Fylkir


Fylkir - 21.06.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 21.06.1968, Blaðsíða 4
AFREKASKRÁ FORSETA BÆJARSTJÓRNAR Landakirkja. Guðsþjónusta verður i Landa- kirkju n.k. sunnudag kl. 10,30. S”. Jóhann Hlíðar predikar. Aðventkirkjan. O.J. Olsen, sem staddur er hér um þessar mundir, heldur fyrir- lestur á sunnudaginn kl. 5. Allir velkomnir. Andlát. Hinn 17. júní s.l. andaðist að heimili sínu hér í bæ, Úraníus Guð mundsson, vélstjóri. Úraníus flutt- ist hingað ungur að árum og hefur dvalið hér mikinn hluta æfi sinn- ar .Hann var giftur Jórunni Lilju Magnúsdóttur frá Ólafshúsum og áttu þau 6 börn. Í.B.V. — Unglingalandsliðið. Unglmgalandsliðið í knattspyrnu kom hingað hinn 17. þ.m. og lék við úrvalslið drengja úr f.B.V. Fóru leikar svo að Í.B.V. van’\ með 2 mörkum gegn engu. Áttu Vestm.eyjadrengirnir mun betri leik og var sigurinn fyllilega rétt- mætur. Spáir þessx sigur Í.B.V. góðu fyrir árangur í knattspyrnu hér í framtíðinni. Í.B.V. — Stjarnan. 5. flokkur Í.B.V. lék hér sl. þriðju- dag. Var leikurinn liður í þeirri deildarkeppni, sem nú stendur yf- ir. Markamunur varð óvenjulega mikill, vann Í.B.V. með 11 mörk- um gegn engu. 17. júní hátíðahöldin fóru fram samkvæmt auglýstri dagskrá. Veður var sæmilegt. Sól- arlaust að vísu, en ekki rigning meðan að á hátíðahöldunum stóð. Sigurgeir Kristjánsson, lögreglu- varðstjóri setti hátíðina en aðal- ræðuna flutti Haraldur Guðnason, bókavörður. Forsetakosningarnar í sjónvarpi. S.l. miðvikudagskvöld svöruðu frambjóðendur við forsetakosning- arnar fyrirspurnum blaðamanna í sjónvarpi og útvarpi. Þótti mörgum spurningar blaða- mannanna all nærgöngular, sér staklega að því er annan fram- bjóðandann, Gunnar Thoroddsen varðaði, en hann svaraði blaða- mönnum skýrt og skilmerkilega. Fram kom hjá Kristján Eldjárn að hann hefði á sínum tíma verið meðlimur í Þjóðvarnarfélaginu og einn af 60 menningunum, sem and mæltu Keflavíkursjónvarpinu. Mörgum fannst á vanta að blaða mennirnir spyrðu hann um afstöðu hans um hugsanlega úrsögn ■ ís- lands úr samtökum Vestrænna þjóða, Nató, sem án efa mun verða mikið á dagskrá á næsta ári og ef til vill hitamál, er það kem- ur fyrir Alþingi, þar sem vitað er að kommúnistar og hernámsand- stæðingar, eru mjög á móti þátt- Framhald af 1. síðu. una, sem Framsóknarmenn skömm uðu Sjálfstæðisflokkinn mest fyrir að hafa ekki komið áfram. Hvað með safnhúsið, sem tekið var inn á fjárhagsáætlun 1967 með 2ja millj. króna framlagi. Hvað með byggíngu nýs barnaskóla, barna heimilis að ógleymdri leikhúsbygg ingunni, er fyrrv. form. leikfél. ætl aði að rifna af vandlætingu yfir, að ekki var byrjað á fyrir síðustu kosningar. En allar voru þessar byggingar teknar inn á fjárhagsá- ætlun 1967 með meira en 4ra millj. króna framlagi samtals. Hefur nokkuð af þessum bygg- ingum séð dagsins ljós? Eg verð að viðurkenna að engin þeirra hef ur orðið á vegi mínum. V egaf ranikvæmdir. Eitt atriði á afrekaskrá Sigur- geirs Kristjánssonar eru hinar „geysimiklu” vegaframkvæmdir núverandi meirihluta bæjarstjórn- ar. Sýnir fátt betur málefnafátækt hans, en að láta sér detta í hug, að slá slíku fram. Og hver eru svo afrekin á framtali hans. Jú, það er að koma Illugagötu í samband við Höfðaveg og að gera Gerðisbraut og Suðurgötu akfærar. Vegstæði Illlugagötu var sléttað og holræsi lagt í það og rauðamöl borin yfir. Gerðisbraut og Suðurgata voru ruddar og malarbornar, en hvergi steyptir kantsteinar eða lagðar gangstéttar, og hlýtur þetta að skoðast, sem bráðabirgðaráðstafan ir, því ef þetta á að skoðast sem framtíðaruppbygging vegna núve.' töku íslendinga í þessum samtök- um. Frá taflfélaginu. Von er hingað á rússneska stór- mistaranum Vasjukow, sem sigraði í Reykjavíkurmótinu síðasta, á- samt landa sínum Thamanoff. Þessi heimsókn er mjög mikils virði fyrir allt skáklíf hér í bæn- um, það að fá svona heimsþekktan skákmann hingað og kannski