Fylkir


Fylkir - 15.05.1965, Blaðsíða 8

Fylkir - 15.05.1965, Blaðsíða 8
 Afli báta í Vestmannaeyjum við vertíðarlok (Afli í tonnum upp úr sjó, þar sem ekki er tekið annað fram): 1. Leó VE 400 .......... 1050 2. Stígandi VE 77 ....... 1028 3. ísleifur III VE 336 . . 890 4. Björg SU 9 .......... 816 5. Ver VE 200 .......... 763 6. Sæbjörg VE 56 ....... 742 7. Lundi VE 110 ......... 731 8. Stefán Árnason SU 85 . 681 9. Kap VE 4 ............. 663 10. Skálaberg NS 2 ....... 662 11. Glófaxi NK 54 ......... 653 12. Jónas Jónasson GK 101 649 13. Júlía VE 123 .......... 600 14. Björg II NK 3 ....... 600 15. Þráinn NK 70 ....... 598 16.Sjöstjarnan VE 92 ..... 592 17. Gylfi VE 201 ......... 578 18. Öðlingur VE 202 ..... 565 19. Kambaröst SU 200 .... 550 20. Dalaröst NK 25 ....... 550 21. Kári VE 47 .......... 550 22. Eyjaberg VE 130 ..... 544 23. Gjafar VE 300 ......... 544 24. Hafrún NK 80 .......... 540 25. Sindri VE 203 ....... 527 26. Stefán Þór VE 150 ..... 520 27. Guðbjörg NK 103 ..... 520 28. Kap VE 272 ............ 515 29. Baldur VE 24 ......... 510 allur aflinn er slægður. 30. Sigurfari VE 138 ....... 506 31. Haförn VE 23 500 32. Gullborg RE 12 492 mikið af aflanum slægt. 33. Huginn II VE 55 ....... 483 34. Björg VE 5 .......... 476 35. Gulltoppur VE 177 ..... 473 36. Suðurey VE 20 ....... 463 mest af aflanum slægt. 37. Reynir VE 15 460 38. Einir SU 250 460 39. Sjöfn VE 37 458 40. Viðey RE 12 425 41. ísleifur II VE 36 ...... 410 42. Bergur VE 44 409 43. Kristbjörg VE 70 409 Berg og Kristbjörgu vantar afla, er lagður var á land í Þorlákshöfn. 44. Meta VE 236 402 í síðustu aflaskýrslu féllu niður bátar þeir, sem lagt hafa upp afla sinn hjá Óla og Símoni. Eru hlut- aðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Málgagn Sjálfstæðis- flokksins Þórarar. Piltar-Slúlkur! Munið frjálsíþróttaæfingar bandalagsins á sunnu- dagsmorgnana. íþróttafélagiö ÞÓR. Mál verkasýning. Guðni Hermansen hefur málverkasýningu í Ak- ógeshúsinu. — Sýningin verður opin frá kl. 10 f. h. á sunnudag og út vikuna á hverju kvöldi frá kl. 8 til 10. .**■ m • *<i» niinKs Hýtl, nýlt! Tilvalin fermingargjöf. Höfum fengið hinar viðurkenndu Remington de lux og Remington lektronic II, rakvélar fr. 110—220 volta spennu og einstaklega þægilegar á ferðalögum, því að Remington lektronic II hefur innbyggða rafhlöðu og hleðslutæki. RAFTÆKJARVERZL. KJARNI S/F Sími 2240. Homan viftur til innbyggingar í eldhús o. fl. — Homan-viftan er með tveimur viðarkolssíum og filt-síu. Þarf engan útblásturs- stokk. RAFTÆKJARVERZL. KJARNI S/F Sími 2240. Léffið heimilissförfin! Nú þarf ekki lengur að bíða eftir þurrki, ef þið notið „Sentifugal Nash“ sjálfvirku þvottavélina, því hún skilar þvottinum algerlega þurrum með hraðari þeytiþurrkun en áður hefur tíðkazt. — Sentifugal Nash þvottavélin tekur fimm kíló af þvotti og hitar upp í 100 gráður. RAFTÆKJARVERZL. KJARNI S/F Sími 2240. Til fermingargjafa' Hárþurrkur — Handsnyrtitæki. — Nuddtæki. — Borðlamp- ar. — Standlampar. — Vísindatæki