Fylkir


Fylkir - 21.05.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 21.05.1966, Blaðsíða 1
Mólgagn Sjálfstæðis* fiokksans fr 18. árgangur. Vestmanaeyjum, 21. maí 1966. J&. tölublað 6 efstu menn D - listans mannaeyjar og hefur verið þingmað ur Vestmannaeyja síðan. Hið langa starf Guðlaugs Gíslasonar að bæj- ar- og landsmálum hefur aflað honum mjög góðrar þekkingar á bæjar- og félagsmálum, og hefur sú þokking hans komið að mjög góð- um notum í þeim miklu störfum, er hann hefur innt af hendi fyrir bæjarfélagið. Guðlaugur er dug- mikill framfaramaður, er fyrst og fremst Vestmannaeyingur og hefur ávallt borið hag byggðarlagsins fyrir brjósti, svo sem störf hans í þágu Vestmannaeyja bera vitni Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri er fæddur á Stafnnesi í Gullbringu sýslu 1908, en fluttist til Vestmanna eyja 4 ára gamall og hefur dvalið hér síðan. Guðlaugur byrjaði þeg- ar í sesku að taka þátt í ýmiskon- ar félagsmálum, einkum þó innan íþróttahreyfingarinnar. Var hann m. a. í stjórn íþróttafélagsins Þórs um árabil. Guðlaugur var fyrst kosinn í bæjarstjórn 1938 og hefur setið þar um aldarfjórðungs-skeið. Bæj- arstjóri var Guðlaugur kosinn 1954 og hefur verið það síðan. Árið 1959 var hann kosinn á þing fyrir Vest- X D Sjálfstæðisfólk XD Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksinns er í Samkomuhúsinu, Vestmannabraut 19, sími 2233. Hafið samband við skrifsfofuna og gef- ið upplýsingar um það sjálfstæðisfólk, er kann að verða utanbæjar á kjördag. Skrifstofan er opin frá kl. 10,00 til 12,00, 14,00 - 19,00 og 20,00 - 22,00. KJÓSIÐ D-LISTANN. Gísli Gíslason, stórkaupmaður,^ er skipar annað sæti á lista Sjálf-^_, stæðisflokksins við bæjarstjórnar- s kosningarnar, er fæddur hér í Vest mannaeyjum 1917 og hefur dvalið allan sinn aldur hér í Eyjum. Hóf þegar í æ.^ku verzlunarstörí og hof- ur undanfarin ár rekio umfangs- mikla byggingar- og heildverzlun. Hefur tekið mikinn þátt í ýmiskon- ar félagsmálum innan héraos og þá að jafnaði í forystu. Gí.sii heíur tekið mikinn þátt í starfi Sjálf- stæðisflokksins, var kosinn í bæj- arstjórn fyrir Sjálfstæðisfl.. 1962 og þá kosinn forseti bæjarstjórnar. Var hann settur bæjarstjóri hér 1960—61. Störf sín í þágu bæjarfé- lagsins hefur Gísli leyst af hendi með rnikilli prýði og ber mjög fyr- ít brjósti vöxt og viðgang þessa bæiarfélags. Gísli hefuv gott vit á fjármnlum, er vinsæll og einn af þeim mönnum, er vill hvers manns vanda leysa. \*~*~*-~-~-~'~-*r-*--*--*--*-^-^-~~* Björn Guðmundsson er fæddur hér í Vestmannaeyjum árið 1915. Menntun sína hlaut Björn í Sam- vinnuskólanum og útskrifaðist hann þaðan með mjög góðri eink- unn. Hann hefur stundað hér verzl- unarstörf frá því hann var á unga aldri og hefur hann um margra ára skeið rekið eigin verzlun. Út- gerð hefur hann einnig rekið all- mörg undanfarin ár og þannig tek- ið virkan þátt í atvinnulífinu hér. Björn hefur tekið mikinn og virkan þátt í félagsmálum Vest- mannaeyinga. Hann átti sæti í bæj- arstjórn um átta ára skeið frá 1946 til 1954 og einnig í útgerðarstjórn. Var þetta á þeim tíma, er vinstri menn réðu hér bæjarmálunum. Var það ekki sízt fyrir harðfylgi Björns í útgerðarstjórn að ofan á varð að bæjarfélagið losaði sig við rekstur togaranna fyrr en önnur bæjarfé- lög. Formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja var Björn á árun- um 1955 til 1963 og hefur starf- semi útgerðarinnar alltaf staðið honum mjög nærri. Hann er nú formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna hér í Vestmannaeyjum. Björn Guðmundsson er harð- duglegur og fylginn sér að hverju sem hann gengur og vel til forystu fallinn. Mun hann nú eins og áður reynast vel hlutgengur í bæjar- málunum og mikils af honum að vænta þar. Jón í. Sigurðsson, hafnsögumað- ur, 4. maður á lista Sjálfstæðis- flokksins, er fæddur hér í Vestm.- eyjum 1911. Vann hann í æsku og framan af ævi ýmis störf á sjó og landi, gerðist hafnsögumaður hér í Eyjum 1947 og hefur verið það síð- an. Störf sín sem hafnsögumaður hefur hann innt af hendi með sér- stakri prýði og kostgæfni og ver- ið mjög farsæll í starfi. Jón varð aðalfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk- Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.