Fylkir


Fylkir - 06.10.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 06.10.1967, Blaðsíða 4
Neðan frá sjó. V----------------------------J Gæftir: Segja má að gæftir hafi verið !með bezta móti, ég tala nú ekki um ef miðað er við árstíma. Hæg norðausta og austan átt ríkj- andi. Trollbátarnir: Bátunum er stunda botnvörpuveiðar hefur heldur fækkað seinustu dagana. Menn nota gjarnan þennan árstíma til þess að setja bátana á land, hreinsa þá og mála eftir sumarúthaldið. Afli þeirra báta er enn eru á trolli hefur verið sáratregur, 6-8 tonn eftir 3 til 4 daga túr er algengast. Þó er það alltaf bátur og bátur, er rekur í afla, en í heildinni má segja að sáratregt sé, svo sem fyrr er sagt. Er sama hvar reynt er, ef til vill hvað skárst hérna heima við. — Humarveiðin: Humarveiðileyfin runnu út núna um mánaðarmótin. Eftirtekjan hjá humarbátunum er lakarí heldur en í fyrra. Er þar þyngst á metaskálunum að hum- arinn er veiddist í sumar var mikl- um mun smærri heldur en á s.l. sumri, og aflinn þar af leiðandi miklu verðminni. Það bætti að visu upp að bolfiskafli humarbát- anna var meiri en í fyrra, svo að þeir, sem heppnastir voru höfðu svipað aflaverðmæti eftir sumarið og á s.l. sumri. Nokkur uggur er í mönnum um framtíðina, hvað hum arveiðar áhrærir, þar sem humar- inn er veiddist í sumar var svo mikið smærri í ár. Virðist mörg- um það benda til þess að um of- veiði sé að ræða. Ekki þarf það þó endilega að vera. Vonandi er um áraskipti í þessum veiðaskap að ræða, hvað viðvíkur magni og stærð. Þessi veiðiskapur er svo til nýr af nálinni hér við land, svo af þeim sökum þekkja menn lítt til hátternis og lífshlaups, þessa góm- sæta fisks. Rannsókna hér um er mikil þörf. — Línubátarnir: Enn eru aðeins fimm bátar á línu. Sækja bátarnir einkum austur á Hjörleifshöfða- hraunið og hérna djúpt út í Kant- inn. Segja skipstjórarnir mér að þýðingarlaust sé að reyna á grunn- slóðina, bæði er að þar er fullt af æti og svo er varla von til þess að fiskjar sé að vænta þar svo snemma. Um aflabrögð er það að segja, þau eru í betra lagi. Venju- lega 5 til 6 tonn í róðri og svo koma róðrar og róðrar með allt upp í 10 tonn, seln uu sjálfsögðu alveg afbragð. Sveinn Valdimars- son á Sæborgu fékk t.d. í gær lið- lega 10 tonn. Aflinn er nær ein- göngu keila og langa, aðeins smá- vegis af lúðu og öðrum fiski. Þó var í afla Sæborgar í gær um tonn af smálúðu og „puntar’ það að sjálf sögðu vel upp á. Ekki er gott að segja hve marg- ir bátar fara á línu. Eg veit um marga er hug hafa á þessum veiði- skap í haust. En það er nú rétt meira heldur en að segja það. Nú lítur engin við öðru en nylonlínu, og bjóðin af henni kosta upp sett um 1600 krónur, fyrir utan allt hitt, færi, stampa, belgi og fleira er til þarf. Er varla of í lagt að fyrir þá er þurfa að kaupa alit, að nýju, sé kostnaðurinn vart mikið undir 300 þúsundum króna. Og slík fjárfesting tekur vel í„ á þess um tímum lánsfjárskorts. Bátssala: Þeir Ágúst Matthías- son og Gísli Þorsteinsson frá Lauf ási hafa selt bát sinn Gulltopp þeim Steingrími Sigurðssyni og Brynjari Franzsyni. Óska ég hinum nýju eigendum alls velfarnaðar. Söluferð: Kristbjörg kom úr sölu ferð frá Englandi seinnipart fyrri viku. Seldi báturinn í Grimsby 27 tonn fyrir aðeins 642 pund. Er þetta alveg sérstaklega léleg sala. Mun mestu hafa valdið að mikill fiskur var á markaðnum og svo líka að verulegt magn af aflanum var dæmt ósöluhæft og fór þar af leiðandi í fiskimjölsverksmiðju. Eru miklir erfiðleikar á sölu ís- varins fisks í Englandi um þessar mundir. Mikið framboð, hækkandi tollar og löndunarkostnaður og svo hverskyns óáran, svo sem það að skip þurfa oft á tíðum að bíða dögum saman eftir löndun. Virð- ist svo sem