Fylkir


Fylkir - 28.02.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 28.02.1958, Blaðsíða 1
 Mátgo$ll Sjálfstaeðis- flokksins * 1 10. argangur Vestmannaeyjum 28. febr. 1958 9. tölublað. FRÁ ALÞINGl: Um réttindi vélstjóra Hinn 18. þ. m. lagði Jóhann Þ. Jósefsson, alþm., fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta hið fyrsta fara fram endurskoðun á lögum þeim um at- vinnu við siglingar, er sérstaklega snerta réttindi vél- stjóra, og undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á þessu sviði til aukinna rétt- inda vélstjóranna í svipaða átt og áður hefur átt sér stað um réttindi skipstjórnarmanna á sams konar fiski- 'skipumj" Tillaga þessi er flutt að beiðni Vélstjórafélags Vestmannaeyja, og segir í greinargerð, að með bréfi til þingmannsins hafi fé- lagið falið honum að flytja þetta mál á Alþingi. Segir einnig í greinargerðinni, að „ákvæðin, sem nú gilda um réttindi vél- stjóra fiskiflotans (vélbátanha), virðast vera orðin úrelt vegna hinnar öru þróunar að því er stærð bátanna snertir. Hinir sömu agnúar, er urðu þess valdandi, að breyta varð að nokkru ákvæðum laganna um rétt til skipstjórnar á hinum stærri vélbátum, koma einnig í ljós — og hafa að vísu gert síð- ustu undanfarin ár — að því er réttindi vélstjóranna snertir. Hér er því þörf athugana um breytingar á gildandi lagaá- kvæðum, þar sem f'ullt tillit sé tekið til alls öryggis, er snertir líf og afkomu þess hluta sjó- mannastéttarinnar, er hér á hlut að máli, os einnig atvinnu vegarins í heild." Með tillögunní fylgir afrit af bréfí Vélstjórafélags Vestmanna eyja til sjávarútvegsmálaráð- herra, þar sem nánar er að þessu máli vikið. Bréf Vélstjórafélagsins: í upphafi mælist félagið til þess, að sjávarútvegsmálaráð- herra hlutist til um, ,,að lögum um atvinnu við siglingar verði bféytt, hvað snertir réttindi vél-. stjófa á fiskiskipum (þ. e. mó't* orbátum), þannig að þeir vél- stjórar, sem lokið haf'a prófi frá liinu almenna námskéiði !~iski- Oélags íslands, öðlist eftir hæfi- legan starfstíma sem undirvél- stjórar réttindi ti! að vera vél- stjórar á fiskiskipum allt að 120 rúmlesta með allt að 500 hk. vél." „Skipstjórar Iiafa fengið sín réttindi aukin í samræmi við þróunina, en vélstjórar verða að fá tímabundna undanþágu frá settum reglum til þess að mega fylgja skipstjóra sínum í ahamhaldandi starf'i. Margír vélsljórar hætta og leita frekar eftir stari'i í landi heldur en að standa í því vafstri og þeim ó- þægindum, sem réttindaleysið skapar." Bent er síðan á, hvaða afleið- ingar þetta réttindaleysi getur haí't og greint f'rá því, að á s. 1. ári hafi orðið að skrá hér í Eyj- uni 50 vélstjóra, sem ekki hafa liaft tilskilin réttindi, en orðið að fá undanþágu til starfsins. „Hið minna mótornámskeið Fiskifélags íslands, sem haldið hefur verið víðsvegar um land- ið, var upphaflega stofnað til þess að veita vélstjóraefnum á vélbátúm þá undirbúnings- menntun, sem gerði þá hæfa til starfsins. Vélstjórafélagið lítur svo á, að markmið mótornámskeið- anna sé enn hið sama, og að sérhver vélstjóri, sem lýkur pfófi frá slíku námskeiði, öðlist eftir hæfilegan starfstíma full réttindi til vélstjórnar á fiski- skipi (vélbát)." JÚLÍUS HAVSTEEN: Hvert stefnir? / blaðinu íslendingur, sem gefið er út á Ak- ureyri, birtist hinn 14. þ. m. grein um landhelg- ismálið eftir fyrrverandi sýslumann, Júlíus Hav- steen, en hann er sem kunnugt er einn af ötul- ustu baráttumönnum fyrir útfœrslu landhelg- ÍFinar og hefur um langt árabil barizt harðri bar- áttu fyrir, að henni yrði komið á. Fylkir leyfir sér að taka þessa grein til birt- ingar með því að hún á erindi til sem allra flestra, og í henni er vikið að þœtti fiskveiðanna, sem sérstaklega snertir Vestmannaeyjar, þ. e. netaveiðin. Grein þessi mœtti verða til að vekja menn til umhugsunar um aðsteðjandi vanda og hvetja til, að leita yrði ráða til úrbóta. Það skal tekið fram, að birting greinarinnar þýðir ekki, að Fylkir sé henni að öllu leyti sarn- mála. í ritgerð rriinni, „Friðun fiski stofnsins," sem birtist bæði'í 7. tbl. Víkngs og í blaðinu „íslend ingur", var sagt frá fundi þeim, sem sjávarútvegsmálaráðherra hélt með i'ulltrúum úr hinum ýmsu sjávarhéruðum landsins- o. 11. út af rýmkun landhelginnar. Sérstaklega var tekinn upp hinn gagnmerki fyrirlestur Jóns Jóns- sonar, forstjóra fiskirannsókn- anna, „Um veiðina á íslands- miðum". Þar sem rétt er fornkveðna máltækið: „Góð vísa er aldrei of oft kveðin," vil ég leyfa mér í er indi þessu að taka upp nokkra kafla úr nefndum fyrirlestri, áð- ur en ég set fram mínar skoð- anir, en Jón segir m. a. svo: „Landgrunnið kringum ísland, er eitt þýðingarmesta veiði- svæði í norðurhöfum, enda hafa fiskistofnar okkar verið nýttir kappsamlegar en flestir aðrir. Á árunum 1930—1938 veiddu Evrópuþjóðir t. d. 9,6 milljón tonn af þorski, og þar af feng- ust 3,7 millj., eða tæp 39% við ísland. Landgruhnið kringum ísland hefur upp á að bjóða einhver beztu skilyrði fyrir allt Hf í sjón um, sem um getur í öllu ,Norð- ur-Atlantshafi. Þetta kemur m. a. fram í því, að helztu nytja- fiskar okkar vaxa mun hraðar en annars staðar. Auk þess er meiri hluti lahdsins mjög vog- skorinn al fjörðum og flóum, og þar dvelur langmestur hluti fiskistofnanna fyrstu og þýðing- armestu ár ævi sinnar. En þrátt fyrir hin heppilegu ytri skilyrði, fóru samt svo leik- ar, að ýmsar helztu fisktegund- ir okkar urðu að láta í minni pokann fyrir 'gegndarlausrí sókn manna. Lokuix uppeldisstöðva, þar sem mest er um ungfisk, eru því sjálfsagðar aðgerðir þeirrar þjóð ar, sem eitthvað hugsar um sinn hag og hag fisksins. Allar aðgðerðir mannsins til þess að hafa áhrif á hrygning- una og klakið, eru lítilmótleg- ar á móti náttúrunni sjálfri, og svara engan veginn kostnaði og myndu sennilega ekki breyta neinu um, hvort viðkomandi árgangur yrði sterkur eða veik- ur. Hins vegar ráðum við níiklu um örlög stofnsins, eftif ao1 hann hefur náð þeirri stærð, að Framhald á 2. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.