Fylkir


Fylkir - 30.05.1958, Blaðsíða 2

Fylkir - 30.05.1958, Blaðsíða 2
Ríkisstiórnin hætti við að falla Framhald af i. síðu. fyrir áhrifum „bjargráðanna", eins og þau líta út. Víst er, að þau munu hafa mikil áhrif á allt líf borgaranna í landinu, jafnt hér í bæ sem annars stað- ar. Skal hér reynt að bregða upp nokkrum myndum, þótt rúmsins vegna verði að stikla á stóru í því efni. IJtg-erðin: „Bjargráðin '" miða fyrst og fremst að því, að sögn stjórnar- innar, að halda útveginum gangandi. Utgerðarmenn sjálfir hafa þó talið og lýst yfir, að rofnir séu gerðir samningar við }iá, þar sem gerðar eru breyting- ar á því samkomulagi, sem gert var um áramótin síðustu og gilda átti út þetta ár. Veit ég ekki um einstök atriði þessa máls, utan það, að niður er felld greiðsla á tryggingarið- gjaldi vélbátanna, og telja út- vegsmenn það mikilvægt atriði. Yfirfærslugjald leggst á rekstr arvörur útvegsins, en á móti kemur nokkur hækkun uppbóta að hundraðshluta. Þá er yfir- færsiugjald tekið af keyptum vélliátum jafnt og efni til skipa smíða innanlands. Gjaldið leggst á kaupgreiðslur til útlendihga, sem starfa á flotanum og á gjald eyri, sem farmenn fá sem hluta af kaupi sínu, tii þeirra er þetta bein kauplækkun. sem nemur um tf>—17%- Hér eru nefnd þau atriði, er snerta útgerðina, en hún er vita- skidd lífæðin, án hennar verður ekki lífvænlegt, hvorki hér í bæ né annars staðar á landinu. I’essi atriði skidu rædd nokkuð nánar: Útlendingar á flotanum: I>að er gagnslaust að neita MÁLGAGN SIÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ÚTGEFANDl: j SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA í RITSTJÓRl og ÁBYRGÐARM.; ( EINAR H. EIRÍKSSON \ Stmi: jo8. — Póethólf: 10*. I / Prent.imiðjau EYRÚN h. I. ( ; því. að án þeirra mörgu Fær- j cvinga, sem verið hafa á bátum I og togurum að undanförnu, hefði stór hluti flotans legið I bnndinn við bryggju, og hvílir þó svo að segja öll gjaldeyris- öflun á sjávaraflanum. Yfir- færslugjald, sCm nemur 55% á kaup þessara tnanna, yfirfært til heimalands þeirra, þýðir, að þeir munu hætta að koma hing- að, svo sem sjálfur sjávarútvegs- málaráðherra, Lúðvík Jósefsson, hefur viðurkennt í þingræðu. Þess má geta, að á Vestmanna- eyjabátum voru fjölmargir Fær- eyingar, og án þeirra hefði verið bundnir við bryggju alll að 20 —30 bátar. Að óbreyttum aðstæð um þýðir það raunverulega stöðvun nokkurs hluta bátaflot- ans hér. Báta- og skipakaup: Alþýðubandalagið hefur klofn að um „bjargráðin". A yfirborð inu er það Einar Olgeirsson einn, sem skorizt hefur úr leik og lagt til við Alþingi, að það fel 1 di , ,bj argráða fr u mvarpið“ frá umræðu og tæki upp „heild arstjórn á þjóðarbúskapnum“, þ æ. að skilja þjóðnýtingu í stór- um stíl. Eitt höfuðatriði í mái- llutningi F.inars í þessu sam- bandi er sú nauðsyn, sem hann telur brýna á að stóraukinn verði innflutningur og smíði báta og togara frá því sem nú er til enn meiri gjaldeyrisöfl- .unar. F.kki veit ég, hversu margir flokksbræður F.inars fylgja hon um að málum, eða Itver er t. d. afstaða Karls (fuðjónssonar, sem sendur hefur verið á þing frá stærstp verstöð landsins, til þessara tillagna F.inars, þótt hann hafi sýnilega á yfirborð- inu, skv. þingfréttum útvarpsins. st.1111 öílugiega við „bjargráðin." I-Iitt er aftur á móti staðreynd, að þeir tnenn hér í bæ, sem höfðu hugsað sér að endurnýja báta sína, vafalaust af þörf, hafa hætt við það vegna yfirfærslu gjaldsins. Að sögn munu eigend- ur vélbáts. sem kom hingað í \ etur og talinn er einn skemmti legasti báturinn, sem hér er nú, auka skuldir sínar vegna yfir- færslugjaldsins um livorki meira né minna en 600 þúsund krón- ur. Góður greiði það, ef rétt er, og sannast þá, að sjaldan launar kálfur ofeldi. Og hvað um austur-þýzku bát ana, og togarana 15, sem smíða átti erlendis? Þess má geta í sambandi við togarana, að talið er, að Þormóður goði, nýjasti togari ísíendinga, eign Reykja- víkurlxejar, muni hafa kostað um 14—15 milljónir króna. Með hinu nýja yfirfærslugjaldi mundi sama skip kosta um 23 milljón- ir. Ætli I.