Fylkir


Fylkir - 16.08.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 16.08.1968, Blaðsíða 4
Málgogn Sjálfstæðis- flokksins él. Ve. JO dra Fyrirgreiðsla d mdlefnum Vestmannaeyinga Framhald af 2. síðu. Hér er aðeins stiklað á þvi stærsta. Mörg fleiri erindi, sem vörðuðu hagsmuni íbúa byggðar- lagsins voru send stjórnvöldum í tíð vinstri stjórnarinnar, svo sem að atvinnutekj. skerði ekki rétt til ellilauna, skv. 22. gr. almanna- tryggingalaganna, hækkun í rík- isframlagi vegna löggæzlu, að Dalavegur yrði tekinn í tölu þjóð- vega og fleira. Ekkert þessara mála komst á hreyfingu í tíð vinstri stjórnarinn- ar, þrátt fyrir að einn af bæjarfull trúum kauptstaðarins var þá for- maður fjárveitinganefndar með þá aðtöðu, sem því fylgir. Hitt er staðreynd, sem allir vita, að öll þessi mál, hvert einasta þeirra hefur í tíð núverandi stjórn ar komist í heila höfn ásamt fleiri málum, eins og vatnsveitumálinu. Ríkisframlög til kaupstaðarins. Einnig á því sviði hefur orðið gjörbreyting til hagsbóta fyrir byggðarlagið. Árið 1958, síðasta ár vinstri stjórnafinnar námu ríkisframlög til byggðarlagsins, samtals kr. • 't:243,ioo.—: Árið 1967 nema þau hinsvegar ' samtals kr. 18.204,000,—, sem skipt ist þannig: 1. Vegna reksturs skóla lögreglu o. fl. . kr. 4,570,000,— 2. Jöfnunarsjóður kr. 5.707,000,— 3. Vegna bygg. sjúkrahúss, vatnsveitunnar, hafnar- innar og vega ... kr. 7.937,000,— samtals kr. 18.214,000,,— Að öllu þessu athuguðu held ég að það sé mjög hæpið fyrir Sig- urgeir Kristjánsson, að vera að öska eftir vinstri stjórn aftur, ef hann vill láta hagsmuni byggðar- lagsins sitja í fyrirrúmi fyrir hags munum Framsóknarflokksins. Svo augljóslega liggja málin fyrir. Guðl. Gíslason. HEIMILISSTÖRF Kona óskast til heimilisstarfa á Seyðisfirði. Aðeins fernt í heim- ili (ung hjón með tvo stálpaða drengi). Nýtízku hús, öll þægindi. Upplýsingar gefnar í síma 1883, eftir kl. 5 á daginn. BÖKASAFNIÐ er opið á venjulegum tímum. Þeir, sem hafa bækur að láni síð- an fyrir sumarlokun, geri skil sem fyrst. BÓKAVÖRÐUR. Framhald af bls. 1. áhafnir hinna smáu vélbáta okkar á þeim tíma og reyndar öðrum sjófarendum hér við Eyjar. Fyrsti skipstjóri á „Þór”, var eins og kunnugt er, Jóhann P. Jónsson, sjóliðsforingi. Er það ekki rétt, að „Þór” hafi verið vopnaður meðan að hann var enn í eigu Vestmannaeyinga? Jú, það er alveg rétt. Fallbyssa var sett um borð í skipið sumarið 1924 og því ætlað að annast land- helgisgæzlu hér við suðurströnd- ina. Eru Vestmannaeyingar því með stofnun Björgunarfélagsins alveg óumdeilanlega brautryðjend ur að landhelgisgæzlu íslendinga, þar sem skip þess „Þór”, var fyrsta vopnaða skip íslendinga, sem not- að var í þessu skyni. Hverjir hafa verið formenn fé- lagsins á undan þér? Við stofnun félagsins lögðust all ir framámenn byggðarlagsins og allur almenningur á eitt um að hrinda málinu í framkvæmd og yrði of langt mál að telja upp nöfn allra þeirra mætu manna og kvenna, sem þar lögðu hönd á plóg inn. En fyrsti formaður félagsins var Karl Einarsson, sýslumaður, er þá var einnig þingmaður Eyjanna. Á eftir komu Sigurður Sigurðsson, lyfsali, Jóhann Þ. Jósefsson, alþing Hinn 22. júlí sl. var í bæjarráði gerð eftirfarandi samþykkt. „Bæjarráð samþykkir að láta leggja aukaneðansjávarleiðslu í skurðinn utan hafnarmynnisins.1 Kostnaður verður eftir reikningi, en áætlað er að það geti hæst orð- ið kr. 50 þúsund danskar. Viðbót- arkostnaðinum verði bætt við heildarreikning N.K.T.” Kostnaðurinn við lögn leiðsl- unnar mun þó hafa orðið