o. f 1., o. fl. RAFTÆKJARVERZL. KJARNI S/F Sími 2240. Afhugið! Væntanl. Homan eldavélar og Homan bakarofnar til inn- byggingar. RAFTÆKJARVERZL. KJARNI S/F Sími 2240. Málverkasýning. Á öðrum stað hér í blaðinu aug- lýsir Guðni Hermansen málverka- sýningu í Akógeshúsinu. Þetta er fyrsta sýning Guðna og gefst þar fólki kostur á að sjá 40 verk þessa unga listamanns, og er þess að vænta, að Vestmannaeyingar noti þetta tækifæri og gangi við í Akó- ges og heilsi upp á listamanninn og verk hans, og hvetji hann þar með til frekari afreka á listabrautinni. Sýningin verður opin almenningi frá kl. 10 f. h. á sunnudag og alla næstu viku frá kl. 8—10 hvert kvöld. Minningarkort Systrafélagsins Alfa fást hjá eft- irtöldum: Ragnhildi Friðriksdóttur, Brekastíg 3; Agnesi Sngurðsson, Merkisteini; Margréti Guðmunds- dóttur, Bjarkarlundi og Sólveigu Hróbjartsdóttur, Hellisholti. Bílaleigan minnir á bíla í Reykjavík og Vestmanna- eyjum. Nýjar Cortínur í sumar- leyfiö. — Pantiö bílinn í tíma BÍLALEIGAN A/S Shóli í september Eins og kunnugt er bar Barna- skólinn í Vestmannaeyjum fram ósk um það á liðnum vetri, að geta hafið kennslu með öllum skóla- skyldum börnum 1. sept. á komandi hausti. Ástæður fyrir þessari ósk voru kynntar almenningi t í blaðinu Fylki og síðan sendar fyrirspurnir til foreldra þeirra barna, sem nú eru í 4. og 5. bekkjardeildum. Eg vil færa foreldrunum beztu þakkir fyrir, hve greiðlega svörin bárust og hve afdráttarlaus þau voru, svo að segja öll. Niðurstöðutölur voru þessar: Af foreldrum 11 ára barna sögðu 76 já en 2 nei (annað vegna dvalar í sveit). Af foreldrum 12 ára barna sögðu 84 já, en 6 nei (4 vegna dvalar í sveit). Síðan þessar tölur voru teknar hafa borizt allmörg já, en ekkert nei. j Samþykki heimilanna er þannig ótvírætt og hefur fræðsluráð því fyrir sitt leyti fallizt á, að þessi breyting verði gerð á starfstilhög- un skólans á komandi hausti. Nokkrir þeirra, sem já sögðu, tóku fram, að þeir gerðu það að því tilskildu að vorprófum 11 og 12 ára barna yrði lokið í apríllok. Einmitt þetta er ætlun skólans, og veit ég ekki til að neinar tillög- ur eða fyrirmæli séu á döfinni um lengingu skólatímans, aðeins þessa tilfærslu á starfstímanum. Það var fyrirfram vitað, að ein- hverjum börnum kæmi það ver að hefja nám 1. sept., vegna dvalar í sveit. En að þau væru svona fá í þessum aldurshópum, kom mér á óvart. Hinsvegar bendir margt til þess, að þeim, sem kost eiga á dvöl í sveitinni væri engu síður hent- ugt að vera laus við námið 1. maí. S. B. LÍTIL IBVÐ ÓSKAST. til leigu helzt sem fyrst. — Reglu- semi áskilin. — Upplýsingar í síma 1636 eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu! MJÖG ÓDÝRT VEGNA FLUTNINGS Fallegt nýlegt sófasett, kr. 6.000,00 Barnarúm úr tekk og leðurlíki fyrir 1—6 ára. — Kr. 650,00 Barna burðarúm kr. 300,00 Statíf-lampar án skertna kr. 100,00 pr. stk. Uppl. að Hólagötu 7.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.