Fylkir


Fylkir - 11.10.1957, Blaðsíða 2

Fylkir - 11.10.1957, Blaðsíða 2
F Y L K 1 R Dragnótaveiði Framhald af 1. siðu. I>) Drangahraunið, c) „Skottið“. Uni liðina b og c: visast til uppdráttar á sjókorti, setn aí- hent hefur verið Fiskifélagi Is- lands. unar á hráefni. Þess íná einnig geta, að hér er nægjanlegur mannafli bæði til lands og sjáv- ar, tii að lialda gangandi yfir suinarmánuðina þeim hluta bátaflotans, sem ekki fer til síld veiða. Samkvæmt ákvörðun bæjar- stjórnar verða framangreindar tillögur sendar efdrtöldum fé- lagssamtökum til umsagnar Skipstjóra- og stýrimannafélag- inu Verðandi, Sjómannafélag- inu Jötni, Vélstjcirafélagi Vest- mannaeyja, Utvegsbændafélagi Vestmannaeyja, Vestmannaeyja- deild Fiskifélagsins og Fulltrúa ráði Verkalýðsfélaganna. Að íenginni urusögn þessara aðiia verður málið síðan sent rétta boðleið til ríkisstjórnar- innar. GREINARGERÐ: -Floti Vestmannaeyinga mun nú vera um 90 þilfarsbátar. All ir eru þessir bátar við veiðar að vetrinum til. Ýmist við línu og netaveiðar eða liandfæraveiðar eingöngu. Til síldveiða fyrir Norður- landi föru liéðan s. 1. sumar 38 bátar. Svipaður fjöldi báta mun venjulega stuncla rekneta- veiðar í Faxaflóa og við Reykja nes að haustinu til. Af þessu er auðsætt, að um helming báta- flotans hér vantar raunverulega rekstursgrundvöll um 7 t.il 8 mánaða skeið ár hvert. Þau fjögur íiskiðjuver, sem hér eru, eru öli stór og afkasta mikil. Ein þau stærstu á land- inu. Orsakast þetta af því, að hér berst geysilega mikið afla- magn á land meðan vetrarvertíð stendur yfir. Það segir sig sjálft, að slík tæki eru alltof dýr til þess að standa aðgerðarlaus 7 til 8 mánuði á ári, vegna vönt- MÁLGAGN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ÚTGEFANDI: SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA RITSTJÓRI og ÁBYRGÐARM.; EINAR H. EJRÍKSSON Sími: 308. — Pósthólf: 102. ) T7VDÓM V. / Þegar þær staðreyndir eru at- liugaöar, að hér er, livað báta- fiota, mannafla og fiskiöjuver snertir, fyrir hendi aðstaða til útgerðar mestan hluta ársins, eí leyfi fengist til að nytja þann flatfisk, sem vitað er að mögu- leiki er á að veiða hér við Eyj- ar að sumrinu til, getur það ekki talizt óeðlilegt, þrátt fyrir allai aðstæður, að bæjarstjórn beri fram óskir sínar og tillög- ur til úrbóta við hæstvirta ríkis stjórn og Fiskifélag íslands sér- staklega þegar farnar eru að lieyrast raddir um, bæði hér í Eyjum og frá Faxaflóa, að hið stóraukna magn flatfiskjar á miðunum eftir friðunina, or- saki minnkandi magn bolfiskj- ar á þeim svæðum, sem aukn- ing flatfiskjarins hefur orðið mest. Er þetta atriði út af fyrir sig ærið' rannsóknarefni. í sambandi við íhugun um aukinn rekstursgrundvöll fyrir bátaflotann hér, má bencla á, að aíjyerulegu fé liefur verið varið bæði úr ríkissjóði, eftir tillögum Fiskifélags íslands og úr bæjar sjciði, til athugunar og tilrauna í þessu sambandi. Á undanförn um árum hafa verið gerðar margar tilraunir af bátum héð- an til síldveiða í fiotvörpu, bæði með einum bát og í tveggja báta flotvörþu. Ennfremur hafa lil- raunir lil reknetaveiða hér við Eyjar verið styrktar af opinberu fé og einnig verið framkvæmd- ar af einstaklingum, án nokkurs tilstyrks. Því miður hefur lítill, sem enginn árangur orðið af þessum tilraunum. Þá hafa af Vestmannaeyingum þrisvar sinn um verið gerðar tilraunir með togaraútgerð. Fyrst af h. f. Draupni. síðan af h. f. Sæfelli og síðast af Bæjarútgerð VeSt- mannaeyja. Allar hafa útgerðir þessar orðið fjárvana og gefizt upp eftir tiltölulega stuttan tíma. Enda telur bæjarstjórn að fyrst og fremst beri að hafa í huga í öllum athugunum í sambandi við þetta mál, að hér eru sem stendur næg atvinnu- tæki fyrir hendi, en að