Fylkir


Fylkir - 06.10.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 06.10.1967, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Sími 1920 Auglýsingast jóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Flísin í auga náungans íslendingar hafa löngum fengið orð fyrir að vera aðfinnslusamir, og láta sig flesta hluti skipta. Slíkt er að vissu leyti gott innan hæfi- legra takmarka. En þegar að því kemur að ætla sér að fara að siða aðrar þjóðir til og kenna þeim aðra hætti en þar hafa viðgengizt, vill skörin oft fara að færast upp í bekkinn. Fyrir skömmu síðan var sýnd kvikmynd í sjónvarpinu frá Fær- eyjum, þar sem meðal annars var sýnd slátrun sauðfjár. í mynd þess ari sást meðal annars það sem bannað er nú með lögum á íslandi, að lifandi fé sé látið ganga innan um það sem slátrað hefur verið. Strax daginn eftir útsendinguna fylltust fjölmargir heilagri vand- lætingu í garð frænda vorra Fær- eyinga, að þeir skyldu láta slíkt viðgangast enn í dag, þar sem slíkt þekktist nú ekki á íslandi lengur. Enginn skyldi skilja það sem svo, að sá sem þessa grein skrifar sé á einn eða annan hátt andvígur þeim lögum, sem sett hafa verið um meðferð sláturfjár á fslandi, en hitt er annað mál, að hann er andvígur þeim, sepi ætla sér að kenna öðrum þjóðum siði og venj- ur eftir sínu höfði. Ef Færeyingar hafa þennan hátt á og finnst allt í lagi með hann, þá þýðir ekki fyi- ii íslendinga að fetta fingur út í það, þeir hljóta að ráða sínum mál- um sjálfir, hvort sem þau eru æskileg eða ekki frá okkar sjónar- hóli séð. Eitt algengt dæmi um svipað efni má taka um íslend'.nga, sem farið hafa utan, þegar þeir hafa ætlað sér að venja útlendinga af þeim „ósið’ að þiggja þjórfe. Eg hef sjólfur orðið áhorfandi og á- heyrandi að því, að fslendingur Gunnar Sigurmundsson, annar fulltrui kommúnista í bæjarstjórn, skrifar grein í blað sitt Bergmál hinn 28. f.m. um vatnsveitu kaup- staðarins. Ber greinin heitið „Á vatnsveitan að verða féþúfa fyrir ríkið?” Er fyrirsögn greinarinnar lýsing á efni hennar í samanþjöpp- uðu formi. í grein þessari segir meðal annars orðrétt: „En hvernig lítur þá dæmið út, hvað viðkemur byggðarlaginu og því opinbera? f greinargerð, sem birtist í síðasta tölublaði Bergmáls, frá Magnúsi H. Magnússyni bæj- arstjóra, er gert ráð fyrir að af þessum 103 milljónum kr. greiði ríkið aðeins rúmlega 10% eða 11 milljónir króna.Það er allt og sumt.” Hér eru á mjög vítaverðan hátt rangtúlkuð ummæli bæjarstjóra, þar sem hann tekur það greinilega frapi í viðtali sínu við blaðið, að umræddar 11 milljónir sé áætlað ríkisframlag fram að 1970 og gefur síður en svo í skyn að þar sé um nokkra endanlega tölu um ríkis- framlag að ræða. Og enn heldur ritstjóri Bergmáls áfram og segir orðrétt í umræddri grein: „Mun láta nærri að tollar af efni því, sem flytja þarf inn til vatnsveitunnar í heild nemi um 18 milljónum kr. og ekkert bend- ir til þess að ríkið sé tilkippilegt til að gefa eftir þessa tolla. Það er því sýnt, að ef greiða þarf tollana ætlar ríkið ekki aðeins að humma fram af sér að greiða eyri til þess- ara miklu framkvæmda, heldur bókstaflega að græða á þeim 7 milljónir króna.” Eg verð að viðurkenna, að ekki er gott að átta sig á því hvað rit- stjóri Bergmáls er að fara með úthellti sér ærlega yfir þjón einn, sem vænti þess að fá fé í ómaks- laun fyrir sína þjónustu. Maður þessi lét hann óspart heyra, að þjórfé væri óþekkt fyrirbrigði á íslandi, og þess vegna væri þetta hinn mesti ósiður, sem ekki þýddi að bjóða sér upp á. Þessi maður og fleiri hans líkar athuga ekki, að sinn er siður í landi hverju og ekki þýðir að breyta landsháttum eftir sér held- ur verður að samræma sínar gerð- ir við landshætti og aðlagast þeim. Og skyldi það ekki