Fylkir


Fylkir - 08.12.1961, Page 2

Fylkir - 08.12.1961, Page 2
F Y L K I R Byggingarsjóður sjúkrahússins Framhald af 1. síðu Ákvörðun Sjólfstæðismanna en ekki róðuneytis. Einnig staðhæfir Eyjablaðið afdráttarlaust, að óheimilt sé að nota ágóðann af kvikmyndahúss rekstri bæjarins til annars en til byggingar fyrirhugaðs sjúkra húss. Um þetta get ég ekki annað sagt, en mig furðar á, að mað- ur, sem er búinn að vera bæjar- fulltrúi jafniengi og Sigurður Stefánsson-, og tekið hefur sér fyrir hendur, að skrifa opinber- lega um þetta mál, skuli ekki vita betur né hafa kynnt sér málið nánar ,en hann virðist hafa gert, áður en hann notar slík rök í áróðri sínum gegn byggingu sjúkrahússins. Maður, sem vill láta aðra halda ,að hann sé á hærra siðferðisstigi en al- mennt gerist, hefði ekki átt að flaska á þessu. I bréfi menntamálaráðuneytis ins, þar sem kvikmyndahús- rekstur bæjarins er undanþeg- inn skemmtanaskatti, er það skýrt og afdráttarlaust tekið fram, að ágóðinn af rekstrinum skuli notaður til REKSTURS sjúkrahúss og elliheimilis kaup- staðarins. Þar er ekki minnzt einu orði á byggingarsjóð sjúkrahússins, það er aðeins á- kvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæð isflokksins og flokksins í heild, en ekki ráðuneytisins. Eg hef af þessari ástæðu talið nauðsyn- legt að skýra menntamálaráðu- neytinu frá ákvörðun okkar um notkun af ágóðanum af kvik- myndahússrekstrinum, ef svo ó- MALGAGN sjAlfstæðisflokksins ÚTGEFANm sjAlfstæðisfélag VESTM ANN AEYJ A JUTSTJÓRI og ÁBYRGBARM.: EINAR H, EIRÍKSSON S<mi: jo8. — Pónthólt: im. Ptenumifljan EYRÖN h. t líklega skyldi vilja til, að í þann stól settist einhverntíma ein- hver af flokksbræðrum Sigurð- ar Stefánssonar, sem væri álíka illa innrættur í garð þessa máls og hann, og notaði aðstöðu sína til þess að kippa skemmtana- skattsundanþágunni af kaup- staðnum, á þeim forsendum, að við hefðum notað ágóðann af kvikmyndahússrekstrinum til BYGGINGAR en ekki til REKSTURS sjúkrahússins ,eins og til er ætlazt í áminnstu bréfi ráðuneytisins varðandi þetta mál. Allt þetta hlýtur Sigurði Stef ánssyni reyndar að hafa verið kunnugt, þar sem bréf menta- málaráðuneytisins var á sínum tíma lagt fram í bæjarráði. Eg held, að af öllu þessu sé auð- sætt, að allar aðdróttanir og stað hæfingar Eyjablaðsins í þessu sambandi séu hrein öfugmæli og slúður, sem ekkert mark er á takandi, enda allt úr lausu lofti gripið, eins og reyndar öll önnur skrif blaðsins um málið. Áróðursherferð kommúnista gegn sjúkrahússbyggingunni. En hvers végria þá allur þessi uppblástur Sigurðar Stefánsson ar og Eyjablaðsins og rógburð- ur í sambandi við þetta mál? Til þess liggja tvær orsakir. í fyrsta lagi eru kommúnist- ar með þessu að reyna að draga athyglina frá nekt sinni og póli- tísku eymdarástandi ,eftir yfir- lýsingar Krússjefs um svikaupp- byggingu alþjóðakommúnism- ans og glæpi erindreka hans. í öðru lagi veit Eyjablaðið, að