudag 30.12 jólafagnað
ur barna: Kl. 1,4 ára og yngri,
kl. 4, 5—8 ára, kl. 8, 9 ára og
eldri.
Dónarfrean:
Nýlega er látin frú Ásta Björns
dóttir, Víðidal.
Áfhuaið:
Samkv. auglýsingu lrá Útvegs
bankanum, sem birt er annars
staðar í biaðinu, verður spari-
sjóðsdeild bankans lokuð dag-
ana 28. til 31. desember n. k.,
svo sem venja cr.
Eins og almenningi er kunn-
ugt réðst sóknarnefnd Landa-
kirkju í það stórvirki fyrir tæp-
um 2 árum að byggja fordyri og
nýjan turn við Landakirkju.
Verkið er nú svo langt komið,
að turninn er fullgerður að ut-
an og allt múrhúðað að innan.
Sennilega gerir fólk sér ekki
grein fyrir því, live hér er um
mikið mannvirki að ræða. En t.
d. má geta þess eftir því, sem
mér hefur verið tjáð, að aðeins
spíran á turninum er að hæð
eins og 3 hæða venjulegt hús.
\Arkið mun nú kosta um 350
þús. kr. En meira þarf, ef duga
skal.
Áætlað er, að enn þurfi um
200 þús. kr. til þess að ljúka
verkinu, með því, sem þarf að
breyta í sjálfri kirkjunni, og svo
auðvitað að mála alla kirkjuna
ásamt byggingu.
Svona verk verður ekki fram-
kværnt nema með góðri þáttöku
almennings þar eð lánsfé til
slíkra framkvæmda er ekki fáan-
legt nema að mjög litln leyti.
Sóknarnefnd vildi ekki bíða
með að hefja framkvæmdir þar
til fé, til að fullgera verkið,
væri fyrir hendi, heldur hefjast
handa í þeirri góðu trú, að fé
mundi safnast jafnóðum og verk
inu miðaði áfram.
Nú þegar hafa sparazt tugir
þúsunda vegna þessara gjörða
Sóknarnefndar, þar eð byggingar
kostnaður fcr síhækkandi (ca.
30% síðan byrjað var á verk-
inu).
Margar góðar gjafir hafa kirkj
unni borizt til þessa verks, en nú
eru sjóðir tómir.
þið sæl "
„Ys á stöðinni, ys á stöðinni.“
Það var mikið um að vera, er
fréttist um bæinn, að von væri á
jólasveini í bæinn. Flugfélag ís-
lands skaut undir hann reið-
skjóta og ferjaði hann út í Eyj-
ar á laugardaginn var. Uppi á
flugvelli höfðu nokkur börn
safnazt saman til að fá að sjá
framan í hinn háæruverðuga
Kertasníki, sem eitt sinn — að
eigin sögn — á dögum Þorsteins
læknis Jónssonar í Landlyst —
átti heima á Heimakletti og kom
þaðan að sníkja kerti.
Og ekki hefur hann gleymt
kertunum sá góði maður, þótt
gamall sé hann orðinn og skegg
ið alhvítt. Hann þáði líka vin-
argjafir litlu barnanna, sem
fögnuðu honum á flugvellinum,
og þau ætla að vera góð börn,
— a. m. k. til jóla — svo að hann
verði þeim hlynntur, er þeir fé-
lagar einn og átta koma færandi
hendi með jólagjafirnar á að-
fanaadagskvöld.
í Samkomuhúsinu beið Kerta
sníkis liópur skólabarna, sem
sérstaklega hafði verið boðið til
móttökunnar þar. Þar útbýtti
ganili maðurinn gjöfum og tal-
aði við börnin.
Kertasníkir gamli lætur ékki
mikið á sjá, þrátt fyrir háan ald-
ur. Og það fór einmitt vel á því,
að hann kæmi, þar sem hann er
gamall og góður Eyjaskeggi.
Tilefni þessara lína er það að
vekja athygli þeirra, sem enn
hafa látið hjá líða að ljá þessu
máli lið. Þáð skyldu menn at-
huga í góðu tómi, að þó að þeir
sæki ekki kirkju að jafnaði, þá
munu þeir fáir, sem ekki þurfa
einhvern tínrann í kirkju að
kom á lífsleiðinni, og sameign
Eyjabúa er þetta hús. Er þá ekki
þess vert að vila sjálfan sig með
réttu eiga sinn hlut, með því að
hafa lagt sinn skerf fram, til þess
að gera þennan stað sæmilega
úr aarði.
Sóknarnefnd hefur ekki sýnt
áleitni í fjáröflun sinni, og því
fremur skyldu menn finna hvöt
hjá sér að vera með, því safnast
Jregar saman kemur.
Gleðileg jól!
Vestmannaeyingur.
¥lóÍT~~~~~~~blók£
Afskorin blómcmfæypcmfæyp
Afskorin blóm og jólalauk-
arnir á jólaborðið. — Pottablóm
og blóm í gólfvasa. — Blóma-
körfur og skálar til skreytingar.
Krossar og greinar á leiði.
Ymsaj- smekklegar tækifæris-
gjafir.
Jólatré og greni.
BLÓMAVERZL.
INGIBJ. JOHNSEN.
JOLAKABARETT
Verður haldinn Föstudaginn 28. desember, kl. 8 e. h. í Samkomu-
húsinu.--Eyjakvartettinn leikur. — Dægurlagasöngur: Gréta Þor-
steins, Guðrún Andersen, Erling Ágústsson, Jón Þorgilsson (lög eft-
ir Oddgeir Kristjánsson), Jón Stefánsson, Sveinn Tómasson (Rock
and Roll), Gagnfræðaskólastúlkur, Þvottakvennatríó o. fl. — Und-
irleik annast tríó Guðjóns Pálssonar. — Skemmtiþáttur: Gunnar
Sigurmundsson. — Gamanvísur Ási í Bæ, — Gömlu dansa hljóm-
s\'eit Gísla' Brynjólfssonar, — Drengjahljómsveit Hauks Þorgilssonar.
Már Erlendsson leikur og syngur, m. a. frumsamin lög. -- Skemmti-
Jxíttur: Haraldur Guðnason. — KI. 10,30 e. h. DANSLEIKUR.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6 e. h. sama dag í Samkomuhúsinu.
Jazzklúbbur Vesfmannaeyja.