Fylkir


Fylkir - 15.04.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 15.04.1966, Blaðsíða 2
2. FYLKIR Mdttvana stjórnarandstsða hlýtur é óhsf stjórnarforysta Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guffmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Stöndum saman. Á öðrum stað í blaðinu er birtur f ramboðslisti S j álf stæðisf lokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 22. maí n. k. Undanfarin tvö kjörtímabil hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn haft á hendi stjórn og forystu í bæjarmál- um Vestmannaeyja. Á þessu tíma- bili hafa orðið stórkostlegustu fram farir í sögu kaupstaðarins. Þetta eru staðreyndir, sem ekki er hægt að neita. Staðreyndir, sem allir hugs- andi og velviljaðir menn viður- kenna. Samfara þessu hafa gjöld á bæjarbúa til bæjarsjóðs verið mjög stillt í hóf og það svo, að þau munu hvergi vera lægri. Meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins innan bæjarstjórnarinnar, er haft hefur á hendi stjórn bæjarins undanfarin ár, hefur verið farsæll í störfum, tekizt að koma fjölmörgum fram- faramálum heilum í höfn, samhliða því sem hann hefur byggt upp traustan og góðan fjárhag bæjarfé lagsins. Allir Vestmannaeyingar vilja tryggja áframhald þessarar þróun- ar. En eina leiðin til þess að svo megi verða er að tryggja sigur Sjálfstæðisflokksins í komandi bæj arstjórnarkosningum, skapa Sjálf- stæðisflokknum öruggan meirihluta innan bæjarstjórnar. Það er for- sendan fyrir því að næsta kjörtíma bil verði tími framfara og uppbygg ingar. En til þess að sigra, verða allir sjálfstæðismenn og velunnar- ar byggðarlagsins að standa saman og starfa mikið og vel að kosninga undirbúningnum og við kosning- arnar. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins munu án efa gera allt er þeir mega til þess að fella sjálf stæðismenn frá meirihlutaaðstöðu innan bæjarstjórnar. Slíkt má ekki koma fyrir og kemur ekki fyrir, Sjálfstæðismenn og velunnarar bæj verón Núverandi (stjórnarandstöðuflokk., ar í bæjarstjórn Vestmannaeyja virðast aldrei hafa skilið eða gert sér grein fyrir að stjórnarandstað- an hefur skyldum að gegna ekki síður en meirihlutinn. Stjórnarandstöðunni ber að sjálf sögðu að koma hugmyndum sínum um bættan rekstur eða nýjar framkvæmdir á framfæri í bæjar- stjórn og fá mál sín rædd þar. En henni ber ekki síður að hafa vak- andi auga á gjörðum meirihlutans og gagnrýna það, sem henni finnst ástæða til og vil ég segja að þetta sé mikilvægasti þátturinn í starfi hverrar stjórnarandstöðu. Þessari skyldu sinni hefur núver andi stjórnarandstaða í bæjar- stjórn Vestmannaeyja gjörsamlega brugðizt allt kjörtímabilið og hef- ur starf hennar allan tímann verið fálmkennt og máttvana. Ef fundargerðarbók bæjarstjórn- arinnar er skoðuð, kemur það furðulega í ljós, að til hreinna und antekninga heyrir, ef fundargerðir nefnda og tillögur meirihlutans eru ekki afgreiddar með samhljóða atkvæðum og í langflestum tilfell- um með 9 atkvæðum samhljóða. Mótatkvæði fyrirfinnast þar varla og á fundum bæjarstjórnar er það talinn viðburður, ef einhver full- trúi minnihlutans greiðir atkvæði gegn einhverju máli. Nú mætti segja ,að ekki ættum við í meirihlutanum að vera að kvarta undan þessu halelúja-sam- starfi við minnihlutann, heldur skoða störf bæjarstjórnar í ljósi þess, að þar hefði engri gagnrýni verið við komið frá hendi minni- hlutans. Slíkt myndi ég telja óeðlilegt og hefi ég oftar en einu sinni á fundum bæjarstjórnar bent minni- hlutanum á þessa máttvana af- stöðu hans, en því miður fram að þessu án árangurs. En látum þetta liggja milli hluta. Það, sem verra er, er það, að minnihlutinn hefur í mörgum til- fellum reynzt miður heiðarlegur í arfélagsins standa saman. Allir sem vilja heill byggðarlagsins í nú- tíð og framtíð kjósa lista Sjálfstæð isflokksins við bæjarstjórnarkosn- ingarnar 22. maí n. k. starfi sínu í sambandi við fram- kvæmdir á einróma samþykktum