Fylkir


Fylkir - 28.02.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 28.02.1958, Blaðsíða 4
r Bæjarfréttir. ______ J Landakirkja: Guðsþjónusta n .k. sunnudag kl. 2. Séra Halldór Kolbeíns prédikar. Föstumessur munu verða á hverju fimmtudagskvöldi ÍTam að páskum. Fólk er \insamleg- ast beðið um að hafa Passíu- sálmana meðferðis. Messurnar munu sóknarprestarnir annast til skiptis. K. F. U. M. og K.: Drengjafundir á mánudögum kl. 6 fyrir 7—9 ára drengi, kL 8 fyrir 10 ára og eldri. Barna- guðsþjónusta á sunnudaginn kL ii, á sama tíma í kirkjunni. Betel: Samkoma næstkomandi sunnu dag kl. 4,30. Aðventkirkjan: Biblíulestur á föstudag kí. 8,30. Barnasamkoma á sunnudag inn kl. 2. Almenn samkoma kl. 8,30. Lœknavaktir : Föstudagur 28. febr.: Bj. Júl. Laugardagur 1. marz: B. J. Sunnudagur, 2. marz: B. J. Mánudagur, 3. marz: E. G. Þriðjudagur 4. marz: B. J. Miðvikud. 5. marz: Bj. Júl. Fimmtudagur 6. marz: E. G. Vatnselgur: Aðfaranótt miðvikudagsíns gerði hér úrhellisrigningu eftir langvarandi þurrka, og rigndi geysilega mikið fram eftir mið- vikudeginum. Frost er enn í jörðu og af þeim sökum mynd- aðist mikill vatnselgur í bæn- um. Rann vatnið ofan af hól- um og hæðum, gróf sundur göt ur í bænum og holræsi höfðu ekki við að flytja vatnið. Götur í bænum eru sundur grafnar, og eru verst farnar, Kirkjuvegur ofan til, Dalaveg- ur og Skólavegur. Víðar urðu skemmdir, og er mikið verk að lagfæra það, sem gengið lielur úr skorðum. Sums staðar flóði vatn inn i kjallara liúsa, og þurfti öflugar dælur til að hreinsa húsin. Eftirlitsskip: Brezkt eftirlitsskip, FI. M. S. Orestes, M-277, kom hingað á miðvikudaginn. Skipið lagðist að bryggju. Þetta er fregáta, sem er hér við land til gæzlu og eftirlits með brezkum fiskiskipum. Skip- ið. er lítið vopnað og hefur ver- ið búið ýmsum tækjum til að- stoðar skipum. FÖstudaginn 28. febrúar 1958 Skátafélagið Faxi el’ndi til fagnaðar í Samkomu- húsinu í tilefni af tvítugsaímæli félagsins á laugardaginn var, 22. þ. m. Var þar fjölmenni mikið samankomið, foreldrar og nokkrir gestir, auk skátanna sjálfra, yngri sem eldri. Félagsforingi, séra Jóhann Hlíðar, setti fagnað þennan og stjórnaði lionum. Flutti liann ávarp og kom þar víða við. Theódór Georgsson, fulltrúi, rakti í stóriim dráttum sögu >raxa og flutti kveðjur frá Út- lögum, en það eru Skátar úr Vestmannaeyjum, búsettir í Reykjavík. Þá talaði þar einnig Jón Run ólfsson, forstjóri Áhaldahússins, en liann er sá eini af stofnend- um félagsins, sem enn starfar. Jón- gat þess, að í tilefni þessa 20 ára afmælis hefði verið á- kveðið að stofna hjálparsveit skáta, en einmitt á því sviði hefur verið þörf úrbóta. Rakti hann að nokkru þau verkefni, sem slík hjálparsveit jrarf að vinna að, svo sem að vera við- búin til aðstoðar og dauðaleit- ar, þegar á Jjarf að halda, læra hjálp í viðlögum, kanna Eyj- una til ldítar, rannsaka hana og kortleggja, merkja hættulega staði o. s. frv. Verkefni fyrir slíka hjálparsveit er ærið. Nokkrir þeirra manna, sem lengst hafa starfað fyrir skátana, voru sæmdir heiðursmerkjum Voru jiað þeir: jón Runólfsson, Ólafur Oddgeirsson, Hafsteinn Ágústsson, Vigfús Jónsson, Ein- ar V. Bjarnason, Óskar Þór Sig urðsson og Jakobína Hjálmars- dóttir. Þá var gerður að heiðurs félaga fyrsti félágsformaður Faxa, Friðrik Jesson, íjjrótta- kennari. Um árabil hefur jafnan ver- ið hlýtt milli veiðimanna í Ell- iðaey og skátanna í Faxa. Hinir síðarnefndu hafa oft gist Elliða ey í útilegum og jrá jafnan notið sérstakrar gestrisni veiðimanna. Fyrir þennan höfðingsskap var veiðimönnum þakkað og þeirn fæ'rt skrautritað