Fylkir


Fylkir - 22.04.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 22.04.1966, Blaðsíða 3
FYLKIR 3. Físhvinnslustöðvarnar hér greiða hœrri gjöld til haupstaðarins en víðast hvar onnarstaðar SVAR TILMm í blaðinu Brautin þann 13. apríl síðastliðinn ritar Magnús Magnús- son símstöðvarstjóri og bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins grein er hann nefnir „Stöðvavaldið”. Það er í sjálfu sér ekki nema gott þegar þeir menn, sem hluti bæjarbúa kjósa sér til forystu, láta til sín heyra um málefni bæjarfél- agsins. Má þá búast við af slíkum mönnum að þeir noti penná sinn til hagsmuna fyrir bæjarfélagið og þá frekar til að sætta en stofna til sundrungar. í þetta sinn virðist Mm hafa gleymt þessari skyldu sinni og met ið meira það sjónarmið að reyna að afla sér atkvæða þótt hann þyrfti til þess að nota bæði ósann- indi og róg um menn og málefni. Magnús reynir að telja lesendum sínum trú um að aðeins örfáir menn eigi frystihúsin og fiskimjöls verksmiðjurnar. Er ekki nema sjálfsagt að upp- lýsa Mm um tölu þeirra, sem fyr- irtækin eiga. í Vinnslustöðinni h.f. eru um 80 hluthafar, í ísfélagi Vest mannaeyja h.f. 220 hluthafar, Fiski iðjunni h.f. 6 hluthafar, Hraðfrysti stöð Vestmannaeyja 1 eigandi, sam tals eru þetta 306 aðiljar. Hluthafar í sumum þessara fyrir tækja hafa viljað selja hluti sína og í einstaka tilfelli auglýst þá til sölu. Ef Mm. telur að hann geti eitt- hvað bætt um stjórn þessara fyrir- tækja með þátttöku sinni, þá stend ur honum, sem öðrum það opið að kaupa þessi hlutabréf. Mm deilir á stöðvarnar fyrir að þær skuli hafa samvinnu sín á milli. Áður en menn fordæma eitt eða annað, er það lámarkskrafa að menn viti eitthvað um það, sem þeir eru að fordæma. Við viljum nú upplýsa Mm í hverju þessi, að hans dómi „hneykslanlega samvinnu” er fólg- in. í áratug, eða meir, hafa stöðv- arnar haft samvinnu um kaup á salti og fleiru, sem hagkvæmara hefur þótt að vera saman um kaup á, einnig höfðu þær samvinnu um útflutning á fiski á þeim tíma er ekki var hægt að nýta hann allan hér heima. Þessi útflutningur bjarg á sínum tíma, miklum verð- mætum til hagsbóta öllum bæjar- búum. ' Nú síðastliðin 3 ár hefir sam- vinna aðallega verið fólgin í (sam- vinnu um) hagræðingarstörf við framleiðsluna. Hefir það nú leitt til þess að þeir sem í stöðvunum vinna fá greitt kaup að nokkru eft ir afköstum. Hefur það hækkað tekjur margra að mun og verður vafalaust til þess að við þurfum minna að kaupa af vinnuafli ann- arsstaðar frá. Einig eru líkur á að þeir sem við framleiðsluna vinna hér geti auk- ið það mikið tekjur sínar með eðli- legum vinnutíma að þeir þurfi ekki að leggja á sig eins langan vinnu- dag og tíðkast hefir. Þá heldur Mm því fram að stöðv arnar greiði engar lóðarleigur. Það er eins og annað í grein Mm vísvitandi ósannindi eða fáfræði um það, sem hann ætti að vita sem bæjarfulltrúi. Lóðarleigur stöðvanna eru: Fiskiðjan h.f. ... kr. 23.532,00 ísfél. Vm. h.f. .. kr. 8.710,00 Vinnslust. h.f. .. kr. 43,672,00 Hraðfr.st. Vm. ... kr. 6.025,00 En' væri ekki fróðlegt fyrir Mm að vita hvað það fyrirtæki er hann stjórnar sjálfur, Landsími íslands í Vestmannaeyjum greiðir í lóðar- leigu, við getum upplýst hann um það, það eru kr. 690,00' — Sex hundruð og nítíu krónur. — Um malbikun bæjarins við stöðv arnar er það að segja, þetta er eign bæjarins