Fylkir


Fylkir - 21.04.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 21.04.1967, Blaðsíða 2
2. FYLK1R &MAMH ssssssss BLIKUR Á LOFTI iiiii Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Fylkir og bhftoy Verðir laganna hér í Vestmanna- eyjum eru flestir hverjir mestu á- gætismenn í sínu starfi, enda vel liðnir af bæjarbúum. Þó geta þeir auðvitað stigið sín feilspor, eins og aðrir dauðlegir menn, enda ætlast víst enginn til þess af þeim að þeir séu almáttugir eða alvitrir við sitt starf. Síðastliðinn föstudag, þegar af- greiðslumaður Fylkis var á leið inn í Samkomuhúsið með blaðið, beið stór og álitlegur hópur sölu- barna fyrir utan eins og vanalegt er, pegar Fylkir kemur út. Svo vildi til, að þennan sama föstudag heiðraði hinn ágæti sjávarútvegs- málaráðherra Sovétríkjanna, Yz- kov, Vestmannaeyjabæ með heim- sókn sinni, og var honum haldið hóf í Samkomuhúsinu. Svo vildi til, að hófið var haldið á þeim tíma, sem verið hefur afgreiðslu- tími Fylkis um undanfarin ár. Eitt- hvað rann þetta í skapið á lög- regluþjóni þeim, sem hélt vörð fyrir utan húsið, sem annars er hinn bezti og dagfarsprúðasti mað- ur, og spurði hann, hvað allur þessi krakkaskríll væri að þvælast hér. Að áliti þess, sem þetta ritar, var nú heldur lítil ástæða til að fara að rjúka upp af því tilefni, að Framhald af 1. síðu. Það hefur verið eitt uppáhalds- umræðuefni kommúnista að ræða um klíkuskap og ósamlyndi í öðr- um flokkum, og hafa þeir smjattað óspart á, ef þeir þykjast hafa kom izt á snoðir um slíkt. Trúlega munu þeir láta það ógert hér eftir, það væri að tala um snöru í hengds manns húsi. Lítið hefur heyrzt í Alþýðu- bandalagsmönnum hér í bæ í sam- bandi við Reykjavíkurframboðið. Má vel vera, að þeir séu búnir að sætta sig við það rothögg, sem þetta er fyrir flokkinn í heild. Von andi hafa þeir nú valið sér sjálfir eigin grafskrift. Far þú í friði Alþýðubandalag, blessuð veri minning þín. S. J. BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. jTn mAtfAvsoS:í7i. Skrifstofa: Drifanda við Bárugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. Sími 1847. nokkrir duglegir krakkar vilja vinna sér inn aura með blaðasölu, og það þótt háttsettur maður heim sæki bæinn. Það er þá ekki merki- legur maður Yzkov, ef þetta hefur farið í taugarnar á honum. Því miður höfðu forráðamenn Fylkis ekkert verið látnir vita af umrædtíu hófi í Samkomuhúsinu, en sjálfsagt hefði verið að afgreiða blaðið einhvers staðar annars stað ar, ef svo hefði verið um beðið. Svo var þó ekki og því fór sem fór. Vonandi hefur þó samkvææmið farið hið bezta fram, þrátt fyrir þennan annmarka, og óskandi að ekki hafi staðið í neinum matur- inn, þó að sölubörnin væru af- greidd á sama tíma og honum var rennt niður. S. J. I ! Auglýsing um skoðun ökutækja 1967. Aðalskoðun bifreiða í Vestmannaeyjakaupstað 1967, fer fram dagana 4-20. maí n.k. á tímanum kl. 10-12 og 13-18. Skoðunin fer fram við lögreglustöðina við Hilmisgötu. Eigendum vélknúinna ökutækja ber að mæta til skoðunar með ökutæki sín, svo sem hér segir: Miðvikudaginn 3. maí: Bifreiðar V—1 til V—50 Föstudaginn 5. maí: Bifreiðar V—52 til V100 Laugardaginn 6. maí: Bifreiðar V—101 til V—150 Mánudaginn 8. maí: Bifreið,ar V—151 til V—200 Þriðjudaginn 9. maí: Bifreiðar V—202 til V—250 Miðvikudaginn 10. maí: Bifreiðar V—251 til V—300 Fimmtudaginn 11. maí: Bifreiðar V—301 til V—350 Föstudaginn 12. maí: Bifreiðar V—352 til V—400 Laugardaginn 13. maí: Bifreiðar V—401 til V—450 Þriðjudaginn 16. maí: Bifreiðar V—451 til V—500 Miðvikudaginn 17. maí: Bifreiðar V—501 til V—550 Fimmtudaginn 18. maí: Bifreiðar V—552 til V—600 Föstudaginn 19. maí: Bifreiðar V—601 til V—649 Laugardaginn 20. maí: Bifreiðar V—651 til V—777 Mánudaginn 2. maí: Bifreiðar með öðrum númerum og ökutæki með einkennismerkj- um annarra umdæma. Þriðjud. 23. maí: Dráttarvélar V.d. — 1 til V.d. — 36 Miðvikud. 24. maí: Bifhjól V — 1001 til V — 1011 og létt bifhjól V(R) — 1 til V(R) — 111 Eigendur eða ökumenn skulu við skoðunina framvísa skrán- ingarskírteinum („skoðunarvottorðum) ökutækjanna, ökuskírtein- um, ljósastillingarvottorðum og kvittunum fyrir greiðslu ábyrgð- artryggingariðgjalda („skylduvátryggingar") til 1. maí 1968. Við skoðunina ber að greiða bifreiðagjöld ársins 1967; þ. e. þungaskatt, skoðunargjald, vátryggingu ökumanns, atvinnutrygg- ingariðgjald (ef því er að skipta) og hægri-handar-aksturs-gjald, séu þau eigi áður greidd. Þá ber og að greiða útvarpsafnotagjald (ef því er að skipta), en sýna kvittun fyrir greiðslu þess ella. Vekja ber sérstaka athygli á, að ökutæki, sem eigi eru færð til skoðunar á tilgreindum tíma verða tekin úr umferð án nokkurs fyrirvara, hvar sem til þeirra næst, auk þess, sem umráðamenn verða látnir sæta refsingum að umferðarlögum fyrir vanræksl- una, enda hafi viðkomandi umráðamenn ekki áður tilkynnt um ástæður fyrir vanmætingu, og þær ástæður verið metnar gildar. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 14. apr. 1967. PÉTUR GAUTUR KRISTJÁNSSON, fltr. HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG Ö 31 i —I MW HÚSGÖGN í ALLA ÍBÚÐINA ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT % o IS/I (9 2 X (9 % X (9 S X U> s X rii Húsgagna- og gólfleppaverzlun Marinós Guðmundssonar Brimhólabraul 1. — Sími 1200. DAGSTOFAN, sófasett, sófaborð, innskotsborð, vegghúsgögn, hvíldarstólar, ruggustólar. BORÐSTOFAN, skápar, borð, stólar. SVEFNHERBERGIÐ, rúm, náttborð, dýnur, snyrtiborð. ELDHÚSIÐ, borð ýmsar gerðir og stærðir, stólar, kollar. HERBERGIÐ, svefnsófar, svefnbekkir, stólar, skrifborð, borð. GANGURINN, símaborð, stólar, spegilþillur, kommóður. GÓLFTEPPr, horna á milli og eftir máli, margir verðflokkar. Munið okkar hagkvæmu greiðsluskilmála. X t O X t o X t o X £ o X t o HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMC

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.