Fylkir


Fylkir - 08.11.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 08.11.1968, Blaðsíða 4
535S2SS NEÐAN FRÁ SJÓ Þátturinn, „Neðan frá sjó” fellar niður að þessu sinni, I vegna fjarveru Björns Guð- j mundssonar. Norðlendingar, V estmannaey jum. Félagsvistin er vera átti á morgun er aflýst til 23. nóv. n.k. Nefndin. Nýjor 09 jenhor hogmyndir Framliald af 1. síðu. þar sem menn geta komið fram með skoðanir sínar. — Hvað viltu segja um bæjarmálin svona vítt og breitt? Því miður hef ég ekki ver ið búsettur hér nógu lengi, til að' hafa kynnt mér mál- efni bæjarins niður í kjölinn og eflaust má margt finna að í því sambandi. En mér finnst sjálfsagt að geta þess, að fólk athugi að vatnið er ekki eina málið, sem þarf að komast í örugga höfn, það eru fjölmargir aðrir þættir í bæjarmálunum ,sem ekki má gleyma. — Hver er afstaða þín til þjóðstjórnar? _ Eg á bókstaflega engin orð yfir það, hvílík fjar- stæða mér finnst hugsunin um þjóðstjórn vera. Þjóð- stjórn er frá mínum sjónar- hóli séð, ástand, sem þýðir ósamlyndi, þar sem engin stefna fær að njóta sín, og yfirleitt hver höndin upp á móti annarri um það, hvern- ig bregðast skuli við. í því sambandi má líka minnast á það, að Sjálfstæðisflokkur- inn er eini flokkurinn, sem getur verið leiðandi afl í ís- lenzkum stjórnmálum, enda þótt hann fái svo skömmina af öllu, sem miður fer. Krat- arnir hafa að minnsta kosti verið fljótir að eigna sér heiðurinn af því, sem vel hefur verið gert, en skellt síðan skuldinni yfir á Sjálf- stæðisflokkinn af því, sem miður hefur farið. — Hver er skoðun þín á þeim hugmyndum, sem með- al anars komu fram á auka- þingi SUS í haust, að fram- bjóðendur á lista skuli vald- ir með prófkosningum? — Prófkosningar hafa ýmsa galla. Menn sem hafa persónulega hylli meðal al- mennings, geta með því móti náð kjöri, þótt þeir séu á engan hátt þeim vanda vaxn ir að gegna þeim trúnaðar- stöðum, sem farið er fram á. Uppstilling á lista er og hlýt ur ávallt að verða mikið vandamál, hvernig svo sem það verður leyst í framtíð- inni. — Og livað viltu svo segja að lokum, Hörður? Raunverulega er það und- ir Sjálfstæðisfólki komið að neyta réttar síns í félaginu og því sem stjórn félagsins framkvæmir. Vilji fólk ein- hverskonar starfsemi, ann- ars konar, en stjórn félags- ins kemur fram með, á það eintíregið að bera sínar til- lögur fram. Eg hygg gott til samstarfs við Vestmannaey- inga, ég var eiginlega undr- andi á því, hve fljótur ég var að kynnast fólkinu hér, það gerðist miklu fyrr en mig grunaði, og mér hefur líkað mjög vel að starfa hér. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinátta við andlát og jarðarför JÚLÍUSAR MAGNÚSSONAR endurskoðanda Þórunn Gunnarsdóttir og synir systkin og aðrir vandamenn. TILKYNNING um atvinnuleysisskráningu. Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram á skrifstofu bæjar- ritara, Kirkjuvegi 23, II. hæð, dagana 9., 11. og 12. nóvember 1968, og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig skv. lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f.h., hina tilteknu daga. Oskað er eftír að þeir, sem skrá sig séu viðbún- ir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Bæjarstjóri. ATHUGIÐ Áður auglýstri árshátíð Félags kaupsýslumanna, sem halda átti laugardaginn 9. nóvember n.k., er frestað um óákveðinn tíma. SKEMMTINEFNDIN. Fsrum peningavoldið í hendur þjóðurinnur Eg hef áður drepið á það hér í blaðinu, að nefndaval sé of einhæft og eingöngu stjórnmálamenn og þá eink- um þingmenn, sem veljast í nefndir, skipaðar af stjórn og þingi. Minntist ég þar á, að svipaða sögu væri að segja um peningavaldið og peningastofnanir. Sú er og raunin á. Stjórnmálaflokk- arnir ráða mjög miklu og allt of miklu af fjármagn- inu í landinu. í úthlutunar- nefndir ,bankaráð og stjórn- ir opinberra sjóða eru ávallt skipaðir stjórnmálamenn eða fulltrúar þeirra. Er þetta að nokkru leyti samtrygging stjórnmálamanna sín á milli Kerfi þetta hefur verið mjög gagnrýnt af almenningi og þá einkum af ungu fólki. Þrátt fyrir það halda stjórn- málamennirnir dauðahaldi í þetta sjálfskipaða vald sitt. logandi hræddir um að missa það út úr