og mest notuðu götuspott arnir í bænum, bæði af ökutækj- um og gangandi fólki til og frá vinnu sinni. Mm mundi vafalaust líka það bet ur að þetta fólk þyrfti að vaða aur í mjóleggi á meðan hann sjálfur getur gengið á inniskóm við það fyrirtæki er hann stjórnar. Mm heldur því fram að stöjiv- arnar hér greiði lægri útsvör en annarsstaðar, þetta er sami ósann- indavaðall og annað í grein Mm. Útsvör stöðvanna hér er sízt lægri en sambærilegra fyrirtækja, annarsstaðar, en svo getum við frætt Mm um það að þær greiða til bæjar og hafnarsjóðs stórar fjár- fúlgur í hærri aðstöðu og hafnar- gjöldum en samskonar fyrirtæki greiða annarsstaðar. Mm til fróðleiks viljum við bera saman greiðslur þessara fyrirtækja til bæjar og hafnarsjóðs af afurð- Þessi sömu fyrirtæki þyrftu að greiða í aðstöðugjöld í Reykjavík kr. 2.207.000,00, eða helmingi lægra en hér í Vestmanna eyjum. Auk þess verða stöðvarnar hér að flytja allar rekstrarvörur frá Reykjavík og greiða fyrir það kr. 1.200.000,00 í flutnings- og hafnar- gjöld, þennan kostnaðarlið sleppa Faxaflóafrystihúsin algjörlega við. Virðist nú ekki Mm að fríðindin sem hann telur stöðvarnar hér njóta, fari að minnka. Hvað greiðir svo fyrirtæki það sem Mm stjórnar, til bæjarins í að- stöðugjald og útsvar. Ekki einn eyr ir. Vildum við bendá Mm á að hann ætti að beita áhrifum sínum við Landsímann að hann greiddi í bæj- arsjóðinn gjöld þó ekki væri nema eins og smá mótorbátur greiðir. Virðist manni að slíkt okurfyrir- tæki gæti greitt eitthvað til bæjar- ins. Um fiskverðið er það að segja að stöðvarnar hér hafa alltaf greitt umsamið fiskverð og í sumum til- fellum hærra, og þá aðallega flat- fisk og ufsa, á vissum tímum árs. hitt er svo anað mál að eigendur stöðvanna munu áreiðanlega ekki spurja Mm um það hvernig þeir verja aðri fyrirtækja sinna. Annað skítkast í grein Mm hh'ð- um þeirra á síðastliðnu ári og að- stöðugjöldin, og svo hvað sömu fyr irtæki þyrftu að greiða af þau væru staðsett í Reykjavík. Samtals kr. 4.415.000,00 um við ekki um að svara. Að lokum þetta, orðið „stöðva- vald, sem Mm velur grein sinni, virðist okkur eiga mjög vel við hann sjálfann því óvíða verður al- meningur áþreifanlegar var við vald en er Mm beitir valdi sínu til lokunar á nauðsynlegasta tæki nú- tímans, símanum. Sighvatur Bjarnason, Ágúst Matthíasson, Einar Sigurjónsson, Ólafur Gunnarsson. filmur beztar. JÓN HJALTASON hrl Skrifstofa: Drífanda við Bóru- götu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga néma laugardaga kl. 11 — 12 f. h. — Sími 1847. Vestmannaeyjar Reykjavík Frotnar afurðir 1965 20384 tonn, hafnargj. kr. 1.283.040,00 529.984,00 Mjöl-afurðir 1965 21703 tonn, hafnargjöld kr. 781.308,00 564.278,00 Lýsis-afurðir 1965 88I5 tonn, hafnargjöld kr. 528.900,0 282.080,00 Saltaðar-afurðir 1965 5618 tonn, hafnargjöld kr. 202.248,00 146.068,00 kr. 2.795.596,00 1.522.410,00 Mismunur kr. 1.273.186,00, sem stöðvarnar hér greiða hærra en í Reykjavík. Aðstöðugjöld stöðvanna í Vestmannaeyjum eru: Vinnslustöðin h.f. greiðir .............. kr. 920.600,00 Hraðfrystistöð Vestmannaeyja greiðir .... kr. 1.030.000,00 Fiskiðjan h.f. greiðir .................. kr. 1.024.000,00 ísfélag Vestmannaeyja greiðir ........... kr. 588.900,00 Fiskimjölsverksmiðjan h.f. greiðir ...... kr. 853.000,00

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.