vera al- gengt meðal íslendinga að þeir sjái flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin? S. J. sem ehhi Jœr staðist grein sinni, ef hann ætlast til að litið sé á blað hans, sem hlutlaust, því fullyrðingar hans eru utan við allan raunveruleika. Það sem skeð hefur í sambandi við vatnsveitumálið frá hendi rík- isvaldsins er þetta. í fyrsta lagi létu þau ráðuneyti, sem málið heyrir undir, það er fjármála- og félagsmálaráðuneytið, efnahagsstofnunina gera kostnaðar áætlun um framkvæmdina og reikna út rekstursgrundvöll henn- ar miðað við þau lán, sem ætlað var á fyrirtækinu þyrftu að hvíla. Var þetta eðlileg og óhjákvæmi- leg forsenda frekari fyrirgreiðslu frá hendi ríkisins. í öðru lagi heimilaði fjármála- ráðherra mér að tjá bæjaryfirvöld- p(m hér, að ríkisábyrgð myndi verða veitt fyrir lánum vegna stofn kostnaðar veitunnar. Einnig þetta var nauðsynleg forsenda þess að bæjaryfirvöld gætu hafizt handa um framkvæmd verksins og leitað eftir lánum til þeirra, sem vart myndu fáanleg hvorki innanlands né erlendis, nema að slík ábyrgð væri fyrir hendi. í þriðja lagi samþykkti fjármála ráðherra, fjárveitinganefnd og Al- þingi að taka 3 milljónir kr. inn á fjárlög þessa árs til vatnsveitu- framkvæmda hér. Er þar með feng in staðfesting á að framkvæmdin er af hálfu ríkisvaldsins viður- kennd, sem styrkhæf samkvæmt vatnsveitulögunum, en þau heim- ila allt að 50% ríkisframlags til stofnæða vatnsveitna, eftir ákvörð- un fjárveitinganefndar og Alþing- is hverju sinni. Eg tel að þetta sýni að fyrir- greiðsla ríkisvaldsins í sambandi við vatnsveituframkvæmdirnar hér hafa fram að þessu verið með al- veg eðlilegum hætti og gert Vest- mannaeyingum kleift að ráðast í þær. Hitt er annað mál að það ligg- ur ekkert fyrir um enn hvað end- anlegt ríkisframlag verður til vatnsveitunnar, það er á valdi fjárveitinganefndar og Alþingis að ákveða það og hefur málinu ver- ið vel tekið af þessum aðilum og sérstaða okkar með öflun neyzlu- vatns viðurkennd með þriggja milljón króna ríkisframlaginu á fjárlögum þessa árs, sem er hærri upphæð en veitt var til allra ann- arra vatnsveitna í landinu saman- lagt árið 1966. Staðhæfingar ritstjóra Bergmáls, um að búið sé að ákveða endan- legt ríkisframlag til vatnsveitunnar er tilhæfulaust og sagt alveg út í bláinn og ummæli bæjarstjóra í því sambandi rangtúlkuð, þar sem, eins og að framan greinir, liggur enn ekkert fyrir um hvað end- anlegt ríkisframlag til vatnsveit- unnar verður og því ekki hægt, hvorki fyrir hinn hlutiausa rit- stjóra Bergmáls eða aðra að nefna nokkra tölu í því sambandi. Guðl. Gíslason. Framhald a£ í. síðu. smyrja og ryðverja bifreiðir og einnig rafgeymahleðslu, svo að nokkuð sé nefnt. Ef menn skyldu verða fyrir því óhappi, að hjá þeipi spryngi, og vara- hjólið reyndist ekki með í ferð- inni, þurfa þeir ekki annað að gera en hringja í 2132, sem er sími Bílaþjónustunnar og koma þeir þá samstundis, sækja dekk- ið, gera við það og setja undir aftur. Þá má og geta þess að lokum, að eigi menn í erfið- leikum með að koma bifreið sinni á smurstöð vegna vinnu eða annars, sækja þeir bifreið- arnar heim og skila þeim aftuv að smurningu lokinni. Fylkir vill árna þeim félög- um allra heilla með hið nýja fyrlrtæki og vonast til, að bif- reiðaeigendur í Eyjum kunni að meta þá fyrirgreiðslu, sem þeir veita. BBCBSaB Til sölu! eitt sett (24 bindi) af alfræðiorða- bókasafni, ENCYCLOPÆDIA BRITANNICA. Upplýsingar í síma 1389, eftir klukkan 7 á kvöldin. í*4. j .tí m Til sölu! Tvíbreiður svefnsófi og Master Mixer hrærivél. — Gott verð. Upplýsingar í síma 1320. Bifreið lil sölu. Volkswagen bifreið til sölu. Upplýsingar í Skóvinnustofunni, Kirkjuvegi 15.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.