Fylkir


Fylkir - 06.06.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 06.06.1958, Blaðsíða 4
r r Föstudagur (j. júní 1958 Mjólkurís. Mjólkurís. Milk-shake Erum búnir að fá mjólkurís. Reynið viðskiptin. Hressingarskálinn h. f. 8S8SSS8SSSSSSSSSSS8SSSð2SS8SSS8SSSSSSSSSSS8S8SS88SS8S3888SSSSSSSSSSSS$SSS^SSSSSS8SS8SSSSSSSSSS8SSSSS8SS88! ¥ Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í Samkomuhúsinu n. k. sunnudag 8. þ. m. og hefst kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ýmis mál. 3. Kvikmyndasýning. Ný Vestmannaeyjamynd. STJÓRNIN. Blómasala. Verð í Eyjum á sunnudag með mikið úrval af plöntum og blómum. ÞÓRÐUR ÞORSTEINSSÖN Gróðrarstöðin Sæból. í Kópavogi. Bæjarfréttir. v> Landakirkja: GuðsJúónusta n. k. sunnudag kl. 2. Séra Jóhann Hlíðar pré- dikar. Betel: Samkoma n. k. sunnudag kl. 4,30. Læknavaktir: Föstudagur 6. júní E. G. Laugardagur 7. Bj. Júl. Sunnudagur 8. Bj. Júl. Mánudagur 9. E. G. Þriðjudagur 10. E. V. B. Miðvikudagur 11. Bj. Júl. , Fimmtudagur 12. E. G. Skógræktarstjóri Hákon Bjarnason, var hér á ferð nýlega. Kom hann hingað til skrafs og ráðagerða vegna gróð- ursetningar trjáplantna í Herj- ólfsdal, sem unnið hefur verið að undanfarna daga undir um- sjá skógfræðings. Vatnsleitin: Miklir og langvarandi þurk- ar liafa valdið nokkru vatns- leysi undanfarið. Hefur Jiað valdið nokkrum erfiðleikum í bænum, þó kannske minni en búast hefði mátt við. M.s. Esja scm kom að austan í gær, flutti hingað nokkurt vatnsmagn í tönkum. Eins og kunnugt er var í ráði að hingað kæmi maður til að athuga aðstæður til vinnslu neyzluvatns úr sjó. Maður þessi er væntanlegur hingað á sunnu- daginn kemur. Handbolti: Á laugardaginn kemur hing- að handknattleiks- og fótbolta- lið frá Þrótti í Reykjavík til keppni. Knattspyrnan verður kl. 5 ,eins og auglýst er annars staðar í blaðinu, en kl. 8,30 kcppir handboltalið Þróttar við X'estmannaeyinga. Ávallt eitthvað nýtt Iþróttaföt, Baby-Doll náttföt, Undirföt, Undirpils, Handklæði, Krakkasmekkir. barna og unglinga stærðir, gott úrval, gesta- og vanaleg, Góðat vörur — gott verð! Markaðurinn Dagl. nýjar vörur Damask ,rósótt, röndótt, og mislitt. Kaki, margir litir, Riflað Flauel, margir litir, Nærföt, á börn og fullorðna, Molskinn, margir litir, Falleg storesefni Tvid í kjóla og pils, Kjólaefni, margir litir, Vinnufatnaður, Ullarteppi, Vattteppi, Ullar-leistar, á börn og fidlorðna Nælon- og perlonsokkar, margar tegundir, verð frá kr. 33,—. Kvendraktir í miklu úrvali. Verzl. Sólvangur. Blómasalan hjá Víðidal Kem aftur upp úr miðri næstu viku. Hallgrimur Egilsson. Dömuvéski, ljósir litir. Undirkjólar, prjónasilki, frá kr. 99, —, perlon kr. 148. Perlonnáttkjólar kr. 218,50, Apaskinnsjakkar, 5 litir, Poplinkápur í úrvali, Köflótt skyrtuefni, mislitt. S æn gu r v e ra e f n i, t v í b r e i 11, frá kr. 20,— m. Perlon og nælonsokkar með saum og saumlausir, sarna lága verðið. Vattteppi, — Ullarteppi, Vinnublússur, — úlpur, — buxur, — gallar, — skyrtur, — samfestingar — sokkar — nærföt o. m. fl. í sveitina og á sjóinn! N Neðan f rá sjd. ^--------------- J Vertíðaraflinn: í síðasta blaði var birt skýrsla um afla Jreirra vélbáta, sem fengu 500 lestir og Jrar yfir á vertíðinni síðustu. í þeirri upp- talningu féll niður nafn eins báts, Metu, sem hafði 536 tonn. Á hún }m' að færast í röðina skv. því. Þannig eru það 40 bát- ar, sem náð hafa 500 lestum. Síldin: Bátar Jreir, sem ætla norður, eru í óða önn að búast til veiða. Er einn Jieirra, Sigurður Pétur, Jx'gar farinn áleiðis norður. — Fleiri munu eftir fylgja á næst- unni. Enn er ekki búið að ákveða síldarverðið í sumar. Gerðir hafa verið samningar um sölu á saltsíld til litlanda, og enn standa yfir samningar við flciri aðila. Reknet: Nokkrir útgerðarmenn höfðu hug á að gera báta sína út á rek- net í vor, en erfiðlega hefur gengið að fá menn til veiða. Tveir bátar, Ársæll og Júlía hófu veiðarnar, en afli hefur verið tregur. Sala sjávarafurða: Tekizt hefur sala á miklu magni at saltfiski. Stendur fisk- pökkun yfir og fer afskipun fram í þessum mánuði, eftir því sem hægt er. Opnazt hefur nýr saltfiskmark aður á Jamaica. Þangað hafa vcr ið seldar 2—3 þús. lestir af þurrfiski. Er ætlunin að verka Grænlandsfisk fyrir Jsann mark að. ÍJtlit er fyrir, að verð til fram leiðenda á saltfiski verði nokkru hærra á Jsessu ári en í fyrra. Stafar Jsað af hagstæ'ðum farm gjöldum og nokkurri verðhækk un afurðanna. Lýsið: Erfiðlega hefur gengið aö losna við lýsið. Hefur ekkert af þessa árs framleiðslu farið enn sem komið er. Eru því a 11- ir geymar Lifrarsamlagsins full- ir og örðugt Jsar á að bæta. Nú mun hins vegar vera bú- ið að selja lýsisframleiðsluna, en fyrir allmiklu lægra verð en í fyrra. Lifrarsamlagið greiddi eina krónu fyrir lifrarpottinn til útgerðarinnar í vetur. Hvað hið endanlega verð verður. er enn ekki hægt að segja um. F.n í fyrra greiddi samlagið kr. 1,40.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.