Fylkir


Fylkir - 28.01.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 28.01.1966, Blaðsíða 1
Máígagn Sjólfstæðis* ffokksínt 18. árgangur. Vestmanaeyjum, 28. janúar 1966 4. tölublað. Nát túr ugr i pasaí n bæjarins All verulegar umræður urðu um þetta mál í bæjarstjórn á fundi hennar hinn 14. þ.m. Deildi minni- hluti bæjarstjórnar all hressilega á mig og meirihlutann en viður- kenndi þó í umræðunum að þeir hefðu aldrei skoðað safnið og hefðu takmarkað vit á slíkri stofnun. Geta því varla talist sterk rök á bak við ádeilur þeirra. Sigurgeir Kristjánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins krafðist úr- skurðar forseta um hvort ég hefði haft heimild til að verja hærri fjár- hæð til stofnunarinar nú á þessu ári, en áætlað var á fjárhagsáætlun. Eg verð að viðurkenna að mér kom þessi krafa nokkuð einkenni- lega fyrir, þegar tillit er tekið til þess, að allir bæjarfulltrúar fengu á síðastliðnu ári, eins og undanfar in ár útdrátt úr bókhaldi kaupstað- arins á þriggja mánaða fresti, sem greinilega sýnir hvernig tekjum bæjarins er varið og þá að sjálf- sögðu um leið hvaða liðir fjárhags- áætlunarinnar fara fram úr áætl- un. Náttúrugripasafnið var þar ekkert undanskilið og sýndi upp- Óttdst soÉeppoi? í hugleiðingum J. B. póstfulltrúa um „hina leiðina" o.fi. í síðasta Framsóknarblaði, upplýgir hann að fyrirhugaðir séu tveir vínbarir í viðbyggingu Samkomuhússins. Ekki liggur ljóst fyrir, hvað að baki þessu liggur, en eins og kunn ugt er hefur hann haft yfirumsjón með allri áfengisafgreiðslu pósts- hússins undanfarin ár og staðið sig með sérstakri prýði. Væri at- hugandi fyrir Samkomuhúsið, ef spá J. B. rætist, hvort hann yrði ekki upplagð»r -bartender- er til kemur. gjörið í lok septembermánaðar, að til þessarar stofnunar hafði verið varið nokkru hærri upphæð, en fjárhagsáætlunin gerði ráð fyrir. Mér vitanlega hefur enginn af fulltrúum minnihlutans, hvorki fulltrúi Framsóknarflokksins né hinna minnihlutaflokkanna, gert neina athugasemd við greiðslur vegna þessarar stofnunnar né ann- arra og hlaut ég því að vera í góðri trú að þeir væru samþykkir. Eg sé ekki að það skipti verulegu máli, hvort greiðslur vegna þess- arar stofnunar eru inntar af hendi á einu ári eða fleirum. Aðalatrið- ið er hvort bæjarstjórn gerði rétt þegar hún samþykkti að stofna hér vísi að náttúrugripasafni, eins og það var orðað í tillögunni, sem flutt var. En þetta var samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa minnihlutans og verður maður þó að ætla að þeir hafi gert sér ljósa grein fyrir að þarna var um all kostnaðarsama stofnun að ræða, en til mikils meningarauka fyrir bæj- arfélagið, ef vel til tækist. Það þýð ir því ekkert fyrir neinn þeirra að koma nú, þegar verkið er komið á lokastig og ætla að hlaupa frá sinni eigin samþykkt og halda því fram að ég hafi ekki haft heimild til að inna af hendi greiðslur henn- ar vegna. Slíkt tel ég engum bæj- arfulltrúa samboðið. Hitt er annað mál, að um það má að sjálfsögðu deila hvort rétt var af bæjarstjórn að ráðast í þessa framkvæmd. Persónulega get ég sagt, að ég er ennþá sannfærðari í dag, en ég var þegar samþykkt- in var gerð um stofnunina, að bæj arstjórn hefur stigið þarna merki- legt og rétt skref til menningar- auka fyrir byggðarlagið. En auð- vitað mun reynslan skera úr um þetta þegar þar að kemur. Ráðning Friðriks