Fylkir


Fylkir - 28.06.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 28.06.1968, Blaðsíða 4
l éO Kjörfundur í Vestmannaeyjum við forsetakosn- ingar 30. júní 1968 hefst kl. 9 ár- degis. Kosið verður í tveimur kjör- deildum og er fyrsta kjördeild í Ako ges-húsinu, en önnur kjördeild í K. F.U.M. og K. húsinu. í fyrstu kjördeild, Akoges-hús- inu greiða þeir atkvæði, sem búa við götur Ásavegur til og með Hilm- isgötu, einnig þeir, sem á kjörskrá eru óstaðsettir í Vestmannaeyjum. í annari kjördeiId, húsi K.F.U. M. og K. greiða þeir atkvæði, sem búa við götur í stafrófsröð frá og með Hólagötu til og með Víðisveg- ur. Ennfremur þeir, sem búa á bæj- um og húsum, sem ekki eru talin við sérstakar götur. Ennfremur greiða þeir atkvæði í annarri kjör- deild, sem kærðir kunna að verða inn á kjörskrá. í kjörstjórn Vestmannaeyja, Jón Hjaltason oddviti Gunnar Jónsson, Jón Óskarsson (varam.) Jónas Jónsson (varam.) Frá Þjóðhátíðarneind Fasleignamarkað- urinn hefur verulega lifnað við eftir árs kreppu. Nokkur hús og íbúðir eru þegar seldar, en betur má ef duga skal til að kaupa upp það, sem safnazt hefur á markaðinn: Einbýlishús nýtt og glæsilegt við Hraunslóð Nýtt einbýlishús við Höfðaveg og annað við Strembugötu. Nýtt einbýlishús stórt og vand- að við Nýjabæjarbraut. Hálfur kjallari. Hús tilbúið undir tréverk við Austurhlið Húslóðarréttindi við Grænuhlíð og Suðurveg. Húsgrunnur með lóð við Hátún. Nýtt hús við Herjólfsgötu. Tvær hæðir. íbúðarrými til, en verzlun- ar- eða iðnaðarhúsnæði á neðri hæð ekki innréttuð. Sérstök kjör. Húseignin Ingólfshvoll við Landagötu, stórt og rúmgott ein- býlishús með útihúsi, hentugu fyr- ir bílskúr eða léttan iðnað íbúðir: M.a tvær 4 herbergja í- búðir í verkamannabústöðunum við Urðaveg, nýlegar í steinhúsum. íbúð 5 herbergi og eldhús við Birkihlíð með ágætum kjörum. í- búð með teppum og gardínum við Víðisveg, 3 herbergi og eldhús. Jarðhæð, 2 herb. og eldhús við Skólaveg og 3 herb. og eldhús við Kirkjuveg, útborganir mjög litlar. Húseignin Kirkjuvegur 26 með tækifærisverði og hagstæðum kjör um. fbúð, 4 herb. og eldhús við Vestuj-veg. íbúð 2 herbergi og eld- hús í nýlegu steinhúsi við Hásteins veg, og 3 herb. og eldhús í risi nýlegt við Faxastíg og allt sér. Stór 4 herb. íbúð við Fífilgötu með sáralítilli útborgun. Og svo er eitt glæsilegasta hús bæjarins með bíl- skúr við Sólhlíð og einnig 4 her- bergja íbúð við sömu götu. JÓN HJALTASON. hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu, Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f.li. Simi 1847. Háhun ó lóönrleigum Framhald af 2. síðu. sem gefnar eru út á tímabilinu 1933 til 1947, er upphæð lóðarleigunnar einnig sett inn í samninginn í krónutölu, en þar er ákveðið að lóðarleiga skuli þó aldrei vera lægri en 5% af fasteignamati. í samningum, sem gefnir eru út 1947 og þar til kaupstaðurinn eign aðist landið er þetta sama ákvæði en því bætt inn í samningana, að ef ráðuneytið eða lóðarleigjandi óskar þess, megi eftir hver tíu ár tendurskoða fasteignamat viðkom- andi lóðar . Er af þessu auðsætt, að upphæð lóðarleigu í þessum samningum verður ekki breytt með einfaldri samþykkt bæjarstjórnar og bæjar- Hin fornfræga Þjóðhátíð Vest- mannaeyja verður haldin dagana 2. 