bæjarstjórnar. Eg á við það, að þegar mál hafa verið lögð fyrir bæjarstjórn og rædd þar ag síðan afgreidd með 9 samhljóða atkvæðum allra bæjar- fulltrúa, hefði ég sem bæjarstjóri mátt ætla að full samstaða og ein- ing væri um framgang málsins og að sjálfsögðu hagað mér sam- kvæmt því. En því miður hefur þetta reynzt nokkuð á annan veg. í allt of mörgum tilfellum hefur jákvæð af- staða minnihlutans reynzt mark- leysa ein, þegar til hefur átt að taka. Hann hefur æ ofan í æ eft- ir á bæði með skrifum í blöðum sínum og tillöguformi í bæjar- stjórn reynt að setja fæturna fyr- ir framkvæmdir, sem hann hefur einróma samþykkt í bæjarstjórn án þess að nokkur gagnrýni eða á- bendingar kæmu fram er málið var afgreitt þar. Að sjálfsögðu hefur þetta engin áhrif haft á fram- kvæmdirnar sjálfar, þær sjá dags ins ljós, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort sem minni hlutinn hefur hlaupið frá samþykkt sinni eða ekki. En það hefur fært meiri hlutanum heim sanninn um, að ekkert er byggjandi á því, þó full- trúar minnihlutaflokkanna greiði máli atkvæði í bæjarstjórn eða ekki. Um þetta eru því miður allt of mörg dæmi. Skal hér aðeins bent á þrjú þeirra því til sönnunar. 1. Bygging og staffsetning sjúkrahússins. Undirbúningur þess máls var þannig, að eftir að bæjarstjórn hafði einróma samþykkt að ráðast í byggingu nýs sjúkrahúss, var kosin sérstök byggingarnefnd til að annast undirbúning málsins, að- allega gerð hússins, stærð þess og staðsetningu. Fékk minnihlutinn að sjálfsögðu menn í nefndina, auk þess sem íhana urðu sjálfskipaðir nokkrir aðilar hér í héraði, sem sérþekkingu höfðu á málinu. Fékk nefndin tillöguuppdrætti frá húsa- meistara ríkisins og átti viðræður við þann arkitekt, sem húsið teikn aði. Gerði hún að sjálfsögðu til- lögu um stærð hússins, sem er 52 legurúm á almennum deildum og 8 legurúm á fæðingardeild, og er þetta eftir þeim reglum, sem heil- brigðisyfirvöldin fara eftir miðað við um 6000 manna bæ, en gert ráð fyrir stækkunarmöguleika eftir því sem íbúatala bæjarins kann að vaxa. Niðurstöður byggingarnefnd ar voru lagðar fyrir bæjarstjórn eftir að byggingarnefnd kaupstaðar ins hafði samþykkt teikningar og staðarval. Á fundi bæjarstjórnar hinn 18. maí 1962 eru umræddar niðurstöð- ur byggingarnefndar sjúkrahússins og byggingarnefndar kaupstaðarins lagðar fram og samþykktar með 9 samhljóða atkvæðum allra bæjar- fulltrúa, þannig að enginn ágrein- ingur var, hvorki um stærð húss- ins eða staðsetningu þess. Nú, á þessu ári, eftir að búið er að steypa húsið upp, er einn af forkólfum Framsóknarflokksins lát inn koma fram í viðtalsformi í Brautinni, blaði kratanna (til alls má nota þá), með bullandi skamm- ir um þessa framkvæmd og hún talin óverjandi og bæjarfélaginu ofvaxin. Og Framsóknarblaðið tekur und- ir þessar skammir. í síðasta tölu- blaði þess segir meðal annars um s j úkr ahúsbygginguna: „Öllum er þó ljóst, að hér er um mjög fjárfrekar framkvæmdir að ræða, og því hefði verið full ástæða að gera sér strax í upphafi grein fyrir bæði byggingar- og rekstrar- kostnaði." Leiðir þetta í ljós, að þegar full trúar flokksins í bæjarstjórn bundu sig skilyrðislaust með atkvæði sínu fyrir málinu, að þeir hafa þá enga grein gert sér fyrir kostnað- arþlið málsins, hvorki í sambandi við byggingu þess né rekstur, og er það þeim til lítils sóma. Og ekki verður annað sagt, en að lágkúru- legur og aumur sé sá flokkur, sem ekki telur að byggðarlag eins og Vestmannaeyjar hafi efni á að eiga eða reka sjúkrahús, sem flestir hljóta þó að telja að sé frumskil- yrði fyrir, að hér sé búandi. Og það þýðir ekkert fyrir fulltrúa Fram- sóknarflokksins eða annarra and- stöðuflokka í bæjarstjórn að ætla nú að hlaupa frá málinu. Þeir hafa fyrirvara- og skilyrðislaust bundið sig fyrir framkvæmd byggingarinn ar eins og hún er hugsuð með sam- þykki sínu á fundi bæjarstjórnar Framhald á 3. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.