reksturs- grundvöll vantar fyrir nokkurn hluta bátaflotans vissan tíma árs- ins, og að allt veltur á að úr því verði bætt. Þá vill bajarstjórn taka fram og undirstrika, að hún telur, að allar aðgérðir í sambandi við Iriðunarlínuna liali verið spor í rétta átt. En hinsvegar hljóti að koma að því fyr eða síðar, að svæðið innan friðunarlínunnar verði af íslendingum og íslend ingum einum nytjað þjóðinni til lífsviðurværis, eftir því sem á hverjum tíma er talið hag- kvæmt og nauðsynlegt. Enda væri, slikl í fullu samræmi við Framhalcl á 4. síðu. Kirkjan. KvæSi fiutt viS upphaf héraSs- fundarins í turnstofu Landa- kirkju. Hvar er líf og ljós að finna, I jóma kærleikshugsjónar? Hvar er bezta verk að vinna, vegir stærstrar lífssýnar? Þar sem heilög kirkjan kallar, komið, verndið bernskuna. I.jóssins siðar lindir allar Ieiða og styðja æskuna. Hvar er andans yndi að finna, eilífðar, er svalar þörf? Hvar er alheims auð að vinna, yndislegust mannIífsstörf? Þar sem lieilög kirkjan kallar: Konii ríki sannleikans, breiðist það um álfur allar, inn í sálu heiðingjans. Hvar ]>arf sannan manndóm mestan, mestu sigia, stærstu verk? Hvar þarf lífsins leikinn æðstan, Ljósvöld kærleiks eilífsterk. Þar, sem jesú Kristi kirkja krafti vígir allra 1 íI, þar sem allár ævistundir eiu menn í Drottins hiíf. Hversér enga ógn í dauða, alitaf brosa hærra líf? Hver um allan æviveginn á ;ér skjól í Drottins hlíf? Sá, er kristnu kalli hlýðir, kenninganna fylgir leið. Sá, er finnur frelsi í Guði, fagurt líf und kirkjumeið. Hvað er það, sem kirkjan kennir? Hvert er hennar innsta mál? Hvernig hefur hénnar veröld hjörtum manna tendrað bál? Vertu í Kristi á vegum sann- leiks, vígðu Guði allan dug. Elska þti af öllu hjarta, alla vefðu kærleikshug. Hvað er j>að, sem kirkjan kennir, hvert er hennar innsta mál? Hvemig hefur hennar veröld hjörtum manna tendrað bál? 65 ára Eramhald af 1. síðu. um borgurum í Vestmannaeyj um hefur Árni Johnsen bjarg- að frá drukknun, og hefur hann hlotið minnispeninga fyr- ir. Verðlaun hlaut hann úr hetjusjóði Carnegies fyrir björg un ungs drengs frá drukknun, og geta má þess, að eitt sinn hélt Árni sér og öðrum manni uppi á sundi í norðan stormi og 18 stiga frosti, en bát hvolfdi undir þeim hér á flóanum. Komust þeir loks um borð í „Botníu" eftir klukkustundar volk í sjónum. Seinni árin liefur Árni verið vigtarmaður hjá Hafnarsjóði, og einnig liefur liann stundað fiskimat. Árni Hálfdán johnsen, eins og liann heitir fullu nafni, er af góðu fólki kominn og traust um ættum. Hann er tilfinninga maður og góður öllum minni máttar, en stór í lund, sem sum- ir forfeður hans og þolir illa á- gengni stórbokka og allan yfir- drepskap. Ártii er maður trú- rækinn og heldur fast við sína barnatrú, sem honum var kennd í æsku. Ævi lians hefur um margt verið umbrotamikil, og þótt hér hali aðeins verið stiklað ;i stóru, má af því sjá, að hann hefur við márgt feng- i/.t og ekki ósjaldan teflt á tæp- asta vaðið. Blaðið sendir Árna johnsen árnaðaróskir á þessum merku tímamcítum og óskar honum allrar hamingju á ókomnum áruni. Elskar Guð af öllu lijarta, einkasoninn mönnum gaf. Blessun öllum boðar Drottinn. Blessun veitir náðarhaf. Hvar í þessum blíða boðskap birtist sólskin eilífðar, svo að allar undir læknast, opnast landið sóldýrðar? Þar sem kross mót himni horfir, heilagt Drottins fesú blóð signir allan heim og hefur helgan vakið siguróð. Þar sem eftir krossins kvalir kærleiks ríkir páskasól, andans vængir allir lyftast, öll er jörðin náðarból; ódauðleikans innsta hræring andar yfir sérhvern bæ, upprisunnar trúartraustið tilverunnar helgar sæ. Ofanleiti, 14. sept. 1957. Halldór Kolbeins.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.