Fylkir


Fylkir - 31.07.1964, Qupperneq 1

Fylkir - 31.07.1964, Qupperneq 1
Molgagn Sjélfsfæðis- flokkslns 16. árgangur. Vestmannaeyjum gi. júlí 1964 17. tölublað Þjóðhátíð E y j a b ú a Sérstaklega vönduð dagskró. Þórarar sjá um I-jóðhátíðina þetta ár, og er dagskrá þeirra sérstaklega vel vönduð og bygg-_ ist að langmestu á „innlendum" skemmtikröftum. Það er vel, að skemmtiefnið er frá Eyjamönn- um sjálfum, því að þeir hafa heimahagann og sál hans í sér. Að sjálfsögðu verða íþróttir í ríkum mæli. Knattspyrnumenn munu leiða saman liesta sína og handknattleiksstúlkur kynna kvenlegan þokka í íþrótt sinni. þá munu frjálsíþróttamenn spreyta sig sýnt verður bjargsig af Skúla Tbeódórssyni og ekki má gleyma gamaníþróttunum, sem verða ma. reiptog yfir tjörn ina og verður annar endinn dreg inn yfir með lakara liðið, poka- liandbolti verður og nýstárlegt lúndrunarhlaup og m. fl. Hátíðin verður sett af Guð- laugi Gíslasyni, bæjarstjóra og alþingismanni. Séra Þorsteinn L. Jónsson, prédikar á útiguðs- þjónustunni. Lúðrasveitin leik- ur undir stjórn Oddgeirs. Þess má geta, að Lúðrasveitin mun halda utan í hópferð á aðfarar- Framhald ó 6. síðu. Herjólfsborg. Þjóðhátíð Eyjaskeggja. Eyjabú- ar þykja á margan hátt furðu- legir um háttu sína og siði, en það er okkar mál og okkur ber að halda uppi hinni sérstæðu Eyjastemmningu. Eg hygg, að það séu ekki fáir, sem finnst að Þjóðhátíðin upp á síðkastið, sé ekki nógu einkennandi fyrir Eyjabúa sjálfa. Það er eins og eitthvað hafi týnzt af hinni sam eiginlegu gleði og því trausti, sem Eyjaskeggja einkenndi. Ef fótur er fyrir þessari hugdettu, þá er það víst, að allir verða að standa saman með ráð og dáð að hefja það til vegs á ný. kaupstaðarins. Samheldniseigin leikar Eyjamanna sjást vel á því, að löggæzluvald í Herjólfs- dal er óþarft, þrátt fyrir mikinn fjölda aðkomufólks, sem hefur oft ekki mikið aðhald. Það má segja, að einkunnarorð Þjóðhá- tíðarinnar séu í ljóðlínum Árna Árnasonar: „Heilir komið hingað þér Herjólfs inn í dalinn, allir jafnir, enginn hér öðrum fremri talinn. — Látum sjást, að sundrung ber sætið yzt til hliðar. Gleðjumst því unz gengin er gullin sól til viðar.“ þá er aftur Þjóðhátíð.“ Enginn vill vera án Þjóðhá- tíðarinnar og allir vona að hún verði sólb jört og að veðurguð- irnir verði í hátíðarskapi. Hvað er ljúfara en fiiðsæl stund í tindrandi undraheimi liamr- anna, þar sem tindar Eyjalands opna faðm sinn móti suðri. Nú eru 90 ár síðan að Vest- mannaeyingar héldu fyrst sína þjóðhátíð. Sagnir segja að há- tíðarárið 1874, er þjóðhátíð var haldin á Þingvöllum, hafi Vest- mannaeyingar ekki komizt frá eylandinu sökurn veðurs, og því slegið upp þjóðhátíð í Herjólfs dal. Voru þar haldnar veizlur og var mikil gleði, gaman og söngur. Veizluborð allmikið var byggt upp nokkru fyrir neð an, þar sem hús Herjólfs Bárð- arsonar, fyrsta landnámsmanns Vestmannaeyja, átti að hafa stað ið. Þjóðhátíð sú, er lialdin var til þess að minnast 1000 ára Is- landsbyggðar og þess merka árs, 1874, er nú orðin að innanlands Sí Seiðmögnuð órif þjóðhátiðarnætur í tindrandi flökti Ijósadýrðar. Vestmannaeyingar hafa ætíð verið gestrisnir og ekki talið eft ir sér að taka á móti þeim fjölda fólks, er kippir hátt í íbúatölu Hin þjóðlega siðvenja Eyja- manna um Þjóðhátíðarhald, er ævintýri út af fyrir sig, en það er hvorki merkur né dals ævin- týri sem veldur ugg og skömm. „Þrátt fyrir böl og alheims- stríð, Austurlenzkir ævintýratöfrar búa hér í.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.