Fylkir


Fylkir - 28.06.1968, Blaðsíða 1

Fylkir - 28.06.1968, Blaðsíða 1
20. argangur Vestmannaeyjum, 28. júní 1968 5. tölublað Málgagn Sjálfstæðis- flokksóns JO. júní er dagurini! Þá kjósum við íslendingar þriðja forseta hins unga íslenzka lýðveldis. Sá maður, sem í þetta starf velst, þarf að eiga skapandi gáfur enda er þess brýn þörf að hann sé ávallt viðbúinn á flestum sviðum mannlegra hugsana, tilfinninga og athafna. Jafnframt þessu þarf hann að vera sterkur per- sónuleiki, gjörhugull og einarður, maður örugg- ur og heilsteyptur í framkomu, maður, sem aldrei er trúandi til að gefa loðin svör, né bera kápuna á báðum öxlum. Æfistarf dr .Gunnars Thoroddsens hefur frá æsku dögum hans.verið á vettvangi þjóðmálanna. Hann ÁVARP TIL UNGRA KJÓSENDA í VESTMANNAEYJUM Ungi kjósandi. Við, sem sendum þér þetta bréf, höfum bundizt samtökum um stuðning við Gunnar Tlioroddsen í forsetakosningunum 30. júní nk. Innanlands og utan, er forsetaembættið tákn þjóðar vorrar og hins unga íslenzka lýðveldis. Forsetaembættið er eina opinbeja embættið, sem þú, ungi kjósandi, getur haft bem áhrif á og ráðið úrslitum um. Við, ung- ir stuðningsmenn dr. Gunnars Thoroddsens í Vestmannaeyjum, viljum eindregið hvetja þig, sem nú í fyrsta skipti kýst til forseta, til að neyta þessa dýjmæta réttar þíns og íhuga vandlega valið í æðsta og virðuleg- asta embætti þjóðar vorrar, þar sem fara verður saman stjórnvizka, víð- sýni og höfðingsskapur. Forsti íslands getur haft mikil og heillavænleg álirif í þjóðlífi okkaj og hann skipar embætti, sem er tákn lokasigurs þjóðarinnar í 7 alda sjálfstæðisbaráttu beztu sona hennar Forsetans er að gæta þessa dýrmæta sjálfstæðis okkar. Vegna alls þessa er mikilvægt, að í forsetaembættið verði kjörinn sá hæfasti maður, sem völ er á. Með kjöri dr. Gunnars Thoroddsens í þetta vandasama og mikil- væga embætti, tryggir íslenzk þjóð sér þjóðhöfðingja, sem verða mun sómi þjóðarinnar, sverð og skjöldur. Unga fólkið í landinu hefur úrslitavald í þessum kosningum, sem munu verða okkar kynslóð til sóma, ef við tryggjum sigur dr. Gunnars Thoroddsens í kosningunum 30. júní nk. Ásamt glæsilegri og mikilhæfri eiginkonu sinni frú Völu Thorodd- sen, munu þau hjónin sitja forsetasetrið með þjóðlegum myndarbrag. í fullvissu um sigur dr. Gunnars Thoroddsens og frú Völu, send- um við þéj- beztu kveðjur og árnaðaóskir. UNGIR STUÐNINGSMENN DR. GUNNARS THORODDSENS í VESTMANNAEYJUM. hefur samt aldrei látið vísindaiðkanir einangra sig frá kröfum og önnum hversdagsinS/ heldur haslað sér völl mitt í hita og þunga lífsbaráttunn- ar til aukinna og bættra lífskjara almennings. Þar hefur hann barist í fremstu víglínu fyrir augum alþjóðar með svo hreinan skjöld/ að nú þegar hann gefur kost á sér sem næsti forseti íslandS/ hefur hann engu að leyna né neitt að afsaka til að fegra framboð sitt. Vesímannaeyingarf stöndum samhuga um að gera sigur dr. Gunnars Thoroddsens glæsilegan. THORODDSEN Stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens, Vestmannaeyjum

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.