Fylkir - 17.04.1959, Síða 1
Máfgagn
Sjálfstæðis-
ffokksins
í%
11. árgangur. Vestmannaeyjum 17. apríl 1959 14. tölublað.
K j ördæmamálið
Frumvarp að breyttri kjördæmaskipon lagt fyrir Alþingi. Flutnings-
menn eru: Ólafur Thors, Einar Olgeirsson og Emil Jónsson.
Alþjóð er nú kunnugt orðið
um efni þess fraumvarps, sem
lagt var fram á Alþingi fyrir
síðustu helgi, um breytingu á
þeirri kjördæmaskipan, sem
hingað til hefur gilt. Samkv.
frumvarpinu verður landinu
skipt í 8 kjördæmi, þ. e. Reykja
vík með 12 þingmenn, Vestur-
lands-, Vestfjarða-, Norðurlands
kjördæmi vestra, Austurlands-
og Reykjaneskjördæmi, hvert
þeirra um sig með 5 þingmenn,
Norðurlandskjördæmi eystra og
Suðurlandskjördæmi með 6
þingmenn hvort. Auk þess
verði úthlutað 11 uppbótarþing
sætum, svo að hver flokkur fái
þingmannatölu í sem fyllstu
samræmi við atkvæðaLölu sína
við almennar kosningar. Sam-
kvæmt þessu verða þingmenn
samtals 60, og sú breyting verð-
ur á skipun uppbótarsæta, að
þau eru fastbundin við töluna
11, en samkvæmt gildandi !ög-
um má úthluta allt að 11 upp-
bótarsætum, en sú heimild oft-
ast verið notuð.
Á hverjum framboðslista, er
lagður verður fram í hverju
kjördæmi, skulu að jafnaði
verða tvöfalt fleiri menn en
kjósa á í kjördæminu.
Aðdragandi:
í greinargerðinni segir, að
lengi hafi mönnum verið ljóst,
að óhjákvæmilegt væri að taka
stjórnarskrárákvæðin um kjör-
dæmaskipun til gagngerðrar
endurskoðunar, og hafi kjör-
dæmáskipun um langt skeið
verið undirrót misréttis í þjóð-
félaginu og liafi tafið mjög fyr-
ir lýðræðislegri þróun.
Á ýmsum tímum hafi orðið
allmikil átök á Alþingi um
kjördæmamálið, og síðast, þeg-
ar kjördæmaskipuninni ' var
breytt, og komið var á hlut-
fallskosningum í tvímennings-
kjördæmum 1942, urðu mikil
átök um það mál.
Þó kastaði tólfunum, þegar
efnt var til Hræðslubandalags-
ins sáluga í kosningunum 1956,
þ. e. bandalags Alþýðu- og
Framsóknarflokksins um algert
samstarf við kosningarnar með
það fyrir augum að ná Iirein-
um meirihluta á Alþingi. Svo
nærri stappaði, að tilræði þetta
tækist, að ekki munaði nema
fáum atkvæðum, raunverulega
aðeins 14, til þess .að þetta
bandalag fengi hreinan meiri-
hluta — 27 þingmenn — á Al-
þingi út á nálægt 34% atkvæða.
Þetta athæfi hefur Einar Ol-
geirsson kallað, að smíðaður
hafi verið „þjófalykiH“ að Al-
þingi, enda þótt hann og hans
flokkur gengi síðan fram fyrir
skjöldu og hyrfi frá sínum
,þjófnaðarásökunum‘, en leggði
blessun sína yfir „þjófalykil-
inn“ svo sem hann játaði í um-
ræðunum á Alþingi á þriðju-
daginn var.
