Fylkir


Fylkir - 25.02.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 25.02.1966, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Nokkrar umræður hafa að undan- förnu verið um söfn bæjarins, byggðarsafnið og þó aðallega um náttúrugripasafnið, og er það ekki nema eðlilegt, þar sem hér er um nokkuð sérstakt framtak bæjar- stjórnar að ræða. Fyrir utan Reykjavík er nú slíkt safn aðeins til á Akureyri, en Norð fjarðarkaupstaður er kominn með málið á dagskrá hjá sér. Safn lif- andi fiska er hins vegar hvergi til á landinu enn og verða Vestmanna eyingar vonandi fyrstir í þeim efn- um. Náttúrugripasafnið er þegar orð- ið að evruleika og vonandi er ekki langt þar til að bæjarbúum gefst einnig kostur á að sjá og skoða hið margumtalaða safn lifandi fiska, sem einnig er ætlaður staður í hús eign bæjarins að Heiðarvegi 14. Um byggðarsafnið vil ég segja það, að byggðarsafnsnefnd í heild og ekki sízt þeir Þorsteinn Þ. Víg- lundsson o gEyjólfur Gíslason, hafa unnið þar mjög gott og þarft verk. Og þó að mér hafi komið nokkuð á óvart sú ákvörðun byggðarsafns- nefndar að flytja safnið frá.Heið- arvegi 14 og þangað sem það nú er, sé ég nú, að sú ákvörðun nefnd- arinnar var alveg rétt. Söfnin hefðu komizt í vandræði vegna þrengsla, ef þau hefðu verið þar öll undir sama þaki, eins og bæjarstjórn ráð gerði á sínum tíma. Byggðarsafnið er nú komið í mjög gott horf. Búið að hreinsa upp mikið af munum þess, stilla þeim upp og merkja þá og er nú unnið að skrásetningu þeirra. Um byggingu allsherjar safnhúss fyrir kaupstaðinn er enginn ágrein ingur. Aðeins spurning um, hve- nær hægt verði að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd. En því fleiri söfn, sem kaupstaðurinn eign ast, því meira aðkallandi verður bygging safnhússins. Guðl. Gíslason. Sigorgeiri ennþd svarafdtt Það hefur vakið mikla athygli bæjarbúa, er ég benti á í blaða- grein fyrir hálfum mánuði, hve náið samband var í ákveðnu máli, milli umræðna í bæjarstjórn og birtingar í Nýjum vikutíðindum í Reykjavík. Eins og allir vita, sem fylgzt hafa með skrifum þessa blaðs á undan- förnum árum, hafa flestir er ein- hverri trúnaðarstöðu gegna í bæj- arfélaginu orðið fyrir persónuleg- um árásum á hinn lúalegasta hátt. Er þetta svo langt gengið að nálg- ast oft á tíðum hreinar ofsóknir á menn og þá auðvitað bæjarfélagið í heild, ekki sízt út á við. En fullyrða má, að ekkert bæjar- félag á landinu hefur orðið svo fyr- ir barðinu á þeim hatursfullu aðil- um, sem að þessum skrifum standa, eins og Vestmannaeyjar. Frá /#Nýja Bridgeklúbbnum". Spilað hefur verið í Akógeshús- inu undanfarin 4 föstudagskvöld. Þátttaka hefur verið heldur dauf eða mest 20 manns, sem er t. d. lágmark fyrir tvímenningskeppni. Má það teljast furðulegt, að Bridge áhugamenn skuli ekki vera fleiri hér, því ennþá hefur vertíðarann- ríki tæpast hindrað marga. Það er ljóst að nú fer í hönd. mikill anna tími hér í Vestmannaeyjum og tími til að byrja slíka félagsstarfsemi því ef til vill ekki vel heppilegur. En hugmyndin er að halda þessu gangandi eitthvað áfram og hefjast svo handa með stofnun félagsskap- ar strax með haustinu. í kvöld er áformað að byrja á tvímenningskeppni, sem yrði þá framhaldið tvö næstu föstudags- kvöld og verðlaun veitt fyrir bezt- an árangur. Æskilegt væri að menn kæmu saman „paraðir“, en auðvit- að eru allir velkomnir, þó að þeir hafi ef til vill engan fastan „makk- er“. Nánari upplýsingar gefa: Björn Dagbjartsson, sími 2101. Guðmundur Karlsson ,síroi 2259. Gunnlaugur Axelsson, sími 1767. Það var því sláandi, sem nýskeð átti sér stað, er ræða Sigurgeirs Kristjánssonar, sem flutt var í bæj- arstjórn 26. janúar, var að efni til birt í Nýjum vikutíðindum, aðeins tveim dögum síðar í Reykjavík. Að þessu tilefni lagði ég nokkrar spurn ingar fyrir Sigurgeir á dögunum. Spurningunum er ósvarað, en S. K. reynir í vonzku að svara út úr þannig, „að hann hafi ekkert sam- band við Ný vikutíðindi og þurfi ekkert á því blaði að halda. Og klikkir svo út með því að hóta mér kæru til félagsmálaráðu- neytisins og sömuleiðis geti svo far ið, að um mig verði skrifað í Tím- ann!! Eg verð að segja, að aumari gat málsvörn S. K. naumast orðið. Ennþá stendur óhögguð ábending mín og bæjarbúar krefja S. K. á- fram um viðhlítandi svör. Það breytir engu með afstöðu mína, þótt mér sé hótað, ég tel það skyldu mína gagnvart bæjarbúum, að S. K .hreinsi sig af hinum rök- studda grun, sem hann liggur und- ir í máli þessu.. Heiður bæjarfélags ins verður að vera hafinn yfir pers- ónulegar árásir, og því er S. K. enn spurður: Eftir hvaða leiðum komst ræða hans í bæjarstjórn 26. janúar í Ný vikutíðindi, er út komu 28. sama mánaðar? Jóhann Friðfinnsson. isag» Síðasfa enskunámskeið í vetur, hefst 3. inarz. — Dagtímar fyrir byrjendur kl. 4 e. h. Reynir GuSsteinsson, Simar: 2325 og 1585. Atvinna. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax. VERZLUN GUÐJÓNS SCHEVING Njarðarstíg 1. — Sími 1775. Enskir snurpi-vírar 2”, 214” og 214” í 300 og 360 faðma rúllum. Þeir, sem einu sinni hafa notað enska SNURPI- VÍRA, kaupa ekki annað. GUÐLÁUGUR STEFÁNSSON UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN Básaskersbryggju 1 — Simi 1139. Polypropylene teinatóg MJÖG HAGSTÆTT VERÐ GUÐLÁUGUR STEFÁNSSON UMBODS- OG HEILDVERZLUN Básaskersbryggju 1 — Sími 1139. SSESS í

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.