Fylkir - 30.04.1971, Blaðsíða 5
FYLKIR
5
STEINGRÍMUR BENEDIKTSSON:
HORFTIIN ÖXI
I tilefni 50 ára afmælis Sam-
bands íslenzkra barnakennara
munu bæjarblöðin birta nokkrar
greinar um skólamál næstu vikur.
Þær munu verða eftir ýmsa skóla-
menn, sem hér hafa starfað um
fiengri eða skemmri tíma.
Samband íslenzkra barna-
kennara minnist í ár 50 ára
afmælis síns. í tilefni af því
munu skólamenn, víðsvegar
um landið, leiða hug almenn
ings að málefnum skólans.
Þessari grein er ekki ætlað
að vera ein samfelld saga,
heldur nokkur minningabrot
frá þeim rösku 30 árum, sem
ég var virkur í kennarastétt-
inni.
Vorið 1934 útskrifaði Kenn
araskóli íslands óvenju
marga kennara, því auk þeirra
s;m þá luku tilskildu þriggja
ára kennaranámi, fengu þá
kennararéttindi allmargir sem
aðeins höfðu verið í Kennara
skólanum einn vetur. Hópur
þes:i hlaut nafnið ,öldunga-
deild“, enda var meðalaldur
nemendanna óvenjuhár.
Fjárhagsörðugleikar voru
miklir á þessum árum og at
vinnuöryggið lítið, svo að hver
stétt reyndi að tryggja starfs
réttindi sinna manna. Þá var
í lög leitt að frá upphafi
ckólaárs 1934 skyldi kennara-
starf ekki veitt öðrum en
þeim, sem lokið höfðu kenn-
rraprófi. Margir höfðu þá
stundað kennslu, jafnvel um
áraraðir, án þess að full-
nægja þessum kröfum, en nú
var þeim gefinn kostur á að
öðlast full kennararéttindi
með því að sækja þetta nám
skeið. Eg var svo lánssamur
að vera tekinn í þennan á-
gæta hóp ,og fékk stöðu hér
við barnaskólann haustið
1934.
Pál Bjarnason var þá skóla
stjóri hér. Að honum látnum
tók Halldór Guðjónsson við
skólastjórn og síðan Sigurð-
ur Finnsson. Harla ólíkir voru
þessir þrír skólastjórar, en
áttu það þó allir sameiginlegt
r,5 vilja hag skólans sem mest
an. Minnist ég þeirra allra
með virðingu og þökk. Síð-
asta árið, sem Halldór var
skólastjóri hér, flutti hann til
Reykjavíkur og var mér falið
að gegna störfum hans það
skólaár. Sömuleiðis var ég
settur í starfið í veikindafor
föllum Sigurðar Finnssonar,
en síðan skipaður, þangað til
núverandi skólastjóri, Reyn-
ir Guðsteinsson tók við.
Aldrei hafa örari breyting-
ingar orðið á hag og háttum
þjóðarinnar, en einmitt á um-
ræddum altíarþriðjungi og
hefur það öldurót ekki farið
frambjá skólanum, án þess
að hafa áhrif á starfserni
þeirra.
Frá upphafi fræðsluskyldu
á íslandi hafði barnakennur-
urn aldrei verið ætlað að lifa
af kennarastarfinu einu. Til
þ. ss voru starfsmánuðir
þeirra of fáir. Þegar níu
mánaða skóli kom til sög-
u.nnar, fór það að valda mörg
i:m kennurum erfiðleikum,
og oft ytri aðstæðum háð,
hve auðvelt var að afla tekna
þá þrjá mánuði, sem þeir
c ru ekki bundnir af kenns1u
starfinu. Launakjör kennara
bötn: ðu þó verulega, þegar
launalögin gengu í giltíi ár-
iö 1945.
Það átti eftir að koma i
ljós. að lög þau tryggðu ekki
æskilega þróun í starfi skól-
rna. Eftir heimsstyrjöldina
síðari, varð eftirspurn eftir
vinnuafli svo mikil, að marg-
ir kennarar sáu sér hag í því
að yfirgefa starf sitt, eða að
þeir urðu aldrei kennarar, þó
að þeir hefðu aflað sér til-
skilinnar menntunar. Hér
fór þetta að hafa áhrif á
sjötta áratugnum og varð til-
finnanlegt vandamál á þeim
sjöunda. Þá komu lögin um
að ráða eingöngu menn með
fullum réttindum að engu
hn’di, þvi þeir fengust alls
ekki Eg er sannfærður um
að bezt færi á því, að kennar
ar gætu helgað skólastarfinu
alla krafta sina með lengingu
starfstíma þeirra og þá til-
svarandi launahækkun. Ekki
er ég viss um að lengja beri
skyldunám barnanna að sama
skapi, heldur að kennararnir
yrðu skyldaðir til að sækja
námskeið nokkuð af þeim
tímn, sem kennslan bindur þá
ekki. Slík námskeið mætti
þá ýmist skipuleggja sem al-
menna kennslu og starfsþjálf
un í heimahögum, eða sér-
námskeið fyrir stærri lands-
hluta. Fyrir börnin er tíma-
fjöluinn ekki aðalatriðið,
he’dur notagildi þeirra.