úðvík mætti ekki sitja uppi með þá, ef þeir yrðu byggð ir? Þær hækkanir, sem orðnar eru í tíð núverandi ríkisstjórn- ar, hafa potað austur-þýzku vél- bátunum, 250 tonna bátum, upp í 5—6 milljónir króna í kaiípverði. F.nda munu margir hafa hætt við kaupin á þeim. Hér hefur einkum verið vik- ið að því, sem varðar endurnýj- un flotans og aukningu, en for- ingi Alþýðubandalagsins, for- maður þingflokks þess, telur það skipta höfuðmáli. Aftur á móti hækka uppbætur nokkuð, svo sem áður er að vikið, upp í 80% af ú t f 1 u t n ings verðmæt i. Þannig mun t. d. bátur, sem aflar fyrir \\/> milljón af út- flutningsverðmæti, fá í uppbæt ur 1,2 milljónir — eina milljón og tvö hundruð þúsund. Sízt skal það í efa dregið, að útgerð in er alls góðs makleg, og upp- bótanna er þörf með því fyrir- komulagi, sem nú er. F.n ég get ekki varist þeirri hugsun, að því líkar upphætur, sem um ræðir í þessu dæmi, séu vafasöm nauð- syn. Hefði einhverjir einhvern tímann sagt, að með þessu væri verið að gera hina ríku ríkari. Það kemur sannarlega vel á vonda, að kommúnistar, — setn leggja til ráðherra útgerðarmála — beiti sér fyrir þennan upp- bótavagn. Má segja, skv. líkingu fjárvéitinganefndar 1956. sem fræg er um allar jarðir, að stjórn in sé hlaupin langt á undan uppbótavagninum. Kaupgjaldið: Hér hefur verið minnzt ein- göngu á þá hlið „bjargraðanna , sem snýr að útgerðinni. Er það meðfram vegna þeirrar hneykslunar yfir vanmati bæjar búa á hlut Alþýðubandalagsins til stuðnings útgerðinni, sem fram kom í Eyjablaðinu eftir bæjarstjórnarkosningarnar og áð ur hefur verið gerð að umtals- efni hér í blaðinu. F.ti að lok- um örfá orð um þá hlið, sem snýr að launamönnum sjálfum. Það er játað af stjórninni sjálfri og kemur fram í yfirlýs- itigu tn—20 manna nefndarinn ar og miðstjórnar Alþýðusam- bandsins, að „bjargráðin" tákni fráhvarf frá verðstöðvunarstefnu stjórnarinnar og muni liafa í för með sér aukna dýrtíð, all- mikið hækkað verðlag. Hörð- ustu fylgismenn stjórnarinnar hafa enn ekki fengizt til að trúa þessu og halda því statt og stöð- ugt fram, að engin verðhækkun verði. Má því segja, að meiri er vantrúin á sannleiksgildi um- mælanna en trúa hefði mátt að óreyndu, og jafngildir þetta vantrausti á þá, sem yfirlýsing- arnar gefa. Hinsvegar er verka- fólki og launamönnum yfirleitl — fátækasta hluta þjóðarinnar — fengin nokkur kauphækkun. Tímakaup verkamanna hækkar um 51 eyri, þ. e. röskar 100 kr. á mánuði, en þó má hækkunin ekki nema yfir 7%. Fcist laun að 4390 á mánuði í grunn hækka um 5%, þeir, sem þar eru yfir, fá enga hækkun, enn- fremur bætur frá Almanna- tryggingum. Kaupgjaldsvísitala 183, sú sem nú er, skal gilda fram í ágúst, Skal þessi vísitala gilda, meðan framfærsluvísitalan fer ekki yfir 200 stig. Hún er nú 192 stig, og er talið, að hún muni hækka um 8—9 stig fram að 1. ágúst, en þá er talið, að hækkanir allar verði komnar fram. Með iiðrum orðum: Launamenn eru sviptir vísitölu hækkun fram að 1. ágúst, hvað svo tekur við, veit auðvitað eng inn. Þess má svo geta, að ráð- gert er, að Útflutningssjóðut greiði niður verðlag og er ætlað til þess 131 milljón kriina. Nið urgreiðslan fellur einkum á ]>ær viirur, sem hafa áhrif á vísi- t.iilu, svo sem landbúnaðarafurð ir o. fl. Yfirfærslugjaldið leggst lægst á brýnustu lífsnauðsynjar almennings, svo senr kaffi, syk- ur, kornmat og aðrar vísitölu- vörur. Það er því víst og áreið- anlegt, að vísitölunni verður haldið í skefjum, rikisstjórnin lögbindur kauphækkun, þ. e. sviptir verkalýðsfélög og aðra samningsaðila réttinum til að leita samninga vegna breyttra viðhorfa, og það þýðir, að verkamenn og aðt ir launamenu verða harðast úti i þessutn ráð- stöfunum, og má það þó und- arlegt heita af ríkisstjórn vinmt stéttanna. Samkvæmt því, sem hér hefur verið sagt, hefur engin ríkis- stjórn á íslandi, hvorki fyrr né síðar, gengið iengra í því áð gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. í þessu eru fólgin „samráðin við verkalýðs- hreyfinguna“ og þetta var víst: það, sem boðað var í kosning- um til Alþingis 1956, óþörfustu kosningum, sem orðið hafa á Is- landi frá upphafi.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.