ávarp, inn- rannnað, og mun ])að að sjálf- sögðu verða geymt í hýbýlum þeirra. Auk jress, sem að ofan greín- ir, fóru fram ýmis skemmti- atriði, skátastúlkur sungu, Sveinn Tómasson skennnti með upplestri og söng með hljóm- sveitarundirleik, fluttir voru tveir leikþættir og Ester Andrés dóttir söng og lék á gítar. Var að jressu hin bezta skemmtun og tókust atriðin öll mætavel. Úr líópi gesta tóku ýmsir til máls, fyrstur Þorsteinn Þ. Víg- lundsson, skólastjóri, en liann er heiðursfélagi Faxa, þá Guð- laugur Gísláson, bæjarstjóri, er flutti kveðjur bæjarstjórnar og árnaðaróskir, séra Halldór Kol- beins mælti nokkur vel valin hvatningarorð og Þórarinn Guð jónsson, Presthúsum, jiakkaði fyrir hönd bjargveiðimanna í Elliðaey heiðursgjöf. Mælti hann fyrir húrra-hrópi til heilla Skátafélaginu Faxa. Fyrir hönd foreldra, sem boð- ið liafði verið sérstaklega að sækja fagnað þennan, jrakkaði Baldur Ólafsson, bankastjóri. Lagði hann til, að þegar staðið væri upp frá borðum, legði hver einstakur gestur fram fjár- upphæð og skildi eftir við bolla sinn, og styddi þannig að Jdví, að Faxi hlyti nokkurn fjárstyrk til starfsemi sinnar. Varð sá ár- angur af joessari ágætu tillögu, að rúmlega 5 jjúsund kr. söfnuð ust. Að loknu samsæti hófst dans, og skemmtu menn sér frarn eft- ir kvöldi. Fór fagnaðurinn í hvívetna hið bezta fram og var skátum til sóma. Umboðsmaður Óskum eftir umboðsmanni tii að selja: H AN S A-gl ugga tjöldin, H A N S A-gl uggakappana, H ANS A-bókahill ur nar, HANSA-sófaborðin, H AN S A-sí maborðin. HANSA H.F. Laugavegi 176 Reykjavík. jPoseidon' Svo sem greint var frá í síð- asta blaði, kom hingað um fyrri helgi Jjýzkt eftirlitsskip ,,Pos- eidon“. Skip þetta er nýtt af nálinni, byggt á árunurn 1956 og 1957 hjá Mútzelfeldt-skipasmíðastöð- inni í Cuxhaven, en þar var einnig smíðað rannsóknar- og eftirlítsskipið „Ánton Dohrn“. Poseidon er ætlað að vera fiskiskipaflota Þjóðverja á fjar- lægum miðum til aðstoðar, veita læknishjálp og tæknilega aðstoð, auk Jdcss sem Jjað annast veðurþjónustu á hafinu í sam- bandi við aðrar veðurathugunar stöðvar. Að siálfsögðu veitir skipið annarra þjóða skipum aðstoð, ef þörf krefur. Stærð skipsins er 933,8 lestir brutto, en 301,8 lestir netto. Mesta lengd jress er 61,57 m> dýpt 4,87 m. Það er búið öll- um . fullkomnustu sigiingatækj- uin. í sendistöð þess eru nýjustu ritsíma- og talsíma- móttöku- og senditæki. Veðurathugunarstöð skipsins er búin öllum nýjustu tækjum til starfsemi sinnar. Þá er vélaverkstæði, köfunarútbún- aður, neðansjávarskurðtæki fyrir kafara, sérstakur útbúnaður til að draga skip, sem eigi láta að stjórn. Þá eru í skipinu 16 sjúkrarúm, af jieim eru fjögur algerléga einangruð og ætluð fvrir sjúklinga með smitandi sjúkdóma, skurðstofa útbúin röntgentækjum, sváefingartækj- um, tannlækningartækjum o. fl. skiptistofa, sem jafnframt geym- ir lyfjaforða. Áhöfn skipsins er 27 manns, að meðtöldum skipherra, lækni og tveim veðurfræðingum. Skip herrann héitir A. Dahme, sem áður var á eftirlitsskipinu „Meer kat/.e.“ Eins og áður var frá skýrt, kóm með skipinu hingað sendi- ráðherra Þjóðverja hér á landi, herra Hans-Riehard Hirschfeld. Fór hann ásamt skipherra og skipslækni um Heimaey í fylgd með Jakob Ólafssyni, ræðis- manni Þjóðverja hér í bæ. Veð- ur var gott og landsýn fögur og létu gestirnir í Ijósi hrifn- ingu sína yfir hinni stórfeng- legu náttúrufegurð Eyjanna. „Poseidon" fór héðan sam- dægurs. ■8?£S2*8SSS£S2S2SSS2SSSSS2SSS2SS8SS2SSS28282SSS88SSS Vörubíll til sölu nýuppgcrður. Upplýsingar að Sólhlíð 24.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.