Ein breyting, sem gerð var
á þessu tímabili, álít ég að
ha.fi verið misráðin, en það
var s' ipting skyldunámsins
vi5 '2 ára aldur. Af þessu
Þ iðir að börnin eru tekin frá
kennurum, sem þau hafa um
geng'.s’. frá upphafi skóla-
göngu sinnar og flutt til ó-
kunnugra manna í algjör-
lega nýtt umhverfi. Þetta hlýt
vr að komr, óþarflega miklu
róti á hugi og háttu þessara
r'ígrierma. Eg álít því. að
þcs?>i skipti ættu ekki að fara
frrr-n fyrr en að lokinni ferm
ingu.
Tækjabúnaður skólanna
hefur aukizt stórlega og
kennsluíækni breytzt, 'eink-
um hin síðustu ár. Þessu ber
aö fagnr En því miður hafa
ckki allir kennarar verið nógu
vel undir það búnir að hag-
nýta þau. Þeir hafa oft litið
á þau sem góðan hlut, sem
auðvelt væri að grípa til, án
þess að leggjn á sig þá miklu
vinnu, sem nauðsynleg er,
bæði við undirbúning og úr-
vinnslu þess efnis, sem tækin
eiga að gera aðgengilegra og
ánægjulegra fyrir nemend-
urna.
Það væri freistandi að ræða
nokkuð um einstakar kennslu
greinar, en það mundi gera
þessa grein of langa. Eg vona
þó að mér fyrirgefist þó að ég
fari nokkrum orðum um þá
námsgrein, sem mér er hug-
stæðust. Kristinfræðin, sem
er þó líklegust allra náms-
greina, til að byggja upp
heillavænlegt trúarlíf og sið
gæði ,hefur um langan aldur
átt lítið rúm í íslenzkum skól
um ,og miklu minna en títt
er hjá nálægum þjóðum. Til
þes að auka veg hennar, tel
ég nauðsynlegt að hún sé í
höndum áhugamanna, sem
fengju sérstaka menntun og
æfingu til að kenna hana. Eg
er viss um að það er auðveld
ara að kenna litlum börnum
lcikfimi án íþróttaprófa, en
það er að kenna kristinfræði
án áhuga og staðgóðrar þekk
ingar ,því ekkert fag gerir
það eins nauðsynlegt og krist
infræði, að kennarinn lifi í
því, sem hann kennir. Að
setja ófúsan mann til þeirr-
ar kennslu er þess vegna mis
þyrming á honum, nemend-
um hans og málefninu sjálfu.
Kristinfræði þarf að fá að
ganga gegnum námið allt eins
og rauður þráður og þess
vegna fjarstæða að ætla að
drífa þá kennslu af í „önn-
um“, eins og sumstaðar mun
eiga sér stað. Það mun nú
þegar ijóst orðið, að hvorki
tel ég mér eða öðrum hafa
tckizí skók starfið eins vel og
æskilegast hefði verið. Þó er
það nú svo, að þegar ég horfi
til baka, finst mér allur tím-
inn hafa verið eins og bjart-
ur sólskinsdagur í lífi mínu.
Þakklæti er mér þess vegna
ríkast í huga. Þakklæti til
allra samstarfsmanna minna
á liðnum árum ,og þakklæti
til barnanna og heimila þeii’ra
fyrir umburðarlyndi og
mikla vinsemd. Þess vegna
vil ég að lokum óska skólan-
um okkar og kennarastéttinni
allri, blessunar Guðs og vel
farnaðar nú og um ókomin
ár.
S.B.
Malfundur Lífeyrissjóðs
VesfmanRaeyinga
fyrir árið 1970 verður haldinn
fimmtudaginn 13. maí 1971 kl.
20.30, í Bæjarleikhúsinu við
Heiðaveg.
Fundarefni:
Venjulega aðalfundarstörf.
Tryggingafræðingur sjóðsins,
Þórir Bergsson, cand. act. mætir á
rundinum.
Reikningar sjóðsins I igg ja
frammi á afgreiðslu hans í Útvegs
bankanum, II. hæð, á venjulegum
afg reiðslutíma.
Sfjórnin.
Sýning
á handavinnu og teiKningum nemenda
Gagnfræðaskólans verður laugardaginn
1. maí n. k. kl. 10 — 12 f. h. og 1 — 6 e.h.
Skólasfjóri.