Fylkir


Fylkir - 09.03.1962, Blaðsíða 2

Fylkir - 09.03.1962, Blaðsíða 2
F Y L K I R ÚTGEFANDI: SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA RITSTJÓRI: JÓHANN FRIÐFINNSSON Prentsmiðjan Eyrún h.f. Áfram skal haldið. Þegar upp er staðið eftir kjör tímabilið, sem nú er senn á enda hjá bæjarstjórninni, er ekki liægt að segja annað, en bæjarbúar geti verið ánægðir nieð hennar störf í ölium meg- inatriðum, enda þótt alltaf kunni að greina á um ýmislegt. Það er sérstaklega eftirtektar- vert, hve andstæðingar meiri- hluta bæjarstjórnar hafa lítið haft sig í frammi, og sýnir það einna bezt, að þær ýmsu fram- kvæmdir, er unnið liefur verið að á undanförnum árum og ver ið er að leggja grundvöll að, horfa fyrst og fremst til heilla fyrir byggðarlagið og því ekki ástæða til að menn skiptist eft ir flokkslínum í andstöðu við það. Einangrað byggðarlag, eins og við búum í skapar nánari kynni og knýtir menn fastari böndum, kemur þetta þó bezt í ljós, ef bæjarbúar hittast í öðr- um landshlutum. Hin öra uppbygging, sem hér hefur orðið, hefur skipað Vest- manneyingum í fremstu röð kaupstaða landsins, enda eng- inn sambærilegur staður, þar 'sem gróska atvinnulífsins er jafnmikil. Verðum við vel að gera okk- ur grein fyrir því, að til þess, að þessi þróun haldi áfram, er það fyrst og lremst fólk, sem vantar, og er nú nærtækasta dæmið, að fyrirsjáanlegt er, að nokkrir bátar hér verða m. a. ekki gerðir út í vetur. í því sambandi er vert að geta nýmælanna í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir yfirstandandi ár, þar sem gert er ráð fyrir framlagi í fyrsta skipti til bygg inga á fjölbýlishúsum. Ráðamönnum bæ'arins er þetta ljóst og hafa þ’d tekið for EKBCI TIL FYRIRMYNDAR. Komin er upp deila milli framkvæmdastjóra Slysavarnafé- lags íslands og Skipaskoðunar- stjóra. Deilan er til orðin vegna skrifa framkvæmdastjóra SVFÍ um mistök þau, sem orðið hafa undanfarið í sambandi við notk un gúmmíbjörgunarbáta. Af deilum þessum hefur nú verið undirstrikað af skipaskoð unarstjóra forganga skipstjórnar manna í Eyjum um notkun gúmm íbjörgunarbáta, og á- gæti þeirra og kostir fram yfir önnum björgunartæki. Það er hörmuleg staðreynd, að aðilar Jaeir, sem valizt hafa til forustu um þessi mál, skuli ekki bera gæfu til J)ess að vinna saman í stað þess að opinbera sig nú sem hatramma andstæð- inga. Finnst án efa öllum, að sæmra væri þeim, er hér eiga hlut að máli, að snúa bökum saman til að koma í veg fyrir mistök, eins og þau, sem átt hafa sér stað, lieldur en efna til sérstaks óvina fagnaðar og veikja traust þjóðar innar á forustuhlutverki þeirra. Er þefta hagkvæmf! Framhald af 1. síðu. mörgum finnst eftirtektarvert að ekki skuli vera hægt að sam- ræma þetta betur en gert er. Hinn mikli aragrúi vélategunda sem notaður er í íslenzka báta- flotann, Jiýðir margfalda eyðslu í varahluti og gífurlegan kostn aðarauka, sem af því hlýtur að stafa. Svo ekki sé talað um, hve mögulegt væri að hafa í landinu fullkoinnari vár a h 1 u t. a þj ó n u s t: u ef vélategundirnar væru færri en sagt er að nú sé fyrir hendi, Enda ekki ósjaldan, sem bátar eru ónothæfir um svo og svo langan tíma, vegna smávélabil- ana, sem ekki er liægt að lag- færa, Jaar sem varahlutir eru ekki fáanlegir í landinu. Fyrir sjávarútveginn hlýtur Jietta að vera þýðingármikið mál, en furðu liljótt er um Jaað, „Siuðlaberg fórsí" Lag: Heill þér dásöm. Ennþá hnn'gju helklukkur frá œgi, hljónmr bitrir rjúfa hversdags þögn. Seiður býr í sorgarþrungnu lagi, sarnanstillir annars fjarstccð mögn. Úr hjartans djúpum harmsár leitar stuna, húmblœr sveiþar annars hvassa brá. Hver er sá, að finni ei mýkt í muna, rnenn og shiþ, er svelgir aldan kná. Okkur finnst, að hlutdeild öll við eigum í áhöfn, sem að tryggir líf i þjóð. Okkur finnst, að sízt við rnissa megurn manndómslíf og orkuþrungið blóð. Þjóðarstoltið þreytir kaþþ við œgi, það er okkar forna og nýja dáð. Hleyþa djarft, sem sjaldnast Uggja i lccgi, er list og 'þraut, sern verður aldrci smáð. Okkar fornu kaþpar kusu að falla i kesjuleik með scemd, og voþn í hönd. Striði er breytt, cn ennþá heillar alla að etja kaþþi, dáða vinna lönd. Enn við metum Ingimund að líta, Illúga og bónda i Hergilsey, er fann ei nauðsyn flíkum sinum slita félli ei skuggi á sœmd — og hoþaði ei. Syrgjum drengi, sigur þeirra finnum setja á hreyfing okkar þykka blóð. Sláum strengi, að eins þvi sjálf við sinnum með scemd. að vinna okkar litlu þjóð. — Rennurn augurn út í geiminn háa — eilifð er ei fjdrlœg draumasýn — i ómœlisvidd himinhafsins bláa hrein og skcer þar blikar stjarnan þín. P. H. Á. Útför eiginmanns míns ÓLAFS ST. ÓLAFSSONAR, fer fram á morgun, laugardag. Athöfnin hefst með húskveðju frá Heimagötu 14 kl. 2 e. h. Dagmar Erlendsdóttir. L O K A Ð ustuna í máli Jaessu. Er ekki að efa, að margar stoðir muriu und ir þetta renna ,og þeir, sem að- stöðu hafa til, munu ekki láta á sér standa til að hrinda þessu máli og öðrum, sem til heilla horfa fyrir byggðarlagið fram á við. laugardaginn 10. marz næstkomandi vegna jarðarfarar ÓLAFS ST. ÓLAFSSONAR. VÉLSMIÐJAN MAGNI H.F.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.