Jessonar, sem forstóðumanns fyrir safnið hefur mér vitanlega engum ágreiningi valdið. Hann hafði að vísu ekki veitt slíkri stofnun forstöðu áður, er meðfæddur hæfileiki hans og margra ára reynsla við uppstopp- un fugla og fiska hefur komið Nátt úrugripasafninu að ómetanlegu gagni við uppbyggingu þess. Hefi ég um það umsögn aðila, sem söfn hafa skoðað erlendis að hann hafi þegar skilað miklu og góðu starfi við uppbyggingu safnsins, en um það gefst bæjarbúum vonandi kost Ur að dæma á næstunni, þar sem uppbygging Náttúrugripasafnsins er það á veg komin, að ástæðu- laust er annað en að opna það al- menningi til sýnis. Um uppbyggingu safns lifandi fiska gegnir nokkru öðru máli, en með uppbyggingu Náttúrugripa safrisins, en í sambandi við það safn hafði Fr. J. aðstóðu til að leita uppýsinga hjá dr. Finni Guðmunds syni, forstöðumanni Náttúrugripa- safnsins í Reykjavík, sem alltaf hefur verið reiðubúinn þegar til hans hefur verið leitað og milli þeirra hefur verið ágætt samstarf. En reynslu í uppbyggingu safns lifandi fiska hefur enginn hér á landi, enda ekkert slíkt safn til á íslandi. Eina tilraunin sem gerð hefur verið hér á landi í þessum efnum, er sú sem skátarnir í Hafn- arfirði gerðu á fyrra ári, en það safn var byggt upp við mjög frum- stæð skilyrði, enda aldrei ætlað að standa nema mjög takmarkaðan tíma, en vakti þó athygli allra, sem höfðu aðstöðu til að skoða það. Varð því í þessu sambandi að afla Framhald á 2. síðu. SU RTSEY ííyrir síðasta fundi bæjarstjórnar 14. þ.m. lá meðal annars fundar- gerð bæjarráðs frá 20. des. s.l. svo- hljóðandi. „Með því að Surtsey er óumdeil- anlega innan lögsagnarumdæmis Vestmannaeyja og tilheyrir eðli málsins samkvæmt Vestmannaeyj- um, sem ein af úteyjum þeirra og Vestmannaeyjakaupstaður hefur með afsali dags. 23. ágúst 1960 feng ði eignarétt á öllu landi í Vest- mannaeyjum frá ríkinu (ásamt út- eyjum öllum) með þeim takmörk- unum einum, sem þar greinir mót- mælir bæjarstjórn Vestmannaeyja, með vísun til laga nr. 48/ 1956, auglýsingu Náttúruverndarráðs í Lögbirtingarblaðinu nr. 41, 19 maí 1965, um einhliða friðlýsingu Surts eyjar án samráðs við Náttúruvernd arnefndar eða bæjarstjórnar Vest- mannaeyja". Þegar forseti hafði lesið fundar- gerðina í heyranda hljóði, eins og venja er, reis upp bæjarfulltrúi krata og sagðist mótmæla henni og einnig að hann myndi greiða at- kvæði gegn henni. Kom þessi yfir- lýsing bæjarfulltrúum mjög á ó- vart, þar sem flestir munu þrátt fyrir ágreining um afgreiðslu ýmsra mála, telja það skildu sína að gæta hagsmuna Eyjanna og standa á þeim rétti, sem þær eiga eða hugs- anlega kunna að eiga. Um að Surtsey sé inan lögsagnar umdæmis Vestmannaeyja mun enginn ágreiningur vera, enda hef- ur saksóknari ríkisins sent kærur, sem honum hafa borizt í sambandi við eyna til lögreglustjóra hér og málin verið afgreidd þar, eins og önnur mál, sem undir embættið heyrir. Hinsvegar greinir lögfræð- inga á um hvort Surtsey geti talist lögleg eign kaupstaðarins sbr. af- salið frá 1960. En alla vega hlýtur bæjarstjórn Vestmannaeyja, þó að halda fram eignarétti kaupstaðar- ins.á eyjunni, því öllum mun ljóst að þegar gosið er hætt og tímar líða fram mun Surtsey talin ein af úteyjum Vestmannaeyja og Surtseyjarfélagið i Reykjavík þá án efa löngu gengið á fund feðra sinna sem slíkt.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.