Fylkir


Fylkir - 27.05.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 27.05.1966, Blaðsíða 1
 Malgogii Sjalfstæðis* ílokksínsj 18. árgangur. Vestmanaeyjum, 27. maí 1966 20. tölublað 5k.->> •s ^BO«,<^<«: t-W ¦¦ ¦¦VtKtAim-^i **w» ^vjm^A"!*"^1- -4.. 1 >-^-ív.> l^ \J . :'V^'íi*í<:^« Sumarbúðirnar Til þess að fyrirbyggja misskiln- ing, sem frétt í 13. tbl. Fylkis kynni að valda, er rétt að taka þetta fram: Frá upphafi var fyrirhugað að byggingarframkvæmdir og kostn- aður greindust í tvo þætti: 1. Sameiginlega önnuðust bæjar- og sveitarfélögin byggingu aðal- húss og annað, sem varðaði sum- arbúðirnar í heild. Allir aðilar voru fúsir til þess- arar þátttöku og lofuðu bæirnir að greiða 50 þús. kr. á ári í fimm ár. Til þessara hluta rennur framlag Vestmannaey j abæ j ar. 2. Svefnskálar yrðu svo byggðir sem einkaeign byggða eða félaga- samtaka og bæru þeir aðilar allan kostnað af byggingu og rekstri þess ara svefnbúða. Aðeins grunnurinn verður byggð ur fyrir fé úr sameiginlegum sjóði. Fljótlega kom fram hugmyndin um, að nota sumarbúðirnar fyrir skólahald að vetrinum og var þá einkum hugsað um börn, sem af einhverjum ástæðum, öðrum en greindarskorti, þyrfti að koma fyr- ir utan heimila sinna. Þessari hugmynd hefur stöðugt aukizt fylgi og er málið nú komið á það stig, að aðeins er eftir að ganga frá endanlegu samkomulagi við menntamálaráðuneytið. En þang að til því hefur verið lokið, hafa byggingaframkvæmdir við aðal- húsið stöðvazt. í fyrrasumar var grunnur aðalhússins byggður, en i sumar verður ekki haldið áfram við það af ofangreindum ástæðum. En í júní n. k. verða tilbúnir nokkrir grunnar að svefnskálum og hefur sóknarnefnd Vestmanna- eyjaprestakalls ákveðið að byggja á einum þeirra nú í sumar. Gerð hefur verið kostnaðaráætl. að bygg ingu þessari fokheldri og var þess óskað, að hún yrði sem nákvæmust sundurliðum, til þess að áhugahóp- ar eða einstaklingar gætu tekið að sér að bera kostnað ákveðinna at- riða byggingarinnar, ef þeir ósk- uðu þess. Af þessum atriðum má nefna eftirfarandi: , Sperrur iy2x4 18 stk. kr.13500,00 Þakklæðning 7/8x6 125 ferm. kr. 12500,00 Þakpappi 125 ferm. kr. 2500,00 Þakjárn 125 ferm. kr. 9200,00 Vatnsklæðning 280 fet. 12600,00 Timbur í þakband 450 fer kr. 3050,00 Bráðabirgðagler 10 ferm. 2000,00 Ýmislegt kr. 1650,00 \ Þess er vert að geta, að þegar á- ætlun þessi var lögð fram, reið for maður sóknarnefndar, Friðfinnur Finnsson, á vaðið og lofaði að sjá um þakjárnið. Verður sá höfðings- skapur hans vonandi hvatning til eftirbreytni. Að því er varðar fram kvæmdir verksins er það að segja, að Sigurlinni Pétursson, bygginga- meistari, mun annast hana, en hann hefur unnið við sumarbúðirn ar frá upphafi og gert kostnaðar- áætlun þá, sem fyrir liggur. Steingr. Benediktsson. Meíríhlutí vínstrí flohkanna Sjólfstæðismenn haldo atkvæðamagni frá seinustu bæjarsfjórnarkosningum en fapa ein- um fulltrúa. í Vestmannaeyjum voru 2697 á kjörskrá, þar af kusu 2456, e'ö'a 91%. — Atkvæði féllu þannig: A listi 391 (270) 1 (1) B listi 508 410 2 (1) D listi 1037 (1026) 4 (5) G listi 478 (493) 2 (2) Auðir seðlar voru 35 og ógildir Kosnir voru af A-lista, Magnús H. Magnússon. Af B-lista, Sigur- geir Kristjánsson og Jóhann Björns son. Af D-lista, Guðlaugur Gísla- son, Gísli Gíslason, Björn Guðm- undsson og Jón í. Sigurðsson. Af G-lista Sigurður Stefánsson og Garðar Sigurðsson. Coflpúðaskip Eitt af mörgu, sem þörf er á fyr- ir þá, sem eyjar byggja, er að sam- göngur og samgöngutæki séu örugg ar og sem beztar, að í þeim efn- um sé reynt að tileinka sér allar nýjungar í samgöngutækni, til þæg inda og hagsbóta fyrir þá, sem þurfa að ferðast eða að fá fluttan farangur. Loftbrú milli lands og Eyja með loftpúðaskipi, mundi verða okkur til ómetanlegs gagns og nytsemdar. Loftpúðaskip eru þegar búin að sanna notagildi sitt sem flutninga tæki, og reynslunni ríkari við svip aðar aðstæður og hér eru flug yf- ir sjávarsund, eru farartæki, sem okkur er full þörf á til afnota. Vestmannaeyingar hafa á mörg- um sviðum verið brautryðjendur fyrir nýjungum, sem síðar hafa orðið til hagsældar fyrir land og þjóð í heild. Loftpúðaskip er veruleiki og tæknitæki, farkostur, sem hefur Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.