hef- ur T.F.V., færst of mikið í fang, en þeir, sem fyrir því standa álíta að svo sé ekki, ekki þannig að all- ir komi og vinni svo heimsþekktan meistara, heldur komi og verði með sjálfum sér til ánægju og skáklífi í bænum til upplyftingar. Hinn rússneski meistari mun í kvöld tefla klukkuskák við 10 menn úr Taflfélagi Vestmannaeyja og hefst skákin í Matstofunni Dríf anda kl. 20,30. Öllum er heimilt að koma og horfa á og menn eru hvattir til að láta skrá sig til þátt- töku í fjölteflinu, sem hefst í litla salnum í Samkomuhúsinu kl. 2 á morgun, laugardag. Þátttökugjald í fjölteflinu er kl. 100,00 og eru men hvattir til þess að hafa með sér töfl. Skákmenn, mætum allir og við verðum ekki fyrir vonbrigðum. Taflfélag Vestmaxmaeyja. andi meirihluta, hygg ég að það muni litla ánægju vekja hjá bæjar búum, sem vonlegt er. Þetta er allt og sumt, sem S. K. hefur fram að telja í vegamálum í afreksskrá sinni, auk þess, sem notað var asfalt, sem til var og malbik lagt á hluta Kirkjuvegar og Hvítingavegar, sem sumarið 1965 höfðu verið undirbúnar undir mal bikun. Ömurleg fullyrðing. í lok greinar sinnar segir Sigur- geir Kristjánsson, er hann er að basla við að mótmæla fullyrðing- um mínum um framkvæmdaleysi meirihlutans. „En slíkar staðhæfingar hitta ekki aðeins bæjarfulltrúanna, þeim er einnig beint gegn öllum þeim mörgu mönnum, sem þessi ár hafa á einn eða annan hátt unnið að framkvæmdum bæjarins. Þar eru iðnaðarmenn, verkstjórar og verka menn. Þeir fá kannski einhvern- tíma tækifæri til að þakka fyrir sig. (leturbr. mín). Eg vissi að vísu, að heiðarleiki í málflutningi er ekki einn af kost um S.K. En að aumingjaskapurinn og mér liggur við að segja siðleys- ið, væri svo mikið, að forseti bæj- arstjórnar reyndi að koma amlóða hætti meirihlutans yfir á starfs- menn bæjarins og skýla sér á bak við þá, var meira en mér hafði dottið í hug. Hafi einhver þessara manna kos- ið S.K. um síðustu kosningar og komið honum í oddaaðstöðu í bæi arstjórn, hlýtur það að vera nóg armæða fyrir þá, þó það bætist ekki ofan á, að hann reyni að kenna þeim um það, sem miður hefur farið í rekstri bæjarins. Hversvegna ekki nú strax. S.K. endar grein sína með því að segja, og á hann þar við þá að- ila, verkamenn og aðra, sem unn- ið hafa hjá bæjarfélaginu. — „þeir fá þá kannski einhverntíma tæki- færi til að þakka fyrir sig.” Eg spyr. Hversvegna ekki að gefa þeim þetta tækifæri nú strax? Er hann tilbúinn til þess í nýj- um kosningum, ef tillaga kæmi fram um slíkt í bæjarstjórn? Ef svo er get ég íullvissað hann um að það stendur ekki á mér. Fn hugboð hefi ég um, að hann muni þar staður verða og láta sér kok- hreystina eina nægja. Guðl. Gíslasou. Framhald af 3. síðu. upphitun og góð sæti eins og Eyja búar kynntust í úgúst s.l. er tjald- ið var reist á Stakkagerðistúninu. Undirbúningur og fyrirgreiðsla vegna mótsins hefir gengið mjög vel og erum við þakklátir öllum er þar eiga hlut að máli. Mótsgest- ir munu snæða á Hótel Berg. en hafa svefnpláss víða um bæinn. Allir Eyjabúar eru velkummr á hinar opinberu samkomur mótsins Óskað er eftir, að börn verði í fylgd með fullorðnum. Mót hefir ekki verið haldið í Eyjum síðan 1961. Þó eru þau orð- in mörg í gegnum árin. Öll hafa mótin það sameiginlegt, að hau hafa verið fjölsótt af Eyjabúum og mótsgestir erlendir sem inn- lendir, hafa rómað framkomu og háttvísi Eyjabúa. Með þökk fyrir birtinguna. Einar J. Gíslason. Til stuðningsmanna Gonnars Thoroddsen Skrifstofan í Drífanda við Bárustíg, er opin kl. 14- 19 og 20 -22. Hafið samband við skrifstofuna og látið einnig vita um þá7 er verða fjarverandi á kjördegi. Þeir sjálfboðaliðar, sem vilja vinna á kjördegb vinsamlegast láti skrá sig á skrifstofunni. Þeir, sem geta lagt til bíla á kjördegi, láti skrá sig sem fyrst. Munið, síminn er 1080. STUÐNINGSMENN GUNNARS THORODDSENS í VESTMANNAEYJUM.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.