Fylkir


Fylkir - 04.02.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 04.02.1966, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R Þakkir Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún li. f. Útsvörin Nýlega hefur verið gengið frá fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyr- ir árið 1966. Fjárhagsáætlun þessi er um marga hluti mjög merkileg, og ber þess vott að bæjarstjórnar- meirihluti Sjálfstæðismanna er mótar stefnuna er mjög framfara- sinnaður og víðsýnn. Framlag til verklegra framkvæmda er hækkað að mun og mörg járn í eldinum. Hæst ber framlag til vatnsveitu- framkvæmda. Er hér um mjög við armikla framkvæmd að ræða við erfiðar aðstæður. Þrátt fyrir þetta er lagt til atlögu í þessu stórmáli. Sjálfstæðismönnum er ljóst að þetta mál verður að leysa með ein hverjum ráðum og nærri því hvað sem það kostar. Að sjálfsögðu kosta allar þess- ar framkvæmdir mikið fé, og verð ur því heildarupphæð útsvaranna að hækka nokkuð. Þrátt fyrir þá hækkun sem gert er ráð fyrir á útsvarsupphæðinni má fullyrða að útsvör einstaklinga munu ekki hækka neitt. Kemur þetta til af því meðal annars að gjaldendur í bænum hefur nokkuð fjölgað, og svo hitt er meira mun vigta, að tekjur manna hafa vaxið að mikl- um mun, þannig að hægt mun að gefa mun meiri afslátt frá þeim lögboðna útsvarsstiga er notaður er, heldur en hægt hefur verið und anfarin ár. Útsvör hér í Eyjum hafa um langt árabil verið lægra hér heldur en í öllum öðrum bæjum á land- inu, þrátt fyrir að á vegum bæj- arins hafi verið unnið meira að ýmsum verklegum framkvæmdum, en víðast annarsstaðar á landi hér. Er ánægjulegt til þess að vita að hægt er að halda áfram á þess- ari braut, — braut mikilla fram- kvæmda og halda þó gjöldum á bæjarbúa innan mjög hóflegra marka, og það svo að þau munu hvergi lægra hér á landi. eiga þessar línur að flytja þeim fjölmörgu Vestmannaeyingum, er hafa s.l. ár og margoft áður minnst Minningarsjóðs Jóhönnu Jónasdótt ur frá Grundarbrekku, — Kristni- boðasjóðs Betel. Hefir það verið gert með gjöfum, áheitum og kaup um á minningarspjöldum. Nefndur sjóður hefir þann til- gang, að styrkja líknarstarf og kristniboð meðal heiðinna þjóða. Starfsvettvangur hefir aðallega ver ið í Suð-austúr Afríku, í landi er heitir Swaziland. En þar reka Hvítasunnumenn umfangsmikið Kristniboð, sjúkrahús og skóla. Gunda Liland, sem okkur er að góðu kunn, frá heimsókn hingað, er mikilvirkur starfskraftur í Swa- zilandi. Samband okkar hefir ver- ið við hana og kristniboðsstöð þá er hún starfar á. Þar er unnið ó- hemju verk, í hjúkrun lækningum, kennslu og allskonar hjálparstarf- semi í þessu vanþróaða landi. Verk efnin kalla allstaðar á lausn, en verkamennirnir eru fáir. Síðustu bréf frá henni, eru full þakklætis fyrir góða og margfalda hjálp er henni hafa borizt héðan. Ekki minna en röskar 44.000,00 kr. gáfust sjóðnum árið, sem leið, eða heldur hærri upphæð en árið áð- ur. Það sem gefst frá ykkur Vest- mannaeyingum stöðvast ekki hér heima, heldur er það sent út til hinna miklu þarfa. Ekki skal gleyma grannlandi okkar í vestri, Grænlandi. Starf í því landi hefir sjóðurinn einnig styrkt. Einkanlega Þórarinn sál- uga Magnússon trúboða og starfið i Narrsaq. Viku eftir jarðarför hans á s.l. hausti voru hjón komin í stöð hans, til áframhaldandi starfa Fyrir utan beinan fjárhagslegan stuðning, þá hefir árlega verið sent til Grænlands notaður fatn- aður. Fjölmargir einstaklingir og verzlanir hafa hér lagt hönd á plóginn. Síðast um miðjan októ- ber, fór héðan sending beint með Vestmannaeyingar atliugið. Samúðarkort S.V.F.Í. fást á eft- irtöldum stöðum: Verzlunin Dríf- andi sími 1128; Sigríði Magnúsdótt ur sími 2004 og þórunni Sigurðar- dóttur sími 1370. Ný sending fallegir kvöldkjólar. Miðstræti 5 A, Hóli. skipi. Eftir því, sem starfsmenn okkar í Grænlandi upplýsa sjálfir, þá hafa þeir undanfarin ár með- tekið um 10 tonn af fatnaði, til gjafa meðal fátækra og munaðar- lausra Grænlendinga. Þessar miklu fatasendingar hafa komið frá Skandinavíu og héðan frá Islandi og þá drjúgur hlutur úr Vestmanna eyjum. Ætlunin er að halda þessu áfram og munu sömu aðiljar, sem áður annast móttöku og sendingar. Um leið og við endurtökum þakk læti okkar, viljum við minna á gamla máltækið er segir: „Sá, sem gefur fátækum, lánar Guði”. Guðrún Magnússdóttir, Einar J. Gíslason. Flauelisjakkar rússkinnsjakkar, leðurjakkar, mattaskinnsjakkar. ALFÖT H. F. - sími 1816 Rússkinnsvesti Tauvesti, leðurvesti, prjónavesti. A L F Ö T H. F. - sími 1816 Húfur - húfur Ilinar marg eftirspurðu derhúfur komnar. — Ennfremur kuldahúfur. ALFÖT H. F. - sími 1816 K A U P U M : íslenzka, danska, norska, sænska enska, vel með farna reyfara. MJÓLKURBARINN OPIÐ FRÁ KI. 1 - 11,30. A t v i n n a. Viljum ráða ungan mann til sendi- og agreiðslustarfa nú þegar. Þarf að hafa bílpróf. Verzl. GUÐJONS SCHEVING Sími 1775. B----------— ---------------——

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.