Fylkir


Fylkir - 04.11.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 04.11.1966, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R Málgagn SjálfstæSisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingast jóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Og þá var sfofnað félag... Menn veltu því fyrir sér, hvað það ætti að fyrirstilla fyrir stuttu síðan, þegar boðað var til stofn- fundar Alþýðubandalagsfélags í Vestmannaeyjum. Fundurinn var haldinn með pomp og prakt, og var meira að segja svo merkilegur og yfirgripsmikill, að ekki var hægt að gera honum full skil á einu kvöldi, heldur verður að hafa fram hald seinna, þegar ástæða þykir til. Á fundinum var samt sem áð- ur hægt að gera ýmislegt hið nauð synlegasta, svo sem að kjósa í stjórn félagsins. Heldur hafði fund ur þessi þótt þunnskipaður og að- eins kjarninn úr liðinu, sem mætti- En eins og áður er sagt, voru menn að velta því fyrir sér, hvers vegna slíkt óðagot hefði verið á um stofnun þessa félagsskapar. Og sú skýring lét ekki á sér standa. Stuttu seinna var auglýstur lands- fundur Alþýðubandalagsins og skyldi fara fram í Reykjavík. Þá skildu menn nauðsyn félagsstofn- unarinnar hér í bæ. Auðvitað urðu Vestmannaeyingar að hafa sína fulltrúa á því þingi og var þá ó- likt skemmtilegra, að þeir kæmu frá félagi þar, heldur en þeir væru að pokast einir sins liðs og án fé- lagsanda á landsfundinum. Enda var sent héðan mikið lið og frítt til þátttöku og mun hafa staðið sig vel, að því er sagt er. Reyndar voru þeir Alþýðubanda lagsmenn hér í Eyjum ekki einir um að stofna til félagsskapar fyrir landsfundinn, heldur upplýsti Þjóð viljjnn, að tvö önnur byggðarlög hefðu stofnað sín félög og þótti að vonum mikið til um áhugann. Svo var landsfundurinn haldinn og mikið um dýrðir eins og vera bar. í fréttum frá fundinum var mikið talað um einhug þann og Rekstur Skipaútgerðarinnar hef- ur undanfarna mánuði mjög verið í sviðsljósinu. Hinn mikli taprekst ur útgerðarinnar, sem nam t. d. yf- ir 40 millj. króna s. 1. ár, hefur vakið mikið umtal og deilur. Augljóst er, að síaukinn reksturs kostnaður skipanna, samfara minnk andi flutningum eiga höfuðorsök- ina á því, hvernig komið er. Strandferðaskipin þjóna nú ekki því meginhlutverki, sem þeim var upphaflega ætlað. Bifreiða- og flugsamgöngur hafa svo til kippt öllum grunni undan afkomumöguleikum Skipaútgerð- arinnar. Eg rak upp stór augu, er ég fyr- ir 2—3 árum var staddur í Reykja vík að vetrarlagi. Var þá verið að hlaða 3 vörubif reiðar af stærstu gerð — en förinni var heitið norður, austur og suður til Hornafjarðar, — en skammt frá bifreiðunum lágu strandferðaskip, með hálftómar vörulestar sínar. Þetta atvik kom upp í huga mín- um, er ég frétti á dögunum af nýj- Blaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Flugfélagi ís- lands: Hinn 1. nóvember s. 1., gengu í gildi sérstök fjölskyldufargjöld á flugleiðum milli íslands og Norðurlanda og gilda þau til 31. marz 1967. Þetta er annar veturinn, sem samstöðu, sem ríkt hefði og hefði einkennt starf fundarins. Það er þá af sem áður var' innan þessa flokks, því ekki er þess langt að minnast, þegar allt logaði þar í innbyrðis deilum og leit ekki út fyrir annað en flokkurinn myndi klofna af þeim sökum. Annaðhvort hafa þá