Fylkir


Fylkir - 25.02.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 25.02.1966, Blaðsíða 3
FYLKIR BEZTAHRESSINGIN ti-., ur verið. Og er þes sað vænta, að fljótlega verði hægt að skýra frá lokaákvörðunum svo framkvæmdir hefjist. Áframhald uppbyggingar bæjar- félagsins byggist á því, að bæjarbú ar treysti þeirri forustu, sem á hverjum tíma hefur úrslitaáhrif á gang mála. Hið öfluga fylgi, sem Sjálfstæðisflokkurinn á í bænum, sýnir glöggt, hver vilji fólksins er og hverjum það treystir bezt. Jóliann Friðfinnsson. COCA COLA er gæðadrykkur, sem hressir upp é sólina, léttir störfin og gerir lífið énægjulegt. Zryggium á$ramhaldandi ið opnað að nokkrum hluta. Ekki fer það á milli mála, að hér er myndarlega af stað farið, og vænt- um við þess, að einnig verði svo með aðra þætti þess. Hér að framan hefur verið stikl- að á stóru til að minna á nokkuð af því, sem gert hefur verið að und anförnu. í þróttmiklu bæjarfélagi eru verk efnin ótæmandi. Það sem hæst ber nú er vatnsmaálið, sem undirbúið hefur verið eftir því, sem unnt hef Vinsældir TAUSCHER sokkanna eru stöðugt að aukast. Fylgist með fjöldanum og notið TAUSCHER sokka. Þeir fást í flestum vefnaðarvöruverzlunum. UMBOÐSMENN. uppbyggingu í góðæri því, sem ríkt hefur und- anfarið, hafa Vestmannaeyingar sótt markvisst fram til meiri þæg- inda og betri afkomu, en nokkru sinni fyrr. Störfin til lands og sjávar hafa borið ríkulegri ávöxt en dæmi eru til áður, og hefur svipmót kaupstað arins að sama skapi tekið stakka- skiptum til hins betra. Þeir, sem koma hingað ókunnug- ir eiga bágt með að trúa því, að hér búi aðeins 5000 manns, sem standi að hinum miklu framförum, sem hér hafa orðið, og er dugnað- ur fólksins, sem hér býr, öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins reyna jafnan að ala á tortryggni manna og ekki ósjaldan heyrist frá þeim herbúðum, að ekkert sé gert eða a. m. k. miklu minna en efni standa til. Hvað er hæft í þessu? Því er fljótsvarað. Framkvæmdir á vegum kaupstað arins og stuðningur og frumkvæði að ýmiskonar menningarmálum er augljós öllum, sem kynna vilja sér staðreyndir. Þrátt fyrir hinn mikla vinnuafls- skort, sem svo mjög hefur bitnað á framkvæmdum bæjarfélagsins, þar sem taka verður tillit til þarfa ein- staklinga og atvinnufyrirtækja, hef ur ýmsu þokað áleiðis. Má í því sambandi nefna Bygg- ingu sjúkrahússins, sem nú er upp- steypt, byggingu sambýlishússins, en þar eru nú senn tilbúnar 24 í- búðir, framhald varanlegrar gatna- gerðar í kaupstaðnum, en í þeim efnum erum við langt á undan sambærilegum stöðum á landinu, bygging iðnskólahúss við Heiðarveg en það verk er það langt á veg komið, að skólinn getur hafið starf semi sem dagskóli á þessu ári. Slökkvistöðin hefur fengið hin á- kjósanlegu húsakynni og búnaður hennar bættur til mikils • öryggis, auk þes sem tækjum Björgunarfé- . lagsins og Sjúkrabifreið Rauða krossins hefur fengið varanlegan stað við hlið Slökkvistöðvarinnar. Miklar framkvæmdir eru við höfnina, þar sem unnið er að end- urbyggingu Friðarhafnarbryggjunn ar. Miklar aukningar og endurbætur hafa verið gerðar á útineti Raf- veitunnar með byggingu spenni- stöðva og nýlögnum til að bæta flutning rafmagns um bæinn. í þessu sambandi má alveg sérstak- lega minna á hið mikla öryggi, er við búum við umfram aðra lands- menn, að eiga hinn öfluga vélakost Rafveitunnar sem varaafl, þegar bilanir verða á Sogsveitu-svæðinu, eins og svo oft hefur orðið í vetur, en lítið bitnað á okkur, af framan- greindum ástæðum. Stofnun Stýrimannaskóla Vest- mannaeyja markar þáttaskil í skóla málum okkar, þar sem okkur hef- ur tekizt að koma á fót menningar- stofnun, sem á eftir að verða lyfti- stöng fyrir aðalatvinnuveginn. Endurstofnun Tónlistarskólans hefur verið vel tekið af bæjarbú- um og aðsókn að honum góð. Gæzluleikvöllur fyrir börn, sem starfræktur hefur verið undanfarin sumur í sambandi við barnaheim- ilið Sóla hefur fengið mikla aðsókn enda fyrirhugað að starfrækja nýj- an gæzluvöll í Brimhólabraut á næsta sumri. Myndlistarskólinn starfar nú í félagsheimilinu við Heiðarveg. Lof- að hefur verið að unnið verði við húsið nú í vetur, og kemur það þá væntanlega að meiri notum, en nú er, og munu allir fagna því. Náttúrugripasafnið hefur nú ver-

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.