höndum sér. Lánveitingar til einstakl- inga, félaga eða fyrirtækja hér á landi eru með endem- um. Sjaldnast er hugsað um þörfina á fjárfestingu eða arðsvon, sem peningarnir eru látnir í, heldur vegur það þyngra á metaskálunum hvort ekki sé hægt að veiða sér atkvæði með lánveiting- unni. Framkvæmdir allar eru að langmestu leyti kost- aðar af lánsfé ,og það eru bankarnir og hinir opinberu sjóðir, sem veita lánin. En eins og fyrr er sagt, er ekki ávallt látið liggja í fyrirrúmi nytsemi lánveitingarinnar, heldur sagt, „Hvar stendur þú í pólitíkinni, vinur minn?” Þvílík heljartök hafa póli- tísku flokkarnir orðið á fjár magninu í landinu að jafn- vel listamannalaun eru veitt af pólitískri nefnd. Menn fá ekki framgang mála sinna hjá húsnæðismálastjórn, nema því eins, að þeir komi sér vel við einhvern af full- trúum flokkanna, og reyni að koma ár sinni fyrir borð á þann hátt. Að öðrum kosti má búast við, að umsóknin verði til lítils gagns fyrir viðkomandi, og hreinlega lendi í ruslakörfunni. Þetta ástand getur ekki gengið svo til lengdar, enda eykst gagnrýnin stöðugt á þetta fyrirkomulag. Það þarf að taka völdin úr höndum stjórnmálaflokkanna og færa almenningi þau í hend- ur. Stjórnmálaflokkar eiga ekki í framtíðinni að fá að ráðskast með lánsfé og opin- bera sjóði að vild. Á auka- þingi SUS í haust kom fram, að eðlilegast væri að gera þessar stofnanir að almenn- ingshlutafélögum, þar sem hámarkshlutdeild hvers að- ila væri að sjálfsögðu tak- mörkuð. Mætti gera þetta stig af stigi, þar sem við- skiptavinir hefðu forgangs- rétt að hlutabréfum og síðan leita til fyrirtækja, félaga, launþega og loks öllum al- menningi, þar til peninga- stofnanirnar væru komnar í hendur réttra aðila. Á sama hátt á húsnæðis- málastjórn að færast í hend- ur réttra aðila, svo sem þeirra, sem eiga inni sitt skyldusparifé, húsbyggjenda byggingafélaga og annarra, sem þar eiga beinan hlut að máli. Og vitaskuld eiga sam- tök listamanna að sjá um úthlutun á launum lista- manna, en hverfa frá því fyrirkomulagi, sem nú er vio lýði. Kostirnir , sem þessum breytingum fylgja, eru ótví- ræðir. Umráðin yfir peninga stofnunum, og ábyrgðin, er þeim fylgir, dreifist út til þjóðarinnar og færist í hend ur þeirra, sem við þær skipta. Pólitísk sjónarmið verða úr sögunni við fjár- veitingar, heldur verði þær Landakirkja: Messað n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Þorsteinn L. Jóns- son predikar Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. Betel: Almenn samkoma kl. 4,30 e.h Barnaguðsþjónusta kl. 1 e.h. - Þeirrd eigin orí- Framsóknarblaðið 1. júní 1966. (leiðari). „Þá er flutningur á frá- rennþli bæjarins út fyrir hafnarsvæðið stórmál, sem krefst skjótrar úrlausnar og kostar stórfé. Einnig nauð- syn stórátaks í holræsagerð. Loks má minna á og endur- taka: félagsheimili, sjómanna stofu, safnahús, hina eilífu sundhöll og margt fleira ó- leystra verkefna, sem blasa við í upphafi kjörtímabils- ins.” Framsóknarblaðið 26. jan. 1966 (Við þurfum að fá ó- pólitízkan bæjarstjóra). „Bæjarstjóri á að vera framkvæmdastjóri bæjar- stjórnar, ekki einræðisherra eða málsvari fámennrar hagsmunaklíku. Bæjarstjóra starfið er virðulegt og alvar- legt starf, sem ekki er hægt að hafa í hjáverkum. Bæjar- stjóri þarf að hafa einhverja menntun, svo hann geti skammlaust flutt ræður við ýmis tækifæri, og tekið á móti innlendum og erlend- um gestum. Góður bæjar- stjóri á að geta verið sam- einingartákn og virðulegur fulltrúi bæjarins. Illa fer á því, að í þessu starfi sé póli- tízkur valdastreytumaður, sem metur allt eftir pólitík og lítur á einstaklinginn sem atkvæði en ekki almennan borgara.” metnar eftir því, hversu arð samar þær reynast. Inn í þessar stofnanir koma menn sem hafa reynslu í atvinnu- lífinu og sérfræðingar í stað stjórnmálamanna og spekú- lanta. Með þessu kemur skynsemi í spillingar stað. Og þá er einn veigamesti þátturinn eftir, það er, að stjórnmálin sjálf hreinsist og snúist meira um þjóðmálin sjálf, heldur en fyrirgreiðsl- ur og forréttindi einstakra manna, sem hljóta náð fyrir augum pólitíkusanna. S.J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.