stofnun húsbyggingarsjóðs- ins og ákvörðunin um byggingu sjúkrahússins eru hvorttveggja verk Sjálfstæðisflokksins og að þetta er vinsælt mál, sem nýtur fylgis meðal bæjarbúa almennt. Af þeirri ástæðu álpast komm únistar í þessa rógsherferð gegn málinu, sjálfum sér til minnk- unar og vansæmdar. En sem betur fer er. málið það vel á veg komið, að hvorki vesal- mennska né riagdýrsháttur Sig- urðar Stefánssonar eða annarra kommúnista mun torvelda það eða stöðva héðan af. Sjúkrasjóður Verkamanna- félagsins Drífandi. Vegna staðhæfingar Eyjablaðs ins hins 29. f. m. í umræðum þess um sjúkrahússjóðinn, að aðstandendur þess fína blaðs séu á því siðferðisstigi, að þeir megi ekki vamm sitt vita, tel ég rétt að krefja þá sagna um sjúkrasjóð Verkamannafélagsins Drífanda, sem hér starfaði á sín- um tíma. Félag þetta hafði komið sér upp allmyndarlegum sjúkra- sjóði. Fé í þennan sjóð var ein- vörðungu safnað með iðgjöld- um og framlögum ,sem verka- menn greiddu af launum sínum þrátt íyrir mjög erfiða afkomu á þeim tíma. Markmið sjóðsins var það eitt, samkvæmt lögum hans, að styðja verkamenn fjár- hagslega, ef þeir yrðu óvinnu- færir sökum veikinda. Ráðstöf- un sjóðsins var því óheimil á annan veg en í þessu skyni, og vafalaust siðferðisbrot í augum þeirra Eyjablaðsmanna. Nú skeði það, er kommún- istar yfirtóku félagið með brögð um, að þá hnupluðu þeir þess- um sjóði, ásamt öðrum eignum þess. Vil ég skora á Sigurð Stefáns- son og þá Eyjablaðsmenn að gera grein fyrir þessum sjóði á sarna liátt og ég hef gert og boð ist^ til að gera fyrir byggingar- sjóð sjúkrahússins. Að nafn- greina þá lánsstofnun, sem sjóð urinn er geymdur í og tilgreina númer þeirra bóka eða reikn- inga ,sem hann er geymdur á, og gera grein fyrir daglegum hreyfingum hans, ef þess verður krafizt. Þetta ætti hinum sið- væddu Eyjablaðsmönnum að vera innan handar, þar sem varla er að óttast, að þeir hafi dregið sér fé úr sjóðnum í láns formi eða á annan hátt, eða ráð stafað honum öðruvísi, en lög hans mæla fyrir. Tilgangslaust er fyrir kommúnista að reyna að skjóta sér undan að koma fram með þá greinargerð, sem skorað hefur verið á þá að birta í þessu sambandi, þar sem þeir þá eftir öðrum leiðum munu verða til þess neyddir. Til þess eru næg úrræði. Guðl. Gislason. Þakka hjartanlega hlýhug, gjafir og heillaóskir á 75 ára af- mceli minu, 2. desember s. L, Guð blessi ykkur öll. Kristbjörg Einarsdóttir. Gefum 10 prósenl afsfáft af öllum kjólaefnum TIL JÓLA! Daglega berasf jólavörurnar! venzlunin $ÓE92»«r«rai Sími 104. ÚTGERÐ ARMENN! Get útvegað stálskip, ca. 115 br. tonn, 85 fet að lengd. Full- smíðað 37. JANÚAR 1962. — Nánari upplýsingar fyrirliggjandi. JAKOB J. JAKOBSSON. Norðurhlíð við Suðurlandsbraut, Reykjavík. - Sími: 32630.; AUSTFIRÐINGAR! Austfirðingafélagið heldur aðalfund sinn á sunnudaginn, 10. desember, kl. 5 í Akóges-húsinu. STJÓRNIN.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.