3. og 4. ágúst nk. íþróttafélagið Þór sér um Þjóðhátíðina að þessu sinni og verður sérstaklega til hennar vandað nú, meðal annars vegna 55 ára afmælis Þórs, sem er á þessu ári. Meðal nýjunga, sem upp verða teknar eru þær, að nú verður í fyrsta sinn sérstök „pophljómsveit”, sem leikur á sér- stökum „Táningapalli”. Einnig verður önnur hljómsveit, sem leik- ur meira fyrir alla, það verður hin fræga og góðkunna hljómsveit Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur einnig munu þau sjá um fjöl- breytta skemmtidagsskrá ásamt Svavari Gests. Á Þjóðhátíð Vestmannaeyja eru ávallt geysimiklar skreytingar í yfirvöldum ekki stætt á að ætla sér að innheimta hærri lóðaleigur en samningar hvers og eins segja til um. - -- Af þessari ástæðu fluttu fulltrú ar Sjálfstæðisflokksins framan- greinda tillögu, og er þess að vænta að þeir sem ráða bæjarmál- unum geri sér grein fyrir, að þau gjöld, sem innheimta á af bæjar- búum verða að eiga sér einhverja stoð í samningum eða lögum. Herjólfsdal, sem eru mikið upplýst ar er kvölda tekur og má líkja Herjólfsdal við ævintýraheim, vegna mikils skrauts og róman- tízkrar lýsingar. íþróttir verða fjölbreyttar, keppt verður í knatt- spyrnu, handknattleik og frjálsum íþróttum, sýnt verður bjargsig, er Vestmannaeyingar eru frægir fyr- i, stórkostleg brenna er fastur lið- ur með „Brennukóng”, er tendrar hana, glæsileg flugeldasýning, Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur og Samkór Vestmannaeyja syngur og sitthvað fleira verður til skemmtunar. Kynnir verður hinn landsfrægi Stefán Árnason, fyrver andi yfirlögregluþjónn. Seldar verða ýmsar nauðsynleg- ar veitingar og smurt brauð ásamt ýmsu fleira góðgæti. Að undirbún ingi Þjóðhátíðarinnar starfa allir í sjálfboðavinnu, yngri sem eldri fé- lagar Þórs, en kosnar eru ýmsar nefndir, sem sjá um ákveðin verk- efni, þessar nefndir eru alls 11. Að alnefnd Þjóðhátíðar er skipuð 5 mönnum og formaður hennar er Valtýr Snæbjörnsson, og með hon um í nefndinni eru Stefán Runólfs son, Jóhann Guðmundsson Krist- mann Karlsson og Jón Kr. Óskars son. Þéss má geta að ákveðið hefur Frá Landakirkju. Guðsþjónusta verður í Landa- kirkju, sunnudaginn 30 þ.m. kl. 10,30 fh. Séra Þorsteinn L Jónsson predikar. Jarðarför Úraníusar Guðmundssonar, vélstj. Boðaslóð 6, var gerð frá Landa- kirkju sl. laugardag kl 2 e.h., en hann lést eins og áður hefur verið getið, að heimili sínu hinn 17. þ.m. Séra Þorsteinn L. Jónsson hefur beðið blaðið að geta þess, að hann geti komið fyrir börnum á aldrinum 6 til 11 ára til sumar- dvalar í nágrenni Reykjavíkur (Skíðaskála Ármanns). Gjald kr. 900 á viku. Í.B.V. _ Í.B.A. Kappleikur í knattspyrnu milli Í.B.V. og Í.B.A. í 1. deild fór fram á Akureyri sl mánudagskvöld. Leiknum lauk með sigri Í.B.A. 3 mörk gegn engu. Voru öll mörk in sett í fyrri hálfleik. Mun Í.B.V. hafa átt mun betri leik í síðari hálfleik en þeim fyrri. Hefur Í.B.V. nú spilað 3 leiki í 1. deild. Unnið einn, (Val) en tapað fyrir Fram og Í.B.A. Skipakomur. Mikið hefur verið um skipakom- ur í þessari viku, eins og oft áð- ur. M.s. Blikur kom hér s.l. mánu- dag á suður leið. M.s. Dettifoss kom hér sl. þriðjudag og lestaði hraðfrystan fisk. M.s. Svenc’ Sif lestaði hér saltfisk sama dag. M.s. Esja kom frá Reykjavík á austur leið sama dag. M.s. Marco lestaði í gær mjöl til útflutnings. M.s. Lagarfoss lestaði einnig í gær hraðfrystan fisk Afli. Róið hefur verið alla vikuna. Togbátar hafa landað daglega. Flestir þó sl. mánudag og miðviku dag. Afli hefur verið all sæmilegur hjá mörgum. Allt upp í 20 tonn. Vinna við nýtingu aflans hefur verið mikil hjá fiskvinnslustöðvun um 33% afslát-tur ef samið er strax * ENCYLOPÆDIA BRITANNICA Upplýsingar í síma 2314. verið að leita eftir tilboði í hljóm- sveit til að leika fyrir unglingana og ber að skila tilboðum fyrir 10. júlí. Eins hefur verið ákveðið að leita eftir tilboðum í sölu á ís, pylsum, sælgæti, öli og veitingum í veitingatjaldi og ber þeim tilboð- um að vera skilað fyrir 15. júlí nk. Öll tilboð skulu send í póst- hólf 228, Vestmannaeyjum.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.