Fylkir


Fylkir - 22.04.1966, Blaðsíða 6

Fylkir - 22.04.1966, Blaðsíða 6
.—. Neðan frá sjó. v_________ ________) Gæftir: Síðustu viku hefur haldizt sæmilegt sjóveður, það skásta sem af er þessari vertíð og hefur því verið róið hvern dag. Þó kvaddi veturinn með allsnarpri austan- hrynu og voru sárafáir bátar á sjó sumardaginn fyrsta, svo sumardags hluturinn hefur orðið rýr hjá margri húsmóðurinni að þessu sinni. Netin: Afli í net er enn sáratreg- ur á heimamiðum og eru menn orðnir vondaufir um, að sá guli gefi sig nokkuð til hérna heima. Hlýtur það að vera áhyggjuefni hverjum hugsandi manni, hve heimamiðin hafa algjörlega brugð- izt í vetur. Nokkrir bátar fluttu net sín aust ur í bugtir og hafa þeir flestir afl- að sæmilega og sumir allvel, en yf- irleitt draga þeir tveggja nátta. Sveinn Hjörleifsson á Jóni Stef- ánssyni kom t.d. um daginn með um 50 lestir. Nótin: f nótina hefur aflazt mjög vel að undanförnu og hafa bátarn- ir aðallega sótt austur í bugtir, en einstaka bátar hafa komið með mjög góðan afla af Selvogsbanka- svæðinu, á þriðjudaginn kom Eng- ey þaðan með 100 lestir. Austan úr bugtum hafa komið með mestan afla: Meta 100 lestir, Halkion 94 og Huginn 90 á sunnudag, Seley 98 lestir af ferskum fiski og eitthvað af saltfiski á mánudag. Huginn 90 lestir, ísleifur IV. 85 og Bergur 118 á þriðjudag, en það mun vera mesti afli, sem borizt hefur á land úr einum róðri í vetur. Nótaaflinn er eingöngu rígaþorskur. Botnvarpan: Botnvörpubátarnir hafa fengið eindæma góðan ýsuafla síðustu daga. T.d. kom Guðjón Sig- urðsson með um 50 lestir á sunnu- adg, Suðurey og Baldur voru með 35-40 lestir hvor og Erlingur og Skúli fógeti komu á þriðjudag með hlaðafla eftir daginn. AFLASKÝRSLAN. Um miðjan mánuð eða 15.4. 1966 voru komnar hér á land frá áramót um 15.509 lestir, en á sama tíma í fyrra voru komnar á land 26.690 lestir, Samanburður miðaður við daginn í dag væri ef til vill nokkru hagstæðari, þar sem um síðustu helgi voru beztu afladagar vertíð- arinnar. Hér fara á eftir nöfn þeirra báta, sem höfðu aflað 300 lestir og þar yfir s.l. miðvikudagskvöld. Skálaberg .......... 630 lestir Leó .................. 598 — Andvari............... 530 — Sæbjörg ....;....... 482 — Bergur ................479 — Glófaxi ........... 467 — Þráinn Nk. ;........u,„ 46g Björg SU ................ 4s5 — Suðurey ................. 423 — Stígandi .................418 — Sindri .................. 405 — Júlía .................. 395 — Lundi ................... 369 — Björg II. NK. ........... 367 — Jón Stefánsson .......... 364 — Björg Ve. 5 ............. 357 — Öðlingur ................ 353 — Baldur . ................ 343 — Ver ..................... 342 — Einir SU ................ 327 — ísleifur II. ............ 322 — Fiskaskagi .............. 319 — Stefán Árnason .......... 318 — Kap ..................... 