ráðamenn flokksins jafnað deilurn ar sín á milli, eða þeir hafa slíðrað sverðin rétt meðan á fundinum stóð. Hvað sem því líður, hafa ráða- menn flokksins hérna séð, að þörf væri á stofnun félags til að geta komið sínum mönnum suður og þess vegna rokið í að stofna félag ið. Og nú tála menn um það sín á milli, hvort framhaldsfundur þessa fundar, sem aldrei lauk, verði fyrr en auglýst verður til næsta landsfundar. um fargjaldahækkunum Skipaút- gerðarinnar frá Reykjavík til Vest mannaeyja, sem er um 25%, — var kr. 350,00 en verður kr. 460. — Á sama tíma lækkar fargjaldið frá Reykjavík til Hornafjarðar um 25%. — Var kr. 925,00 en verður kr. 700.00. Vestmannaeyingar hafa aldrei færzt undan að greiða til sameigin- legra þarfa þjóðfélagsins, en fram- koma Skipaútgerðarinnar, sem bent hefur verið á hér að framan, er ólíðandi. Það var haldið, að á- kvörðun ráðamanna Skipaútgerðar innar um vatnsflutningana í fyrra, þar sem reiknað var 100 kr. flutn- ingsgjald á tonnið, væri hámark í ósanngirni, en hvað finnst mönn- um um þetta nýjasta dæmi? Hve lengi á að líða Skipaútgerð- inni að vega í sama knérunn og láta Vestmannaeyinga gjalda þess vegna aðstöðu sinnar að þurfa að skipta meira við Ríkisskip en nokkrir aðrir landsmenn. þessi hagstæðu fargjöld eru í gildi, en þeim var komið á fyrir frumkvæði Flugfélags íslands og fékk félagið þau samþykkt á ráðstefnu Alþjóðasambands flug félaga, IATA, sem haldin var í Aþenu árið 1964. Fjölskyldufargjöldin til Norð- urlanda eru háð svipuðum regl- um og þau fjölskyldufargjöld, er gilda á flugleiðum Flugfélags ís- lands innan lands, en samkvæmt þeim greiðir forsvarsmaður fjöl- skyldu fullt fargjald en aðrir fjölskyldumeðlimir, (maki og börn upp að 26 ára aldri) að- eins hálft gjald. Það skal tekið fram, að enda þótt Flugfélag fslands hefði frumkvæði um setningu þessara hagstæðu fjölskyldufargjalda, milli íslands og Norðurlanda, þá njóta farþegar annarra flugfé- laga, sem fljúga á sömu flugleið um, Loftleiða og Pan American, sömu kjara. Reykjavík, 21/10 1966. Það er vissulega ánægjulegt, að flugfélögin skuli bæta þjónustúna við neytendur, svo sem hér að fram an greinir, en það er einnig leitt til þess að vita, að hún skuli versna á öðrum sviðum. Starfsemi Eyjaflugs hefur nú lagzt niður að mestu leyti, en það er ekkert launungar- mál, að samkeppnin, sem það fé- lag veitti Flugfélaginu, hélt niðri fargjaldinu og varð meira að segja til þess, að það lækkaði- En eftir að Eyjaflug hætti starfsemi sinni (eða minnkaði hana) hefur fargjald ið aftur rokið upp og ýmis hlunn- indi, sem áður voru, svo sem af- sláttur, ef keypt var far fram og til baka, verið afnuminn. Þá er enn ó- talinn einn þáttur, sem valdið hef- ur talsverðri óánægju meðal far- þega. Sjálfsagt hefur þótt að hafa og starfrækja bifreið, sem æki far- þegum til vallar og frá. Áður fyrr var þessi þjónusta ókeypis fyrir farþegana, en nú er tekið gjald fyr ir ökuferðina. í sjálfu sér væri ekk- ert við gjaldi þessu hægt að amast, ef því væru sett hæfileg mörk. En eins og það er núna, er það óhæfir lega hátt, 20 kr. fyrir ferð út á flug völl. Mun þetta vera dýrasta far- gjald fyrir ökuferð, sem um getur Framhald á 4. síðu. Jóhann Friðfinnsson. Frá Flugfélaginu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.