allt beri upp á sama daginn í sjávarútveginum. — Afskipanir: Mjög er seint um afskipanir á freðfiski. Að vísu var Selfoss hér fyrir um það bil hálf- um mánuði og lestaði þá hér veru- legt 'magn á Ameríku. Brúarfoss var hér í gær, en hann lestaði - óverul. magn. Hraðfrystihúsin eru því nær full út úr dyrum og er lík lega ekki fjarri lagi að í geymsl- um þeirra sé um það bil þriðjungur af venjulegri ásframleiðslu. Aukafundur: Landssamband ísl. útvegsmanna boðaði til aukafund- ar í Reykjavík um seinustu helgi. Mátti heyra þar á máli manna að miklir erfiðleikar steðja nú að ís- lenzkum sjávarútvegi og það svo að sjaldan mun hafa verið dekkra í álinn. Var á fundinum óskað eftir Sýning Ágústar Ágúst Petersen hefur haft opna málverkasýningu í Akó- ges-húsinu, þessa viku. Á sýn ingunni eru 28 olíu og vatns- litamyndir, sem Ágúst hefur gert á ferðum sínum um land ið, þar á meðal nokkrar frá Vestmannaeyjum, enda er listamaðurinn fæddur hér. Aðsókn á sýninguna hefur verið góð, og hafa 5 myndir selzt. Sýningin verður opin út þessa viku, eða til sunnudags- kvölds. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að líta á verk þessa ágæta listamanns, sýn- ingin er vel þess verð. að stjórnvöld landsins skipuðu nefnd til þess, ásamt nefnd frá L. Í.Ú, að reyna að finna lausn á mest aðkallandi vandamálum útvegsins í dag. Hagur útgerðarinnar er á þann veg að óhugsandi er að ýta á flot um næstu áramót nema að rekstrargrundvöllurinn verði stór- lega bættur. Bj. Guðm. Landakirkja: Messa kl. 2 nk sunnud Betel: Sunnudagaskólinn kl. 1. Almenn samkoma kl. 4,30. Taflfélagið tilkynnir: Vetrarstarfið er að hefjast. Létt- ar æfingar verða framvegis á mánu dögum og fimmtudögum kl. 8,30 í Matstofunni í Drífanda. Allir skákáhugamenn velkomnir. K. F. U. M. og K. hófu vetrarstarf sitt með barna- guðsþjónustu í Landakirkju á sunnudaginn var og verða þær þar að venju kl. 11 hvern sunnudag. Næstu viku munu dvelja hér á vegum félaganna can. theol Gunn- ar Sigurjónsson og Ingunn Gísla- dóttir, hjúkrunarkona, en hún hef- ur verið heima í hvíldarleyfi og hverfur nú aftur til starfa sinna í Konsó í Eþiópíu á næstunni. Ing- unn hefur starfað lengst allra ísl. kristniboða í Konsó og hefur frá margháttaðri reynslu að segja, sem bæði er fróðlegt og uppbyggi- legt á að hlýða. Almenningur er því kvattur til að sækja vel þær samkomur, sem þau Gunnar halda Fyrstu samkomurnar verða nú á laugardags- og sunnudagskvöldið kl. 8,30. Samkomur virku vikunnar verða þá auglýstar nánar. Þegar þessir ágætu gestir hverfa héðan hefjast reglubundnar sunnu- daga samkomur fyrir fullorðna kl. 8,30 hvern sunnudag og fundir fyr- ir drengi, 12 ára og eldri, á mánu- dögum kl. 5 og fyrir stúlkur, 11 ára og eldri, á þriðjudögum kl. 5. HALLÓ! LOGAR leika í Alþýðuhúsinu, laugardagskvöld kl. 9—2. TÝR. BLAÐS0LUB0RN Af-hugið að Bergmól kemur út á þriðjudaginn. Komið ! prentsmiðjuna kl. 1. BLADIÐ BERGMÁL HMGHMGHMGHMGHMGiHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG O X S X (9 5 X o s X u s X Ö s X 2 X IS/I Húsgagna- og gólfteppaverzlun Marinós Guðmundssonar Brimhólabraut 1. —- Sími 1200. HÚSGÖGN í ALLA ÍBÚÐINA ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT! DAGSTOFAN, sófasett, sófaborð, innskotsborð, vegghúsgögn. BORÐSTOFAN, skápar, borð, stólar. SVEFNHERBERGIÐ, rúm náttborð, dýnur, snyrtiborð, ryamottur. ELDHÚSIÐ, sporborð, hringborð, stækkanleg borð, stólar, kollar. HERBERGIÐ, svefnsófar, svefnsófasett, svefnbekkir, stólar skrifborð GANGURINN, símabekkir, stólar, hillur komóður. GÓLFTEPPI horna milli og eftir máli, glæsilegt úrval. Munið okkar hagkvæmu greiðsluskilmála. s er> x Z o X £ cn x £ o X 5 o X £ o HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.