Fylkir


Fylkir - 21.05.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 21.05.1966, Blaðsíða 2
2. \? FYLKIR Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Kommúnistar Mo eiiig vinstri stjórn í síðasta blaði Fylkis var rétti- lega bent á ummæli Þ. Þ. V. í Framsóknarblaðinu að hér myndi verða mynduð vinstri bæjarstjórn, ef Framsóknarflokkurinn ásamt kommum og krötum fengju nægi- lega marga fulltrúa kosna til þess. í viðtali sem ritstjóri Eyjablaðs- ins á við Sigurð Stefánsson, efsta mann á lista kommúnista, kemur þetta sama alveg greinilega fram. Þar spyr ritstjóri blaðsins, eftir að hann hefur verið með bollalegg ingar um, hvað myndi gerast, ef Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meiri hlutanum. Hvað sýnist þér þá muni taka við? Sigurður svarar orðrétt: „Eg sé ekki betur, en að allir þeir, sem skipa efstu sætin á list- um vinstri flokkanna séu líklegir til að geta haft með sér hið bezta samstarf." Ef einhver hefur verið í vafa fram að þessu, hvað hér myndi taka við, ef Sjálfstæðisflokk urinn fær ekki meirihluta, þarf enginn að efast um það lengur. Vinstri stjórn eins og hér var mynduð eftir kosningarnar 1946, myndi taka við og væri það í sjálfu sér ekki nema eðlileg afleiðing þess, ef vinstri flokkarnir fengju hér 5 menn kjörna samanlagt. Það liggur því alveg óumdeilan- lega fyrir, að kjósendur koma til með að skera úr því með atkvæði sínu á sunnudaginn kemur, hvort bænum verður á næsta kjörtímabili stjórnað af meirihluta Sjálfstæðis- flokksins eða samsteypu vinstri flokkanna, vinstri glundroða eins og reyndin var hér á árunum 1946 til 1954. Um þetta þarf enginn kjósandi að vera í vafa lengur eftir yfirlýs- 'ngar vinstri flokkanna. G. G. 6 efstu menn D - listans Framhald af 1. síðu. inn í bæjarstjórn 1958 og hefur ver- ið það síðan. Innan bæjarstjórnar hefur Jón einkum látið hafnarmál til sín taka og unnið mikið og gott starf á því sviði. Jón er drengskap armaður, réttsýnn, ann sinni heima byggð og vill veg hennar og fólks- ins, er hana byggir sem mestan. Martin Tómasson, forstjóri, 5. maður á lista Sjálfstæðisflokksins, er fæddur hér í Vestmannaeyjum 1915. Eftir skólagöngu erlendis hóf hann störf við verzlun og út- gerð föður síns, Tómasar heit. Guð jónssonar. Eftir lát hans tók hann þar við forstöðu, og hefur hann gegnt því starfi síðan. í sam- bandi við starf sitt við útgerðar- rekstur og sölu á nauðsynjum til útgerðar, hefur Martin aflað sér mjög góðrar þekkingar á öllu, er að útgerð lýtur. Martin starfaði mjög mikið að félagsmálum í æsku innan íþrótta- hreyfingarinnar og var formaður Knattspyrnufélagsins Týs um nokk ur ár. Hin síðari ár hefur hann einkum starfað innan félagssamtaka útgerðarmanna, á sæti í stjórnBáta ábyrgðarfélagsins og Lifrarsamlags ins. Árið 1962 var Martin kosinn fyrsti varafulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í bæjarstjórn. Atvikin hafa hagað því svo, að hann hefur starfað mestan hluta seinasta kjör- tímabils sem aðalfulltrúi. Störf hans innan bæjarstjórnar hefur Martin leyst af hendi með þeim ágætum, að Sjálfstæðisflokkurinn setur hann nú í baráttusæti á lista flokksins. Martin er góður drengur, samvinnuþýður í bezta lagi, kann glögg skil á fjármálum, úrræðagóð ur, og starf hans og umgengni við ti.mrlVWd&SmSVl HERBERGI ÓSKAST nú þegar. Upplýsingar í síma 1618 samborgarana hafa gert það að verkum, að vart getur vinsælli mann. Guðmundur Karlsson er fæddur hér í Eyjum í júní 1936 og er því tæplega 30 ára að aldri. í uppvexti og samfara námi vann Guðmundur við ýmis algeng framleiðslustörf. Guðmundur er góðum gáfum gædd ur og prýðilega menntaður. Hann varð stúdent frá menntaskólanum á Laugarvatni 1957. Að námi loknu hóf hann störf hér í Eyjum og hef- ur lengst af starfað hjá Vinnslu- stöðinni við ýmis stjórnarstörf í sambandi við vinnuhagræðingu og bætt vinnufyrirkomulag. Að félagsmálum í byggðarlaginu hefur Guðmundur unnið mikið, einkum þó meðal ungs fólks. Hann er í stjórn íþróttafél. Þórs, og varð form. Félags ungra sjálfstæðis- manna, Eyverja, á s. 1. ári. Þá er hann í stjórn Vestmannaeyingafé- lagsins Heimaklettur. Félagsmálastörf Guðmundar hafa einkum verið helguð ungu fólki, enda er hann ungur að árum og yngsti maðurinn af þeim mönnum, er skipa 6 efstu sætin á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur er því fulltrúi unga fólksins, góður fulltrúi þess, er hef ur mikinn áhuga á öllum eþim mál- um, er ungt fólk varðar, og öll framkoma hans gefur góð fyrirheit um, að mikils megi af honum vænta við störf í þágu æskunnar, og að menningar- og framfaramál- um byggðarlagsins. ATKVÆÐAGREIDSIA um hvort opna skuli áfengisútsölu í Vestmannaeyjum fer fram sunnudaginn 22. maí 1966 á eftirfarandi stöð- um: í AKÓGESHÚSINU VIÐ HILMISGÖTU: Þar kjósa þeir, sem eiga heima í Vestmannaeyjum og eru ekki nánar staðsettir á kjörskrá, svo og þeir, er eiga heima við Austurveg til og með Hilmisgötu í kjör- skrá. í HÚSI K.F.U.M. VIÐ VESTMANNABRAUT: Þar kjósa þeir, sem heima eiga við Hólagötu til og með Víðisvegi í kjörskrá, og þeir sem eiga heima á bæj- um, sem ekki eru við sérstakar götur í kjörskrá. Kjörfundur hefst kl. 0900 og lýkur kl. 2300. KJORSTJORNIN Jóhannes Brynjólfsson, Sigm. Andrésson, Sighv. Bjarnason Bílaeigendur, Þeir bílaeigendur, er vilja lána Sjálfstæðisflokknum bifreið- ar sínar á kjördag, gjöri svo vel að láta Kristján Torfason á kosn- ingaskrifstofu flokksins í Samkomuhúsinu vita sem allra fyrst. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN. m -¦»—¦¦—-¦¦

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.