300 — AFNÁM HERAÐABANNS. Framhald af 2. síðu. um ofbýður ástandið eins og það er, og segja að það geti varla versnað. Þetta er blekking og upp- gjöf. Ástandið hlýtur að versna með áframhaldandi undanhaldi. En hvað er þá til ráða? Sem bet- ur fer er hægt að benda á miklu ágætari leið en þá, að opna allar flóðgáttir þess ófarnaðar, sem á- fengisbölið er. Sú leið er að snúast gegn þeirri meinsemd, sem röng afstaða til gildandi laga er. Bönn eru ekki æskileg, en geta verið nauðsynleg. Eiturnautnir ræna menn dómgreind og viðnáms- þrótti. Þess vegna þarf að vernda þá fyrir hættunni. Hvergi mæta menn eins mörgum bönnum og í umferðarlöggjöfinni. Hún er þver- brotin af mönnum ,sem ekki þykj- ast þurfa á neinum fyrirmælum að halda og telja þau sjálfsagt mikla skerðingu á sínum mannrétt indum. Engum heilvita manni dettur í hug, af þeim ástæðum, að afnema umferðarlögin, HELDUR ER HERT Á EFTIRLITI MEÐ FRAMKVÆMD ÞEIRRA. Það er brýnasta þörfin í sam- bandi við áfengislöggjöfina. Það þarf að vera afdráttarlaus krafa foreldra, kennara og alls almenn- ings, og þá um leið afdráttarlaus skylda þeirra, sem með lögreglu- valdið fara. í framkvæmd eru hér- aðabönn lítið annað en tilfærsla á útsölustað, en afnám þeirra veitir enga lausn á áfengisvandamálinu, vegna þess að í því er engin trygg- ing fyrir heilbrigðari hugsunar- hætti eða strangari löggæzlu. Þeir, sem hingað til hafa verið fylgjandi héraðabönnum og öðrum hömlum áfengisvarnarlaganna, hafa engin rök fyrir breyttri afstöðu í þeim vonbrigðum, sem þeir kunna að hafa orðið fyrir. Þeir, sem nú taka afstöðu í fyrsta skipti og þeir sem hingað til hafa talið réttast að menn ættu sem greiðastan að- gang að áfengum drykkjum og öðr- um eiturnautnum, ættu að hug- leiða vel þá reynslu, sem fengizt hefur í næstum aldarlangri baráttu um þetta viðkvæma og vandasama pnáj. Steingrímur Benediktssno. 5=5 SPEGLAR Með og án ramma. Einnig speglar eftir máli. Seglagerð Halldórs VERZLUN VIÐ HEIMATORG Auglýsing um bifreiðaskoðun 1966. Aðalskoðun bifreiða í Vestmannaeyjum 1966 fer fram við lögreglustöðina dagana 2.—20. maí n. k. milli kl. 10 — 12 og 13 — 18. Eigendur ökutækja skulu mæta með tæki sín sem hér segir: Mánudaginn, 2. maí ........... V-1 — V-50 Þriðjudaginn 3. maí ......... V-51 — V-100 Miðvikudaginn 4. maí ....... V-101 — V-150 Fimmtudaginn 5. maí ........ V-151 — V-200 Föstudaginn 6. maí ......... V-201 — V-250 Mánudaginn 9. maí .......... V-251 — V-300 Þriðjudaginn 10. maí ....... V-301 — V-350 Miðvikudaginn 11. maí ...... V-351 — V-400 Fimmtudaginn 12. maí ....... V-401 — V-450 Föstudaginn 13. maí ........ V-451 — V-500 Mánudaginn 16. maí ......... V-501 — V-550 Þriðjudaginn 17. maí ....... V-551 — V-600 Miðvikudaginn 18. maí ...... V-601 — V-700 Fimmtudaginn 19. maí ......... Dráttarvélar Föstudaginn 20. maí .... Bifhjól og reiðhjól með hjálparvél. Við skoðun skulu ökumenn sýna ökuskírteini sín og kvittun fyrir greiðslu skylduvátryggingar. Þá skulu þeir hafa greitt bif- reiðagjöld fyrir árið 1966, þ. e. þungaskatt, skoðunargjald og vá- tryggingu ökumanns, svo og afnotagjald af útvarpi, ef það er í bifreiðinni. Gjöldum þessum er 'veitt viðtaka á skoðunarstað, hafi þau eigi verið greidd áður. Sérstök athygli er vakin á því, að bifreiðar, sem ekki eru færðar til skoðunar á auglýstum tíma, verða teknar úr umferð án frekari fyrirvara, og mega umráðamenn bifreiðanna búast við að þeir verði látnir sæta sektum fýrir vanrækslu, skv. á- kvæðum umferðalaga. Bæjarfógetinn íVestmannaeyjum, 2. apríl 1966. JÓN ÓSKARSSON fltr. Gömlu dansarnir í Alþýðuhúsinu laugard. kl. 10 ELDAR sjá um fjörið. Miða- og borðpantanir í síma 1 milli kl. 5 og 6 á laugardag. TÝf

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.