Fylkir - 08.12.1961, Qupperneq 1
Málgagn
Sjálfstæðis-
f lokksins
13. árgangur.
Vestmannaeyjum, 8. desember 1961.
24. tölublað.
1Byggingarsfóður sfákrahússins
Sfúkrahússióður Verkalýðsfélagsins Vrífanda
„Að hilma yfir sök, þýðir meðsekt, á því siðferðis-
stigi eru ekki þeir, sem standa að Eyjablaðinu/'
Þessi spaklegu orð er að finna
í Eyjablaðinu hinn 29. f. m. um
húsbyggingarsjóð hins fyrirhug-
aða sjúkrahúss.
Það verður að teljast kok-
hreysti mikil, að blað kommún-
ista, og kannski sérstaklega Sig-
urður Stefánsson, sem mun vera
höfundur umræddrar greinar,
skuli yfirleitt þora að minnast
á siðferði, eins og aðstöðu þeirra
manna er nú háttað, sem gerzt
hafa virkir meðlimir fimmtu
herdeildar kommúnista hér á
landi, þegar það nú liggur ó-
véfengjanlega fyrir, samkvæmt
opinberum yfirlýsingum frá
æðstu mönnum alþjóðakomm-
únistaflokksins, samanber yfir-
lýsingu Krússjefs, að allt starf
flokksins og deilda hans utan
Rússlands, jafnt á íslandi sem
annars staðar, hafi um áratuga
bil grundvallazt í aðalatriðum
jafnt og hinum smærri, á sið-
lausri svikastarfsemi, þar sem
hvorki hafi verið hlíft mann-
orði né lífi eigin flokksmanna
eða öðru í hinni æðisgengnu
valdabaráttu innan flokksins.
Þeir, sem áður voru átrúnaðar-
goð, jafnvel dýrlingar, eins og
Stalin bóndi í Kreml, standa nú
uppi afhjúpaðir, samkvæmt yf-
irlýsingum æðstu manna al-
þjóða kommúnista, sem múg-
morðingjar og stórglæpamenn á
alþjóðamælikvarða.
Og svo koma smákommapeð
hér í Vestmannaeyjum, göngu-
móðir erindrekar hins alþjóð-
lega kommúnisma, eins og Sig-
urður Stefáhsson, og lýsa því
kinnroðalaust yfir, að bæði
hann og aðrir kommúnistar séu
á því siðferðisstigi, svo þeirra
eigin orð séu notuð, að þeir
megi í engu vamm sitt vita. Og
þessu er lesendum Eyjablaðsins
ætlað að trúa. Verður það að
teljast vandræðafálm frekar en
bjartsýni, svo miklar öfgar, sem
það eru.
Húsbyggingarsjóður
sjúkrahússins.
Eyjablaðið heldur áfram skrif
um sínum um húsbyggingarsjóð
liins fyrirhugaða sjúkrahúss og
árásum sínum á mig, fyrir þá
ákvörðun að láta sjóðinn lána
bæjarsjóði Vestmannaeyja til
bráðabirgða kr. 200 þús. út á
ríkisframlag, sem bæjarsjóður á
kröfu til samkv. lögum.
Eg gerði grein fyrir þessu
máli hér í blaðinu fyrir nokkru
og tilgreindi í því sambandi
númer þeirra reikninga í banka
og sparisjóði, sem fé sjóðsins
væri geymt á, samhliða því sem
ég gerði grein fyrir, að allt það
fé, sem í sjóðinn hefur komið
frá byrjun, bæði ágóði af kvik-
myndahússrekstri kaupstaðar-
ins, gjafir ásamt vöxtum, stæði
inni á þeim reikningum, sem
ég tilgreindi. Hefur Eyjablaðið
ekki treyst sér til að véfengja
þetta. Sé ég því ekki ástæðu til
nánari greinargerðar í því sam-
bandi, en vil þó benda þeim
Eyjablaðsmönnum á, að ég er
hvenær sem er og hvar sem er
reiðubúinn að gera grein fyr-
ir öllum hreyfingum á sjóðn-
um frá degi til dags, sem átt
liafa sér stað í umræddum reikn
ingum, þannig að ljóst liggi fyr
ir hvernig þessi mál hafa gengið
fyrir sig frá byrjun.
Hinsvergar tel ég rétt að leið
rétta tvær af hinum staðlausu
staðhæfingum, sem fram koma
í umræddri grein í Eyjablaðinu.
Ekkert aS fela.
Eyjablaðið er með fullyrðing-
ar um, að ég hafi ætlað að leyna
ákvörðun minni um umrætt
lán.
Þetta er svo fjarstætt raun-
veruleikanum sem frekast getur
verið. Sama daginn og lánið
var veitt, var það að sjálfsögðu
fært í sjóðbók bæjarsjóðs og
þess sérstaklega getið, að það
væri frá húsbyggingarsjóði
sjúkrahússins. Um þetta vissu
því allir starfsmenn bæjarins,
sem bókhald bæjarsjóðs annast.
Einnig hlaut þetta að liggja
ljóst fyrir endurskoðendum bæj
arsjóðs og þá jafnt fyrir hinum
kjörna fulltrúa minnihluta bæj
arstjórnar sem öðrum. Auk þess
eiga allir bæjarfulltrúar aðgang
að bókhaldi bæjarins hvenær
sem er, þannig að ég held að
það hljóti að teljast hreint öfug
mæli, að þarna hafi um nokk-
urn feluleik verið að ræða,
enda í fyllsta máta ekki nokkur
ástæða til þess.
Hitt er að sjálfsögðu skiljan-
legt, að þeir Eyjablaðsmenn,
sem um áratugabil hafa í dag-
legu lífi sínu og flokksstarfi
siglt undir fölsku flaggi, lifað á
hreinum blekkingum og orðið
að fela hið sanna eðli sitt undir
því yfirskini að þeir væru ís-
Lánlökur og
lánstraust
Blöð minnihluta bæjarstjóm-
ar, Eyjablaðið og Framsóknar-
blaðið hafa að undanförnu gert
sér nokkuð tíðrætt úm lántök-
ur og lánstraust kaupstaðarins.
Hefur satt að segja verið allerf-
itt að fylgjast með og átta sig á
þessum skrifum þeirra.
Stundum hafa þau skammað
mig fyrir miklar lántökur og
haldið því fram, að fjárhag
kaupstaðarins væri stefnt í
beinan voða þeirra vegna, sam-
anber skrif Framsóknarblaðsins
á s. 1. sumri og oftar. Aftur á
móti sást það ekki ósjaldan í
þessum sömu blöðum, saman-
ber síðasta Eyjablað, að kaup-
staðurinn hafi ekkert lánstraust
og sé fjárhag kaupstaðarins einn
ig af þeim ástæðum stofnað í
voða.
Hvorttveggja eru þetta að
sjálfsögðu beinar öfgar og hald
laust vandræðafálm hjá minni-
hlutanum.
Eg mun að sjálfsögðu, þegar
tími er til kominn, birta grein-
argerð um allar lántökur kaup-
staðarins frá því að ég tók við
bæjarstjórastarfinu, og gera
grein fyrir skuldaaukningu
kaupstaðarins sama tímabil.
Mætti segja mér, að blöð
minnihlutans teldu sig þurfa
eitthvað annað áróðursefni á
meirihluta bæjarstjórnar, þegar
Ijóst liggur fyrir hvernig þessi
mál hafa raunverulega gengið
fyrir sig undanfarin átta ár.
Guðl. Gislason.
lenzkur flokkur, — ætli öðrum
það, sem þeir hefðu vafalaust
sjálfir gert.
Framhí ld á 2. síðu.