Þegar V-stjórnin leið undir
lok og Hræðslubandalagið
sundraðist í lok síðasta árs,
brugðust Framsóknarmenn ó-
kvæða við þeirri breytingu á
kjördæmaskipuninni, sem Sjálf
stæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn sömdu um að koma
'fram á Alþingi. Hafa þeir síð-
an ekki á heilum sér tekið,
enda hafa þeir að öllu leyti
fleytt rjómann af því hróplega
misrétti, sem ríkt hefur á landi
voru í kjöidæmamálunum. í
vandræðum sínum hefur flokk-
urinn borið fyrir sig hverskon-
ar fjarstæður í málflutningi sín-
um. Hafa þeir lent út í ýmsar
Á/oyggjur Framsóknarblaðsins
Framsóknarblaðið, sem út
kom 8. apríl er með nokkrar á-
hyggjur út af framboði mínu
og vangaveltur um hvernig
muni fara með starf mitt sem
bæjarstjóra, ef ég verði kosinn
á þing. Eg get fullvisað blaðið
um, að það þarf engar áhyggj-
ur af þessu að hafa. Eg gaf
kost á mér til framboðs, af
þeirri ástæðu fyrst og fremst, að
ég tel mig hafa sterkari aðstöðu
til þess að vinna að framfara-
málum Vestmannaeyinga, ef ég
á sæti á Alþingi, heldur en þó
ég starfi að bæjarmálunum ein-
göngu. Það vita allir, að fjár-
mál bæjanna eru orðin mjög
samtvinnuð fjármálum ríkisins
og að engum stærri framkvæmd
um verður komið áfram nema
með samþykki ráðuneyta og op-
inberra stofnana í Reykjavík,
þannig að það er óyggjandi
styrkur fyrir byggðarlagið í
heild, að þeim mönnum, sem
kunnugastir eru þessum mál-
nm og að framgangi þeirra
vinna, þ. e. bæjarstjórninni, sé
sköpuð sem sterkust aðstaða
hjá þeim aðilum, sem bæjarfé-
lagið þarf að sækja undir. Eg
endurtek, að það er fyrst og
fremst af þessari ástæðu, að ég
gaf kost á mér til framboðs fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn hér í Vest
mannacyjum. Þá þykir mér rétt
að geta þess, að gefnu tilefni
að skrif Framsóknarblaðsins um
að ég muni flytja úr bænum,
ef ég verði kosinn á þing, eru
algerlega tilefnislaus. Eg mun
ógöngur sem vonlegt er, og virð
ast nú orðnir ráðvilltir í vesal-
dómi sínum. Þeir hafa sem sé
aldrei gert sér ljóst, hver er
kjarni málsins, sem sé sá, að
gera verður upp á milli hags-
Framhald á 2. síðu.
halda bæjarstjórastarfinu svo
lengi, sem mér verður fyr-
ir því trúað og held-
ur ekki sleppa hendinni af því
þann tíma, sem ég nauðsynlega
þarf að dvelja í Reykjavík, ef
ég næ kosningu, þó það hins-
vegar leiði af hlutarins eðli, að
ég veiði að setja einhvern fyrir
mig til að annast afgreiðslu
mála hér heima yfir þingtím-
ann.
Eg vil nota tækifærið og leið-
rétta þá firru Framsóknarblaðs-
ins í leiðara þess 8. þ. m„ að
hætta sé á, að frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins verði svo
neðarlega á sameiginlegum lista
Suðurlandskjördæmis eftir kjör
dæmabreytinguna, að hann
komist ekki að. Sjálfstæðisflokk
urinn hér í Vestmannaeyjum
iiafði um síðustu bæjarstjórnar-
kosninga hærri kjósendatölu
en flokkurinn á í nokkurri
hinna sýslanna, sem í Suðui'-
landskjördæminu eru. Haldi
flokkurinn þessu fylgi í þing-
kosningunum í vor, eru Vest-
mannaeyingar öruggir með, að
fulltrúi flokksins héðan, verð-
ur hafður í alveg öruggu sæti
á hinum sameiginlega lista, eft-
ir að fyrirhuguð kjördæma-
’breyting hefur komizt á og með
an hún verður í gildi.
Kjósendur hér í Vestmanna-
eyjum geta því í kosningunum
í vor alveg skýlaust tryggt sér
■ þennan rétt með því að greiða
Sjálfstæðisflokknum atkvæði
sitt. Eg efast ekki um, að marg
ir, sem áður hafa greitt Sjálf-
stæðisflokknum atkvæði sitt,
munu athuga þessa aðstöðu og
haga atkvæði sínu samkvæmt
því og þar með tryggja og
styrkja aðstöðu Vestmannaey-
inga til áframhaldandi íhlutun-
ar um málefni þjóðarinnar.
Guðl. Gislason.