verulega minni, en gert var ráð fyrir, og er ismaður og Ársæll Sveinsson, út- gerðarmaður, sem jafnframt hefur verið framkvæmdastjóri félagsins lengur en nokkur annar. Mætti marga fleiri telja upp, sem í upp- hafi komu mjög við sögu félags- ins, bæði Jón Hinriksson, Þorsteinn í Laufási, Gísli Lárusson, Jón á Gjábakka og marga fleiri. Björgunarfélagið starfar enn. Er ekki svo? Starfsemi Björgunarfélagsins hef ir aldrei lagst niður en verið ó- slitin frá fyrstu tíð, þó að skip þess hafi á sínum tíma verið af- hent ríkinu. Félagið hefur ávallt verið og er enn viðbúið, ef á þarf að halda og hefur góðan útbúnað hvort heldur er til björgunar á sjó eða frá landi. Eg vil svo að lokum, segir Jón, í tilefni þessara merku tímamóta í sögu félagsins, þakka öllum braut- ryðjendum að stofnun þess og öðr- um, sem í gegnum árin hafa unnið að málum þess, fyrir gott og fórn- fúst starf, sem allir geta með á- nægju minnst, að oft hefur borið góðan árangur, og er það ósk mín og von, að sú samstaða og hinn góði andi, sem ríkti við stofnun þess megi ávallt vera fyrir hendi þessu og öðrum góðum og nytsöm um málum okkar Vestmannaey- inga til framdráttar. það vel, en það sem menn eiga erf iðara með að skilja, er hvort ekki muni koma verulega að sök, að ætla að tengja fyrirhugaða fimm tommu leiðslu við þá fjögra tommu aukaleiðslu, sem nú hefur verið lögð, og hvort það muni ekki minnka afkastagetu hennar meira en upplýsingar lágu fyrir um á bæjarráðsfundinum eða hvort orkuþörfin verði ekki mun meiri þegar dælustöðin verður tekin í notkun við þá þrengingu, sem verð ur á leiðslunni hér út í Eyjar. Andlát. Hjálmar Jónsson, frá Dölum, and aðist á sjúkrahúsi í Reykjavík hinn 30. f.m. og var jarðsunginn frá Landakirkju hinn 31. júlí sl. Hjálmar var fæddur hinn 6. júní 1899 og varð því rúmlega 69 ára gamall. Hann dvaldi mestan hluta ævi sinnar hér í Eyjum og var af Eyjabúum vel kunnur, lengst af sem starfsmaður Rafveitunnar. Sigríður Ólafsdóttir, Nýhöfn, andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík hinn 27. júlí og var jarðsungin frá Landakirkju, þriðjudaginn 6. þ.m. Sigríður var fædd hér í Eyj- um hinn 29. nóv. 1935 varð því að eins tæplega 33 ára gömul er hún lézt. Sissa, eins og hún var köll- uð var dóttir hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Ólafs Jónsson- ar, skipasmiðs að Skólavegi 23. Skemmtiferð á vegum Þórs. íþróttafélagið Þór gengst fyrir skemmtiferð í Landmannalaugar fyrir starfsfólk Þjóðhátíðarinnar í ár. Mun hópurinn leggja af stað í kvöld og koma aftur á mánu- dagskvöld. Þátttaka er um 55 manns. Hafnarbúðin. var lokuð dálítinn tíma í sumar vegna breytinga á verzluninni. Hún hefur nú opnað aftur í rúm- góðum og snyrtilegum húsakynn- um. LOKAUPPGJÖR FYRIR Biafra-söfnunina hefur farið fram og peninga sendi R.K.Í., sem hér segir: Kr. 5.000,00 frá Kvenfélagi Landa- kirkju. Kr. 1.000,00 frá T.S., sömu upphæð frá Þ.S. og M.J.., og kr. 1.000,00 frá ónefndum. Samtals kr. 9.000,00. Með þakklæti móttekið. Þar með telst þessari söfnun lok ið frá hluta deildarinnar. E. Guttormsson. TRABANT station til sölu. Ekinn 8700 km. — Að útliti sem nýr. Upplýsingar í síma 1319. Barnavagn sem nýr til sölu. Uppl. í sima 1523 íbúð óskast Kennari við barnaskóla S.D.A. ósk ar eftir góðri 3 herbergja íbúð. Tilboð sendist í pósthólf 181. ALÞÝÐUHÚSIÐ í Unglingadansleikur í kvöld klukkan 8,30. ALMENNUR DANSLEIKUR laugardagskvöld klukkan 9-2. Logar skemmta. Týr. MJÓRRI LEIÐSLA VIÐ ÞÁ SVERARI

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.